Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 12:18
Halló Siv, ég tek lýsi!
Jahá, ég tek sko lýsi, það má hin góða og velklædda Siv vita sem og aðrir landsmenn, einkum og sér í lagi Omega 3 gerðina og hef gert um nokkuð langt skeið!
Samt gæti ég verið skárri í hjartatetrinu og þá kannski sérstaklega HLÝRRI á stundum!
En mikið rétt, þessar fjárans transfitusýrur og annar viðbjóður er grasserandi og við því ber að sporna!
En ég tek nú lýsið með fleira í huga en endilega hjartað!
Á hverjum degi karlinn ég,
kátur tek mitt lýsi.
ER það hefðun hyggileg,
svo hold og andi RÍSI!
Mikilvægt að allir taki lýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.1.2008 | 16:07
"GRÍS"!?
Skemmtilegur leikur!
Var ekki óþarfi hjá dómaranum að reka Dawsongreyið út af?
Rangt eða´rétt?
Einn Spursmaður tautaði "hneyksli" í mín eyru áðan!
En svona er fótboltinn!
Tvö frá Ronaldo og Man.Utd lagði Spurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 20:21
"Að láta verkin tala"!
Já mikil óskö, meiri áhersla á umhverfis- og húsafriðunarmál, en sem frægt varð hafði nú blessaður karlinn hann Villi nú samt svo mikin áhuga einmitt á vþí tvennu og það leynt og ljóst!
bið ég nú bara háttvirta íbúa Reykjavíkur að rifja upp glæsta frammistöðu hans varðandi húsbruna í Austurstræti, að ég tali nú ekki um aðferðarfræði hans við að útrýma rónagreyjum úr sömu götu og væntanlega nágreni með "Bjórkælisbanninu mikla"!
Þá var hann nú sjálfur Borgarstjóri vel að merkja og "gladdi" eigin flokksmenn ekki síst með þessum skörungsskap í húsafriðunar- og umhverfismálum!
En með REIruglinu öllu aman ttoppaði hann þó þau afrek sem kunnugt er, sem þó hann og aðrir Sjálfstæðismenn keppast nú við að gleyma,eða hvað?
Allavega í takt við nýja borgarstjóran og ferska, á að snúa vörn í sókn og...
"Láta verkin tala"!
Það tókst Vilhjálmi meira að segja að endurtaka þrisvar í örstuttu útvarpsviðtali í fréttum í dag og er þó ekki eins og að hann hafi nú ekki gert slíkt fyrr!?
Annars hef ég tillögur varðandi húsa- og umhverfismálin, sem hikstalaust verði samþykktar strax og þá ekki hvað síst til að auka trúverðugleika nýja og ferska borgarstjórans og hins síglaða og framkvæmdaglaða nýja formanns Borgarráðs.
Að flugvöllurinn verði friðaður til að minnsta kosti 100 ára!
Að rónar verði einfaldlega BANNAÐIR í Austurstræti!
Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 17:15
Ég er stoltur!
Þar hefur jafnan náungakærleikur og gæska ríkt gagnvart hinum minni máttar og þeim sýnd tilhlýðileg og sjálfsögð virðing innan vallar sem utan!
Það sýndi sig svo sannarlega í dag sem aldrei fyrr, er Rauði herinn tók á móti öðru liði með glæsilegt nafn, Havang & Waterlooville!
Með já alveg fádæma kurteisi og kærleik hins sanna gestgjafa, leyfðu lærisveinar Benitez sér að gefa H&W færi á forskoti og það ekki einu sinni nei heldur tvisvar og skoruðu meira að segja fyrir þá líka í seinna skiptið!
Hvar annars staðar er boðið upp á slíkt nema á Anfield, ég bara spyr?
Svo eru menn hissa þó þetta sé enn og verði áfram líka sigursælasta og vinsælasta liðið á Englandi að minnsta kosti!
En bara einn galli á gjöf Njarðar.
Arnar og Co. á Sýn klikkuðu alveg rosalega á því, buðu ekki íslensku þjóðinni upp á þá sönnu gleði að fá að sjá þetta mikla sjónarspil frá Anfield beint!?
Það voru og eru mikil mistök, en svona þekkja menn nú góðhjartaða liðið frá Liverpool vel!
En næst þegar þetta gerist líklega eftir svona 28 ár eins og núna, að utandeildarlið mætir aftur á Anfield klikka menn örugglega ekki!
Giska á að það verði Dagenham eða Kidderminster sem koma þá!
Liverpool lenti í basli, Arsenal vann 3:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2008 | 18:31
"Ökutímatónlist" Lay Low komin út!
Já, þá mun hún loksins vera komin út, platan hennar Lay Low með tónlistinni úr leikritinu Ökutímar, sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt við mjög góðar undirtektir frá því fyrir áramót.
Mörgum orðum þarf vart að fara um hana Lovísu E. Sigrúnardóttur, hún sló eftirminnilega í gegn með fyrstu plötunni sinni, Please Don´T Hate Me árið 2006 og skyggði á flesta aðra það árið!
margir hafa því beðið eftir framhaldinu, sem nú birtist með þessum nokkuð óvenjulega hætti, 13 laga plötu þar sem 5 laganna eru frumsamin, en önnur öll eftir hina brjóstgæðamiklu söng- og leikkonu Dolly Parton!
En það sem gerir auðvitað þessa útgáfu enn sérstakari er að Lay Low ákvað eftir að hafa kynnst starfsemi Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Akureyri, að allur ágóðin af sölu plötunnar skildi renna til þeirra!
Afskaplega rausnarlegt svo ekki sé sterkara að orði kveðið, hjá stúlkunni og eiginlega alveg einstakt!
Allir eru því kvattir til að fá sér eintak, sem senn stuðlar að uppbyggingu góðs málefnis og gleður kaupandan með ljúfu innihaldinu!
25.1.2008 | 16:30
Framsóknarmennska lífshættuleg!
Ja, annað verður nú ekki skilið á formanninum, en að svo sé og almennt virðist nú LÍF flokksins sja´lfs sem aldrei fyrr vera í hættu!?
"Fatakaupafarsi" og fleira í þeim dúr nei ekki til að hressa upp á garminn nema síður sé!
O g þegar "jaðrar" já við mannsbana er víst fokið í flest skjólin.
Að vonum já Guðni er gramur,
það glögglega vitna hans orð
Nú flokkurinn verði seint samur,
sokkin í innanhúsmorð!
Átök framsóknarmanna í Reykjavík hafa jaðrað við mannvíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 14:50
Svonasvonasvona Vilhjálmur!
Jamm, mikið fjör og mikið gaman, hávaði og læti bara sem á góðum leik væri, en á þessum mikla tímamótadegi er Villi karlinn er aftur komin við stjórnvölin (að vísu núna "bara" sem næsthæstráðandi í bili a.m.k.) er hann ekkert glaður, nei finnst bara hryggilegt að "krakkaskarinn" hafi haft svona hátt og púað!
Hann hefði greinilega betur heyrt í hinni skörulegu og skýrmæltu Stebbu Skara, sem einu sinni var varaþingmaður D, en var svo reyndar felld með stæl af ungu strákunum í prófkjöri!
Hún færði nefnilega í spjalli við Moggan (og sjá má hér að neðan í fréttum mbl.is) að þessi hávaðalæti hafi nú ekkert verið svo merkileg, eiginlega bara ekkert að merka þau og engin ástæða til að tala um of um þau! Svona sé bara unga kynslóin, hafi hátt og láti ekki að stjórn, þ.e.a.s. sú er fylgir öllum öðrum að málum en D! Sagðist hún viss um að helmingurinn hefði verið úr eim góða flokki þarna í salnum og það hefði auðvitað hagað sér vel og bara klappað á "réttum stöðum"!
En blessaður karlinn villi heyrði ekki í henni og er því bara hryggur á sjálfan "hátíðisdaginn"!
Og ekki bara út af þessu, heldur er hann í öngum sínum hve hinn glæsilegi nyji borgarstjóri hans er grátt leikin, allir séu svo vondir við hann og það ekki bara í dag, fullt af vondu fólki sé að níðat á honum á blogginu!
Í aðra röndina finnst mér gaman að heyra að Vilhjálmur að því er virðist, fylgist svo vel með í þessum "vonda heimi", ekki bara vegna þess hve hann er umsvifamikill og önnum kafin maður að ég hefði haldið, heldur vegna þess ekki síður að kappinn er komin mjög nærri eftirlaunaaldrinum og ég þekki bara sárafáa sem eru á þeim aldri og liggja í blogginu!?
En ég þekki heldur ekki marga yfir höfuð!
Vilhjálmur Þ: Hryggilegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2008 | 18:01
ÆÆÆ!
Síðast þegar ég spurði, 16 - 8 fyrir Frakka!
Með augum örlítið vættum,
aumur þetta ég letra.
Handboltaleiðindum hættum,
hugsum um eitthvað betra!?
EM: Níu marka tap gegn Frökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 14:39
Minningabrot um Meistarann!
Nú þegar Meistarinn fallin er frá,
fyllist hugur minningabrotum.
Svo mörg þau magna upp já,
myndir frá örlagalotum!
Barnsáugu leiftrandi ljós-
lifandi námu svo bjart
STórbrotið stemma við ós,
stríðið hvítt og svart!
Nei, norðlenski drenghnokkinn á sjöunda ári gleymir ei svo glatt þessum hræringum sem urðu með einvígi Fischers og Spassky árið 1972, sem svo auðvitað hafa verið margendurvaktar og haldið við með reglubundnum hætti upp frá því. Hann hafði þá líka lært manngangin fyrir löngu, eða um fjögra ára gamall, svo þetta skákhafarí allt saman varð honum sem og svo mörgu öðru ungviðinu, mikið ævintýri!
Það er með ljufsárum hætti sem maður horfir nú á eftir þessum einum af allramestu afreksíþróttamönnum 20. aldar, erindi hans með sína snilligáfu að vopni var augljoslega löngu lokið, en heimurinn og þá auðvitað alveg sérstaklega hans eigið heimaland, Bandaríkin, léku hann grátt og það miklu verr en hann átti nokkurn tíman skilið! Nöturlegt að þetta mesta veldi heims skildi ekki vera löngu búið að gera upp sakir við þennan jú erfiða son á löngum köflum, en langt því frá sá meinti glæpamaður sem myndin af hálfu yfirvalda var dregin upp til að fordæma hann!
En svo varð ekki og nú hefur hann kvatt þetta jarðlíf.
Megi hann hvíla í friði!
Skákmenn minnast Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2008 | 20:50
Niðurlæging að hætti (sænska) hússins!
ER nokkuð hægt að orða hlutina einfaldar eða betur en þannig!?
Og hvað varð nú um blessað leynivopnið?
Svíar sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar