Færsluflokkur: Tónlist

Tónlistarviðburður - Jóhanna Gunnarsdóttir læknir syngur á Græna hattinum!

Tónlistarunnendur norðan heiða og þótt víðar væri leitað, vinsamlegast glennið upp glyrnur og takið eftir!

Það er ekki svo oft sem ég verð spenntur fyrir tónlistarviðburðum hér í bæ, en er það nú heldur betur þessa dagana!
EFtir slétta viku verða nefnilega ansi hreint merkilegir tónleikar haldnir á Græna hattinum með söngkonu sem vissulega hefur látið í sér heyra annað veifið gegnum tíðina auk þess að spila listavel á pianó, en hefur samt allt of lítið gert af því og með löngum hléum á milli!
Hér er ég að tala um Húsavíkurmærina Jóhönnu Gunnarsdóttur, sem á sínum tíma tók tvívegis þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna, fyrst 1995 er hún lenti í fjórða sæti og 1998, er hún lenti í þriðja sæti ásamt systur sinni Sigurveigu og vinkonunni Láru Sóleyju Jóhannsdóttur og vakti í bæði skiptin verðskuldaða athygli fyrir fagra og agaða söngröddina!
Munu tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.30 og verður aðgangseyrir kr. 1000.
Sér til fullþingis við tónlistarflutningin mun Jóhanna hafa trió skipað afbragðstónlistarmönnum og reyndum.
Fyrrnefnd Lára Sóley Jóhannsdóttir, vinkona úr gömlu heimahögunum á Húsavík, spilar á fiðlu, en stúlkan sú er vægast sagt sprenglærð í klassiskum fræðum með meiru hér heima og í Bretlandi, þar sem hún snéri til baka frá fyrir um ári. Hefur hún m.a. leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands svo eitthvað sé nefnt.
Margot Kíís er fædd og upprunnin í Eistlandi, en fluttist hingað eins og fleirra tónlistarfólk frá Eistrasaltslöndunum, til að kenna Íslendingum söng og hljóðfæraslátt. Hefur hún búið á Íslandi í um sjö ár og er nú m.a. kennari á Akureyri. Leikur hún á pianó í trióinu.Plata með söng hennar mun svo vera að koma út.
Stefán Ingólfsson er síðan þriðji meðlimurinn í trióinu hennar Jóhönnu og spilar hann á bassa. Hefur hann víða komið við í hljómsveitabransanum, en mér er hann einna minnistæðastur í blúsbandi með feðgunum Pétri Tyrfings og Gumma gítarsnillingi syni hans, tregasveitinni m.a.
Yfirskriftin á tónleikunum er einfaldlega Sumartónleikar og mun þar kenna ýmisa grasa á efnisskránni, djass í léttari kantinum, poppballaða auk klassiskra íslenskra laga sem flestir eða allir munu þekkja. Erlendu lögin munu svo mörg eiga það sammerkt að hafa heyrst í kvikmyndum eða koma úr söngstykkjum. (sem gildir reyndar líka um þau íslensku!)


Læt mér fátt um finnast!

Nei, minntist ekki meints dauða Elvis Aaron Presley í dag, spilaði ekki lög með honum ekki einu sinni Jailhouse Rockklassíkina, né sönglaði It´s Now Or Never!
En ég gerði annað.
Spilaði Whole Lotta´Rosie AC/DC mér til mikillar ánægju með....

...ALVES!


mbl.is Þrjátíu ár frá andláti Elvis Presley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enenen....!

....elskurnar mínar til sjávar og sveita, um heim allan..
ELVIS LIFIR!!!
Hvaða della er það, að halda því fram að hann hafi þann 16. ágúst 1977, fundist látin á heimili sínu í Graceland, 461 Ocean Bouleward í Memphis, út úr dópaður inn á klósetti!?
Tja ég veit ekki, en það veit ég, að um heim allan eru til þúsundir ef ekki milljónir, sem enga trú leggja á að Elvis sé í raun og veru dáin og hafi verið það í nú brátt 30 ár!
En hvað um það, þá er þetta svosem ágætt uppátæki, í þágu góðs málefnis, en þótt Lisa stelpan sé og hafi alltaf verið sæt, lík föður sínum, þá fékk hún svo sannarlega ekki sönghæfileika hans í vöggugjöf!
En nútímatæknin lætur ekki að ´sér hæða, auðvitað langt síðan menn fóru að skeyta saman lifandi og látnum röddum, en nú til dags er líka leikur einn að laga svo til þá röddina sem miður hljómar, að vart er um sömu að ræða og áður! Sjalfsagt einhverjum slíkum brögðum beitt til að "raddfegra" Lisu!?
mbl.is Lisa Marie Presley syngur með föður sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maggi Eiríks og KK - Strákar, fer þetta nú ekki að verða gott!?

Hef aðeins að undanförnu lagt eyrun við nýjustu plötu góðkunningja minna frá fornu fari, Magga Eiríks og Kk, en setti einmitt líka saman um þá smá limrukorn um helgina og sjá má hér aðeins neðar.
Þessi ferðalagaplata þeirra, Langferðalög, er áreiðanlega þriðja ef ekki fjórða platan í þessum dúr sem þeir senda frá sér (mér finnst einhverra hluta vegna að þær séu reyndar fjórar frekar en þrjár, en skiptir ekki alveg öllu) undir öruggri stjórn hygg ég allan tíman, útgefandans og hugsuðarins Óttars Felix Haukssonar!
Af undirtektunum um helgina á Flúðum að dæma og reyndar víðar um land, kann nú landinn enn vel að meta þá félaga og meðferð þeirra á hinum ýmsu "Rútubílasöngvum" með meiru, enda þetta sem slík þörf útgáfa í því augnamiði að viðhalda þessum lögum í minni þjóðarinnar og kynna þau jafnframt fyrir nýjumog yngri kynsllóðum!
Og af því þetta hefur gengið svo vel, þá hefur auðvitað gróði myndast og sama gamla sagan endurtekið sig, "að mjólka kúna á meðan hún gefur"!
En vegna þess að þessir þrír nefndu menn eru höfðingjar, þá er mér óhætt að spyrja:
Strákar, er ekki núna komið nóg?
Nefnilega löngu komin tími á nýja ALVÖRU skífu með frumsömdum lögum finnst mér nú!
Vonandi gera þeir eitthvað í því fyrr frekar en seinna.
Svo má ég til með að montast smá í lokin.
Mér veittist nefnilega sá heiður í Deiglunni fyrir um áratug, að taka fyrstu almennilegu myndirnar af þeim saman er fyrsta platan þeirra, Ómissandi fólk, var að koma út!
Er ekki já örugglega komin áratugur síðan það gerðist? Held það!

Málmpönksperla úr safninu!

Innan um frægðargoð á borð við Iggy Pop og Stooges, ramones, New York Dolls og fleiri, þrifust og störfuðu líka mörg önnur pönk og rokkfyrirbæri,s sem kannski urðu ekki eins fræg en voru litlu síðri!
sveitir eins og Misfits, Black Flag og Dictators! Sú síðasttalda skartaði m.a. leiðtoganum Dick Manitoba og svo gítarleikaranum Ross The Boss, sem síðar gerði garðin frægan í hinni makalausu málmgrúppu, Manowar!
Árið 1990 endurnýjuðu Manitoba og Ross hins vegar gömul kynni, á hreint afspyrnugóðri plötu, sem kallaðist ...And You? verkefnið bar áfram nafn söngvarans Manitoba, en nú Manitoba ´s Wild Kingdom.
Þessa skífu hef ég átt í ein 16 ár og er skemmst frá að segja, að enn dreg ég hana reglulega fram og nú síðast í kvöld!
Nær stanslaus málmpönkskeyrsla út í gegn, alveg yndiusleg svo maður situr bara eftir þreyttur og sveittur, en óendanlega hamingjusamur!
Og ég er og var ekki einn um gleðina! Fékk á sínum tíma fullt hús hjá ÖLLUM dómurum í Metal Hammer og fullt hús í harðrokksbiblíunni Kerrang!
Aðeins eitt lagana slær eitthvað af keyrslunni, New York, New York eftir meistara Iggy Pop!
Ein af perlunum í safninu mínu!

Uppáhaldslagið þessa stundina!

Ódeigur geri ég þá játningu, að ég er og hef verið nokkuð lengi, bálskotin í "poppskotna" pönktrióinu Green Day!
Mér finnst þeim hafa tekist flestum eða öllum ameriskum seinnitíma slíkum sveitum, betur að tvinna góðar llaglínur og grípandi við kraftmikla pönkfrasa!
Bj Armstrong og Co. hafa í senn minnt mig á frumherjana miklu frá New York, The Ramones annars vegar, en hina n-írsku Stiff Little Finger, hins vegar!
En núnú, er semsagt skotin í Green Day þessa dagana og er örugglega ekki einn um það, útgáfan þeirra af Workin Class Hero eftir John Lennon, ansi vinsæl og þessi styrktarplata fyrir bágstadda í Darfur í Súdan, að gera það ansi hreint gott!
Tvímælalaust það lag sem syngur mest í kollinum á mér þessa stundina!

Æ, þessir leiðinda Ribbaldarapparar!

Í mínu hugskoti á öll tónlist rétt á sér og það eigi að virða, alveg burtséð frá hvaða smekk maður hefur. En mikið leiðast mér flestir þessara svokölluðu "Gangster Rapgaurar" sem útleggja má sem Ribbaldarapparar á ástkæra ylhýra! Ímynd þeirra og oftar en ekki kvennfyrirlitning er eitthvað sem er ekki að mínu skapi! Þessi náungi sem hingað hefur komið og spilaði víst fyrir björgúlf Thor, er nú einn af þeim og alltaf í slúðurfregnum sem hann væri Brittny Spears eða marriah Carey! Get bara sem best orðað það svo. Ákveðin ég afgreiddi pent,
ef einhver mig spyrði.
Mér finndist 50 cent,
ei fummaura virði!

Fyrirgefðu Björgúlfur minn, svona er þetta bara!


mbl.is 50 Cent í mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og himneski Blúsinn...

...Er með höfðingjanum aldna og söngvaranum stórkostlega frá Texas, W.C. Clark!
Syngur hann fyrir mig svo seiðandi söngin "Why Do Things Happen To Me" (sem stundum heitir líka I Wonder Why) að sæluhrollur fer um kroppinn á hlýrri júlínóttinni!
Veit að fæst ykkar sem lesa þekkja þennan þeldökka kappa frá Texas, (nema Eyjólfur Blúsbloggvinur vor auðvitað!) en til gamans má segja frá því, að fyrir löngu heyrði ég þá sögu, að Clark væri sá söngvari sem einna mest hefði haft áhrif á söngstíl Stevie Ray Vaughan heitins! SEl það nú ekki dýrara en ég keypti, nema hvað þó, að ekki er laust við að Stevie minni dálítið á Clark á hærri nótunum!

Þessa vildi ég frekar en "Rúllandi Steinahrúguna"!

Ef ég verð orðin "Millari" fyrir 42 ára afmælið, er nú "Milli" fyrir, þá gæti ég nú hugsað mér heilan helling að liði sem ég vildi láta troða upp í veislunni frekar en "Rúllandi steinahrúguna"!
Til dæmis:
Eric Clapton:
Með eða án hljómsveitar yrði hann fínn, fengi þó ekkert að spila af leiðindagripum á borð við August og Behind The Sun, bara sinn besta og flottasta BLÚS!
Annars hefur gítargoðið verið hér á fiskveiðum í "guðmávitahvaða" skipti, er engin virkilega að reyna fá mannin til að halda tónleika hér!?
B.B. King:
Væri heldur ekki seinna vænna, menn farnir að banna snillingnum að fljúga einum, þótt hann sé eilífðarunglingur, 81 árs, en spili fleirihundruð tónleika enn sem fyrr á ári!
Þetta mikla goð blússins mætti svo gjarnan hafa með sér gesti eins og sönggyðjuna ungu Shemekiu Copeland, Robert Cray og fleiri sannkallaða gleðigjafa!
Metallica:
EF ég nennti ekki að bjóða öllum gömlu og góðu frændunum og frænkunum í afmælið, færi bara eftir ungviðinu í fjölskyldunni og mörgu vinafólki, þá yrði rokkað feitt með þessum miklu meisturum harðrokksins! En enn eldri meistarar á borð við Maiden, Priest og Motorhead gætu nú alveg séð um þetta líka, auk þess sem yngri menn á borð við Mínus, Incubus og Hellakopters frá Svíþjóð, mættu hita upp!
John Fogerty og/eða Neil Young:
Yrði nú eitt allsherjar STUÐ í tíu tíma að fá þessa tvo miklu Stórmeistara Ameríku í öllum skilningi, með eða án hvors annars!
Báðir bara svo óttalega miklir þverhausar, en þannig eru nú snillingar gjarnan í hátt!
STatus Qou:
Einhverjir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á voru með þessum bresku "Lávörðum" í Reiðhöllinni um árið, seinni af tveimur þar, en sá fyrri fór víst í klessu!
Algjörlega stórkostlegir stuðtónleikar, sem samt guldu þó fyrir tæknivesen og fleira!
Gildran hitaði upp og var fín!
Mætti alveg fá þá aftur takk!
Sarah Brightman:
Nei, þetta er ekki missýn, þessa miklu og fjölhæfu söngdívu væri ég til í að fá í afmælið frekar en Rolling Stones, eða allavega mæta í veislu þar sem hún kæmi fram! Eins og Diddú, sem líka mætti koma fram, jafnvíg á klassík og söngleikjatónlist, líka einu sinni gift sjálfum Sir. Andrew Lloyd Webber! (Höfundi Jesus Christ Superstar, Cats, Chess og allra hinna frægu söngleikjanna!)
Hana vildi ég gjarnan fá ef formið á veislunni yrði í svona "Galastíl" Vínarsinfónían mætti þá alveg spila með Söru og gestir hennar gætu sem best verið Garðar Thor, Gunnar Guðbjörns, Diego Flores og fleiri súkkulaðisætir Tenórar!
Þetta eru nú bara svona örfá dæmi já um tónlistarfólk sem ég myndi miklu frekar fá í mína veislu eða mæta í partý til annara að sjá og heyra, frekar en "Ellismellina" í Rolling Stones! Gæti nefnt helling í viðbót.

Nei takk Scheving!

Ég er ekki haldin auðmannakomplex, er alveg sama hvað þeir gera við peninga sína, þó ég telji þá ekki hafna yfir samfélagsábyrð og eigi að borga hlutfallslega meir í skatta og leggja til fé í góð málefni með reglubundnum hætti.
Kippi mér því lítið upp við þetta Rollingadæmi, nema hvað að ég hika ekki við að halda því fram, að þeir séu ekki slíkra ofurpeninga virði sem hér um ræðir!
Jújú, hafa með tímanum skapað sér nafn sem rokkrisar eða eiginlega sem "Risaeðlur" rokksins og hafa sömuleiðis búið til slatta af skemmtilegri tónlist, en í mínum augum verða Jagger, Richars og Co. sem slíkir, aldrei merkilegri sem hljómsveit, en svo mörg önnur "Krárarrokksveitin"!
Móðga áreiðanlega einhverja sem þetta kunna að lesa, en áratuga tónlistarpælingar m.a. fá mig einfaldlega ekki til að halda öðru betra fram!
Status Quo, er til að mynda ekkert síður merkileg og eiginlega miklu skemmtilegri sveit en Stones, svo ég nefni aðra sem sofnuð var um svipað leiti (1962) en á sér örugglega lengri samfelda starfsævi! (verið mun virkari allan þennan tíma!)
Það yrði því líklega bara að bjóða mér góða upphæð til að mæta á Stonestónleika, frekar en ég borgaði fúlgu fjár!
SVei mér ef ég set ekki saman lista svona að þessu tilefni með tónlistarmönnum sem ég vildi frekar fara í veislu með en Rolling Stones!
mbl.is Fengu 331 milljón fyrir að spila í einkaveislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband