Eivor, Ó Eivor!

Vildi bara enn og aftur tjá ást mína á færeysku álfameyjunni Eivor Pálsdóttur!
Tónleikarnir komnir á fullt á Miklatúninu og miklumiklumiklu meira spennandi en "Bankabraukið" í gærkvöldi!
Blíð sem engill, en kraftmikil sem kjarnorkuver syngur hún svo dásamlega á víxl, leitun að slíkri náttúrurödd sem hennar nú um stundir!
mbl.is Ljúf stemmning í miðbæ Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eyvör er álfamær.

Markús frá Djúpalæk, 18.8.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

yndisleg

Einar Bragi Bragason., 18.8.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mey eða mær, skiptir ekki öllu, við elskum hana allir!

En Einar Bragi, hvernig gengur með plötuna og fæst hún í höfuðstað Norðurlands? ERt með flottar söngkonur á enni ef ég veit rétt!?

Magnús Geir Guðmundsson, 18.8.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég sá Eivör fyrst syngja þegar hún var rauðhærð sveitastelpa 15 ára eða svo.  Þá var hún að syngja djass í Færeyjum.  Hún söng gömlu djssstandardana eins og djasssöngkona með 30 ára reynslu.  Þegar ég ræddi við hana kom í ljós að hún þekkti ekkert til Ellu Fitzgerald,  Söruh Vaughan eða annarra sem áður höfðu gert þessi lög fræg.  Djassgúrú Færeyja,  Kristian Blak,  hafði bara raulað þessi lög fyrir hana við píanóundirleik. 

  Þetta var ótrúlegt.  Stelpan söng djassinn í eigin túlkun með þessum árangri.  Ég sagði við Kristian að svona snillingur eins og Eivör ætti alla möguleika á heimsfrægð.  Mörgum árum síðar,  eftir að Eivör var orðin súperstjarna á Íslandi og í Danmörku,  sagði Kristian mér að hann hafi haldið að fullyrðing mín væri bara kurteisishjal Íslendings.  Hann var meðvitaður um að Eivör var undrabarn.  En frægð utan Færeyja var fjarlægt Færeyingum þarna,  hvað 1997 eða svo.

  16 ára hljóðritaði Eivör sína fyrstu sólóplötu.  Með frumsömdu efni sem hún útsetti sjálf.  Svo örugg með það hvað hún var að gera.  Sótti í gamlar færeyskar rætur og varð frumkvöðull úr færeysku rokksenunni (hún var þá byrjuð að syngja með rokkhljómsveitum) til að syngja á Færeysku (í stað ensku),  áköf í þjóðernisafstöðu fyrir sjálfstæði Færeyja.  Sem var ekki vinsælt viðhorf í Færeyjum á þeim tíma. 

  það hefur verið frábært að fylgjast með ferli Eivarar síðan.  Hún lætur engan segja sér fyrir verkum.  Hún hefur fengið tilboð út og suður með skilyrðum um að syngja á ensku,  poppa músíkina með loforði um heimsfrægð og annað í þeim dúr.  En það stýrir engin þessari sjálfstæðu álfadrottningu.

  Þar fyrir utan er hún einstaklega hlý og skemmtileg persóna.  Svo gjörsamlega laus við poppstjörnuhlutverkið að hún verður alltaf jafn barnslega undrandi og snortin þegar hún fær verðlaun eða aðrar heiðranir. 

  Ég hef líka kynnst foreldrum hennar og stórfjölskyldu.  Það fólk er svo einstaklega yndislegt og gott fólk að maður áttar sig því hvað hefur mótað álfadrottninguna.  

  Fyrir tveimur árum bjó ég heima hjá þeim þegar ég fór á G!Festival í Götu í Færeyjum.  Þetta fólk gekk ítrekað fram af mér með ofdekstri og ótrúlegri gestrisni.     

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 01:00

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka góðan og einkar vænan pistil Jens!

Heyrði nú ekki allt í kvöld, missti af Mannakornum fyrir slysni, sem mér var þó sagt að hefðu verið alveg þokkalegir, se´rstaklega eftir að Ellen slóst í hópin, en álfadrottningin eins og þú nefnir hana, bar bara af!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 01:28

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég missti af Eyvöru en Mannakorn voru að mínu mati meira en þokkalegir.

Markús frá Djúpalæk, 19.8.2007 kl. 09:12

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Missti af Mannakorn!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 13:55

8 Smámynd: Jens Guð

  Mannakorn voru fínir.  Ellen er alltaf elskuleg söngkona.  Mér þótti þó besta lagið með Mannakornum ný útsetning á Göngum yfir brúna.

  Maggi,  það kom fyrirspurn til þín í "kommenti" undir færslu minni um "Snilldarþýðing".   

Jens Guð, 19.8.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 218017

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband