Svona fór um sjóferð þá. - SILFUR!!!

ÆÆÆjá, það gerðist sem ég óttaðist mest, að ná þessum stórmerka áfanga að komast í úrslitaleikin á Olympíuleikunum, yrði mönnum hreinlega um megn, gleðin svo yfirþyrmandi, að menn náðu ekki að ná jafnvægi aftur á þeim tíma sem leið á milli leikjanna.
Ótrúlegt að sjá já drengina svona sem annars hafa unnið þetta stórglæsilega afrek,gjörsamlega bensínlausa er á hómin var komið í dag! Minnir því miður á leikin við Svía í undanúrslitunum á EM í Svíþjóð 2002, því miður!
Sorglegt að þetta skuli þurfa að enda svona, en eins og Stormskerið og Stebbi Hilmars sungu um árið, "Horfðu á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri...", silfur er jú alltaf silfur þrátt fyrir þessi dapurlegu endalok!
En svo ég nöldri samt,, mitt í að brosa líka gegnum tárin, þá fékk ég frekar leiðinlega tilfinningu fyrir leikin þegar enn einn gangin var farið í að ræða við Íþróttamálaráðherran Þorgerði. Og ekki alveg að ósekju, því alltaf þegar hún tranar sér fram eða henni er tranað fram, þá fara leikar á verri veg!

En landsmenn, árangurinn er samt frábær og honum skulum við fagna með reisn!
Á sólbjörtum síðsumarsmorgni í ágúst, hrópum vér því að lokum bara:

LIFI SILFURLIÐIÐ!!!!


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég lít á björtu hliðarnar. Ef við lítum á sögu þessara málma í mannkynssöguni þá á gullið sér víða blóðuga og ljóta sögu en silfrið ekki. Þannig að samkvæmt því er silfur betra en gull. Húrra!!! Núna er ég að horfa á þá á verðlaunapöllunum. Það er fögur sjón.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil sé þér Húnbogi sæll og vér þökkum þér fróðleikin!

Kveðja úr morgunsólinni fyrir norðan.

Magnús Geir Guðmundsson, 24.8.2008 kl. 10:26

3 identicon

Silfursætið kom á föstudaginn og því engin ástæða til að fagna því aftur í dag. En það er magnað að kenna svo menntamálaráðherranum um tapið hehehe.

En það er gott að svona fór þá geta menn farið að hugsa um eitthvað annað.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Sammála "lifi silfurliðið"  ég er alsæl með strákana og var eiginlega nákvæmlega sama hvort það yrði gull eða silfur.........fyrir mér eru þeir stórkostlegir sigurvegarar..........aðeins ein þjíð gat lennt í fyrsta sæti annað sæti ...bara frábært.

Solla Guðjóns, 24.8.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Árnaðaróskir til þín Solla suður með sjó, deili að sjálfsögðu ánægjunni með þér og það gera örugglegaflestir aðrir landsmenn líka!Hins vegar finnst mér miður og það endurtekið, þegar frú Þorgerður er sett í einhvern sér forgrunn fyrir svona leiki eða þá að hún sjálf tranar sér fram. Það gerðist einmitt 2002 svo áberandi varð á undanúrslitaleiknum við Svía og svo hafa fjölmiðlamenn jafnvel sett upp "leikrit" með henni og eiginmanninum Kristjáni Arasyni fyrir leik á stórmóti, sem fyrirfram átti að vera sniðugt og leikurinn auðunnin, en tapaðist!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.8.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 217980

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband