Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
28.2.2008 | 22:09
Hugsað aftur til "Bjórþambsdagsins fyrsta" 1. mars, 1989!
Eins og nú var töluvert mikið vetrarríki á landinu um mánaðarmótin febrúar, mars.
Og fleira og raunar mun meira spennandi lá í loftinu þessa dagana fyrir unga og spræka menn en að fara brátt að geta hellt í sig bjór, m.a. tvennir stórtónleikar í höfuðborginni sem ég og Heimir félagi minn vorum staðránir í að mæta á. Að kvöldi hins 28. feb. var það engin annar en blúsjöfurinn mikli John Mayall sem mættur var á staðin með sína Bluesbreakerssveit, en kvöldið eftir var það góðkunningi okkar félaganna frá því í Doningtonrokkferð tveimur árum fyrr, Eiki Hauks ásamt sínum norsku kumpánum í Artch, sem áttu leikin.
En því miður, því miður, bölvuð tíðin greip inn í stóru áformin og ekki var nokkur leið að fljúga frá höfuðstaðnum góða í norðri suður yfir heiðar fyrr en 1. mars!
Heimir, sem fyrst og síðast vildi sjá Mayall, hætti því við, en ég vildi ekki gefast upp og flaug suður til að sjá Eika og Co.!
Sá ekki eftir því heldur, alveg ágætir tónleikar þótt aðsóknin hafi nú ekki verið of mikil né þetta bestu tónleikar sem vor augu og eyru höfðu numið.
Nú á eftir rambaði ég svo fínn og frakkaklæddur niður úr Múlunum og þræddi Suðurlandsbrautina allt til Glæsibæjar þar sem sjálfir Dubliners sáu um fjörið á kránni á þessum blauta og satt best að segja daunílla fyrsta bjórdegi nútímans á Íslandi.
Þarna við Glæsibæ hitti ég hina gullfallegu Dúnu, en það er nú allt önnur saga!
Nýr bjór kemur á markað um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 17:06
Leiðinlegt, en svolítið kaldhæðnislegt líka!
Dr. Spock með lagið hans Dr. Gunna, þó eitthvað sem höfðaði einna mest til mín.
En Friðrik Ómar og Regína Ósk bæði góðir söngvarar auðvitað og ég hef ekkert slæmt um þau að segja. Kannaðist meira að segja nokkuð við móður Friðriks og hún gaf mér meira að segja eina af plötunum hans!
Með regínu er það hins vegar nokkuð kaldhæðnislegt, sem og með snillingin hann Barða sem samdi Mercedeslagið, að hann er nú einmitt maðurinn meira og minna á bakvið tvær síðustu plöturnar hennar Regínu af þremur sem hún hefur sent frá sér undir egin nafni!Í djúpum dal og Ef væri ég, eru nefnilega unnar að miklu leiti af Barða og samdi hann lög fyrir þær!
Sú tónlist allt önnur og miklu betri en þetta "Hæoghóheiglamur"!
Og talandi um "glamur". EF einhver hefur nú ekki þegar leiðrétt, þá er þessi ágæti gamli málsháttur sem Friðrik fór heldur frjálslega með þarna í hita leiksins svona.
"Bylur mest í tómri tunnu"!
Ummæli Friðriks Ómars víða enn til umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 16:23
Víti til varnaðar, en...
Það er þó að segja, er þeir opna kjaftin til að bölsótast um og yfir mönnum í svipaðri aðstöðu og stefnandin í þessu prófmáli er!
Hann nefnilega sjálfsagt vel efnum búin með stuðning að baki sér til að fara í slíkt mál, nokkuð sem þorri fólks hefur ekki efni á né nennir að standa í.
Upphrópanir og sylgjur munu áfram viðgangast, um það er ég hins vegar viss um, einfaldlega vegna þess að mjög margir bloggarar virðast ekki geta tjáð sig öðruvísi nema blanda persónum viðkomandi er þeir skiptast á skoðunum við, í málflutningin.
Þar á ég þó helst við bloggara sem eru nafnlausir, langflestir hinna eru kurteisari og málefnalegri. Að auki er það svo fólk líka sem ekki bloggar, en er tíðum með nafnlausar athugasendir, sem setur ljótan svip á bloggsamfélagið, þó auðvitað sé hægt að rekja það til viðkomandi ef einvher vill bregðast hart við eins og í þessu dómsma´li.
Í lokin verð ég svo aðeins að víkja yfir á hinn endan ef svo má segja, að mbl.is og ábyrð forráðamanna þess.
Eins og það er nú mikilvægt að halda ljótum og leiðinlegum skrifum í lágmarki, ekki síst persónulegum níðskrifum, þá verður líka að passa upp á að viðkvæmni og yfirdrifin eftirlitshneigð fari ekki að ráða ríkjum.
Þar á ég auðvitað við, að þegar bloggarar tengja skrif sín við fréttir, sé ekki að því er virðist að neinu tilefni tengslin slitin, nema kannski vegna þess að viðbrögðin við skrifunum verða hörð og ef til vill óviðeigandi!
Því varð ég sjálfur fyrir um áramótin, þegar klippt var á litla grein mína um vafasamt og umdeilanlegt val á íþróttamanni ársins 2007!
Þar var alls ekki vegið persónulega að einum né neinum, aðeins bent á með rökum að önnur íþróttakona en sú sem hlaut útnefninguna hefði átt það betur skilið.
Önnur skrif á öðrum bloggsíðum, svo undarlegt sem það var nú, sem og harkaleg orð í athugasendum við mína grein að annara hálfu, urðu hins vegar að öllum líkindum frekar til þess að klippt var á tengslin!
Og kannski viðkvæmni einhverra líka, sem ég þó fullyrði ekki.
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2008 | 12:38
Einmitt það já!?
Á sínum tíma þarna fyrir fjórum eða fimm árum þegar hornamaðurinn smái en knái hætti með liðið, 2003 eða 4, var það önnur vinna minnir mig sem var svo tímafrek, að dæmið gekk ekki lengur upp!
Hann snéri þó aftur og var Alfreð já til aðstoðar á HM.
Guðmundur náði auðvitað á tímabili afbragðsárangri með liðið, fjórða sætinu á EM í SVíþjóð 2001, en svo hallaði undan fæti.
Hefði frekar viljað sjá Viggó, en þýðir lítið að nöldra mikið yfir því, en alveg makalaust auðvitað hvað þetta hefur verið mikið vandræða- og leiðindamál að finna arftaka Alfreðs!
Guðmundur tekur við landsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 18:37
Til lukku Spurs!
Þetta virðist mér því á öllu, ætla að verða ár Lundúnaliðanna í norðurhlutanum, Arsenal tekur auðvitað titilinn, þó sumir séu eitthvað að reyna að efast um það og svo mun Chelsea nær 99% örugglega taka FA bikarinn fyrst þeir töpuðu í dag!
Nú svo í Meistaradeildinni verður sigurliðið áreiðanlega í rauðum skyrtum og ég held líka rauðum buxum sömuleiðis, spursmálið bara frá hvaða borg!? (og hér er ekki verið að spá í varabúningana, rétt að taka það fram!)
Nú kunna einhverjir örfáir að vera ósammála, vilja kannski til dæmis blanda hvítum buxum í þetta líka og hver veit hvítum skyrtum, en í dag hef ég ekki neina trú á þeim lit! (eins og hann er annars fallegur)
Tottenham deildabikarmeistari í fjórða sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2008 | 18:05
Niðurstaða?
Þetta heitir nú bara að sópa vandanum að mestu leiti undir teppið, við blasir að hugsunin var ekki "íllu er best aflokið", heldur "íllu er best skotið á frest"!
Það er nú það eina sem hægt væri nú að kalla niðurstöðu í þessu!
Styður yfirlýsingu Vilhjálms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 15:48
Aldrei að víkja!?
Þótt svellkaldur svíki og blekki,
að sönnu bíði við hnekki.
Karl er keikur,
vergi smeykur
Nei, Vilhjálmur víkur sko ekki!
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2008 | 09:30
Stólpagripurinn "Stóri Brúnn"!
Hinn stæðilegi Wes Brown sem lengst af hefur nú verið miðvörður og komst minnir mig í enska landsliðið sem slíkur, hefur í vetur spilað sem hægri bakvörður í forföllum fyrirliðans Gary Neville og víst staðið sig mjög vel.
ER Sörin hann Alex ekki bara að gera mikið úr meintri græðgi hans og/eða umboðsmanns hans, á stólpagripurinn Brúnn ekki bara skilið 50000 pund í vikulaun hjá þessu næstríkasta eða ríkasta félagi heims?
Það er nú spurning, sem og hvort nokkur betri eða sem félli eins vel inn í liðið sé nokkuð auðfundin?
Skal ekki segja, en auðvitað eru fleiri sjðónarmið líka, laun fótboltamanna eru endalaust þrætuepli auk þess sem launaþak eða ekki tíðkast, sem ég man þó ekki heldur hvort séu í gangi núna hjá ríka klúbbnum?
En semsagt ef fer sem horfir þá yfirgefur þessi ágæti leikmaður Old Trafford í sumar og þá er bara spurningin hvert hann fer?
Unitedmenn yrðu mjög "glaðir" ef hann færi til dæmis til Liverpool eða Chelsea ekki satt!?
Brown hafnaði United í þriðja sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 12:11
Tala við Viggó...STRAX!
Jafnframt taldi ég það þó ekki líklegt eftir brotthvarf Viggós (2005 eða 6 minnir mig) er hann hætti með heldur leiðinlegum aðdraganda, pressu og fleiru.
En nú þegar viggó gefur í skyn að hann sé aftur til í að þjálfa liðið, Ætti HSÍ ekki að hika eitt andartak, heldur byrja strax já að spjalla við Viggó, líkt og Guðjón Þórðar í fótboltanum er Viggó vissulega ekki barnanna bestur oft á tíðum, en afburðasnjall í sínu starfi, sannur sigurvegari!
Viggó Sigurðsson: Ég myndi tala við HSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2008 | 22:35
Kristján á Skálá!
Kristján árnason bóndi á Skálá, Sléttuhlíð í Skagafirði, einn af afbragðshagyrðingum þessa lands, lést nú í byrjun febrúar.
Hann var hygg ég Borgfirðingur af ætt og uppruna, en bjó á Skálá í um það bil 30 ár og undi þar hag sínum vel.
Kristján varð landsþekktur fyrir kveðskap sinn, alltaf fágaðan og vel gerðan, bæði ljóð og lausavísur. Birtust eftir hann vísur víða í blöðum og öðrum ritum, auk þess sem hann gaf út bækur líka. margverðlaunaður var hann líka fyrir kveðskapinn, sem þjóðin kynntist til dæmis vel í vísnaþáttum útvarpsins fyrir rúmum áratug eða svo, Komdu nú að kveðast á, er Kristján Hreinsson stjórnaði.
Þessi litla vísa kom mér í hug við andlátsfregnina.
Kviðlinga og kvæði já,
Kristján orti slyngur.
Að sönnu þar er fallin frá,
frækin hagyrðingur!
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar