Færsluflokkur: Tónlist

Dægurþras, en samt..

Jamm, svona dægurþras já eða dægurgaman, blöð og tímarit út um allar trissur voðalega upptekin af svona löguðu nú í seinni tíð, innihalda lista og alls kyns aðrar samantektir um hamingjan má vita hvað!
En svona út af fyrir sig er nú allt í lagi ef Dion dívan syngur hvað sem henni dettur í hug á tónleikum og það gildir nú líka um flesta aðra, enda fátt eða ekkert sem bannar það.
En spurningin bara að fólk skuli halda eins og í þessu tilfelli að það geti hentað því og sé tilhlíðilegt að það syngi allt bara ef það kunni lagið, er kannski annar handleggur og víst er að stelpan jók nú ekki beinlínis hróður sinn með þessu uppátæki.
og satt best að segja gæti ég vart hugsað það til enda ef Angus Young og félagar í AC/DC myndu svara í sömu mynt og tækju til dæmis titillagið þarna úr kvikmyndinni titanic!?
Að reyna að heyra Brian Johnson syngja það í huganum er nú tja, ekki bara fjarstæðukennt, heldur bara alveg voðalegt! En haha, hljómar við tilhugsunina líka bráðfyndið!
Annars eru til ógrynni af skelfilegum túlkunum á annars miklum perlum rokksins, svo margar að ég man hreinlega ekki eftir neinni sem hægt er að taka út og kalla versta.
Það sem mér hefur þó oftast fundist ömurlegast við svona endurgerðir og túlkanir, eru útsetningarnar miklu frekar en endilega söngurinn. þar á ég sérstaklega við endurhljóðblandanir þar sem vélrænuviðbjóðurinn í þágu danshúsa er klestur við!
ekki nógu sterk ofð til að lýsa vanþóknun minni á slíku.
SVo hefur líka mjög oft farið í taugarnar á mér þegar hinir og þessir poppsöngvarar eru að taka klassísk íslensk sönglög. Til dæmis fannst mér á sðínum tíma skelfileg útgáfa Bo á einu af okkar fallegasta sönglagi, í fjarlægð eftir Karl Ottó Runólfsson við ljóð Gests, á fyrstu Íslandslagaplötunni! Hvað sem hver segir, þá var þetta bara vond útgáfa og popparinn ástsæli réð einfaldlega ekki við lagið. En leikkonan fagra og broshýra, Þórun Lárusdóttir, gerði sama lagi nokkuð svo þolanleg skil hins vegar á plötu fyrir einu og hálfu ári eða svo.
Minnst er á Walk this Way sem eina af bestheppnuðu útgáfunum hjá Total Guitar.
Skal það nú áréttað, að lagið er eingöngu frá Tyler og Co. þetta er ekki lag þéttholda hip hop gauranna í RunCMC, bara svo það fari ekki á milli mála.
mbl.is Celine Dion sökuð um helgispjöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsað upphátt um hagsmuni, bardaga við vindmyllur, "Sól að morgni" og sitthvað fleira!

SVo langt er um liðið frá því ég fór fyrst að lesa greinar tengdar þessari miklu vá sem stafræna byltingin var í augum ýmisa hagsmunaaðila í Bandaríkjunum ekki hvað síst, að ég man það ekki lengur.
En 15 til 20 ár er örugglega ekki fjarri lagi.
Fyrir tíma fyrstu skráaskiptasíðunnar (ef ég man rétt) Napster, höfðu rétthafar tónlistar ekki hvað síst, lengi rekið áróður gegn upptökum á snældur, flestir sem eru komnir á góðan fullorðinsaldur muna enn eftir myndunum sem prentaðar voru t.d. inn á svunturnar á LP plötunum, svona sjóræningatákn þar sem kassetta var í íki hauskúpu í sjóræningjatáknmyndini (með krosslögðum beinum fyrir neðan) VArnaðarorð svo prentuð fyrir neðan um hve slík yðja væri vafasöm.
Vandamáli lengst af síðar með að ná lögum yfir Napster og aðra slíka sem á eftir fygldu og fylgja enn, var og er kannski enn, að hugmyndin sem slík, forritið sem verkfæri í tölvunni er í alla staði löglegt sem slíkt og hinn mikli og áhrifaríki frjálsi vilji yrði skertur ef bann yrði sett. Þar að leiðandi var allavega nær ómögulegt að koma lögum yfir eitthvað sem löglegt var að nota, þótt í notkuninni fælist að næla sér í tónlist með meiru án þess að eigendur og rétthafar fengju neitt fyrir sinn snúð eða fengju lengi vel rönd við reist.
Að lokum mun þó í tilfelli Napster allavega einhverjum lögum hafa verið komið yfir forsprakka þess svæðis og henni í kjölfarið hafa verið breytt í löglega gagnvirka síðu. (ef ég man rétt, verð aftur að taka það fram, hef ekki alveg verið að fylgjast svo grant með þessu í seinni tíð)
En menn snúa ekki svo glatt við tímans hjóli, aðrar síður samanber þetta Torrentdæmi og t.d. Kasa (lite) hafa síðar komið til sögu meðal ótalmargra annara þar sem samfélög hafa smátt og smátt myndast kringum slíka "Glæpastarfsemi" sem slík yðja strant tiltekið er.
Við Íslendingar auðvitað ekki látið okkar þar eftir liggja, altaf sama gamla og góða ólöghlýðna hyskið, Deili t.d. muna menn upplaust eftir enn á undan Torrentis m.a.

Ekki fyrsta orustan sem tapast.

Eins og í Ameríku og víðar hafa íslenskir hagsmunaaðilar róið að því öllum árum að gæta síns fés eins og þar stendur og stundum bara verið ansi duglegir við það.
Lengi vel var maggi karlinn Kjartans andlit STEFs út á við með skáldið í Skerjafirðinum, Kristján Hreinsson, sem sinn aðstoðarkokk. magnús var já oft ansi harður og náði ásamt þá (og líkast til enn) stærsta hljómplöturamleðandanum Skífunni, því fram sem frægt varð um skeið, að sérstakt gjald var lagt á hverja selda geislaskífu ætlaða til brennslu, sem og með tónlist allavega, sem rann EINGÖNGu til þeirra! Myndrétthafar og fleiri fengu hins vegar ekkert af þessu gjaldi til sín fyrr en síðar.(svipuð gjaldtaka á kassettum og myndbandspólum var þó hygg ég komin til fyrr og var viss fyrirmynd af þessu gjaldi)
Í þessu gjaldi fólst á móti viðurkenning á að kaupandi geislaplötu ætti rétt á ef hann þá gæti, ætti tölvu, að búa sér til afrit og það ein þrjú eintök ef ég man þetta rétt og var samkvæmt höfundarréttarlögum.
Árið 2002 gerist það hins vegar (og aftur slæ ég þann varnagla og segi, ef ég man rétt!) að með útgáfu nýjustu plötu kóngsins bubba Morthens, Sól að morgni, er brotið blað í útgáfusögu á Íslandi, en á plötunni er sérstakur lás innifalin sem koma á í veg fyrir afritun eða sporna við henni. Þó fylgir í hverju eintaki sérstakur kóði sem inn á heimasíðu Skífunnar á að vera hægt að nota til að spila plötuna í tölvunni, sem ella væri ekki lengur hægt. Á svipuðum tíma kemur svo á markað hér ný plata með Celine Dion, sem á sama hátt var fyrsta erlenda platan með lás hér á markaði.
Eins og margir muna, þá reyndist nú lás þessi hins vegar ansi haldlítill og var allavega í upphafi hægt einfaldlega að komast fyrir hann með því að krota yfir hann á skífunni, því hann sást þar. Fleiri aðferðir voru þó strax ljósar og sýndu að þessi vegferð var kannski ekki alveg nógu vel hugsuð, t.d. að mörg tölvugeisladrif voru ekki bara ætluð til að nýtast með hugbúnaði heldur til sjálfstæðrar spilunar, þannig að þau skynjuðu ekki þessa hindrun sem lásinn átti að vera og því hægt að fjölfalda. SVo var auðvitað hægt líkt og áður á dögum LP plötuupptaka á snældur, eða af snældu á aðra slíka, bara einfaldlega hægt að spila plöturnar beint af venjulegum geislaspilara yfir í tölvurnar með hjálp góðra snúra og hljóðkorta, svo engin bylting í baráttu rétthafa var í raun að ræða.
Betrumbætingar á lásum og aðrar aðferðir komu þó til og hafa komið, bæði fyrir tónlistar- og DVDskífur, en sem fyrr hefur þetta verið takmörkuð vörn líkt og annað er varðar slíkt á víðáttum netsins.
Barátta STEFs var svo auðvitað vafasöm, vildi bæði geta sleppt og ahldið, þ.e. að gjaldtakan yrði áfram af skífunum, en jafnframt að afritunin yrði takmörkuð og helst útilokuð!?
Slíkt gengur og hefur auðvitað ekki gengið upp, sem og að aðrir hafa með tímanum lika fengið skerf af gjaldinu. (sem var auðvitað bara hneyksli út af fyrir sig að skildi vera sett á einum litlum hagsmunahópi til góða!)
Allt of mikið kapp varð semsagt til að STEF tapaði eiginlega orustunni ásamt Skífunni auðvitað líka og hætt var hygg ég alveg að koma þessum lásum fyrir sérstaklega á plötum frá því fyrirtæki.
Ýmis rök og meintir útreikingar á sölusamdrætti vegna brennslu og netskráarskipta, hafa svo nær alltaf reynst vafasöm, sannleikurinn sá að nær ómögulegt er að festa fingur á hvort og þá hversu mikið slíkt hefur áhrif.
Bara sú staðreynd ein, að sá einstaklingur til dæmis sem fær plötu að láni og afritar hana sé þar með eyrnamerktur sem "tapaður kaupandi" er della, því ekkert rökstuddi þar með að viðkomandi hefði endilega keypt þá sömu plötu! RAunar þekki ég dæmi alveg öfugt, að margir hafa einmitt eignast fyrst slík afrit, en ákveðið svo að kaupa "alvöru" eintak út í búð.

Fleiri dæmi væri líka hægt að nefna sem rýrt hafa málflutning hagsmunaðila eins og STEF, en eins og sést á þessum síðustu tíðindum þá höndla þeir sín mál ekki sem skildi, vilja seilast full langt sýnist manni í baráttunni, vanda sig ekki og tapa því orustu eftir orustu og það jafnvel þótt hálærðir lögspekingar eins og Eiríkur tómasson séu í brúnni!
Held ég að ef hægar hafi verið farið í sakirnar á sínum tíma og strax hefði verið reynt að vinna almenningsálitið á sitt band varðandi skilning á rétti og fleiru, hefðu þessi mál spilast betur fyrir STEF til dæmis.
Verðlagningarmál eru svo angi að sama meiði og kvetja neytendur ekki beinlínis til skilnings, plötuverð óvíða hærra en á Íslandi og gamlir draugar meira að segja að vakna upp í þeim efnum, mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í verðlagningunni hjá a.m.k. einum aðila, Pennanum!
Meðan svona er, þá er það bara ekkert óeðlilegt að hinn almenni tónlistar- og/eða kvikmyndaáhugamaður nýti sér allar leiðir sem eru færar til að útvega sér sitt "Andlega fóður" og það "ólöglega" eða ekki!
Margt fleira gæti ég nú sagt vegna þessara málalykta fyrir Hæstarétti gegn istorrent og þær mörgu hliðar sem snerta þessi mál öll, en hætti hérna.


mbl.is Aftur lögbann á Torrent.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár færeyskar og fleira gott!

tími komin á að uppfræða umheimin um minn stórkostlega og fjölbreytta tónlistarsmekk, svona eins og ég hafi aldrei gert það áður eða þannig!
En fjölbreytnin er að sönnu nokkur þessa dagaana og það bæði af nýjum og eldri verkum.
Þrjár eiga já það sameiginlegt að vera með hljómsveitum frá Færeyjum, en hjá okkar góðu grönnum hefur orðið gríðarleg framþróun í tónlistarútgáfu á síðastliðnum árum.
til marks um það, eru þessar þrjár plötur hver annari ólíkari innbyrðis, en allar mjög skemmtilegar.
Fyrst má þar nefna sveitina Valravn með samnefda plötu frá sl. ári. Aldeilis flott nútímaheimstónlistarpopp sem svipar til dæmis nokkuð til Bjarkar þar á ferð, en með sterkum þjóðlagaáhrifum frá fyrri tíð í bland. ERu þarna til dæmis alveg hörkugóðar túlkanir á hinu sígilda Ólafi riddararós og okkar íslenska þjóðkvæði, Krummi svaf í klettagjá!
VErður betri og betri með hverri hlustun þessi og ekki skrítið að hún hafi hlotið mikla athygli og fengið viðurkenningar!

Í öðru lagi er það svo næstnýjasta platan frá Íslandsvinunum miklu í týr, sem eins og mörgum er enn í fersku minni, slógu rækilega í gegn með Orminum sínum langa 2004 minnir mig eða svo.
Ragnarök nefnist gripurinn og kom 2006, stigvaxandi rokkverk sem mér finnst skemmtilegri og einfaldlega betri en ég bjóst við fyrirfram.
Mikil spenna er svo fyrir nýju skífunni frá þeim, Land, sem er að koma nú, en þar verða þjóðlög frá heimalandinu auk Íslands og Noregs held ég íka, í ýmsum túlkunarbúningum.
Síðast en ekki síst er það svo fyrri platan af tveimur með blúsbandinu Gogo blues sem um ræðir, sem kom 2004, en aðra til, Face To Face With The Devil, gáfu þeir líka út áður en þeir hættu svo fyrir nokkru.
Þessir félagar voru hygg ég hér á landi til skamms tíma í FÍH og höfðu greinilega gott af, þrusufín blúsplata sem sver sig til dæmis í ætt við margt úr breska blúsnum.

Ein skífa til sem heillað mig hefur svo sl. vikur, er síðasta platan frá Jeff blessuðum Healey, sem lést sviplega fyrr á þessu ári langt fyrir aldur fram.
VArt hafði reyndar rekunum verið kastað, en platan, Mess Of blues kom út, en hún geymir m.a. ýmsar skemmtilegar tónleikaupptökur þar sem elsku strákurinn fór á kostum í túlkunum á lögum manna á borð við Freddie King, Fats Domino, Neil Young, the Band og fleiri.
Mjög skemmtileg, en viss tregi sem fylgir því að vita kappann fallin frá fyrir svo stuttu.

Dróg svo fram geislasafnskífuna með honum Óda heitnum Vald, Óðni Valdimarssyni, er nefnist Er völlur grær nú um helgina, en það kom út 2004.
EFtir allt hafaríið og lætin vegna útgáfu Bubba og Björns Jörundar á Ég er komin heim, sem fólk var nú ekki of hrifið af margt hvert, langaði mig bara að rifja þetta lag upp með karlinum auk fleiri.
Held líka að sitthvað sé nú satt í því sem "Skrattakollurinn" SVerrir Stormsker hefur verið að tjá sig um að undanförnu, að miklu meir mætti heyrast með þessum eldri gömlu og góðu söngvurum í stað þess að hinir yngri fái óskipta athygli na´nast og´græði á að endurvinna þessi lög.
Hætti mér annars ekki frekar inn í þessa umræðu og reyndar var ég nú ekki alveg sáttur vi hörkuna í Sverri gagnvart sumum starfsfélaga sinna í umræðunni, en það er nú önnur saga.
En Óðin var tvímælalaust einn af okkar eftirminnilegri söngvurum og á svipaðan sess að mínu mati skilin sem Rúnar Gunnars, Vilhjálmur Vilhjálms m.a. sem einn af þeim allra eftirminnilegustu!

Hitt og þetta hefur svo líka verið í náðinni hjá manni að undanförnu,blúsgítarsnillingurinn Debbie DAvies til dæmis og hennar mörgu góðu skífur sem ég hef verið að sanka að mér smátt og smátt auk bróður hennar í blúsnum Omari Dykes með og án meðreiðarsveinanna í The Howlers!
Wild Frontier, ein af mörgum fínum plötum vinar míns Gary Moore líka ratað undir geislan sem og síðasta platan hennar Önnu pálínu heitinnar, þeirrar yndislegu söngkonu og manneskju í alla staði, sem hún gerði með hinum norksa Draupni.
Og þannig gæti ég áfram talið..

En, maður kaupir nú ekki mikið af nýjum plötum þessa dagana, verðlagið sem aldrei fyrr út í hött hér nyrðra, komið í 2990 á nýjum skífum!
Jájá, allt hefur verið að hækka og flutningskosnaðurinn hingað meðtalin, bensínið og allt það, en álagningin hér á landi almennt á plötum er algjört rugl, svo einfalt er það!
SEgir það sitt, að engu virðist hafa skipt þó virðisaukin hafi verið lækkaður niður í 7% til samræmis við fleira andlegt fóður, verðið lækkaði ekkert!
En "Neyðin kennir naktri konu að spinna og nöktum manni að vinna", þAðrar leiðir verða þá bara að finnast og duga í staðin!


Eyðieyjurokk!

Fyrir skömmu hóf minn gamli félagi og bloggvinur Björn Jónsson, Bubbi, að birta Eyðieyjulista, sem hinir og þessir tónlistaráhugamenn taka saman að beiðni hans. Skemmtilegt framtak og þá ekki hvað síst skemmtilegt og athyglisvert þennan föstudagsmorgunin, því sjálfur ég lét til leiðast, Gikkurinn mikli og tók saman lista er þar má nú sjá!
ER þar um að ræða 12 ROKKPLÖTUR sem ég gæti hvað helst hugsað mér að lifa af eyðieyjuvistina sem lengst, en ég tók þann pólin í hæðinni einfaldlega vegna þess að mér reyndist það einna minnst erfiðast!
Hefðu þetta alveg eins getað verið 12 blús/djass/popp eða bara íslenskar plötur, en þá hefði ég þurft að fara að hugsa mig betur um og það er ekki eins gaman!
Það er nefnilega íþrótt í sjálfu sér að kunna og geta hugsað sem minnst!
Bubbinn lætur mörg hlý og kannski óverðskulduð orð falla í minn garð, en honum kann ég auðvitað bestu þakkir fyrir það!

bubbinn.bloggar.is.


Soundspell sigruðu!

Þau mjög svo ánægjulegu tíðindi bárust mér í gær, að ungherjarnir í kveintettinum Soundspell hefðu farið alla leið í tónlistarkeppninni International Songwriting Competition í Ameríku, borið sigurorð af á þriðja hundrað keppinautum í þessum flokki!
Stundum er sagt að upphefðin komi að utan og það hafa tónlistarmenn á borð við Björk, Mínus, Sigur rós og Mezzoforte reynt áður m.a. og nú semsagt Soundspell líka!
Strákarnir vissulega vakið athygli sl. tvö ár til dæmis fyrir fyrstu plötuna, Ode to An Umbrella á síðasta ári, en kannski ekki eins mikla og þeir hafa átt skilið.
En nú mætti ætla að breyting yrði á.
Þessi keppni er annars mikið fyrirtæki og dómararnir voru ekki af lakara taginu, heimsfrægir listamenn á borð við tom Waits, Rokkfrömuðin gamla Jerry Lee Lewis, Frank Black (aka Black Francis úr the pixies) og Robert Smith söngvara The Cure!
Verðlaunin voru svo af ýmsu tagi m.a. drjúg skólavist í virtum einkatónlistarskóla í Boston!
Innilegar hamingjuóskir til strákanna, virkilega ánægjuleg tíðindi, sem væntanlega munu hvetja þessa ungu menn og vonandi fleiri til frekari dáða!

Þessir mættu alveg koma!

Jújú, Blundarinn raular alveg þokkalega og á bærileg lög held ég, en kannski ekki alveg mitt uppáhald!

En he´r eru nokkrar tillögur frá mér um hverja mætti nú alveg flytja inn!

Sarah Brightman.
Þessi afbragðssöngkona hefur lengi átt ´sér góðan aðdáendahóp hérlendis sem víðar, sil ekkert í því að menn skuli ekki hafa flutt hana inn!?

B.B. King.
Takk fyrir, þennan blússnilling eigum við að fá til dæmis fyrir næstu blúshátíð í Reykjavík! Þótt ótrúlega hress sé, lifir karlinn nú ekki að eiflífu,komin á níræðisaldur!

John Fogerty.
Myndi örugglega skapa dúndurstemningu og fengi fína aðsókn þessi mikli rokkjöfur!

Niel Young.
Óli Palli ætti nú einn og sjálfur með Rás tvö á öslinni, að vera búin að koma karlinum kanadiska (og e.t.v. vestur-íslenska?) á klakan með hjálp kannski góðra manna ef með þyrfti!

Og aftur væri ekki vitlaust að fá til dæmis Metallica, Maiden ogogog... LED ZEPPELIN!?(ef nýja útgáfan með Jason Bonham við trommusettið þar að segja heldur eitthvað áfram að koma fram)
Marga fleiri blúskrafta vildi ég svo alveg sjá koma auk Kóngsins Bb, söngkonuna frábæru Shemekiu Copeland til dæmis og ótal fleiri.
Og já, svo er það Eric Clapton, bara gallin sá að efnisskráin verður að líkindum allt of mikið löðrandi í popplögunum hans, mörgum ágætum að vísu, enenen, hann er bara miklumiklumiklu betri "Blár í gegn"" blúsaður fyrst og síðast!
Síðast en ekki síst er það svo Dylan sjálfur, en með tilliti til fyrri heimsóknar hans má kannski ekki búast við of miklu af þessum þó svo sannarlega einum allramerkasta tónlistarmanni 20. aldar og ekkert minna!
En vonandi verður hann í stuði núna!


mbl.is James Blunt með tónleika 12. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni aftur á menningarviðburð!

Nú þegar einungis þrír dagar eru í 5 ára afmælistónleika Blúshátíðar í Reykjavík, er ekki úr vegi að birta dagskrána aftur.
Gerið ykkur nú glaðan dag gott fólk og drífið ykkur á þennan mikla og merka menningarviðburð!
(nappaði þessu frá vini mínum og bróður í blúsnum, Eyjólfi Ármannssyni.
glamur.blog.is)

BLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2008
Þriðjudagur 18. mars
Hilton Reykjavík Nordica kl. 17, setning í samstarfi við Rás 2
• Blúslistamaður heiðraður
• Blúsdjamm
Stórtónleikará Hilton Reykjavík Nordica kl 20
• Magic Slim and the Teardrops frá Bandaríkjunum
•Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi
• Margrét Guðrúnardóttir og bandið hans pabba. Ásgeir Óskarsson trommur, Tómas Tómasson bassi,Björgvin Gíslason . Hver er pabbi?
Klúbbur Blúshátíðar á Rúbín frá kl 22
• Blúsjamm nánar síðar
• Ungir og upprennandi blúslistamenn
Miðvikudagur 19. mars
Stórtónleikará Hilton Reykjavík Nordica kl 20
• The Yardbirds
• Nordic all star's blues band•KK, Björgvin Gíslason, Pétur Östlund, Krister Palais , Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi, og fl
• Bláir Skuggar: Sigurður Flosason, Þórir Baldursson , Jón Páll Bjarnason ,Pétur Östlund .
Klúbbur Blúshátíðar á Rúbín frá kl 22
• Blúsjamm nánar síðar
Ungir og upprennandi blúslistamenn
Skírdagur 20. mars
Stórtónleikará Hilton Reykjavík Nordica l kl 20
5 ára afmælishátíð.
Deitra Farr, Vinir Dóra, KK, Blúsmenn Andreu, Maggi Eiríks, Björgvin Gíslason, Davíð Þór Jónsson á Hammond
Bergþór Smári og fl.
• Tena Palmer frá Kanada & Gras
• Ungir og upprennandi blúslistamenn
Klúbbur Blúshátíðar á Rúbín frá kl 22
• 5 ára afmælishátíð og blúsjamm nánar síðar.
Ungir og upprennandi blúslistamenn og fl.
Föstudagurinn langi 21. mars
• Sálmatónleikar kl 20 Fríkirkjan í Reykjavík
Deitra Farr, Borgardætur, Tena Palmer & Riot
kaupa miða
Hljóð Jón Skuggi
Fengið lánað af http://www.blues.is/ sjá líka
http://blues.blog.is/blog/blues


Mér líður eins og ég hafi misst góðan vin. - Stikklað á stóru um Jeff Healey. (1966 - 2008)

Eins og Agli forðum, er mér nú eiginlega tregt tungu að hræra, mér líður eiginlega svipað og að hafa misst góðan vin minn núna þegar fregnir hafa borist af andláti kanadíska tónlistarsnillingsins Jeff Healey!
Þökk sé gamla félaganum honum Hemma, þá hef ég fylgst með ferli hans frá upphafi er fyrsta platan og sveitar hans, Jeff Healey Band, See The Light, kom út 1988 og raunar mun fyrr, því sem dyggur lesandi og áskrifandi af gítartímaritum á borð við Guitar Player, hafði Hemmi karlinn sagt mér og fleiri félögum frá þessum mjög svo sérstaka strák frá Toronto,sem hafði verið blindur frá um eins árs aldri, en væri með þennan rosalega flotta og frábæra gítarstíl, sem fælist í að hann væri með hljóðfærið í kjöltunni og styddi fingurgómunum þannig ofan á hálsinn. Þannig spilandi hefði hann hrifið hvern eldri gítarjöfurinn af öðrum upp úr skónum, t.d. blússnillinga á borð við B.B. King, Robert Cray, Albert Collins og Stevie Ray Vaughan, svo nokkrir séu nefndir! (menn sem hann svo átti eftir í flestum eða öllum tilvikum eftir að spila með á sviði auk fjölmargra annara þekktra höfðingja!)
Jeff Healey fæddist 25. mars 1966, því merka ári og var því rétt tæplega 42 ára er hann lést.
Aðeins um eins árs gamall, greindist í honum mjög sjaldgæft krabbamein er varð til þess að fjarlægja varð augun. Angi af sama meiði mun nú aftur hafa skotið upp kollinum m.a. í fótum, sem þó á tímabili virtist hægt að stemma stigu við, en því miður tókst það ekki svo meinið dró hann til dauða.
Þessi fötlun kom þó síður en svo í veg fyrir að strax um þriggja ára aldur var hann byrjaður að læra að spila á gítar og varð fljótt ljóst að drengurinn barnungi var gríðarlega hæfileikaríkur!
Eins og halda mætti, þá var það reyndar ekki blindunnar sérstaklega vegna sem það kom til og þróaðist að hann spilaði með gítarinn í kjöltunni. Mun þetta upphaflega að sögn byrjað þannig að Jeff litli réð lítið við að halda á hljóðfærinu svo ungur sem hann var, svo gítarinn var lagður ofan á stól eða tvo til þæginda.
Þannig hins vegar þróaðist þetta já hjá honum, að hann vandist að setja fingurna beina á gítarhálsinn, sem svo í fyllingu tímans gerði stílinn og færnina svo afbragðs sérstaka!
Frá fyrstu hendi var nánast allra handa tónlist haldið að sveininum unga, sem var svo aðeins sex ára gamall er hann kom fyrst fram á sviði. Strax þá og raunar alla tíð upp frá því, var fjörlegur sveifludjass ogtar en ekki kenndur við New Orleans m.a. frá árunum milli 1920 og 1930, honum mjög hugleikin og var þar ekki hvað síst í uppáhaldi meistari Louis Armstrong!
Frá barnæskunni til dauðadags safnaði hann gömlum 78 snúninga plötum frá þessum tíma og síðar og voru þær orðnar upp undir 30000 talsins!
Það var eiginlea aldrei spurning hjá hinum unga Jeff hvað hann vildi í lífinu, verða tónlistarmaður og ekkert annað.
Hann öðlaðist gríðarlega breiðan og mikilvægan reynslugrunn á unglingsárunum með ófáum hljómsveitum af mjög mörgu tagi, prófaði nánast allt, blús, djass, kántrí, reggae sálarpopp, þungarokk o.s.frv. Og ekki bara sem gítarleikari, heldur þróaði hann sína mjög svo ágætu söngrödd, sem sannarlega var mjög góð þótt hún væri kannski ekki sú litríkasta eða breiðasta.
Þarna á unglingsárunum kynnist Healey sömuleiðis útvarpsmennsku í BBC Canada, þar sem hann kynnir löndum sínum heim djassins. Hann hefur svo um langt skeið séð um þætti sem kölluðust My Kind Of Jazz, þar sem saffnið hans góða var meira og mina undirstaðan.
Um 1984 kynnist Healey svo félögunum sem stofnuðu svo með honum tríóið Jeff Healey Band, þeim Joe Rockman bassaleikara og tom Stephan trommara. Jafnt og þétt byggja þeir upp aðdáendahóp á næstu árum og hinn mjög svo sérstæði gítarleikari eykur orðstír sinn meir og meir.
1988 hafa þeir svo nælt í plötusamning við Aristarisan og gáfu út frumburðinn See The Light. Mun hún hafa selst í um 300000 eintökum strax í Kanada einum og náði svo með tímanum platínusölu í bandaríkjunum,, yfir milljón eintök seld!
Af þeirri plötu varð gríðarlega vinsæl ballaðan Angel Eyes eftir þann merka tónlsitarmann John Hiatt, sem enn í dag má heyra á sumum útvarpsstöðvum leikið reglulega.
Fyrir mér voru þó flest önnur lög plötunnar merkilegri, t.d. frábærar túlkanir á Blue Jean blues ZZ Top og gítarklassíkinni hans Freddie King (sem allir alvöru gítarleikarar verða að geta spilað!) Hide Away!
margir minnast svo Healey og kynntust honum líka fyrst úr kvikmyndinni Roadhouse með Patrick Swazy í aðalhlutverki þar sem þeir léku sjálfa sig eiginlega sem hússveit vafasamrar vegabúllu! Mynd sem ég minnist nú lítt fyrir utan Healey og félaga, en á plötunni sem kom út með tónlistinni úr myndinni voru ein fjögur lög með þeim, m.a. titilag myndarinnar svona nokkurs konar, roadhouse blues úr smiðju Jim Morrisons og félaga í The Doors.
Önnur platan, Hell To Pay, kom 1990, mun meira rokkdæmi má segja en See the Light auk þess sem hún ksartaði gestunum frægu, Bítilnum George Harrison og leiðtoga Dire Straaits, Mark Knopfler. Frábær túlkun á klassík Harrisons, While My Guitar Gently Weeps, náði mikilli hylli af plötunni, en sjálfum fannst mér nú reyndar enn betra nýtt lag sem Knopfler lagði til, hið blúsaða I think I Love You Too Much, afbraðsstykki og eitt af mínum uppáhalds með Healeytrióinu!
Feel This hét svo þriðja paltan sem kom 1994 og mörgum finnst framúrskarandi. Enn sýndi trióoið með Healey á fullu, ný blæbrigði og áhrif, allt frá Hendrix til hip hop! Túlkinarplatan Cover To Cover kom svo ekki löngu síðar, ári eða svo, mjög fín um margt að mínu áliti!
En ný smíð leit hins vegar ekki dagsins ljós aftur fyrr en fmm árum síðar, Get Me Some, skífa sem hérlendis vakti hygg ég enga athygli og var heldur ekki svo ég viti flutt inn, frekar en svo tónleikaplatan Live At Montreaux 1999, sem sett var á markað 2005? Í þær báðar hef ég hins vegar nælt frá Þýskalandi og Bandaríkjunum, sem og aðra tónleika með djassbandinu sem hann starfrækti og gaf út tvær plötur að auki með, the Jazz Wizards! Þar er það blásturinn sem ræður já mest ríkjum, en á unglingsárunum skólaði hann sig sjálfur í að blása í trompetta, kornet og klarinet, sem hann leikur á af hjartans list á þessum þremur plötum.
Ogan á eigin spilamennsku, rak hann svo fleiri en einn klúbb (þar sem hin sveitin sem hann starfrækti sl. árin J.H. blues Band kom fram eins og T.J.W.) að ég hygg og stofnaði eigin útgáfufyrirtæki, H.O.R.
Svo þótti hann afskaplega aðlaðandi og góður persónuleiki í alla staði, alveg laus við álag frægðarinnar, sem svo mörgum í hans sporum hefur stígið til höfuðs!
Sérlega sárt er svo merkur maður fellur frá svo langt um aldur fram, en eins og gamall góðkunningi minn sagði svo viturlega í skeyti til mín í dag og vitnaði þar í gamla speki, "Þeir sem guðirnir elska deyja ungir" og það sannast nú vel með Jeff Healey!

Blessuð sé minning hans!


mbl.is Jeff Healey látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar plötur sem glöddu mitt gamla hjarta á árinu 2007 og gera enn!

Jæja, hér kemur þá loksins samsuða af þeim plötum sem já glöddu mitt hjarta eitthvað á nýliðnu ári, gældu eigi svo ílla við mín annars leiðinlegu og viðkvæmu eyru!
Kýs nú sem oftast í seinni tíð að vera ekki með neitt "besta" kjaftæði, né að raða plötunum þar að leiðandi í einhverja tölusetta röð. Þið sem lesið reynið bara að hafa gaman af sem víðar þar sem slíkur plötusöfnuður er settur á blað, eruð þá einvhers vísari um þennan garm hérna og hans tónlistarsmekk.

Ólöf Arnalds - Við og Við.
Klassart - Klassart.
Soundspell - An Ode To The Umbrella.

Þessar þrjár eiga það sameiginlegt að vera afskaplega góð og vel heppnuð byrjendaverk, fyrir mér eru þetta allavega nýjir listamenn í fínni flóru annars margra ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna!
Um menntaskólastrákana í Soundspell og systkinasveitina frá Sandgerði Klassart skrifaði ég sérgreinar og lofaði báðar plöturnar mikið.
Ólöf með sína sterku og sérstöku rödd með kassagítarnum sem meginhljóðfæri, hefur nú aldeilis notið hljómgrunns hjá þjóðinni og líkt og Klassart reyndar líka fylgt vel og dyggilega í fótspor dívunnar miklu Lay Low, sem sló svo rækilega í gegn 2006 og mun áreiðanlega halda sínu striki á nýju væntanlegu plötunni með tónlistinni úr umtöluðu sýningu Leikfélags Akureyrar, Ökutímar!
(Og rétt að nefna það hér að stúlkan hefur af fádæma rausnarskap ánafnað væntanlegum ágóða af sölu plötunnar til systursamtaka Stígamóta á Akureyri, Aflinu!)
Semsagt afar ánægður með þessar byrjendaskífur.

Einar Bragi - Skuggar.

Saxi karlinn, eins og hann nefnir sig í bloggheimum, gerði þessa mjög svo fínu og fallegu poppplötu við ljóð og texta skógarbóndans og skáldsins góða, Hákonar Aðalsteinssonar!
Fjallaði vel um plötuna á sínum tíma, ekki s´síst flottur kvennasöngur áberandi við þessar margar ágætu lagasmíðar,plata sem kom mér nokkuð svo á óvart!

Mínus - The Great Northen Whalekill.
Fjallaði sömuleiðis vel um þessa sannkölluðu ROKKSPRENGJU!
Hafði mínar efasendir um að Krummi og kumpánar gætu fylgt eftir svo vel væri Halldór Laxness plötunni, eiginlega engu síðri skífa fyrir mína parta!
Og bull ef einhver hefur svo haldið því fram að vanti grípandi laglínur, eru vel fyrir hendi!

Villi (Naglbítur) - The Midnight Circus.
Fjallaði líka sérstaklega um þessa mjög svo hrífandi en nokkuð svo líka dökku plötu hans Vilhelms Antons. VArð betri og betri við hverja hlustun.
Get þó vissulega tekið undir með Bubba mínum gamla félaga, að Villi hefði alveg átt að hafa textana á íslensku!
ER annars viss um að þessi plata drengsins á eftir að eldast vel!

Gunnar Gunnarsson - Húm.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er Gunnar dagsdaglega organisti, en hefur um langt árabil getið sér gott orð í tónlistarbransanum, var í sínum gamla heimabæ m.a. í hljómsveit Ingimars Eydal og svo með Ingu Eydal, hefur gert plötur með Sigurði Flosa saxafónleikara með meru og Önnu pálínu heitinni, þeirri dásamlegu söngkonu, sem ég og svo margir aðrir eflaust sakna sáran!
Bara hugljúf skífa sem aðrar slíkar pianóplötur Gunnars.

Elísa - Empire Fall.
Afskaplega lítið farið fyrir þessari að mér finnst bráðgóðu skífu rokkdívunnar Elísu, fyrrum söngkonu Kolrössu k´rókríðandi/Bellatrix og Universal (minnir að alþjóðasveitin hennar heiti eða hafi heitið það!?)
Fínasta blanda kraftrokks og rólegri laglína, sem hrifu mig bara ansi vel!

Blái hnefinn - Sögur úr Klandurbæ.
Einn mesti gleðigjafi ársins og sannarlega gjöf, frá áðurnefndum gamla félaga mínum honum bubba!
Einfaldlega -Pönk beint í æð- úr texta- og tónsmiðju Guðmundar nokkurs E. erlendssonar, sem þarna hefur fengið til liðs við sig þrautreynda garpa úr rokklífi höfuðstaðar norðurlands, þá Rögga (landsþekktur m.a. sem Rögnvaldur gáfaði háðfugl!) á bassa félaga hans úr Hvanndalsbræðrum Val á trommum og svo höfðingjan og fjöllistamannin Kristján pétur, sem á langan og mikin feril að baki m.a. í hinum fornfrægu Kamarorghestum LOST, Hún andar (ásamt reyndar Rögga líka) Skrokkabandinu og Norðanpiltum svo eitthvað sé nefnt!
Guðmundur sem er fyrrum frambjóðandi fyrir D-listan, baunar satt best segja á allt og alla þarna, eins og nafnið gefur aðeins í skyn, til dæmis á stjórnmálamenn í belg og biðu m.a. Bæjarstýruna og umdeilt tjaldsvæðismál, á Vinstri-græna, skipulagsmál og margt fleira!
Pönk á jólum bara svei mér yndislegt!

Múgison - múgiboogie.
Hef auðvitað lúmskt gaman af þessum rokk og blúsmettaða bræðing frá "besta syni Ísafjarðar" honum múgison!
Tilþrifamikil og hávær á köflum og kosin allavega á einum stað skilst mér sú besta á árinu.

Regína Ósk - Ef væri ég.
Þriðja platan hennar, er að hlusta á hana nokkuð sl. daga, hefur öfugt hinum tveimur, Regínu og í djúpum dal, ekki farið svo hátt finnst mér.
Reyndar hafa líka sumir ekki verið mjög jákvæðir, en mér lðíkar betur við plötuna því meir sem ég hlusta, róleg lög sem vinna á.Um sönghæfileikana þarf svo ekki að fjölyrða um!

Aðrar söngkvennaskífur á borð við Dísellu, Siggu Beinteins og Ellenu eflaust líka, verða svo meir og meir til spilunar, hef bara ekki gefið mér tíma til að hlusta svo neinu nemur á þær enn.
Það gildir svo líka um Rafnssynina og félaga í Sign, en nýja platan þeirra er að mörgum sögð mjög fín og talin sömuleiðis af gagnrýnendum ein sú besta á árinu 2007!

Og þar hafið þið það elskurnar mínar!
Megið svo alveg lofa mig eða lasta í athugasendakerfinu ef þið viljið!


Smá jólatónlistartal.

Nú síðustu vikurnar og yfir jólin, hefur maður og annar verið þvers og kruss um bloggheima verið að tjá sig um jólamúsíkina, ekki hvað síst að segja frá því hvað þeir haldi mest upp á, að þetta eða hitt lagið sé uppáhalds og best að þeirra dómi.
Oftar en ekki nefna menn tvö lög s´sersérstaklega, amerisk bæði tvö, Christmas Song með Nat King Cole og White Christmas með Bing Crosby!
Nú einhver elskar líka Winter Wonderland og svo framvegis.
Ykkur að segja eru þetta jú alveg þokkaleg lög og falleg, en ég barabarabara ÞOLI EKKI LENGUR þetta jólalagaskrall, sem nú í seinni tíð hefur byrjað æ fyrr og getur na´nast gert mann vitlausan ef maður ræður því ekki sjálfur við einhverjar aðstæður að lækka eða jafnvel slökkva!
Hef svei mér í hyggju að gerast einangrunarsinni í lok hvers árs úr þessu ef ekki vill betur!
En ég á mér nú samt uppáhaldstónlist er tengist jólum, en það eru þá bara hinir sígildu og gömlu sálmar eða sönglög, Heims um ból, í Betlehem er bar oss fætt og fleiri, að ég tali nú ekki um Ó, helga nótt, hina dásamlegu smðíð, sem engin söng og mun sjálfsagt aldrei syngja betur en tenórinn Jussy Björling!
Jájá, þetta segir nú alveg satt, pönkarinn, þungarokksblesinn og Blúselskandin, hann er svona asskoti margræður í roði og svei mér klofin tónlistarpersónuleiki!
Fyrrum gat ég reyndar haft gaman af eldri og léttari jólatónum, elskaði ungur Litla jólabarnið til dæmis, sem snillingurinn Ómar Ragnarsson snéri upp í jólalag úr sígildu sænsku vísnalagi um Litla farfuglinn(Lilla Sommerfugl)
Og vitið þið!?
Eitthvert fyndnasta dæmið um lag sem snúið hefur verið upp í jólalag að mínu viti, er ekki brölt með Baggalút, þó þeir drengir séu aldeilis sniðugir, en jafnframt kannski eitt það hneykslanlegasta líka, er amerisk jólaútga´fa sem gerð var upp úr engu öðru en okkar frábæra lagi eftir J'ohann G., Don´t Try To Foll Me!
Algjör brandari, einhver kvennmaður minnir mig söng, en alveg hrikalega lélegt!
Átti þetta einu sinni, en er því miður búin að týna upptökunni!
Leitt já!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218059

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband