Færsluflokkur: Tónlist
15.7.2007 | 23:11
Kvennarokk - Dúkkulísur og Sahara Hotnights!
Til marks um það er ég mikill aðdáandi kvennarokks og eindregin stuðningsmaður þess að þær geri sig þar sem mest og best gildandi!
Það gleður til að mynda mitt gamla hjarta, að austfirsku gyðjurnar í Dúkkulísunum eru aftur á fullu og með nýja plötu nú í útgáfu. Eitthvað sem ég hlakka til að heyra.
Þessa dagana er ég svo að leggja eyrun við nýjustu skífu sænska stúlknarokkgengisins í Sahara Hotnithts, sem ég hygg að sé þeirra fjórða stóra! Heiðruðu þær einmitt okkur Frónbúa á Iceland Airwaves, að mig minnir 2005 og stóðu sig bara þolanlega!
Koma þær frá einum af þessum fjölmörgu skíðasmábæjum í norður Svíþjóð, líkt og hinn frægi Olymp´ðiubær Falun, en man ekki nafnið á honum. Með hina fræknu og kraftmiklu söngkonu Jemmy í fararbroddi, heilluðu þær mig upp úr skónum með annari plötunni sinni Jenny Bomb fyrir um fjórum árum, en á þeirri skífu gætti skemmtilegrar blöndu af pönkáhrifum og poppi, svona eins og Blondie og The Runaways, væri skellt saman!Öllu rótarlegra rokk var á næstu skífu, svona í dúr við samlandana í The Hives og var sú líka alveg hin bærilegasta skífa.
Enn breyta þær svo til á nýju plötunni, What If Leaving Is A Loving thing?, nú aftur frekar léttara rokk, en þó alls ekkert "diskó" eins og einhverjir sænskir gagnrýnendur hafa verið að lýsa innihaldinu í neikvæðum hneykslunartón!
Held hún muni á endanum skora sæmilega hjá mér, tilfinningin þannig eftir nokkrar stuttar og hraðar yfirferðir.
Verð allavega alltaf ánægður með að þær stöllur skildu vera einar af fáum stelpunum í bænum sínum, sem nenntu ekki að stunda skíðin, en ákváðu bara að stofna hljómsveit til að gera eitthvað öðruvísi!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2007 | 17:51
Sama gamla sagan!
Strákar að klæmast undir rós og ekki, hvað skildi það nú hafa viðgengist lengi?
Blúsinn mótaðist snemma á sl. öld í vesturheimi.
þar sungu menn jú um sorgir sínar, en ekki síður um gleði, vonir og þrár!
Það síðastnefnda ekki síst umfjöllunarefnið, bersögult eða ekki. Stundum þó með frábærum myndlíkingum á borð við Little Red Rooster, en svo bara líka beint frá hjartanu, I Just Wanna Make Love To You!
Hvorugt neitt klám og satt best að segja held ég að vinirnir tveir hérna að neðan, Timberlake og "Íslandsvinurinn" 50 cent, geri í raun ekki meiri skurk með þessu lagi en áður hefur verið gert af stjörnum popps og rokks!
Undir rós eða ekki, I wanna Hold Yourt Hand með Bítlunum, eða myndbandið langa og alræmda Erotica með Madonnu, man einhver ennþá eftir því?
Nú eða bara "Allt á floti alls staðar" með Skafta Ólafssyni!
Haha, Leitum ekki langt yfir skammt, þetta er alltaf sama gamla sagan!
Klámhundarnir Justin og 50 Cent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2007 | 20:26
Flottur Laddi með Millum!
Hvernig í dauðanum hefði þeim nú dottið slíkt í hug, eftir að hver stórsöngvarinn öðrum betri hefðu fyrr sungið með sveitinni,Bogomil, Páll Óskar, Bjarni Ara og ekki hvað síst sjálfur Raggi Bjarna m.a.!
Fékk nú aldeilis skýringu á því í kvöld, er Milljónamæringarnir mættu í Kastljós Sjónvarpsins með Ladda í fararbroddi og fluttu hans eigið lag, Milljónamæringurinn.
Ég læt nú sjaldnast frá mér fara álit á tónlist við fyrstu áheyrn, veit sem er í ljósi gamallar reynslu, að slíkt álit breytist oftar en ekki né stenst tímans rás. En Stíllinn og skemmtilegheitin voru bara ótvíræð í þetta sinn, Laddi karlinn ansi hress og lagið í skemmtilegum sveiflurokkstíl sem kom mér mjög á óvart!VAntaði reyndar öflugan rafgítar til að fullkomna útsetninguna, en samt, lofar bara góðu fyrir þessa nýju plötu, ef efnið er eitthvað meir í líkingu við þetta lag.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2007 | 17:23
Fortíðarþrá sefuð með Blackfoot!
SEkk þá niður í gamlar og góðar minningar, græt í laumi fornar ástir með fögrum meyjum hahaha!
En svona til að róa mig niður, sefa grátin, reika ég svona mitt í minninganna óráði inn í herbergið góða, þar sem fjársjóðurinn mikli og stækkandi, plötusafnið góða, er að finna og dreg fram einhvern dýrgripin frá "sokkabandsárunum"!
Bregð honum svo óðar eftir að niðurstaða fæst, undir geislan og fyrr en varir hefur rofað til, grátur sefast og bros færist yfir minn fallega drengjasvip í stað þunglyndisskeifunnar!
Hér í annari færslu hef ég aðeins minnst á eina slíka eðalskífu, sem heldur betur hefur glatt vort gamla hjarta að endurnýjuðum krafti að undanförnu, Siogo, gjörsamlega skotheldur gripur frá Suðurríkjarokksveitinni Blackfoot og sem kom út árið 1983!
Man eins og það hafi gerst í gær, að ég sá og heyrði sveitina í fyrsta sinn, í Skonrokki með sjálfa Eddu Andrésar (fréttaþulu Íslands númer eitt!) við stjórnvölinn!
Þar birtist myndband við góðan smell af plötunni, SEnd Me An Angel, sem varð held ég svei mér þá, töluvert vinsæll hérlendis!
Snaraði sem fljótast út fyrir plötunni eftir þessa miklu upplifun og hef síðan þá verið mikill aðdáandi Ricky Medlocke og Co. SVeitin hafði þá um skeið þegar átt nokkuð svo farsælan feril, en "poppaði" sig nokkuð upp með Siogo, m.a. gekk í sveitina hinn merki Hammondorgelleikari og lagasmiður frá Bretlandi, Ken Hensley, en áður var hann frægur fyrir að vera leiðtogi hinnar góðu rokksveitar og "Íslandsvina" Uriah Heep! Slík "poppun" heppnast sjaldnast vel, en gerði það frábærlega í þessu tilfelli og það svo vel, að mér finnst þessi plata enn sem ný, 24 árum eftir að hún kom út!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 14:54
Neinei, ekki Bítlarnir!
Of margir, tveir af fjórum, fallnir frá til að það væri raunhægt, sem það var svo ekki mikið heldur meðan John Og George voru enn á meðal vor!
Mér þætti líklegra að Elvis kæmi aftur!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 14:36
Endurkoma Zeppelin?
Er meiningin að þessir tónleikar geti svo markað upphaf frekari starfsemi, jafnvel tónleikaferðar víða um heim!Nánast frá því að hljómsveitin hætti eftir fráfall trommuleikarans sérstæða, John Bonhams, hefur orðrómur alltaf annars lagið komið upp um endurkomu og/eða endurreisn, en einungis svo hægt sé að tala um hafa þeir tvívegis að ég man eftir, komið aftur fram sem Zeppelin, á Live Aid með Genesismanninn fræga með meiru, Phil Collins við trommusettið og svo á einum afmælistónleikum Atlantig. Við hin og þessi verkefni hafa þeir þrír og þá ásamt syni Bonhams, Jason, unnið saman (Jason með þeim á afmælistónleikunum áðurnefndu t.d.) en Endurkoma með stóru E, hefur þó líklega sjaldan verið meir til umræðu en kannski nú!
Þarf ekkert að orðlengja það, að þúsundir myndu fagna slíkri endurkonu, en sjálfur veit ég ekki, þetta líkt og með bara t.d. Spice Girls (skammast mín þó hálfpartin að nefna þær í sömu andrá!) snýst eða mun á endanum snúast mikið eða mest um peninga, sem auðvitað flestir hlutir gera, en kannski bara allt of mikið!
En við sjáum hvað setur!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 01:08
MERGJAÐUR MASSI!
Hvað getur hugsanlega hreyft við gamlinganum mér sílalegum á sumarkveldi?
FEngið mig til að standa upp úr letinnar ljúfa sessi og sperra eyru?
Hvað getur skafið skítin úr eyrum og skrapað fitu af beinum?
FEngið hárin til að rísa og búk til að brjálast!?
Ekkert nema, ekkert nema...
ALVÖRU MASSI, METAL MASSI,
MÍNUSMASSI!!!
Viðurkenni, að ég var ekki nema svona kurteislega hrifin af frumburði Mínus, Hey Johnny árið 1999.
VAr og er reyndar enn alltaf leiðinlega gagnrýnin á íslenskt rokk og auðvitað ekki að ófyrirsynju, afskaplega misjafnt hvernig til hefur tekist og þá sérstaklega hvað hljóðvinnsluna snertir!
En með "Halldór Laxness" tóku Krummi "Boson" og félagar mig einfaldlega með trompi, líkt og þeir gerðu við svo marga fleiri gamla harðhausa víða um heim!
Auðvitað var stíllinn breyttur, mýkri laglínur komu þar inn á kostnað -Beint-að-augum-Harðkjarna- en það var örugglega nauðsynleg þróun hjá genginu frá tveimur fyrstu plötunum! (Jesus Christ Bobby númer tvö!)
Nú eins og flestir vita, fylgdi svo meiri vegsemd með "Halldóri" tónleikar víða um heim og platan svo endurútgefin með betrumbótum.
Síðustu tvö árin allavega hafa menn svo beðið með eftirvæntingu þess að heyra hvernig næsta skref yrði,hvort þeir gætu yfir höfuð fylgt eftir og bætt við þar sem H.L. skildi við!
Einn maður hefur alltaf í viðtölum nánast lofað öllu fögru með fjórðu plötunni, sagt að það yrði alvöru gegnumbrotið fyrir strákana, engin annar en sjálfur Bo Krummapabbi, skallapoppari Íslands númer eitt og hjartaknúsari, Björgvin Halldórsson!
Veit nú lítið um fögnuð heimsbyggðarinnar, en veit bara að nokkurn vegin það sem segir hér í upphafi gerðist með nýju plötunni, Nothing Whalekinn, er hún kom í hendur og undir geislan fyrir um þremur vikum eða svo!
Áfram grípandi laglínur sem á H.L. en skerpa og viss hráleiki aftur meiri líkt og á fyrstu tveimur plötunum.
ER einfaldlega mun betri plata og heilsteyptari en ég átti von á, já bara hreint út sagt Meiriháttar MASSI!
Nenni ekki að tíunda einhver sérstök lög eða kryfja texta, hlusta bara og hlústa skekin af kjarnakraftinum!
Bil sem nemur pólitisku kjörtímabili, hefur því reynst þess virði og vel það og ég gæti trúað, að þeim sem fannst of mikil "mýkt og væl" vera komið í spilið á H.L. séu sáttari núna!
Niðurstaða: FULLT HÚS!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 16:32
Eivor er yndisleg!
Yndislega álfamærin frá Götu í Færeyjum, Eivor Pálsdóttir, virðist hrinlega ekkert vera ómögulegt hvað sönginn snertir.
Túlkun hennar á Elvisslagaranum sígilda, Love Me Tender, er alveg óumræðilega hrífandi og maður bráðnar bara á staðnum að hlusta á þennan magnaða söngfugl!
Einn galli og gamankunnugur er bara á fjöf Njarðar, á rás tvö allavega er nú svo komið að lagið er "Spilað í spað"! Hættan því eins og með svo mörg önnur góð og vel flutt lög, að þau verði hreinlega eyðilögð með ofspilun, maður fái hreinlega ofnæmi á endanum fyrir þeim, svo flott og fín þau hljómuðu í upphafi.
En að fá leið á Eivoru?
Ekki hægt, aldrei,aldrei, aldrei!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 16:42
Tarantula!
Rokkunnendur, hafið augu og eyru hjá ykkur!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar