Færsluflokkur: Íþróttir
29.6.2008 | 21:02
VIVA ESPANIA, VIVA TORRES!
Glæstur sigur, gleðitárin renna,
gulur, rauður, svartur blakktir fáni
Hjörtu ungra manna heitt já brenna,
heill sé þeirra landi núna SPÁNI!
Jájájá, Lifi Spánn, lifi Fernando Torres, maðurinn sem skoraði sigurmarkið! Frábær sigur Spánverja og fyrir framsækin sóknarfótbolta! Amen!
![]() |
Spánn Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.6.2008 | 18:07
EM 2008 - ÚRSLITALEIKURINN!!!
Megi betra liðið, SPÁNN, vinna!
Spennan að hlaðast upp jafnt og þétt, úrskurður kveðin upp eftir örfáa tíma, vherjir séu bestir, verði Evrópumeistarar 2008.
Spánverjar eru með betra lið, á því leikur ekki vafi í mínum huga og þeir hafa bæði unnið alla sína leiki og spilað betur í heild en Þjóðverjar.
EF Michael Ballac verður svo ekki með í þýska liðinu, verður það að teljast mjög erfitt fyrir þá og auka þar með enn meir sigurlíkur Spánverja!
En samt, þegar út í svona leik er komið, taugarnar spenntar til hins ýtrasta, þá er það ekkert endilega getan eða gæði boltans sem ræður úrslitum, heldur sigur- og baráttuviljin auk heppni sem kann að skilja á milli!
Ég vona þó innilega að það verði liðið sem sýnir betri leik og skapar sér fleiri færi sem vinni og þá auðvitað þeir spænsku!
Þjóðverjar hafa þegar unnið mótið þrívegis, síðast 1996 í Englandi gegn Tékkum þar sem Oliver Bierhoff skoraði gullmark í framlengingu, ef ég man rétt, en Spánverjarnir bara einu sinni, '64 eftir sigur á Sovétmönnum.
Casillas og félagar eiga með sínum lipra leik að geta klárað þetta með glans.
Megi svo verða!
Spá:
Spánn - Þýskaland 3-1.
![]() |
Væntingar í Vín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2008 | 09:56
Hvurn andskotann...!
Já, hvurn andskotan á það að þýða að hálfu þess sem þetta skrifar, að blanda eigin skoðun á útliti stúlkunnar í umfjöllun sína?
Það kemur nefnilega lesundum nákvæmlega EKKERT VIÐ hvað honum finnst eða þykir og það er beinlínis óviðeigandi og ekki við hæfi að vera með slík orð frá eigin brjósti!
Vegni stúlkunni hins vegar sem best í golfinu eða öðrum íþróttum sem hún stundar, sem og öðru ungu fólki sem er að vekja athygli með hæfileikum sínum og góðum árangri!
![]() |
Engar veimiltítur sem koma að austan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2008 | 22:47
Íslenskar valkyrjur á vaðandi siglingu!
Þegar seinni leikurinn við Frakka 28. held ég september verður farin að nálgast, mun þó þessi stórkostlegi sannleikur örugglega fyrir fullt og fast vera komin inn!
Ætti svei mér bara að fara bráðlega að huga að hópferðum, örugglega einhver áhugi á og bölvað olíuverðið þá líka vonandi komið eitthvað niður svo dýrt fargjald gerði slíkt ekki ómögulegt.
Bara svo til lukku hin íslenska þjóð með þessar masserandi valkyrjur sem vonandi já láta ekkert stoppa sig í að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu, komast í úrslitakeppnina á EM í Finnlandi 2009!
![]() |
Þetta var frábær frammistaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
En Árni þingmaður og fleiri sem otað hafa hinum rússneska tota, ef svo má að orði komast, verða nú að viðurkenna að spánska liðið er mun sterkara!
og mín spá gekk eftir og þá bara síðasta, en jafnframt stærsta skrefið eftir, að taka Þjóðverjana á sunnudaginn í úrslitaleiknum.
Ballac og félagar munu þar vart eiga möguleika ef Spánverjarnir halda uppteknum hætti frá seinni hálfleiknum, spiluðu þar sem sannir meistarar!
![]() |
Spánn mætir Þýskalandi í úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2008 | 13:25
EM, undanúrslit, seinni leikur. - Vel og viturlega mælt!
Það er ekki beinlínis alltaf sem orð sem höfð eru eftir þjálfurum eru jafngóð og þessi frá HR. Hiddink!
Að minnsta kosti er það einmitt smáatriðin, heppnin, sem ræður úrslitum á endanum.
ER til dæmis alkinn staðreynd að betri liðunum fylgir líka oftar en ekki viss heppni, þau vinna sigra þrátt fyrir misjafna frammistöðu og í tilvikum þar sem þau eiga það alls ekki skilið, eða eins og mörgum þótti um fyrri undanúrslitaleikin í gær milli Þjóðverja og Tyrkja. Þar hafði fyrrnenda þjóðin sannarlega vissa heppni með sér, sem þó Tyrkirnir vissulega höfðu líka haft með sér fyrr í mótinu.
En aftur skal það endurtekið og ítrekað, sanngirni er ekki fylgifiskur fótboltans, allavega ekki í mörgum tilfellum.
Ég yrði ekkert hissa ef sagan frá því í gær endutæki sig í kvöld, rússar yrðu sprækir, næðu jafnvel forystu, en Spanverjar hefðu þetta á endanum!
En hvernig sem leikurinn þróast, er ég harður á að þeir spænsku vinni og taki svo "þýska stálið" og bræði það í úrslitaleiknum!
Spá:
Spánn - Rússland 3-1.
![]() |
Hiddink: Heppnir að vera hérna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 21:06
Dæmið snérist við!
SVona er nú þessi merkilega íþrótt og í kvöld ssannaðist enn og aftur að sanngirni er ekki beinlínis fylgifiskur í fótboltanum!
Spáði annars 3-1, þannig að ég var glettilega nálægt því tölulega auk þess að geta mér rétt til um sigurvegarana!
En ég er ekki á því að Þjóðverjar séu verðandi meistarar, óneiónei!
Þeir verða á ferðinni annað kvöld!
En leikurinn í kvöld enn ein skemmtunun í fínni keppni!
![]() |
Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 13:50
EM, undanúrslit, fyrri leikur. Þjóðverjar sigurstranglegir!
Alltaf gott já að vera búin að setja sér háleit markmið og meðan möguleikin er fyrir hendi, þá er svo sem engin ástæða til annars en að hljóma brattur!
Sigurlíkur Tyrkja fyrirfram verða þó varla taldir miklir og þá ekki bara vegna þess að leikbönn og meiðsli hafa rofið stórt skarð í hóp þeirra, heldur að þeirri einföldu ástæðu, að á venjulegum degi og með fullri einbeitingu, eru Þjóðverjar einfaldlega mun betri!
1 á móti þremur er líklega ekki svo fjarri lagi að giska á hverjar sigurlíkur Tyrkja eru.
En þessi í heild góða keppni, hefur ekki hvað síst orðið skemmtileg vegna óvæntra úrslita, svo það er aldrei að vita!?
Og ekki má gleyma hinum margfrægu Lukkudísum, sem heldur betur hafa verið á bandi Tyrkjana og komið þeim allavega í tvígang til bjargar á síðustu stundu!
Spá:
Þýskaland - Tyrkland 3-1.
![]() |
Þjálfari Tyrkja: Höfum ekki náð markmiðum okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 13:36
En, enga "Skósmiðstakta" samt, Hr. Jens!
Atvikið sem rifjast nú upp, er auðvitað hið ótrúlega ljóta brot forvera Lehmanns í þýska markinu, Toni Schumacher,er einfaldlega er ekki hægt að gleyma!
Gerðist það í leik Þjóðverja gegn Frökkum, að hinn afbragðsgóði varnarmaður Patric Battiston, komst einn í gegn og átti aðeins Schumacher eftir til að koma boltanum í markið. Sá þýski gerði sér hins vegar lítið fyrir og óð á fullu skriði út á móti Battiston og stökk síðan á hann með afturendan á undan sér sem lenti af miklu afli á höfði frakkans!
Stórslasaðist hann að vonum og var borin meðvitundarlítill eða laus af velli.
En Toni karlinn glotti bara og fékk ekki einu sinni gult spjald minnir mig!
Með því verra sem sést hefur af slíku á fótboltavelli, en sem betur fer mun þó Battiston hafa náð sér vonum framar vel.
Ætla því rétt að vona að Lehmann taki ekki upp á neinu slíku í hita leiksins, en nóg hefur hann nú stundum látið skapið hlaupa með sig í gönur auk þess þess sem hann eftirminnilega var rekin af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2006 er lið hans Arsenal mætti Barcelona og tapaði í eftirminnilegum leik!
![]() |
Lehmann reiðubúinn að fórna lífinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2008 | 21:34
Ég er glaður, Spánn og FÓTBOLTINN sigruðu!
Vissulega hefðu úrslitin getað farið á hinn vegin bæði í venjulegum leiktíma og framlengingunni auk vítakeppninnar auðvitað, en það hefði verið hreinasta synd!
VAr afskaplega rólegur yfir henni og næstum sigurviss fyrir mína menn, sem svo á dagin kom að voru mun betur undirbúnir fyrir þessa voðalegu þolraun sem þessi þrautalending sannarlega er!
Þetta þýðir þá endurtekningu á einum leik frá riðlakeppninni, Spánn gegn rússlandi.
Spánverjarnir hljóta að taka sigur þar aftur og ég yrði ekki hissa þótt það yrði með látum líkt og í riðlakeppninni!
Með þessi úrslit er ég svo ekki síst sáttur vegna þess, að ég reynist þá eftir allt saman ekki alveg afleitur spámaður!
Held semsagt að Spánn fari í úrslitin og mæti þar líklegast Þjóðverjum, en maður veit þó aldrei..
![]() |
Heimsmeistararnir fallnir úr keppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar