Heppni um heppni..!

Hlutfall heppninnar er nú að verða ærið stórt í hugsanlegum meistaratitli MU og það meira en góðu hófi gegnir, ekki góð auglýsing fyrir ensku deildina ef raunveruleg geta ræður minna úrslitum í samanburði við hana og nokkur afdrifarík mistök dómara á seinni stigum!
En ekki er allt búið enn, nokkur hasar eftir og engin gefst upp fyrr en úrslitin eru endanlega ljós og engin ástæða til heldur!
Ei tókum vér eftir því, en hvernig skildi sá Argentiski hafa fagnað markinu sínu núna, með því að setja fingur á augnlok og hvarma og glenna þau upp kannski?
Ef það var þá ekki tómt bull að bæði Cevez sjálfur og Liverpool hefðu gagnkvæman áhuga núna á samstarfi, þá er það 99,99% öruggt að peningar finnast til að kaupa hann hjá MU og hef ég þá í huga alla geðshræringuna sem það olli er bakvarðartetrið hann Heinse vildi fara til Liverpool, en fékk ekki og fór til Real Madrid!
Ætli Ferguson fengi ekki æði fyrir lífstíð ef það myndi gerast að CC færi til Bítlaborgarinnar?
mbl.is Man.Utd stigi frá meistaratitlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er erfitt hjá þér lífið greyið.

pjakkurinn (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:26

2 identicon

Tárin renna ljúft ;o

the dude (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:35

3 identicon

Þið púlarar klikkið ekki frekar en fyrri daginn;-)

  Heppnir já, athyglisvert. Væntanlega einhvers konar kaldhæðni hjá þér. 

  Liðið með boltann 67% á útivelli, og með 20 skot á markið á móti 11 hjá Wigan. Auk þess að að eiga fjöldan af færum og dauðafærum, allavega töluvert fleiri en Wigan. Síðan voru vafaatriðin í dómgæslunni að falla á móti Manchester, en það er s.s. ekkert nýtt. 

        ......en svona er þetta nú í flestum leikjum okkar United manna

Jóhannes (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:40

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þetta gerir sigrana einmitt enn sætari, vitandi af Liverpool stelpunum grátandi yfir óréttlæti. Þó svo að ég viti að þú sért að reyna að æsa okkur glæsilegu Man U aðdáendur upp þá ertu að skjóta þig í bakið vinur.

Því meira væl um heppni og dómaraskandal því skemmtilegra fyrir okkur og huxaður þér bara ef Gerrard og Torras hefðu ekki verið svona mikið meiddir, sárt að huxa það??? AAAAAAAAAAAAHAHAHAHAHAHAHA gott

Þórður Helgi Þórðarson, 13.5.2009 kl. 21:41

5 identicon

já mikið verður gaman þegar liverpool tapar fyrir WBA á sunnudaginn, svo fyrir tottenham.... en heyy það eru örugglega margir meðal-góðir spánverjar til í að ganga til liðs við þá og skíta ennþá meira uppá bak. Liverpool dottið útúr öllum keppnum og tapa deildinni einu sinni enn. Og aftur og aftur.. vona að Arsenal fari að blanda sér í þetta á næsta seasoni og líka að Chelsea taki annað sætið af Liverpool í ár.

olafur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Hið gríðarlega prúða og fallega lið Liverpool er stórfenglegt að öllu leiti.

Já og dómararnir sem eru alltaf með United í liði, ekki satt enda eru það örugglega nokkur afdrifarík mistök þeirra sem hafa hjálpað United svona mikið.
Smá tölfræði samt handa þér.

Gul spjöld
Liverpool 50 - United 63

Rauð spjöld
Liverpool 0 - United 5

Vítaspyrnur fengnar
Liverpool 6 - United 4

Brot
Liverpool 407 - United 360

Já United eru svo sannarlega heppnir að dómararnir dæmi ekki á "móti" þeim.
Sé líka ykkur poolara í anda kalla sigur þar sem þið voruð 66% með boltann og 18-13 yfir í marktilraunum "heppnissigur".

Páll Ingi Pálsson, 13.5.2009 kl. 22:07

7 identicon

Ég vil bara benda þér á að Tevez er skrifað með T (ekki C), LOL...............

Man Utd. FOREVER!

Lára (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:16

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú virðist samt trúa því í aðra röndina þórður Helgi, að ég sé vitlaus og skælandi og skjóti því sjálfan mig einvhern veginn o.s.frv. Hér á þessari síðu hefur þú svo ekki lesið neitt á borð við hugsanlega betra gengi ef þessir tveir annars miklu snillingar hefðu spilað meir saman á tímabilinu. Hins vegar er það ekki fjarri mínum hug, að setja saman grein þar sem farið yrði betur ofan í saumana á leikjunum og gengi LFC og MU borið saman. Hef reyndar gert það svolítið í allan vetur.

Og til þín Jóhannes, þá snýst fótbolti að litlu leiti um að vera með boltan lengur en andstæðingurinn, hefur lítið að segja ef þú gerir ekkert til árangurs með hann. Það þýðir kannski ekkert að segja ykkur það, en það er einfaldlega bara þannig, að Mu hafa mun oftar haft heppnina með sér, spilað fleiri lakari leiki og reyndar tapað fleiri leikjum líka, en LFC. Það sem skilur að og felst í þessum sex stigum er því helst jafnteflisskriða Bítlaborgarmanna, þar sem þeir þó spiluðu í flestum leikjum vel og verðskulduðu sigra,e n glötuðu þeim að einni eða annari ástæðu.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2009 kl. 22:19

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk Páll, en þetta er bara lítill hluti heildarmyndarinnar.

Takk Lára, en mig langar alltaf að hafa nafnið með C að sérstökum ástæðum.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2009 kl. 22:26

10 identicon

Ég hef alltaf sagt að það lið sem stendur uppi sem sigurvegari í 38 leikja deild er það lið sem á það skilið. Ég er United maður og þegar allt kemur til alls á United titilinn skilið. Kann að hljóma hlutdrægt. Það segir samt sitt um gæði liðsins að það nær sigrum þó spilamennskan sé ekki alltaf frábær. United hefur klárað sína leiki en Liverpool ekki. Þar stendur hnífurinn í kúnni hjá Liverpool. Sjálfsagt væri staðan önnur ef Torres og Gerrard væru búnir að spila alla leiki. En í fótbolta geta menn meiðst og þá skiptir máli að hafa góða leikmenn sem geta komið inn í staðinn. Aftur, þar stendur hnífurinn í kúnni hjá Liverpool.

Það er einfaldlega ekki sanngjarnt að segja að United hafi haft heppnina með sér í kvöld. Þeir fengu fleiri færi en Wigan, voru meira með boltann og hefðu alveg getað fengið víti þegar Scharner fór í Rooney í seinni hálfleik. Auk þess skoruðu þeir fleiri mörk. Um það snýst leikurinn. Annars var leikur United ekkert sérstakur. Þeir hafa oft spilað betur. En þetta er ekki búið. United þarf að vera á tánum því ég hef trú á að Liverpool klári sína leiki. Annars held ég að stuðningsmenn Liverpool geti verið stoltir af sínu liði. Þeir hafa spilað fínan bolta í vetur en mér finnst þeim vanta meiri breidd og fleirir burðarása en Gerrard og Torres.

Einar (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:36

11 identicon

Það er nú oftast þannig að heppnin er með meistaraliðinu (eða a.m.k. tekur maður mest eftir heppninni hjá meistaraliðinu, líklegast eitthvað sálrænt). Ekki er nú öll nótt úti enn fyrir Liverpool-menn þó að ég telji ólíklegt að MU klúðri þessu héðan af.

 Annars fannst mér réttlætinu fullnægt að Gerrard skildi vera valinn leikmaður ársins af íþróttafréttamönnum, hann á þá nafnbót skilið.

Einar Óli (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:53

12 identicon

Ég hefið haldið að 18-19 ár án titils myndi kenna mönnum að taka ósigri af karlmennsku, en það virðist því miður ekki eiga við um hina svokölluðu púlara. Það er algerlega klárt mál að Manchester United er með besta knattspyrnulið heimsins í dag og Liverpool menn ættu að fyllast stolti yfir því að hafa unnið United 2svar í vetur. Liverpool menn ættu einnig að vera mjög ánægðir með að hafa raunverulega veitt Man U keppni í deildinni í vetur, það er afrek. Þetta Pool lið er þeirra besta í mörg, mörg ár en vantar meiri breidd í hópinn til að skáka United mönnum.

Allavega... ég er með kenningu um af hverju púlarar væla alltaf svona mikið. Flestir harðir púlarar sem ég þekki eru um og yfir þrítugt (eins og ég sjálfur). Þeir byrjuðu að halda með Liverpool á áttunda og níunda áratugnum. Á þeim árum vann gekk þeim allt í haginn og bikararnir hlóðust upp. Þegar ég byrjaði að halda með MU árið 1980 var liðið nýlega komið upp úr annari deild og alls ekki það stórlið sem það er í dag. Jafnaldrar mínir sem byrjuðu að halda með Liverpool gerðu það af því að það var besta liðið. Þetta eru menn sem haga seglum eftir vindi og ef á móti blæs, þá lyppast þeir niður og fara að gráta. Ég er reyndar hræddur um að margir nýjir United aðdáendur séu af sviðuðum toga....

Arnar Ingi Hreiðarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:19

13 Smámynd: Björn Jónsson

Takk Magnús Geir.

 Þessi SÚRA færsla þín bjargar endanlega deginum.

Björn Jónsson, 13.5.2009 kl. 23:22

14 identicon

Orð Einars Óla eru greinilega skrifuð af mikilli yfirvegun, eitthvað sem einkennir ekki þessa bloggfærslu. Skil svo sem vel að það sé sárt fyrir poolara að horfa upp á 6 stiga forskot United þrátt fyrir að hafa átt sitt allra besta tímabil í áraraðir. Þeir geta víst horft á það sem jákvæðan punkt við þetta tímabil að þeir hafa átt séns á titlinum allt til loka, og eiga enn! Þetta er ekki alveg búið ennþá, það er enn smá von...en ef United mun standa uppi sem sigurvegari þá verður það ekki vegna heppni eða slembilukku. Vissulega falla vafasamir dómar með öðru hvoru liðinu í leikjum, dómarar eru mannlegir og það gerist líka í leikjum Liverpool að þeir fá vafaatriði með sér eða gegn sér, rétt eins og United. Meira að segja Benitez talaði um að ef United myndi klára sína leiki þá ættu þeir titilinn skilið, það eina sem poolarar gætu gert væri að klára sína leiki og sjá svo hvað það skilaði þeim.

En varðandi Wigan leikinn þá sá ég sá enga heppni við sigur United í kvöld. Þeir voru betri án þess þó að vera að spila eitthvað glimrandi vel. Wigan menn létu þá þó hafa fyrir þessu. Það var ekkert vafasamt við mörkin í leiknum, hvorki við mark Wigan né mörk United. Það hefði jafnvel verið hægt að dæma víti á Wigan í þessum leik en það féll ekki með United þannig að ég átta mig ekki beint á því að dómarinn hafi verið að láta United hagnast á vafaatriðunum, svo var alls ekki.

Jon Hr (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:24

15 Smámynd: Brattur

Það er ekki heppni að United skuli vera 6 stigum fyrir ofan Liverpool og tvær umferðir eftir... hvernig færðu það annars út... Tores er það þessi ljóshærði stirði þarna frammi?

Brattur, 13.5.2009 kl. 23:25

16 identicon

Sá ekki leikinn en var að skoða tölfræði um leikinn, hlýtur að vera einsdæmi en dómarinn dæmdi tvær aukaspyrnur á MU í leiknum, gaman að vita hverjir hinir brotlegu voru.

Gunner (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:32

17 identicon

Þú segir þetta: "Og til þín Jóhannes, þá snýst fótbolti að litlu leiti um að vera með boltan lengur en andstæðingurinn, hefur lítið að segja ef þú gerir ekkert til árangurs með hann. Það þýðir kannski ekkert að segja ykkur það, en það er einfaldlega bara þannig" - þú ættir kannski þá að nota þessa speki þína við árangur Liverpool? Það er ekki nóg að spila betur eða vera meira með boltann eins og þú segir Liverpool hafa gert í flestum sínum leikjum, þetta snýst um hvað þú gerir við tuðruna og markmiðið er að koma henni í netið. Í alltof mörgum leikjum hjá Liverpool voru þeir bara ekki að finna netið og þessi knattleikur snýst jú einmitt um að skora meira en andstæðingurinn.


"Mu hafa mun oftar haft heppnina með sér, spilað fleiri lakari leiki og reyndar tapað fleiri leikjum líka, en LFC" - En United hafa einnig unnið fleiri leiki. United hefur tapað 2 leikjum meira en LFC, það er rétt, en þeir hafa líka unnið 4 leikjum meira en LFC.

Varðandi Tevez þá vona ég nú innilega að hann verði áfram á Old Trafford. Liverpool menn verða þá væntanlega líka að reyna að semja við íranska kaupsýslumanninn sem á hann eins og United eru að reyna, það gæti verið þrautin þyngri fyrir þá nema þeir séu tilbúnir með 30 milljónir punda á borðið. Þetta er held ég nefnilega meira en bara að segja það að semja við þriðja aðila um þessi kaup, ég hef alltaf gagnrýnt þetta furðulega eignarhald yfir Tevez og það hefur Ferguson líka gert.

After the final whistle in the 2-1 victory over Wigan, Sir Alex Ferguson confirmed Carlos Tevez has been asked to stay after meetings with David Gill took place earlier today.

“He is a fantastic little player,” said Ferguson. “He knows I want him to stay. I have had a chat with him today. David Gill has had some meetings today and it has progressed, I’m sure, further. We hope we get what we want to get. I’m sorry to have to keep on with this all the time, but it has never changed. We are not negotiating with a football club, that is the problem. I think Carlos himself is okay. I think the terms he has been offered are good.”

Jon Hr (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:38

18 identicon

MU menn tala alltaf  um United, eiga þeir við Leeds United eða Newcastle United kanski bara Dundee United

Gunner (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:44

19 Smámynd: Ragnar Martens

Hér er tisjú. Þurkaðu tárin.

Ragnar Martens, 14.5.2009 kl. 01:13

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kemur ekki að gagni Ragnar, hún var blaut fyrir.

Gunnar er með kímnina í fyrirrúmi, þannig á það að vera, en hann að vísu er greinilega ekki MU maður, sem alveg merkilegt nokk margan slíkan ætti einmitt EKKI að skorta við núverandi stöðu.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2009 kl. 01:44

21 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Gunner Þegar liverpool menn kalla sig poolara eiga þeir þá við Blackpool, Heartspool eða kannski  bara swimingpool.

Þorvaldur Guðmundsson, 14.5.2009 kl. 09:40

22 identicon

Hér er góð speki sem margir okkar mættu taka til fyrirmyndar, sama hvaða lið við styðjum: "Winning isn't everything. There should be no conceit in victory and no despair in defeat" - Sir Matt Busby

Jon Hr (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:21

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jón Hr. ætti miklu frekar að vitna í Bill Shankly, hann sagði það allt miklu skemmtilegrar.

Annars er hann Jón Hr. sem og fleiri MU menn hérna bráðhressir, að vísu mismunandi en engin þeirra veldur mér vonbrigðum!

Þorvaldur, munurinn er sá, að mörg önnur lið HEITA United og ganga líka undir því nafni í lýsingum. Aðdáendur LFC hafa hins vegar áratugum skiptir hérlendis verið kallaðir "Púlarar" eða gert það sjálfir, en engum sögum fer að öðrum liðum með þessa samsetningu í fornafni svo ég viti, enda um minni og lítt þekktari félög í ag að ræða. En Blackpool þó vel að merkja gamalt stórveldi í enska boltanum, en ekkiveit ég til þess að þeir eigi aðdáendur hérlendis, hvað þá að þeir kalli sig eða hafi verið kallaðir "Púlarar"!? SAmanburðurinn því ekki raunhæfur auk þess sem hann Gunnar var nú á léttum nótum þarna.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2009 kl. 14:09

24 identicon

Magnús,

     Þú baðst um tölfræði og fékkst hana. Bíddu nú við, ef það er eitthvað lið sem er mikið með boltann og reynir að losa sig við hann sem fyrst, þá er það Manchester!!

     Þú talaðir um að Liverpool hefði verið svo óheppið í vetur og átt að vinna jafnteflisleikina sína. Þetta er merkileg röksemdarfærsla hjá þér. Ég gæti alveg sýnt Liverpool einhverja minnstu samúð, en þú verður að hafa einhvern smá snefil að rökum. Eftir því sem ég man, þá hefur Liverpool skorað 8 sinnum í uppbótartíma á þessari leiktíð, það þýðir einfaldlega að hlutirnir eru að falla með þeim......t.d. kennt við heppni

    Dómastatístikin er kunn, o.s.frv. T.d. hefur Manchester fengið á sig fáránlega mikið af rugl mörkum á þessu tímabili, og hef ég fylgst með liðinu lengi. Málið er bara að þrátt fyrir "heppni" Liverpool, dóma sem eru hliðhollir Liverpool, form þeirra aldrei verið betra, og United menn átt frekar slappt tímabil, og töluvert lengra en Liverpool, þá mun Manchester standa upp sem meistarar...........................og því er soldið erfitt að kyngja fyrir ykkur aumingjans Púlara...................ÞIÐ ERUÐ BRJÓSTUMKENNANLEGIR 

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 17:13

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú fór hann Jóhannes svolítið út í móa.

ÉG hef hvorki beðið þig né aðra að koma með eina né neina tölfræði.

EF Jóhannes setur samasemmerki á milli þess að skora seint og heppni, þá skilur hann ekki alveg hvað í hugtakinu felst. (og svona til áréttingar, þá er óttalegur vandræðagangur eins og stundum áður í þýðingum, hvað menn nefna tíman sem líður framyfir 90 eða þær 45 í hvorum hálfleik sem leikurinn stendur. Ranghugmynd að kalla þennan tíma uppbótar- eða bæti eitthvað yfir höfuð, heldur er þetta einmitt eins og enska hugtakið segir, "Sá tími er safnast saman er dómarinn stöðvar klukku sína", Stopish Time.)

Hvort menn skora á 1. mín. eða 90. hefur ekkert í sjálfu sér með heppni að gera, en í tilviki LFC hefur þetta bara sýnt fram á að menn bæði vita og skilja, að leikurinn stendur eins lengi og domarinn segir. En þetta aftur á móti ekki heldur alveg komið til að góðu einu, LFC hafa einmitt í meirihluta jafnteflisleikja sinna, skort herslumunin á sigurmarkinu, vantað þetta "litla" sem þurfti.Þar skilur nú ekki hvað síst á milli og þar hefur já bæði heppni og fleira komið MU ma. til hjálpar.

LFC spilað hlutfallslega mun betur í leikjum sínum og þar flestir jafnteflisleikirnir meðtaldir, unnið fleiri leiki sína meir sannfærandi og þar með sanngjarnt, skorað fleiri mörk og tapað færri leikjum en MU.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2009 kl. 18:15

26 identicon

Þetta er að vera gaman.

    Aftur, þú verður að koma með rök vinur. 

    Núna er 6 stiga munur á liðunum, og líklega helst hann út tímabilið. United er komið í úrslit meistaradeildarinnar, en Liverpool féll út í 8-liða úrslitum. United komst í undanúrslit í bikarkeppninni, en Liverpool féll út í 32 liða úrslitum. Manchester er deildarbikarmeistari, en Liverpool féll út í 16 úrslitum.  

    Það hefur verið gríðarlegt álag á liðinu, og t.a.m. hefur United notað fleiri menn en nokkuð annað lið, jafnvel menn sem maður vissi ekki til að væru í Man.utd.!!

    Í öllum keppnum þá er Manchester búið að standa sig töluvert betur, og hvernig þú færð það út að Liverpool sé samt betra, vegna þess að þeir hafa verið svo óheppnir!!

    LFC hefur hlutfallslega spilað betur segir þú. Hvað í andsk. er það?  Þú getur kannski huggað 

    Reyndu að koma með einhver lágmarksrök, eða einhver annar púlari til að hjálpa þér. Þetta er orðið hrikalegt vandræðalegt fyrir þig

          Hvernig færðu það út??

        Varðandi að skorta á lokamínútum, þá talaðir þú um, í fyrstu póstunum þínum að Liverpool hefði verið óheppið að klára ekki leikina sína. Hins vegar hafa þeir líklega aldrei fyrr verið einmitt eins góðir í að klára leikina, sem sýnir kannski hvað þeir eru þó orðnir góðir. Það er þeir klári ekki hvern einasta leik, þýðir ekki að þeir séu óheppnir. Þetta er bara eins og að segja "við unnum ekki leikinn, þess vegna erum við óheppnir"!!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 12:56

27 identicon

Liverpool eru meistarar ef við miðum við hálfleikstölur. Þið vinnið þið með einu stigi.

  TIL HAMINGJU!!!! 

Jóhannes (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 14:41

28 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Arnari Inga varð mér á að gleyma að svara, aðfinnsluvert, því bæði skrifaði hann undir fullu nafni og málefnalega. Nokkuð til í þessu hjá honum nema hvað þetta væltal í LFC aðdáendum er ofmetið og þeir auk þess miklu fleiri en á hans aldri, til að mynda mér, svona fimmtán árum eldri gæti ég trúað.

Hann sem Og Jóhannes margorði eru núna væntanlega að fagna titlinum, til hamingju með hann. En J fær því miður verri og verri einkun eftir því sem hann skrifar meira hérna, með yfirborðsstæla og kröfur sem hann getur þó með engum rétti farið fram á. Og honum sem og fleirum Mu aðdaándanum skal svo sagt í lokin, að það hefur ekkert með vontun á breidd að gera sem skilur að í baráttunni, breiddin og líkamlega leikgetan engu síðri ef ekki meiri í 22 manna hóp LFC, sem fyrr sagði liggur munurinn m.a. m.a. meiri heppni og þróun leikjanna MU í hag. Bara eitt dæmi að lokum, viðreignir þessara liða við SToke City á útivelli, í báðum tillfellum hefði SToke með sanngirni getað sigrað (en eins og flestum er ljóst er sanngirni í raun ekki til í flestum flokkaíþróttum að minnsta kosti) LFC hélt þó jöfnu og hefði getað stolið sigri í restina, MU sigraði eftir að hafa verið síðra liðið lengst af, en náði marki eftir að heimamenn misstu mann einkar klaufalega að velli með rautt spjald! útisigrar MU m.a. á Newcastle og Sunderland vor voru með svipuðum hætti, þar sem andstæðingarnir voru síst lakari og hefðu átt meira skilið. Heimasigurinn á Aston Villa er jafnvel enn gleggra dæmi þar sem lukkuhjólið snérist Mu óvænt og með afdrifaríkum hætti líka Mu í hag.Fyrir utan kannski og það strangt á litið sigur LFC á Portmouth á útivelli, er ekki hægt að finna neinn saöfnuð á sigurleikum LFC, allt meira og minna sanngjörn úrslit er grant og sanngjarnt er skoðað. Eini raunverulega slaki leikur LFC í deildinni (og um hana er hér rætt en ekki aðrar keppnir þótt J hafi ekki áttað sig á því í æsingnum) var annað tapið af tveimur gegn Middlesbro úti, alveg ótrúlega slök frammistaða miðað við hina leikina. Þar fóru líka eitt til þrjú stig eftir atvikum m, en auðvitað líka mjög afdrifarík.

Magnús Geir Guðmundsson, 16.5.2009 kl. 16:53

29 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Magnús ég taldi þig prýðilega vel gefin þangað til að ég las síðasta pistilinn þinn.... men að búa til afsakanir fyrir lélegt lið!!!!

Ég ætla hér með að nota sömu afsakanir fyrir því að Njarðvík unnu ekki Íslenska titilill í fyrra... að vísu eru þeir í 2. deild en .... skiptir það máli?

Get over it, Man U er mun betra lið! Fóru í úrslit eða undan úrsilt í öllum keppnum á  meðan Liverfolls fóru ekki í 8 liða úrslit í neinu.. kannski í meistara en liverstelpurnar voru duglegar  að detta úr leik í öllu..... samt eitt, ég held að Chel$k taki annað sætið... livarfool er svona hasbeenn drasl....

Þórður Helgi Þórðarson, 16.5.2009 kl. 23:06

30 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Öfugt við Þórð ætla ég ekki að vera með neinar dylgjur um hann personulega eða mínar vangaveltur um hvernig ég tel hann vera til eða frá, en get þó sagt að hann valdi mér vonbrigðum. Fyrra tal um t.d. væl og nú um afsakanir eru bara eitthvað sem hann kýs að lesa út úr þessu, en á sér enga stoð, ekkert væl né afsakanir. Aðeins yfirveguð greining og vangaveltur um hvað í raun getur verið stutt á milli hláturs og gráturs, taps eða titils þegar grant er skoðað.

En eins og fleiri pistlar er þessi líka í ákveðnum tón og tilgangi, hálft í hvoru stríðnis, en líka atferliskönnun á því sem aftur og aftur staðfestist, að "Margur heldur mig sig", þeir sem hátt hrópa og láta mannalega, eru einmitt þeir sem minnst ættu að gera vart við sig, en hafa ekki vit á. Við þessa færslu var þó snöggt um minna um slíkt reyndar, oft verið mun meira og verður það eftirleiðis nær örugglega við svipuð skrif. O þá mun Þórður kannski flytja fleiri fregnir af Njarvíkingum og koma með allavega jafngóðan samanbuðr og nú af þeim!?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 00:16

31 identicon

Þetta er tölfræði þar sem sigurmörkin eru skoruð á síðustu 10 mínútunum.

Liverpool er að taka 5 leiki þarna á síðustu mínútunum. Það er bara ekkert sjálfgefið að vinna leiki, þó að maður sé betri í leikjunum.

  Þegar þú segir að Manchester hafi ekki átt skilið að vinna leiki, þá er það stórfurðulegt. Þeir reyna alltaf að skora, og pressa á lið á síðustu mínútunum. Ég hef margsinnis séð leiki þar sem United hefur fengið mjög mörg færi, og samt tapað eða gert jafntefli.  

   Liverpool aftur á móti er að beita allt annarri taktík á þessu tímabili, og þess vegna ná þeir að skora á síðustu mínútunum.

  Ég verð að segja eins og er að ég skil ekki boffs í þér. T.d. Villa leikurinn eða wigan leikurinn, þá voru þeir einfaldlega mun betri, og áttu þar að auki miklu fleiri og hættulegri færi en liðin.

  Þú virðist ekki átta þig á því að þú ert eiginlega að sannfæra mig um að Liverpool muni standa sig verr í deildinni á næstu ári, heldur en núna. Þeir munu eflaust ekki vera að taka svona marga leiki á síðustu mínútunum. Reyndar má segja að þetta tímabil hafi verið versta tímabil Liverpool í mörg ár. Þeir ná reyndar 2.sæti í deild, en í öllum hinum keppnunum, þar sem þeir hafa verið að standa sig vel í síðustu ár, voru þeir arfaslakir. Einnig mun heppnin sem hefur fylgt Liverpool á þessu tímabili minnka og heilladísirnir eiga vera þeim svo hliðhollar á næstu tímabilum

Man Utd:
Sunderland heima - Vidic '90
Stoke úti - Tevez '83
Bolton úti - Berbatov '90
Aston Villa heima - Macheda '93
Wigan úti - Carrick '83 
  
 
 
Liverpool:
Sunderland úti - Torres '83
Middlesboro heima - Gerrard '90
Man City úti - Kuyt '90
Wigan heima - Kuyt '90
Portsmouth úti - Torres '90
Fulham úti - Benayoun '90 
  

Jóhannes (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 00:34

32 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Njarðvík gerði jafntefli í gær.... KS/Leiftur skoruðu á síðustu mínútunum....

Þórður Helgi Þórðarson, 17.5.2009 kl. 15:10

33 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Besta ráðið fyrir Jóhannes er því að hætta bara að þvælast hérna, maður á aldrei að eyða of miklum tíma í það sem maður botnar ekki í!

TAkk fyrir þetta Þórður Helgi, miklu betra innlegg en það næsta á undan, vænti þess hér eftir að úrslit leikja Njarðvíkinga skili sér reglulega hingað inn hér eftir.!Ég er ekki mikill sérfræðingur um Njarðvík og eins og ÞH tjáði, kannski ekki eins vel gefin og ætla mætti, en mig minnir þó að baráttujaxlinn Freyr Bjarna tengist félaginu og jafnvel hann Guðmundur litli Sigurðsson sem spilaði einnig m.a. með Þór og FH!?(er þó hugsanlega með rangt föðurnafn á Frey, en man nú að Guðmundur heitir Valur að millinafni, tengi þá semsagt báða við Njarðvík) Annars sýnist mér mætti leiðrétta sumt í orðum J og ÞH, allt of mikill æsingur og misskilningur á ferðinni, Chelsea getur t.d. nú nema með einhverjum furðuúrslitum náð öðru sætinu af Liverpool í síðustu umferðinni, en svona láta Mu menn ekki ekki hvað síst þegar þeir halda að þeir séu að stríða eða espa sniðuglega, en það gengur ekki hér.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 23:34

34 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Freyr er auðvitað Sverrisson.

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband