Færsluflokkur: Íþróttir

Sætur sigur!

Já, það var hann og eftir á að hyggja nær aldrei í hættu eftir að liðið náði fyrst fjögra eða fimm marka forystu upp úr miðjum fyrri hálfleik!
Óþarfa fljótfærni þarna í lokin gaf Rússunum örlitla von, en sem betur fer var munurinn þó alltaf of mikill!
VAka um miðja nótt er því réttlætannleg og svo er bara að taka hressilega á þýsku heimsmeisturunum í næsta leik!
mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði um vonbrigði!

Ekki hægt að orða það skýrar um frammistöðu okkar tveggja fyrstu keppenda á Ol!
Nú voru sigurlíkur Rögnu að sönnu takmarkaðir fyrirfram, en að þetta færi svona og að hné hennar væri í raun ekki tilbuið fyrir þessi átök er til kastana kom, er bara dapurlegt.
Jakob Jóhann hefur að sögn verið á góðum skrið í undirbúningi sínum fyrir bringusundskeppnina, en eins og hann segir sja´lfur eftir vonbrigði dagsins, að eitthvað hljóti að vera að fyrst hann nær ekki árangrinum nema á æfingum! En hann fær jú annað tækifæri á þriððjudaginn er hann keppir aftur og þá í 200 m. bringusundi.
Næst er það svo ein af stóru stundunum hjá landanum, fyrsti leikurinn í handboltanum gegn rússum hinum stríðsglöðu í nótt.
Ólafur fyrirliði og snillingur með stór orð um að sigur eigi að vinnast, vonandi mun ekki gilda um hann eftir leikin, að "Margur verður af orðum api"!
SVo kemur meira sund í kjölfarið, m.a. hin gríðarefnilega Erla Dögg, en eins og með Jakob gildir kannski mest hjá henni að bæta sig vonandi.(Jakob gæti þó vissulega á góðum degi allavega farið inn í 16 manna úrslit)
Örn kemur þar í kjölfarið og sem ég hef áður sagt,kæmi mér ekki á óvart þótt hann gerði einvherjar rósir!
En ekki meiri meiðslaleiðindi og slíkt, sömuleiðis vonar maður að Guðjón Valur verði í stakk búin að spila allavega eitthvað með gegn Rússunum, svo gríðarlega mikilvægur upp á hraðaupphlaupin og í arnarkerfinu 5+1!
Annars skaust fram smá glott á vörum kjaft vors áðan er sýning á samantekt var hafin frá leikunum í Sjónvarpinu. 'ymsir sérfræðingar eru kallaðir til í hinum ýmsu greinum og það hið besta mál, nema hvað að engin annar en núverandi varaþingmaður B og fyrrverandi Íþróttastjóri RÚV er þar á meðal, Samúel Örn Erlingsson og lýsti hann sinni gömlu keppnisíþrótt blakinu hohó!
mbl.is Ragna slasaðist og er úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengra - Hærra - Hraðar!

-Olympíuleikarnir í Kína að hefjast-

Stærsta og ein allramerkasta menningar- og íþróttasamkunda mannkynssögunnar, fyrr sem nú, Olympíuleikarnir, verða formlega settir á morgun kl. 12.00 að íslenskum tíma!
Í skugga nokkura deilna um réttmæti og traust í garð gestgjafanna, Kínverja, að þeir hafi ekki staðið við sitt varðandi bætt mannréttindi og að bæta þætti varðandi keppnishaldið, minnka mengun o.s.frv. er þessi mikli viðburður já að hefjast og mun væntanlega draga fram mörg afrek, færa sumum gleði, en öðrum sorg, sem endra nær í sínu stórkostlega sjónarspili!
Íþróttir og pólitík fara aldrei saman, en samt er saga nútímaleikanna því miður allt of mikið mörkuð af deilum slíkum og það svo mjög, a'ð gengið hefur nærri tilveru leikanna.Ekki s´síst var það svo á dögum kalda stríðsins, en sem betur fer stóðu leikarnir þetta af sér þó t.d. leikarnir í Moskvu 1980 og í Los Angeles 1984, hafi verið ílla lemstraðir af deilum Kananna og Sovétsins.
og núverandi forseti Kana, bush, er þessa dagana eitthvað að æmta reiðilega í átt til gestgjafanna, mjög tilhlýðilegt svona nokkrum klukkutímum áður en leikarnir hefjast, en vegna þess að hann ætlaði nú sjálfur að mæta til að skemmta sér (væntanlega) þá passaði karlinn sig á því að blása ÁÐUR en hann kæmi til Kína, en mun væntanlega bara brosa og segja hæ vi "vondu karlana" hina sömu þegar hann svo hittir þá!
Ekki laust við að orði hræsni komi manni í hug, en annars ekki meir um það, þetta átti líka að vera hugleiðing um leikana sjálfa, ekki leiðindin sem í kringum þá skapast.

Fyrirsögnin er auðvitað ein helstu einkennisorð leikanna, þar setja menn ´sér þau markmið að ná lengra, hærra og hraðar í sem víðtækustum skilningi og þá ekki bara til að sigra, heldur að gera þannig sitt besta, bæta sig, en hafa jafnframt í huga önnur orð og ekki síður mikilvæg í huga, að það geti verið mikilvægara að vera með, taka þátt, en endilega að sigra!
og þetta held ég að flestir íþróttamenn geri sér grein fyrir, Olympíuleikarnir eru ekki bara keppni, heldur miklu meira og stórfenglegra fyrirbæri en flestir aðrir viðburðir og það sé sigur út af fyrir sig og heiður að fá að taka þátt í þeim.

En auðvitað eru leikarnir vettvangur hetja og mikilla afreka og þar höfum við Íslendingar bara glettilega margs að minnast!
Fyrst auðvitað silfurpenings Vilhjálms Einarsonar 1956 í Melbourne í Ástralíu, sem ég er auðvitað ekki nógu gamall til hafa upplifað, en hef séð myndir af og gert mér grein fyrir hversu mikið afrek var. Síðan líða nær þrír áratugir, eða til '84 þegar bjarni Friðriks vinnur svo óvænt brons í -90 kg. flokki í Júdó og því gleymi ég nú aldrei! brons Völu í Sydney árið 2000 og fjórða sæti Arnar Arnarsonar í 200 m. baksundi á sömu leikum og sjöunda sæti Guðrúnar Arnar í 400 m. grindahlaupi sömuleiðis gríarlega minnisstæð afrek auk fleiri auðvitað, Þórey Edda í 5 eða 6 sæti í Aþenu fyrir fjórum árum í stönginni og Einar Vilhjálms og Sigurður Einars í 5 og 6 sæti í spjótkasti (Einar að sjálfsögðu sonur vilhjálms Einarssonar silfurverðlaunahafa í þrístökkinu '56) í spjótkasti í Seoul og Atlantaleikunum ef mig minnir rétt.
Afrek Rúnars Alexsanderssonar á bogahesti í Grikklandi þar sem hann komst í úrslitin, að ég tali nú ekki um fjórða sæti handboltalandsliðsins í Barcelona 1992, má svo heldur ekki gleyma að nefna, sömuleiðis mikil afrek hjá lítilli en stórhuga þjóð!

Núna veit ég hins vegar ekki alveg hvað halda skal með árangurinn, vona bara að allir geri eins vel og þeir geti og bæti sig ef til vill og þá er mikils að fagna í sjálfu sér.
Er ekkert bjartsýnn með handboltaliðið, en í ljósi reynslunnar er aldrei að vita og allt getur svo sem gerst. Nái liðið upp úr riðlinum, er sérstaklega spennandi, þá gæti jafnvel lítið ævintýri farið að gerast!
Eina tilfinningu hef ég þó haft síðustu dagana er ég hef hugsað um leikana, er að það kæmi mér ekki á óvart að Örn Arnarson gerði einvherjar rósir, færi jafnvel alla leið í úrslitasund í 100 bak eða 200 til dæmis!

En hvað sem því líður, þá verður mikil og viðburðarrík veisla í gangi næstu vikurnar, sem fáa eða enga á sér líka!
Eiga landsmenn bara að reyna sem best að njóta hennar og fylgjast með fulltrúm sínum sem mest, senda þeim stuðning og góða strauma til Kína!


mbl.is Kínverjar segja allt tilbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnd veiði, en ekki gefin!

Ég held nú að það megi segja í bæði tilviki Liverpool og Arsenal, bæði Twente og Standard Liege góð lið hæglega gætu gert ensku liðunum skráveifu ef þau mæta ekki einbeitt til leiks og hafa ekki stillt strengina nægilega eftir sumarfríið.
Standard er auðvitað gamla félagið hans Ásgeirs Sigurvinssonar, þar sem hann spilaði um árabil og þroskaðist upp í að verða afburðaleikmaður. Man þetta nú ekki svo gjörla lengur, en held að með Standard hafi austfirskættaði Eyjapeyin Ásgeir unnið allavega einn bikar áður en hann steig næsta skref og fór til Suttgard í Þýskalandi og varða allavega meistari ef ekki bikarmeistari líka, auk þess einu sinni minnir mig að vera kjörin besti leikmaður ársins.
Auðvitað eiga þeir í "Rauða hernum" að vera mun sterkari, en eins eða mesta lagi tveggja marka sigur samanlagt kæmi nú ekkei á óvart eftir góða baráttu belganna!
Flestir aðdáendur Liverpool eru þó nú þegar nær og nær dregur, meir spenntari fyrir ensku deildinni, sem hefði getað unnist á sl. tímabili fótbolta- og mannskapslega séð, en gerðist því miður ekki, en nú á að taka hraustlega á'ðí er markmiðið og kveða í kútin til dæmis orð Owen Hargraves, sem lesa má um hér annars staðar á síðunni, um að baráttan verði númer eitt milli hans liðs og Chelsea!
´Stjórinn Alex Ferguson er reyndar á öðru máli og telur í viðtali fyrir stuttu, að Liverpool og Arsenal verði helstu keppinautarnir.
Við bíðum bara og sjáum til.
mbl.is Stórliðin höfðu heppnina með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitt lítið af hverju á sumarkveldinu blíða!

Margt hefur já flogið gegnum hugan á þessum drottins dýrðardegi og makalaust hlýja um allt land! Finnst það mjög merkilegt fyrir það fyrsta og na´nast einsdæmi, að hitin hefur nánast verið sá sami nyrst sem syðst í Eyjarfirðinum fagra, 20 stig + allt frá Siglufirði inn að torfum! Eins og þetta er já gott, læðist þó örlítil efasemd að líka, er þetta merki um sögulega umbreytingu í veðurfarinu, erum við að færast meir og meir í átt til þess að verða með Miðjarðarhafsloftslag, með vissulega hlýrri veðráttu, en jafnframt dynttóttari, eins og við þekkjum þaðan frá? Margt sem bendir til þess, breytingar í hafinu og koma nýrra fuglategunda í ríkara mæli auk aðskotadýra af minni gerðinni sumstaðar að minnsta kosti. Vonum þó það besta, þetta skelli ekki æ meira á og hraðar þannig að til dæmis þurkar og þar að leiðandi vatnsskortur verði vaxandi vandamál! Og vel að merkja, þessi pæling byrjaði einmitt að kvikna er ég lítt meir klæddur en í suttbuxum og sumarskyrtu var fyrr í dag að nota ofangreind ómetanlegu gæði, vatnið úr garðsslöngunni til að vökva húslóðina stóru! Ómælt magn fer í þetta og hófst raunar í gær á vökvun “Skúlagarðs” matjurta- og blómareits í horni lóðarinnar. Auðvitað gert í þágu skrælnandi plantanna, en samt finn ég til svolítillar skammar líka, mikil sóun sjálfsagt um leið líka á vatnsgæðunum! Meira brasið þetta með bloggbilunina og má lesa milli línanna frá umsjónarmönnum blog.is, að mikill taugatitringur hefur átt sér stað vegna bilunarinnar og er sjálfsagt enn fyrir hendi, ekki víst nema að myndir til dæmis og annað geti hafa tapast eftir allt saman. Ein ónefnd bloggvinkona kom mér garminum til hjálpar við að lappa upp á mitt annars fáfenglega blogg og kann ég henni bestu þakkir og rúnlega það fyrir. Hún er góð og glæsileg kona og þekkt, en segi nú ekki meir. Svona á hásumri og það í lsíkri blíðu sem raun ber vitni, er maður nú ekki beinlínis að mæla með hangsi yfir sjónvarpi, en vil þó vekja athygli á þáttum á RÚV á eftir, að loknum tíu fréttum, um Blómabyltinguna margfrægu og kallast þættirnir sem verða víst fjórir, Sumarið ’67! Verð að segja, að ég kem bara “sæmilega undan Hr. Skatti”, ofgreiddi þónokkra þúsundkalla of mikið, svo örlítið betur útlitandi bankareikningur verður staðreynd á föstudaginn! Vona að slíkt hið sama sé upp á teningnum hjá ykkur sem flestum! Einhverjar uppástungur um hvernig verja á krónunum, sukka kannski fyrir þær!? Einu sinni sem oftar datt ég inn á áður ókunna bloggsíðu, í þetta sinn hjá kvennskörungnum Matthildi Helgadóttur á Ísafirði. Þar var hún í gær að segja frá meðal annars svonefndu Lágmenningarkvöldi, sem nú stendur einmitt yfir og átti að verða ansi krassandi sem nafnið gefur til kynna. Litla hagyrðingnum varð þá á að lauma einni “bröndu” í athugasendakerfið og hljómaði svona í sinni annars lítt merkilegu mynd: Fyrir vestan, já flestar lífsins hvatir,
Nú fá að njóta sín og öllu tjalda.
Á Lágmenningarkvöldi LIGGJA FLATIR,
Líkast til því allir myndi ég halda!?

Ég er mikið ólíkindatól þegar kemur að tónlist og það er engin lýgi að ég fer langt með að geta í alvöru kallast ALÆTA! Þessar eftirfarandi skífur hafa ratað undir geislan að undanförnu eða eru rétt á leiðinni þangað. Naglarnir fjórir hans Bubba. -Er alveg sammála þveim mörgu sem hrósað hafa kallinum, plata sem vissulega þarfnast góðrar hlustunar, en vinnur mjög á og er fín! Náði aldrei almennilega að stulla migg inn á “Skilnaðarplöturnar” tvær, á bara eftir að sökkva mér í þær með tíð og tíma. Land með Týr. -Skrifaði jú sérstaka grein um þessa plötu á dögunum, en er enn við höndina og ítreka að um hörkufína kraftrokksskífu er að ræða, sem þó á sameiginlegt með margræðri rokk- og poppáhrifaplötu Bubba, að gefa þarf henni góðan tíma. Draumar Einars Braga (saxi.blog.is) -Bloggvinur minn hann einar Bragi byrjaði nú minnir mig bara í vor að gefa forsmekkin af þessu djasskennda balletverki sínu, stendur undir nafni og á ég eiginlega eftir að hlusta almennilega á þennan “Seyðisfjarðarseyð”! Hope Radio með ronnie Earl & The Broadcasters. -Ronnie er einfaldlega snillingur með gígjuna, kenndur við Texasblúsinn fyrst og síðast þar sem hann hefur lengst af þróast og mótast, en er þó reyndar upprunnin frá Queenshverfinu í New york! Á rúmlega 20 ára ferli sent frá sér dýrðlegar plötur sem einkennst hafa af blús með sterkum djass og S-Amerískum áhrifum. Sumpart ekki svo ólíkt og hjá Santana, en miklu áhrifameiri finnst mér nú, þó viðlíka stjarna sé Ronnie ekki né verði nokkurn tíman á heimsvísu!Hef reyndar verið með ótal fleiri hans skífur í takinu undanfarið, alveg yndislegur tónlistarmaður! Tvöfalda safnið með hinum látna tenórsnilling Lucianno Pavarotti hefur svo líka ratað undir geislan auk margs fleira ónefnds, en á leiðinni undir hann eru svo til dæmis Ástarplatan hans Palla poppstjörnu frá sl. Jólavertíð, (já, alveg satt hef ekki hlustað og það þótt ég hafi alltaf haft lúmst gaman af stráknum!) glæný plata með Kvennakór Akureyrar og plata með dáðadrengnum Halla reynis, Fjögra manna far! -Að Birkir Ívar handboltamarkvörður kæmist ekki í lokahópin fyrir OL, var ein af þeim litlu fréttum undanfarina daga sem komu mér á óvart! En þá er loksins tími björgvins páls komin, en hann hefur margsinnis þurft að bíta í hið súra epli að detta út á síðustu stundu!Var nú í ársbyrjun enn talin okkar besti markvörður, en svona geta nú fljótt skipast veður í lofti! Á annars ekki von á neinu í keppninni, geri alveg ráð fyrir að við komumst ekki áfram úr riðlinum! Ætli Mel Gibson sé góður í golfi? Kemur nú fyrir bestu menn að týna boltum, rétt að taka það fram fyrir þá sem ekki eru innvígðir og innmúraðir í listinni!Ef einvher skildi vita forgjöfina má hann segja mér frá! Hættur þessu bulli, enda klukkan orðin tíu!


Alveg hreint rosalegt mót!

Þarna í annars leiðinda "Rokrassgatinu" í Eyjum, fór eitthvert mest spennandi Íslandsmótið í manna minnum fram. Bæði umspil og bráðabani í karla- og kvennaflokki, gríðarleg spenna, en var nú samt spenntari fyrir eigin hönd 2000 er frændi minn Ingvar Karl var nálægt því að leika þennan sama leik og hinn ungi Kristján Þór gerði svo sannarlega í dag!
Ekki nokkrum einasta manni gat órað fyrir því sem gerðist í dag og skor þeirra tveggja sem lengstum börðust, Heiðars og Björgvins, á 16 holu, þeirri sjötugustu í mótinu, hlýtur að vera einsdæmi á slíkum tímapunkti í seinni tíð allavega, 11 hjá Heiðari og 8 hjá Björgvin!? Alveg hreint makalaust og alveg lýgilegt sömuleiðis eftir hina frábæru baráttu sem þá þegar hafði átt sér stað í kvennaflokknum, þar sem ríkjandi meistarinn og kasóléttur að auki, Nína varð að lokum að játa sig sigraða fyrir norðansnótinni Helenu!
Svona sannkallaður golftryllir verður vart endurtekin, það efast ég um!

En það sem þó mest gladdi um þessa heitu helgi hér norðan heiða sem víðar hvað golfið snertir, var að minn tæplega 15 ára bróðursonur, Ísak Kristinn, sýndi og sannaði í gær að sigurinn hans í öðrum flokki í klúbbsmóti G.A. var engin tilviljun! Gerði dengsi sér nefnilega lítið fyrir og sigraði í keppni með forgjöf á Remax Open á 68 höggum netto, kom inn á glæstu 80 högga skori með 12 í forgjöf. Dugði þetta skor honum einnig í áttunda sætið, sem er hreint frábært, en margir kylfingar eldri, reyndari og með mun lægri forgjöf urðu á eftir!


mbl.is Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, handarmeiðsli eru happadrjúg!

Jamm, bæði sögulegur og makalsu sigur hjá Íranum Harrington, en ég var nú eitthvað að ýja að því að svo gæti farið, ætti ekki von á að Norman ynni.
En þessi meiðsli sigurvegarans, rifja nú upp mikla (og að mörgum fannst um of) meiðslasögu hjá núverandi Ísllandsmeistara í golfi, Björgvin Sigurbergssyni fyrir mótið hér á Akureyri árið 2000. Handaróhapp sem hann lenti í minnir mig á bílastæði, var tilefni mikilla vangavelta um gengi hans á mótinu, en svo fór nú að hann hafði sigur samt með tveggja högga mun á undan frænda mínum þá kornungum, Ingvari Karli!
Auðvitað kenna menn örlítið í brjósti um Norman að bogna enn einu sinni á lokahring eftir að hafa haft forystuna fyrir hann, en engu að síður frábær frammistaða og sýnir enn einn gangin hvað golfið er margræð og skemmtileg íþrótt og að aldurinn skiptir þar litlu!
Svo bara takk til Sjónvarpsins að bjóða upp á þessa veislu.
mbl.is Meistarinn hafði um margt að hugsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi mót á erfiðum velli, lýsingin betri en í fyrra!

Opna breska er hið stærstaog merkilegasta af þeim "fjóru stóru" ekki spurning!
Menn óttuðust að fjarvera tiger Woods dragi úr aðdráttaraflinu, en það gerðist auðvitað ekki og mótið er spennandi og skemmtilegt í ár, þótt hrikalega erfitt sé það og skorin há.
Þökk sé meðal annars þessu frábæra gengi Normans, sem fjörsamlega hefur stolið senunni!
Hann sagðist fyrir mót meir hafa æft tennis og spilað að undanförnu en golf. Menn ættu kannski bara að æfa tennis sérstaklega fyrir svona mót frekar en golf haha!?
En á ekki von á því samt að hann vinni, verði jafnvel enn einu sinni í öðru sæti! harrington eða jafnvel Curtis gætu til dæmis orðið svo frægir að vinna aftur. Og ekki skildi afskrifa kóreumannin né reynslubolta á borð við Allenby frá ástralíu, sem ekki er langt undan!
Annars ómögulegt að segja til um sigurvegarann.
Lýsingin á mótinu í sjónvarpinu hefur að þessu sinni verið nokkuð góð, sérstaklega vegna tilkomu Ólafs Þórs Ágústssonar vallarstjóra Keilis í Hafnarfirði. Finnst mér hann hafa komið vel út, alveg öfugt við þjálfarann þarna frá því í fyrra og Pál Benediktsson fréttamann, sem voru hreint út sagt ömurlega leiðinlegir og ekki til starfans vaxnir.
Með sambæing sínum úr Hafnarfirðinum, Hrafnkatli, er Ólafur í einna besta félagsskapnum, en Snorri S og Valtýr B. eru mér frekar en fyrri dagin ekki mjög hugleiknir sem íþróttalýsendur.
En kvöldið er fallegt og um skemmtilegt mót og spennandi að ræða, svo ég nenni ekki að nöldra frekar um þá!
mbl.is Norman er efstur fyrir lokadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er í GOLFGLEÐIVÍMU!

Jamm, þetta verður eflaust spennandi þarna á morgun á skoska mótinu, sýnt frá því á morgun á Sportinu.
Nemahvaðnemahvað já, að þessi dagur er svo sannarlega búin að vera yndislegur fyrir mig og fjölskyldumeðlimi marga hvað golfleik snertir, svo ég er eiginlega gráti nær af gleði!
Meistaramót Golfklúbbana hafa nefnilega staðið yfir mörg í vikunni m.a. hér í bænum fagra við Pollinn. Og maður lifandi, þrír ungir bróðursynir mínir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sína flokka!
Sá yngsti Kjartan Atli Ísleifsson tæplega 11 ára, gaf tóninn í fyrradag er hann sigraði í sínum barnaflokki sem kom mér á óvart en lofar góðu um enn einnn góðan kylfing í fjölskylsunni.
Næst var svo komið að hinum tæplega 15 ára Ísak Kristni Harðarsyni, sem heldur betur hefur tekið kipp upp á við og keppti nú í 2. flokki við hygg ég í flestum tilfellum mun eldri og reyndari menn og þar með talið tvo föðurbræður!
Lék hann á samtals 347 höggum keppnisdagana fjóra eða +63 og sigraði með tveggja högga mun!
Alveg framúrskarandi hjá drengnum, því þetta var örugglega fyrsta alvöru mótið hans hjá klúbbnum allavega í fullorðinsflokki.
SVo varð það LOKSINS LOKSINS að veruleika, að afrekskylfingurinn með stóru A allt frá árinu 2000 er hann var einungis 17 ára, Ingvar Karl HErmannsson, náði loks að innbyrða sinn fyrsta meistaratitil nú undir kvöld há klúbbnum, en ég hreinlega man ekki lengur hversu oft blessaður drengurinn hefur þurft að láta sér annað sætið lynda og þá oftar en ekki eftir baráttu við fyrrum félaga hjá klúbbnum Sigurpál Geir Sveinsson!
Ingvar Karl skráði sig eftirminnilega á spjöld íslenskrar golfsögu árið 2000 er hann ekki aðeins varð Íslands- og stigameistari unglinga 16 til 18 ára og útnefndur efnilegasti kylfingur landsins, heldur vann hann það mikla afrek að verða í öðru sæti á Landsmótinu í golfi sem einmitt fór fram hér á Jaðarsvelli.
Og ekki nóg með það heldur, svo merkilegt sem það var, í ofanálag var þetta afrek unga mannsins nefnilega sögulegt í meira lagi vegna þess að þetta mót var hans FYRSTA ALVÖRUMÓT Á VEGUM GOLFSAMBANDSINS Í FULLORÐINSFLOKKI!
Mér vitanlega er þetta alveg einstakt afrek og verður líkast til seint eða aldrei leikið eftir!

En Hahaha og hó, í dag tókst Ingvari karli semsagt að ná þessum árangri að vinna klúbbstitilinn og var sigurinn á endanum mjög öruggur!
Lék hann samtals á 300 höggum hringina fjóra, 76, 75, 76 og 73 og munaði þremur höggum á honum og næsta manni, ungum strák að nafni Hafþór Valgeirsson!

Elsku karlarnir mínir þrír, Kjartan Atli, Ísak Kristinn og Ingvar Karl.
Innilega til hamingju, "Frændi gamli" virkilega stoltur og hrærður af strákunum sínum!

Tvo bræðrasyni átti ég svo til viðbótar í mótinu, Baldvin Örn eldri bróður Ísaks og Elvar örn, yngri bróður Ingvars og kepptu þeir í 1. flokki, en náðu sér ekki á strik því miður og enduðu í kringum miðju.
Sem fyrr sagði, þátti ég svo tvo bræður í ofanálag í mótinu, Hermann Hrafn föður Ingvars karls og Elvars Arnar og Óskar Örn, sem attu kappi við Ísak í 2. flokknum. Hermann var í verðlaunabaráttunni eftir tvo hringi, en fataðist því miður flugið og Óskari gekk ekki sem skildi.
En Meistaramót G.A. 2008 verður semsagt lengi í minnum haft á mínum bæ, sem mikill ánægju- og gleðidagur!


mbl.is McDowell og Kahn jafnir fyrir lokadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband