Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Þulastarf, lægri kröfur um hæfni!?

Hvað er já að gerast með hæfniskröfur og strangt próf varðandi að geta valdið hinu mikla starfi að verða Þulur/Þula hjá ríkisútvarpinu okkar?
VArð hugsað út í þetta í morgun er ég heyrði í fyrsta skiptið í einhverjum nýjum karlþul.
Hann hljómaði, tja hvað skal segja, eins og einhver leiðinda "auglýsingasnúðurinn á yfirsnúningi" sem tröllríða flestum uppteknu eða leiknu auglýsingunum á "frjálsu" stöðvunum á borð við FM og Bylgjuna! (og auðvitað líka í sumum auglýsingum á rás 2 líka)
Virkaði líka heldur taugaveiklaður í stuttu tilkynningunum sem hann þurfti að lesa fyrir fréttirnar kl. 9, afsakaði sig allavega tvívegis er hann rak í vörðurnar.
Vantaði semsagt alla yfirvegun og hljomur raddarinnar, sem manni finnst á þessum bæ, eigi alltaf að vera róleg, yfirveguð og þýð, bara passaði ALLS EKKI!
Ætli svo fáir séu farnir nú að sækjast eftir þessu starfi, eða bara að allir þeir sem sæki um, séu bara ekki betri en þetta?
Neyðin reki menn til að minnka hæfniskröfurnar, lækka gæðaþröskuldinn?
Ja, það er nú það!?

Barátta í járnum!

Mjög góð grein hjá Bjarna þó ekki sé hún löng né orðmörg!
ÁHersluþungin í þessari frétt og fyrirsögnin er hins vegar aðfinnsluverður, meginumfjöllun greinarinnar er a benda á að við höldum nokkuð vel sjó ennþá eða allavega fram til ársins 2004, hvað varðar áfengisvarnarmál.Notar jú vissulega orði meinlausari neysla eftir tilkomu bjórsins vegna þess að tíðni sjúkdóma skorpulifur og Lifrarbólgu C í samspili með alkahólisma almennt og fylgifiskum hans, (glæpa m.a.) hafi ekki aukist í samræmi við mun meiri neyslu, en sé þó svipað hlutfall.
Það má reyndar alveg vera ósammála því mati Bjarna að drykkjan sé endilega meinlausari þótt afleiðingum aukinnar neyslu hafi ekki fylgt meiri afleiðingar, því lögleiðing bjórsins átti jú beinlínis af helstu boðberum að BÆTA ástandið og mynda með tímanum eitthvað sem kallað var og kallað er enn "Drykkjumenning"!? Það hefur nú svo sannarlega ekki gerst enn, tæpum tuttugu árum eftir lögleiðingu bjórsins og vel gæti svo verið að tölur sl. þriggja ára sem vantar hér sýni verra ástand ekki hvað síst er varðar lögbrot í tengslum við áfengisneyslu og aðrar afleiðingar er ný þekking hefur leitt í ljós.
Nú, en eins og fleira skynsamt fólk með þekkinguna að leiðarljósi, er Bjarni svo að vara við að rugga bátnum, ástandið er viðkvæmt og það jákvæða sem lesa megi úr áðurnefndum upplýsingum geti verið í hættu ef svo færi að lögum um áfengissölu yrði breytt!
Á það er nú áherslan í grein hans mest auk þess að draga fram sem besta heildarmynd af ástandinu nú (aftur þó ekki nær en til 2004) sem þó eins og kunnugt er, misvitrir fulltrúar þjóðarinnar á alþingi vilja nú breyta til að treysta atkvæðin sín væntanlega og í þágu einvhers þokukennds frelsishjals, sem er þó ekki annað en hjóm eitt þegar grant er skoðað!
mbl.is Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur að vinnast með svindli í bland!

Er þetta ekki dæmigert háttvirtu aðdáendur Man. Utd.?
Eins og það er nú gaman að vera góðir og vinna glæsta sigra, en gera það helst ekki nema að undangengnum ótrúlegum "mistökum" dómara leiksins, sem eiga yfir höfði sér ef þeir dæma ekki "rétt" að stjóri "Rauðau djöflanna" ausi þá aur og svívirðingum ella!
Fullkomlega löglegt mark tekið af Newcastle, (sem eins og allir eiga að vita, spila í KR-búningunum og Bjarni Fel hefur sagt okkur í gegnum tíðina!) á mjög örlagaríku augnabliki í leiknum, M.U. haft vissulega yfirhöndina og skapað sér góð færi, en EKKI náð að skora! Allt annar leikur hefði verið að líkindum upp á teningnum og að líkindum allt önnur úrslit að ræða!?
En mikstök svo á mistök ofan verða svo til að þessi stórsigur vinnst, auðvitað sanngjarn á vissan hátt, en samt ekki í ljósi framvindunnar!
En aðdáendur Newcastle hrópa örugglega svindl og það ekki alveg að ósekju!
mbl.is Sex mörk og Man.Utd á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torres skorar og skorar... en dugar bara ekki til!

Þetta er nú í aðra röndina að verða nokkuð dapurt hjá rauða liðinu!
TATApar að vísu ekki oft, en jafntefli eru að verða daglegt brauð, það fjórða held ég í rö'ð í dag á Riverside gegn þessu miðlungsgóða en furðu stemningsmikla liði heimamanna!
Einn fótboltaleikur stendur samtals í 90 mínútur, skipt jafnt niður á tvo 45 hálfleiki. Þetta vita nú flestir nema hvað eitthvað hefur það gleymst hjá þeim rauðu í dag, byrjuðu í raun og sannleik að því er virtist ekki á leiknum fyrr en eftir hlé, 0-1 undir og spiluðu ágætlega á köflum eftir það, en náðu aðeins að skora eitt mark, Torres já enn og aftur með 14 mark sitt í 17 síðustu leikjum að sögn!
En þrátt fyrir fleiri færi tókst ekki að troða inn sigurmarkinu og vel að merkja hefði heimaliðið getað skorað annað í stöðunni 1-0!
Dapurt, meistaratitilsvonir svona 90% úr sögunni!
Aðrir leikir.
Chelsea fór le´tt með hið óútreiknanlega nágranalið tottenham og er nú hægt og sígandi að læðast upp að Man. Utd og Arsenal!
óvænt tíðindi dagsins auðvitað jafntefli Arsenal við Birmingham, samt ekki, það lið verið á uppleið og náði jú líka jafntefli við Púlara fyrr í vetur á útivelli!
Kaldhæðnisleg úrslit og nöpur fyrir stjóra Derby Paul Jewell gegn gamla liðinu hans Wigan, 0-1!
Everton og Aston villa á uppleið sem og West Ham, tvö fyrrnefndu auk Man. City og Liverpool orðin jöfn, en rauða liðið á enn leik til góða gegn West Ham.
mbl.is Birmingham náði stigi á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsfrétt!

Jamm, það held ég nú, gleður eflaust margan strákin að vita að gellurnar mega þetta ef þær vilja, sér og öðrum til ánægju og yndisauka!
Ef ekki væri fyrir þetta með svíana, sem kemur nú nokkuð á óvart fyrir mig satt best að segja, þá væri þetta nú nei ekki nema svona "Föstudagsfrétt" uptaktur fyrir fjör helgarinnar hérlendis. Svo lengi sem ég man hafa íslenskar stelpur á öllum aldri verið topplausar í sundi og ekki talist merkilegt, nema þegar þær þeim mun þekktari kannski hafa birst á myndum í blöðunum og kannski nei ekki verið sáttar með myndatökurnar eða sáttar líka!
En þetta með Svíþjóð og sundlaugina þar,m fór nefnilega allavega einu sinni með íslenskri vinkonu í sund þar sem svo ófeimin á bakkanum allavega tók sundbolin niður fyrir brjóstin án þess að nokkur maður segði neitt. Hún var hins vegar ólétt líka blessunin svo það var nú ekki til í dæminu að skella sér út í kalda sænska laugina!
Já, það kemur svo ekkert á óvart þótt myndarlegu konurnar í Feministafélaginu amist ekkert við þessu þó sumir hafi kannski haldið það, þetta snýst nú heldur ekkert um meint klám eða svoleiðis!
mbl.is Íslenskar konur mega bera brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fall varð já fararheill!

Já, þetta kom þægilega á óvart þegar ég opnaði fyrir útvarpið í morgun kl. 6!
Allar skoðanakannanir bentu til annars, sigurs hins "Hvítsvarta" Odama, en eftir nýjustu greiningu á forvalinu, þá virðast konur hafa komið Hillary til bjargar auk þess sem Bill karlinn var á svæðinu og virðist hafa gert sitt!
Ég og fleiri er viljum sjá konu berjast um forsetaembættið og helst verða forseti, glöddumst lítt yfir fyrsta rófkjörinu í Iowa, en höfðum já í huga líkt og með bill þarna fyrir um 16 árum, að vonandi yrði "Fall bara fararheill"!
Svo virðist já nú eftir þetta ævintýralega forval í New Hampshire, en bara´ttan er auðvitað bara rétt að byrja.
Líkt og eftir Iowa, þá gildir nú að sigra stríðið, ein orusta til eða frá sem tapast skitpir ekki sköpum.
En þetta blæs Hillary og hennar fólki nýjum baráttuanda í brjóst, til að sigra þetta "innanhússtríð" hjá Demókrötum fyrst, en svo auðvitað hið stóra stríð, um lyklavöldin í Hvíta húsinu!
New Hampshire "nett hún tók",
núna á skýi ég svíf!
Já, Hillary Clinton er klók,
kannski á sér níu líf!?
mbl.is Clinton vann í New Hampshire
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar plötur sem glöddu mitt gamla hjarta á árinu 2007 og gera enn!

Jæja, hér kemur þá loksins samsuða af þeim plötum sem já glöddu mitt hjarta eitthvað á nýliðnu ári, gældu eigi svo ílla við mín annars leiðinlegu og viðkvæmu eyru!
Kýs nú sem oftast í seinni tíð að vera ekki með neitt "besta" kjaftæði, né að raða plötunum þar að leiðandi í einhverja tölusetta röð. Þið sem lesið reynið bara að hafa gaman af sem víðar þar sem slíkur plötusöfnuður er settur á blað, eruð þá einvhers vísari um þennan garm hérna og hans tónlistarsmekk.

Ólöf Arnalds - Við og Við.
Klassart - Klassart.
Soundspell - An Ode To The Umbrella.

Þessar þrjár eiga það sameiginlegt að vera afskaplega góð og vel heppnuð byrjendaverk, fyrir mér eru þetta allavega nýjir listamenn í fínni flóru annars margra ungra og efnilegra íslenskra tónlistarmanna!
Um menntaskólastrákana í Soundspell og systkinasveitina frá Sandgerði Klassart skrifaði ég sérgreinar og lofaði báðar plöturnar mikið.
Ólöf með sína sterku og sérstöku rödd með kassagítarnum sem meginhljóðfæri, hefur nú aldeilis notið hljómgrunns hjá þjóðinni og líkt og Klassart reyndar líka fylgt vel og dyggilega í fótspor dívunnar miklu Lay Low, sem sló svo rækilega í gegn 2006 og mun áreiðanlega halda sínu striki á nýju væntanlegu plötunni með tónlistinni úr umtöluðu sýningu Leikfélags Akureyrar, Ökutímar!
(Og rétt að nefna það hér að stúlkan hefur af fádæma rausnarskap ánafnað væntanlegum ágóða af sölu plötunnar til systursamtaka Stígamóta á Akureyri, Aflinu!)
Semsagt afar ánægður með þessar byrjendaskífur.

Einar Bragi - Skuggar.

Saxi karlinn, eins og hann nefnir sig í bloggheimum, gerði þessa mjög svo fínu og fallegu poppplötu við ljóð og texta skógarbóndans og skáldsins góða, Hákonar Aðalsteinssonar!
Fjallaði vel um plötuna á sínum tíma, ekki s´síst flottur kvennasöngur áberandi við þessar margar ágætu lagasmíðar,plata sem kom mér nokkuð svo á óvart!

Mínus - The Great Northen Whalekill.
Fjallaði sömuleiðis vel um þessa sannkölluðu ROKKSPRENGJU!
Hafði mínar efasendir um að Krummi og kumpánar gætu fylgt eftir svo vel væri Halldór Laxness plötunni, eiginlega engu síðri skífa fyrir mína parta!
Og bull ef einhver hefur svo haldið því fram að vanti grípandi laglínur, eru vel fyrir hendi!

Villi (Naglbítur) - The Midnight Circus.
Fjallaði líka sérstaklega um þessa mjög svo hrífandi en nokkuð svo líka dökku plötu hans Vilhelms Antons. VArð betri og betri við hverja hlustun.
Get þó vissulega tekið undir með Bubba mínum gamla félaga, að Villi hefði alveg átt að hafa textana á íslensku!
ER annars viss um að þessi plata drengsins á eftir að eldast vel!

Gunnar Gunnarsson - Húm.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er Gunnar dagsdaglega organisti, en hefur um langt árabil getið sér gott orð í tónlistarbransanum, var í sínum gamla heimabæ m.a. í hljómsveit Ingimars Eydal og svo með Ingu Eydal, hefur gert plötur með Sigurði Flosa saxafónleikara með meru og Önnu pálínu heitinni, þeirri dásamlegu söngkonu, sem ég og svo margir aðrir eflaust sakna sáran!
Bara hugljúf skífa sem aðrar slíkar pianóplötur Gunnars.

Elísa - Empire Fall.
Afskaplega lítið farið fyrir þessari að mér finnst bráðgóðu skífu rokkdívunnar Elísu, fyrrum söngkonu Kolrössu k´rókríðandi/Bellatrix og Universal (minnir að alþjóðasveitin hennar heiti eða hafi heitið það!?)
Fínasta blanda kraftrokks og rólegri laglína, sem hrifu mig bara ansi vel!

Blái hnefinn - Sögur úr Klandurbæ.
Einn mesti gleðigjafi ársins og sannarlega gjöf, frá áðurnefndum gamla félaga mínum honum bubba!
Einfaldlega -Pönk beint í æð- úr texta- og tónsmiðju Guðmundar nokkurs E. erlendssonar, sem þarna hefur fengið til liðs við sig þrautreynda garpa úr rokklífi höfuðstaðar norðurlands, þá Rögga (landsþekktur m.a. sem Rögnvaldur gáfaði háðfugl!) á bassa félaga hans úr Hvanndalsbræðrum Val á trommum og svo höfðingjan og fjöllistamannin Kristján pétur, sem á langan og mikin feril að baki m.a. í hinum fornfrægu Kamarorghestum LOST, Hún andar (ásamt reyndar Rögga líka) Skrokkabandinu og Norðanpiltum svo eitthvað sé nefnt!
Guðmundur sem er fyrrum frambjóðandi fyrir D-listan, baunar satt best segja á allt og alla þarna, eins og nafnið gefur aðeins í skyn, til dæmis á stjórnmálamenn í belg og biðu m.a. Bæjarstýruna og umdeilt tjaldsvæðismál, á Vinstri-græna, skipulagsmál og margt fleira!
Pönk á jólum bara svei mér yndislegt!

Múgison - múgiboogie.
Hef auðvitað lúmskt gaman af þessum rokk og blúsmettaða bræðing frá "besta syni Ísafjarðar" honum múgison!
Tilþrifamikil og hávær á köflum og kosin allavega á einum stað skilst mér sú besta á árinu.

Regína Ósk - Ef væri ég.
Þriðja platan hennar, er að hlusta á hana nokkuð sl. daga, hefur öfugt hinum tveimur, Regínu og í djúpum dal, ekki farið svo hátt finnst mér.
Reyndar hafa líka sumir ekki verið mjög jákvæðir, en mér lðíkar betur við plötuna því meir sem ég hlusta, róleg lög sem vinna á.Um sönghæfileikana þarf svo ekki að fjölyrða um!

Aðrar söngkvennaskífur á borð við Dísellu, Siggu Beinteins og Ellenu eflaust líka, verða svo meir og meir til spilunar, hef bara ekki gefið mér tíma til að hlusta svo neinu nemur á þær enn.
Það gildir svo líka um Rafnssynina og félaga í Sign, en nýja platan þeirra er að mörgum sögð mjög fín og talin sömuleiðis af gagnrýnendum ein sú besta á árinu 2007!

Og þar hafið þið það elskurnar mínar!
Megið svo alveg lofa mig eða lasta í athugasendakerfinu ef þið viljið!


Nei, með svona frammistöðu vinna menn ekki titilinn!

Jamm, þetta var heldur dapurt hjá Rauða hernum í Liverpool gegn "slöku liði" Wigan eins og sagði í fréttinni sjálfri er "Púlararnir" voru komnir yfir. Í síðasta leik á útivelli gegn Man City leku þeir á köflum mjög vel en skoruðu ekki, en nú voru þeir mun síðri skoruðu og áttu samt að vinna, en glutruðu þessu með klaufaskap niður í jafntefli!
Satt best að segja fer að horfa ílla með enska titilinn, bilið orðið meira en 10 stig í Arsenal, þó vissulega sé enn of snemmt að leggja árar í bát.
Líkurnar fara hins vegar minnkandi!
mbl.is Man City lagði Newcastle, 2:0 - Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Wigan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband