En vonandi verða "Hinir síðustu ekki fyrstir"!?

Jájá, veit, nú verða ekki mjög margir glaðir, en ég læt nú samt þessa von og ósk mína í ljós, tíunda sætið yrði meira en nóg ef svo færi, þetta lag bara ekki nógu skemmtilegt finnst mér til að gera meir en svo slíkar rósir!
Fylgdist óvenjilengi með undankeppnini að þessu sinni og þótti bara sumt alveg bærilegt, fannst til dæmis ánægjulegt hve hefðbundin popp og rokklög heyrðust með almennilegu hljóðfæraspili, t.d. frá Sviss og Armeníu ef ég man rétt, nema að það hafi verið Andora?
Hroði og sóðaskapur sem mætti banna mín vegna, tölvuforritun og vélrænutrommur!
mbl.is Mikil ánægja með úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hrútleiðinlegt lag....sammála en annars góðar kveðjur

Hólmdís Hjartardóttir, 13.5.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm Óskar, hún syngur alveg bærilega heyrist mér.

ERtu enn á stjái mín kæra Dísa Holm, en kannski komin langt í burt!?

Takk fyrir að kasta á mig lallan kveðju!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2009 kl. 00:08

3 identicon

Mér finnst þetta lag æðislegt    Falleg söngkona. Textinn er góður og hún er með gullfallega kristaltæra rödd og langt úthald á löngum tónum. Til hamingju Ísland að eiga slíka fulltrúa!

ragga (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 01:22

4 identicon

Var staddur í húsi þar sem var fjöldi fólks samankominn. Þar var kveikt á sjónvarpinu en slökkt á hljóðinu. Engum fannst það athugavert. Sumir horfðu á þetta með öðru auganu meðan við spjölluðum saman. Kíkti á búlgarska lagið áðan eftir að hafa lesið mjög háðslega umfjöllun um það. Mér sýndist það bara vera mjög stórhuga tilraun til að vera öðruvísi. Þá hef ég aðeins heyrt tvö af þessum lögum. Þetta er bara ekki mín deild en ágætt fyrir þá sem hafa gaman af þessu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 04:36

5 identicon

Thad sem ragga sagdi.  100% thad sem ragga sagdi!

Veit betur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 05:03

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, hún Jóhanna Guðrún syngur vel og er eflaust sæt og fín, engin deilir um það hygg ég, en þetta, er, svo enn einu sinni sé nú minnt á það, SÖNGVAKEPPNI, ekki söngvarakeppni og í þetta sinn er ég ekki hrifin mjög af okkar framlagi. En hvað um það, kannski gengur vel á laugardaginn, þó ég yrði hissa sem áður sagði, að lagið færi að gera einhverjar rósir, yrði ofar en í sæti tíu.

Hehe Húnbogi, afstaða þín kemur nú ekki beinlínis á óvart, né að nokkur hópur fólks láti sér þetta ekki of miklu skipta.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband