14.5.2009 | 14:40
Góðar fréttir, slæmar fréttir, engar fréttir!?
Ja, það er nú það, en hvort sem það mun ráða einhverju um þennan leik á laugardaginn, þá verður það annað hvort góð eða slæm frétt á að Andrei var með, spurningin bara í hvorra augum það verður, nú ef það þá mun nokkru skipta.En hann gæti sem best orði örlagavaldur, skorað sigurmarkið til dæmis, en líka jú vissulega skorað og það kannski fleira en eitt mark, en dyggði samt ekki til?
Nema hvað, að í stærra samhengi fór ég að pæla í þessu og svo fréttinni, sem ég vísa á hér fyrir neðan. Þessi makaleysa var nefnilega nánast það eina auk úrslitanna í kvennadeildinni í gær, sem í íþróttafréttum Rúv voru í hádeginu áðan!
Ekki laust við að maður staldri já við og spyrji, Hverslags "Frétt" var þetta eiginlega ef þá um það var að ræða og átti þetta virkilega erindi í hádegisfréttatíma útvarps Reykjavíkur, sem kenna vill sig við gæði og hefur reyndar staðið vel undir gæðakröfum í áratugi!?
Íþróttafréttamannin sem í hlut átti, Ásgeir Erlendsson, hef ég þó kunnað vel að meta hingað til, tek það fram.
Að lokum til forsvarsmanna Moggabloggsins, vil ég ítreka.
Hvenær á að henda út bloggflokknum "Landsbankadeildin", sú deild ekki lengur til og því ekki við hæfi að setja þetta við þann flokk.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item265576/
![]() |
Arshavin með Arsenal á Old Trafford |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2009 | 21:22
Heppni um heppni..!
En ekki er allt búið enn, nokkur hasar eftir og engin gefst upp fyrr en úrslitin eru endanlega ljós og engin ástæða til heldur!
Ei tókum vér eftir því, en hvernig skildi sá Argentiski hafa fagnað markinu sínu núna, með því að setja fingur á augnlok og hvarma og glenna þau upp kannski?
Ef það var þá ekki tómt bull að bæði Cevez sjálfur og Liverpool hefðu gagnkvæman áhuga núna á samstarfi, þá er það 99,99% öruggt að peningar finnast til að kaupa hann hjá MU og hef ég þá í huga alla geðshræringuna sem það olli er bakvarðartetrið hann Heinse vildi fara til Liverpool, en fékk ekki og fór til Real Madrid!
Ætli Ferguson fengi ekki æði fyrir lífstíð ef það myndi gerast að CC færi til Bítlaborgarinnar?
![]() |
Man.Utd stigi frá meistaratitlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 17:59
"Þú ert betur að þessu komin en nokkur annar drengur"!
En auðvitað tekur þessi framúrskarandi íþróttamaður þessum mikla heiðri með gógværð og sanngirni og undirstrikar þannig enn frekar verðleika sinn!
En finnst raunar út í hött að þeir Giggs og rooney hafi í sannleika komið svo mjög til greina, jú báðir mjög góðir leikmenn og Giggs ekki hvað síst allrar virðingar verður innan vallar sem utan, en hann hefur vart byrjað inn á nema í einvherjum 15 leikjum eða svo, eins og einmitt John barnes benti á fyrir nokkru, svo alveg nóg og rúmlega það var að leikmenn skildu vera svo góðir við hann í virðingarskyni meir en hitt, að velja hann leikmann ársins!
En enn meira rugl finnst mér hefði verið að velja Rooney, jú hefur auðvitað staðið sig vel og skorað slatta, en hefur ví miður ekki enn náð að þroskast og kunnað fótum sínum forráð hvað hefðun innan vallar sem utan varðar. Frank Lampard hjá Chelsea eða jafnvel vidic hefðu talist verðugari að mínu mati ef svo hefði borið undir.Og sem "Endurkomu ársins" er erfitt að gera upp á milli til dæmis Essien og Drobba hjá Chelsea, hvor á sinn hátt átt eftirminnilegar endurkomur, bæði eftir bland meiðsla og annara vandræða.
En Gerrard er án vafa leikmaður ársins og sömuleiðis einn allrabesti ALHLIÐA leikmaðurinn í dag.
![]() |
Gerrard: Svolítið hissa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2009 | 22:58
En vonandi verða "Hinir síðustu ekki fyrstir"!?
Fylgdist óvenjilengi með undankeppnini að þessu sinni og þótti bara sumt alveg bærilegt, fannst til dæmis ánægjulegt hve hefðbundin popp og rokklög heyrðust með almennilegu hljóðfæraspili, t.d. frá Sviss og Armeníu ef ég man rétt, nema að það hafi verið Andora?
Hroði og sóðaskapur sem mætti banna mín vegna, tölvuforritun og vélrænutrommur!
![]() |
Mikil ánægja með úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.5.2009 | 00:14
Kata Rokkar!
Hef frá upphafi haft mætur á þessari stúlku, alltaf hlýleg og aðlaðandi, en jafnframt hugumstór og harðákveðin í að láta engan vaða yfir sig né komast upp með "stæla"! Hefur sömuleiðis farið nokkuð sínar eigin leiðir, er kannski svolítill einfari?
Ættuð að hálfu allavega frá Húsavík veit ég, í föðurættina, ekki beinlínis ókostur það verð ég að segja, en dálítið spennandi í ljósi embættisins og framvindu álversins á Bakka við Húsavíkina fögru! (SEm ég held þó í sannleika sagt, að muni seint rísa úr þessu, allavega metið kalt eftir þeim staðreyndum sem við blasa í efnahagsmálum heimsins.)
Á mig Kata virkar væn,
velgefin og fríð.
Hugdjörf líka, hörð og kæn,
ef heyja þurfi stríð!
GAngi henni vel í nýju og mjög vandasömu starfi!
![]() |
Katrín tekin við iðnaðarráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2009 | 23:44
Í tilefni dagsins!
Nýja stjórnin, nú er orðin til,
nokk það eru víst já þáttaskil.
Heilla allra, henni óska vil,
hremninganna- sigli gegnum byl.
En meðal enn annara orða.
Mæður nær og fjær, ekki seinna vænna að óska ykkur til hamingju með daginn!
Þið eruð auðvitað algjörlega ómessandi og því segi ég við hvert tækifæri.
ÉG ELSKA ÞIG MAMMA!!!
![]() |
Trúverðugt plagg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2009 | 16:33
Æ, sama árans svekkelsið!
En ég gvona nú að hér gildi hið fornkvðena, að "Fall sé fararheill", verði það og leiðin liggi ekkert nema upp á við eftir þessi ósköp!
Annars er hér svo ábending til forráðamanna Moggabloggsins, að henda verður út þessum Landsbankadeildarflokk, deildirnar eru núna víst kenndar við og kostaðar af gosdrykkjaframleiðanda!
![]() |
Stórsigur Breiðabliks á Þór/KA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 15:08
Hundrað dagar!
Já, á þessum tímamótum er fyrsta meirihlutastjórn tveggja jafnaðar- og félagshyggjuflokka í sögu lýðveldisins er að fæðast er það nokkuð merkilegt líka, að á sama degi, á morgun, verða nákvæmlega hundrað dagar liðnir frá því minnihlutastjórn sömu flokka með stuðningi B flokksins, tók við völdum!
Hún hlýtur því bara að nefnast hér eftir Hundrað daga stjórnin!?
![]() |
Ríkisstjórn í burðarliðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 20:56
VAr þetta ekki bara sanngjarnt þegar upp var staðið?
En geta menn ekki verið sammála um að betra liðið hafi þrátt fyrir allt farið áfram og þetta hefði bara verið sanngjarnt!?
Úrslitaleikurinn verður vonandi skemmtilegur, en þar mun annað liðið örugglega sigra og það ekki frá Englandi!?
![]() |
Iniesta skaut Barcelona í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 20:52
Þessi niðurstaða þýðir, að varla þarf að spila úrslitaleikinn!?
Enenen, ekki misskilja þessa fyrirsögn, MU unnu jú góðan sigur nú, litaðan að vísu af endemisklaufaskap og einbeitingarskorti Arsenaldrengja. En þessi úrslit þýða, að næstu Evrópumeistarar verða anna hvort Barcelona eða Chelsea!
Að vísu ætti MU kannski svona 10% sjéns í þá bláu eins og þeir eru sterkir núna, en varla meira en kannski 3% í "El Barca" eins og þeir leika hvað best og sýndu t.d. svo stórkostlega á móti Real Madrid um sl. helgi!
Þannig er það bara eins og það lítur út blákalt metið í dag!
Og ef það hefði verið LFC sem MU ætti að mæta, þá væru möguleikarnir einfaldlega 0,0% og undir það hljóta allir góðir og sanngjarnir fótboltamenn að taka af skilningi og raunsæi!?
En aumingja Arsene, hann hefur greinilega aldrei heyrt orðatiltækið góða, að "Fæst orð hafi minnsta ábyrgð" karlgreyið, fullyrti að hans menn myndu leika stórkostlega og sigra!
ÆÆÆ, ég get ekki sagt annað og vorkennt honum í aðra röndina!
![]() |
Man Utd. í úrslitaleikinn eftir 3:1 sigur á Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar