Svonasvonasvona Vilhjálmur!

Jæja, þá er lokið "Skemmtiþætti Óla Skans og Villa Vill" í ráðhúsinu, þar sem fjöldi manns lét sig ekki vanta bæði innan dyra og utan, enda annars eins atburður í sögu borgarinnar allavega, vart verið betur auglýstur í seinni tíð!
Jamm, mikið fjör og mikið gaman, hávaði og læti bara sem á góðum leik væri, en á þessum mikla tímamótadegi er Villi karlinn er aftur komin við stjórnvölin (að vísu núna "bara" sem næsthæstráðandi í bili a.m.k.) er hann ekkert glaður, nei finnst bara hryggilegt að "krakkaskarinn" hafi haft svona hátt og púað!
Hann hefði greinilega betur heyrt í hinni skörulegu og skýrmæltu Stebbu Skara, sem einu sinni var varaþingmaður D, en var svo reyndar felld með stæl af ungu strákunum í prófkjöri!
Hún færði nefnilega í spjalli við Moggan (og sjá má hér að neðan í fréttum mbl.is) að þessi hávaðalæti hafi nú ekkert verið svo merkileg, eiginlega bara ekkert að merka þau og engin ástæða til að tala um of um þau! Svona sé bara unga kynslóin, hafi hátt og láti ekki að stjórn, þ.e.a.s. sú er fylgir öllum öðrum að málum en D! Sagðist hún viss um að helmingurinn hefði verið úr eim góða flokki þarna í salnum og það hefði auðvitað hagað sér vel og bara klappað á "réttum stöðum"!
En blessaður karlinn villi heyrði ekki í henni og er því bara hryggur á sjálfan "hátíðisdaginn"!
Og ekki bara út af þessu, heldur er hann í öngum sínum hve hinn glæsilegi nyji borgarstjóri hans er grátt leikin, allir séu svo vondir við hann og það ekki bara í dag, fullt af vondu fólki sé að níðat á honum á blogginu!
Í aðra röndina finnst mér gaman að heyra að Vilhjálmur að því er virðist, fylgist svo vel með í þessum "vonda heimi", ekki bara vegna þess hve hann er umsvifamikill og önnum kafin maður að ég hefði haldið, heldur vegna þess ekki síður að kappinn er komin mjög nærri eftirlaunaaldrinum og ég þekki bara sárafáa sem eru á þeim aldri og liggja í blogginu!?
En ég þekki heldur ekki marga yfir höfuð!
mbl.is Vilhjálmur Þ: Hryggilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er ég ruglaður en mér finnst Magrét vera pínu töff fyri að láta ekki eftir sér að segja já og amen á þetta allt.

Einar Bragi Bragason., 24.1.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hef nú bara enga skoðun á því, minn góði félagi Saxi!

Miðað við ef hún hefur ekki sannfæringu fyrir þessu, né virðist hún að sögn hafa verið höfð með í ráðum, Ólafur meira að segja sagt henni ósatt um hvort hann væri að mynda þennan meirihluta, ja, þá hefur hún ekki mikla ástæðu til að spila með!?

En í pólitík er ekkert útilokað eins og þessi framvinda hefur sýnt og reyndar sú líka sem fram fór fyrir rúmum þremur ma´nuðum. Í henni eru menn vinir og samstarfsmenn í dag, en óvinir og andstæðingar á morgun og svo öfugt!

En gott hjá þér gamla borgarbúanum að pæla, vitlaust eða ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 217964

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband