Færsluflokkur: Íþróttir
24.8.2008 | 09:20
Svona fór um sjóferð þá. - SILFUR!!!
ÆÆÆjá, það gerðist sem ég óttaðist mest, að ná þessum stórmerka áfanga að komast í úrslitaleikin á Olympíuleikunum, yrði mönnum hreinlega um megn, gleðin svo yfirþyrmandi, að menn náðu ekki að ná jafnvægi aftur á þeim tíma sem leið á milli leikjanna.
Ótrúlegt að sjá já drengina svona sem annars hafa unnið þetta stórglæsilega afrek,gjörsamlega bensínlausa er á hómin var komið í dag! Minnir því miður á leikin við Svía í undanúrslitunum á EM í Svíþjóð 2002, því miður!
Sorglegt að þetta skuli þurfa að enda svona, en eins og Stormskerið og Stebbi Hilmars sungu um árið, "Horfðu á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri...", silfur er jú alltaf silfur þrátt fyrir þessi dapurlegu endalok!
En svo ég nöldri samt,, mitt í að brosa líka gegnum tárin, þá fékk ég frekar leiðinlega tilfinningu fyrir leikin þegar enn einn gangin var farið í að ræða við Íþróttamálaráðherran Þorgerði. Og ekki alveg að ósekju, því alltaf þegar hún tranar sér fram eða henni er tranað fram, þá fara leikar á verri veg!
En landsmenn, árangurinn er samt frábær og honum skulum við fagna með reisn!
Á sólbjörtum síðsumarsmorgni í ágúst, hrópum vér því að lokum bara:
LIFI SILFURLIÐIÐ!!!!
![]() |
Ísland í 2. sæti á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2008 | 13:53
Jájájájájájájá!!!!
Nú renna bara tárin í stríðum straumum....
En tilfinning mín reyndist ekki vera út í bláin.
STÆRSTA STUND ÍSLENSKRAR FLOKKAÍÞRÓTTASÖGU ER STAÐREYND!!!
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.8.2008 | 10:26
Við Þorum, Viljum Ætlum og Getum!
Við skulum sannarlega vænta að franska stórskyttan fái "ósk" sína uppfyllta, Íslendingar leiki við Frakka um Olympíugullið!
Er reyndar ekkert viss um að þar verði endilega Frakkar sem komist í úrslitaleikin, Króatar sýndu gegn Dönum, að þeir eru fjári seigir og þeir eru jú ríkjandi Olympíumeistarar!
Ég er orðin það gamall, að ég man vel eftir bæði OL '92 og svo auðvitað EM í Svíþjóð tíu árum síðar er við komumst í undanúrslit líka. Þá voru jú vissulega væntingar og spenna um að komast lengra, en einvhern vegin var samt eitthvað í loftinu sem sagði manni að það myndi ekki takast. Ofurbjartsýni vantaði þó ekki hjá sumum. Nú hins vegar finnst mér þetta öðruvísi. Ekki bara vegna þess að keppnin er svo langt í burtu, heldur er tilfinningin bara betri einvhern vegin og það virkilega raunhæft að vona og gera kröfur um að sigra Spán! Þeir eru ekki með betra lið en Danir, Pólverjar eða Þjóðverjar, þetta snýst bara um formið og stemmninguna milli okkar og þessara þjóða hvernig fer og það sýna úrslitin glögglega hjá þessum þjóðum og fleiri sem eru á svipuðu styrkleikaróli, rússum t.d. og Kóreumönnum!
En eins og í öllum leikjunum á undan, þá getum við auðvitað líka hæglega tapað, en með sama leik og mestalla þessa keppni og sanngjarnri dómgæslu getum við sem best brotið Spánverjana á bak aftur og sigrað sannfærandi!
Svo er alveg nóg núna fyrir þá að hampa EM titlinum í fótbolta!
ÁFRAM ÍSLAND!!!
![]() |
Fernandes reiknar með spænskum sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 07:53
S T Ó R K O S T L E G T!!!!!
Ég vissivissivissi það hhahaahaha,
MIÐI VAR MÖGULEIKI!!!
Hreint yndislegt að fylgjast með þessum frábæra leik, sem svo sannarlega varð spennandi nú í seinni hálfleik, en strákarnir létu aldeilis ekki deigan síga og við fögnum nú ærlega, en BARA Í STUTTA STUND, jöfnun á okkar besta árangri frá því á OL í Barcelona 1992!
Nú er svo bara eftir þessi fagnaðarlæti, að safna kröftum og gera enn betur, sigrast á annað hvort Spánverjum eða Kóreumönnum sem spila á eftir og fara í úrslitin, eigum alveg jafn mikla möguleika á vþí eins og að sigra pólverjana!Vonum það besta.
Til hamingjuhamingju ÍSLAND!!!
![]() |
Ísland í undanúrslit á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2008 | 16:03
Við getum náð lengra - "Miði er möguleiki"!
Okkur hefur ekki gengið vel gegn þeim í síðustu stórleikjum, töpuðum m.a. fyrir þeim síðast í sérstöku undankeppninni ffyrir Ol fyrr í sumar í Póllandi, þar sem við sigruðum hins vegar Svía í eftirminnilegum leik og tryggðum okkur þátttökuréttin!
En nú verður ekkert "elsku mamma" og við getum, já GETUM hæglega sigrað þá nú! Bara engin spurning ef menn spila af þeirri hörku og baráttugleði sem náðst hefur eiginlega í öllum leikjunum, líka í nótt þrátt fyrir að þessi leikur við Egyptana hafi líkast til verið sá slakasti af leikjunum fimm í riðlakeppnini!
Held að Guðmundur og strákarnir hugsi þetta svona líka, nú verði almennilega tekið á pólverjunum og þeim helst sýnt rækilega í tvo heimana, nóg komið að tveimur eða þremur töpum í röð í alvöru leikjum!
Hef í dag trú á að við getum endurtekið leikin frá Barcelona 1992 og...!?
![]() |
Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2008 | 14:24
Að gera jafntefli er bara YNDISLEGT!
Úhúhú, rosalega spennandi en Snorri STeinn hafði taugarnar í þetta og jafnaði!
STórkostlegt og enn og aftur er litla Ísland að standa sig í handboltanum, komnir í átt liða úrslit OL!
En mikið rosalega eru þessir leikir alltaf erfiðir við DAni og magnþrugnir,eiginlega ekki við hæfi ungra barna eða taugaveiklaðara!
En nú masserum við bara áfram og gerum okkar besta í framhaldinu, viljum auðvitað vinna Egypta, en nú er það ekki nauðsynlegt fyrir framhaldið.Og þó, fyrir sjálfstraustið sem nú er aftur endurheimt er auðvitað gott að sigra áfram.
TIL HAMINGJU ÍSLAND!!!
![]() |
Jafntefli gegn Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 07:32
Ekkert væl núna!
![]() |
Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.8.2008 | 21:29
Já, var búin að segja að þetta yrði sýnd veiði en ekki gefin!
Jálkurinn Arnar sagði í leikslok, að seinni leikurinn eftir hálfan ma´nuð yrði allt öðruvísi, Mogginn bendir líka á það og segir Liverpool eiga að komast áfram, en ég segi samt aftur að það verður ekki fyrirhafnarlaust og menn verða að vera betur í stuði en í kvöld ef það á að takast.En augljóst var lika, að leikmenn Standard Liege ætluðu að selja sig dýrt og nýta sér sem best að vera komnir í gang í heimalandinu, nokkru á undan andstæðingunum.
![]() |
Liverpool slapp með skrekkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 14:42
Glæstur sigur handa Gurrí í afmælisgjöf, en vörumst nú ofurbjartsýni!
Hreint með ólíkindum þessi sigur á sjálfum heimsmeisturunum, en svona er þetta bara, getan er fyrir hendi og liðið getur á góðum degi unnið alla, en líka tapað nánast fyrir öllum!
Fjögur stig, efsta sætið í riðlinum, góð staða og sjálfstraustið í hæstu hæðum, en nú eins og svo oft áður er mjög mikilvægt að halda báðum fótum á jörðinni, næsti leikur verður alveg jafnmikil prófraun og hinir leikirnir og alveg ljóst að hann verður erfiður, gegn S-Kóreu, sem ekki síður en við Íslendingar eru að koma nokkuð svo á óvart með góðri frammistöðu í fyrstu leikjunum, stóðu lengi vel í Þjóðverjunum í fyrradag og unnu svo óvæntan sigur á Evrópumeisturum Dana í morgun!
En svo það sé reifað, þá er þetta nú ansi hreint spennandi fyrir okkur eftir þessa gríðarlega ánægjulegu byrjun á riðlakeppninni, því fyrirkomulagið er þannig að þau tvö lið sem verða efst leika til undanúrslita, en liðin sem verða númer þrjú og fjögur spila um fimmta til áttunda sætið!
Í Barcelona 1992 náðum við að komast í undanúrslitin, en töpuðum að lokum fyrir Frökkum í leik um bronsið.
Nú er semsagt möguleiki á að endurtaka þetta afrek, en aftur skal það ítrekað, stutt er á milli hláturs og gráturs, tap næst breytti miklu strax.
En í dag gleðjumst við og víst er að mín góða bloggvinkona Gurrí fékk þarna aldeilis góða afmælisgjöf!
ÁFRAM ÍSLAND OG TIL LUKKU GUÐRÍÐUR!
![]() |
Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2008 | 16:01
Samt grautfúlt!
En 200 metrarnir eftir, gildir það sama með hann og Jakob Jóhann, vonum því það besta.
![]() |
Örn endaði í 35. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar