Færsluflokkur: Íþróttir

Alls ekki út í hött!

Í ljósi sögunnar og hvernig kaupin hafa gerst á Eyrinni síðustu ár, finnst mér þetta alls ekkert út í hött.
Þá er auðvelt út af fyrir sig, að vera ósammála myndtextanum sem fylgir hér um Lionel Messi, því það hafa nefnilega nokkuð margir frægir kappar spilað fyrir bæði félögin!
Í fljótu bragði man ég strax eftir sjálfum núverandi þjálfara Real Madrid, Þjóðverjanum sérstaka Bernd Schuster, en aðrir sem koma upp í hugan eru t.d. danski dáðadrengurinn Michael Laudrup, portúgalin Luis Figo og svo allavega einn Spánverji, kantmaðurinn frábæri Luis Enriqe!Þeir eru svo auðvitað fleiri, gott ef hinn brasilíski Ronaldo var ekki líka í herbúðum bæði Real og Barcelona (auk þess nú líka, sem er alveg makalaust, að hafa verið á mála hjá báðum stórveldunum í Milanó á Ítalíu, Inter og AC!) auk þess sem mér finnst að annað hvort hinn búlgarski Stoyskov eða hinn rúmenski Georgi Hagi hafi komið við sögu hjá báðum sömuleiðis, en það kann að vera misminni!
Rifja þetta upp svona í snarheitum til gamans!
mbl.is „Messi, Ronaldo og Kaka eiga heima hjá Real“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartari tímar framundan hjá Eiði!?

Eiður hefur vissulega átt erfitt uppdráttar sl. árið eða svo hjá Barcelona og í upphafi þessa tímabils sem nú er tiltölulega nýhafið, leit ekki út fyrir annað en styttist í brottför, eða sitja sem fastast á tréverkinu ella!
En þá hefur það gerst að bæði hafa meiðsli komið upp með aðra framherja og að þeir sumir eins og Henry og Etoo hafa líkt og Eiður ekki staðið sig sem skildi er þeir eru heilir.
Þó komu þeir allir hygg ég við sögu í nefndum stórsigri gegn Atletico Madrid auk þess fjórða, undrabarnsins Messi.
En útlitið er semsagt þokkalegt nú fyrir vorn fjarskylda frænda og er það vel, hann sýndi nokkra takta líka í landsleikjunum um dagin, svo þetta er allt í áttina.

Væri nú ekki beinlínis leiðinlegt, ef Eiði og öðrum í landsliðinu tækist að gera Hollendingum skráveifu í leiknum í Rotterdam á laugardaginn!?


mbl.is Eiður Smári: „Þú ert skúrkur eða hetja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁFRAM ÍSLAND!!!!

Rosaleg spenna í þessu, stelpurnar þessu eina, en þó vissulega stóra skrefi frá því að komast í úrslitin á EM í Finnlandi 2008!
Eðlilega mikið traust lagt á Margréti Láru, en í ssókninni eru hólmfríður á kantinum og Dóra ekki síður mikilvægar til dæmis! En þær allar sem spila munu, auðvitað partur af góðri liðsheild sem væntanlega mun gera sitt besta á eftir!
En fyrr í morgun var hér í Mogganum skrifað um, að Frakkarnir myndu beita gamalkunnri aðferð við að stoppa Margréti, allavega væri möguleiki á því!

Varla í vörnina pakka,
né á vellinum bakka.
Því á miðherjan Möggu,
meyju þá snöggu
Vísast setja Frakkarnir "Frakka"!?


mbl.is Tap ytra fyrir Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef trú á Evrópuliðinu!

Eftir afskaplega erfiða byrjun, vera heilum þremur vinningum undir eftir fyrsta dagin, en svo brúað bilið í dag sem nemur einum vinning, þá hef ég já alveg trú á að Harrington og félagar í liði Evrópu nái þeim sjö sigrum sem nú þarf til að halda Ryderbikarnum í fjórða skiptið í röð!
reyndar svolítið fúlt að svíunum Stenson og Carlson tækist ekki að sigra síðasta leikin í dag svo staðan væri enn þolanlegri, 8 1/2 gegn 7 1/2 en þetta á samt að vera vel gerlegt.
Spái ég annað hvort jafntefli 14 gegn 14 eða hálfum vinningi betur til sigurs fyrir Evrópu eftir mikla spennu og skemmtun!
mbl.is Spenna í Rydernum fyrir lokadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hún má líka aldeilis vera það!

SEm vinstri útherji er auðvitað frábært hve Hólmfríður er marksækin og drjúg við að skora, gerði 19 í deildinni í ár ef ég man rétt og fékk bronsskóin ásamt stöllu sinni í KR, Hrefnu J'ohannesdóttur. Margrét Lára varð auðvitað markadrottning enn eitt árið, en silfurskóin fékk án efa efnilegasta og sú er eiginlega stal senunni á Íslandsmótinu í ár, Rakel Hönnudóttir héðan úr Þór-Ka!
Valur hafði já að sönnu betur við KR í baráttunni um titilinn, en eiginlega sannaðist í dag að KR er sterkara liðið í dag. En að því er auðvitað ekki spurt, Valur hélt haus betur og vann því mótið. Hins vegar verður það aðdáendum Vals lengi til skammar hvernig þeir höguðu sér í fyrri leik þessara liða í sumar í Íslandsmótinu, þar sem einmitt Hólmfríður Magnúsdóttir mátti þola mjög óíþróttamannlega framkomu að þeirra hálfu og það meira að segja af fulltrúm Vals í öðrum íþróttagreinum m.a. handbolta.
En í seinnni leiknum og svo auðvitað ekki hvað síst í dag, svaraði Hólmfríður rækilega fyrir sig, en aðkastið sem hún varð fyrir var auðvitað ekki hvað síst vegna óánægju Valsmanna og öfundar frá sl. tímabili, er hún var kjörin knattspyrnukona ársins og þannig tekin fram yfir margréti Láru!
Verður nú mjög fróðlegt að sjá hver hreppir hnossið í ár, spurning hvort Dóra í Val sé ekki einnig heit, allavega var hún mjög áberandi, en einnig gæti Rakel alveg eins komið sterklega til greina!?
mbl.is Hólmfríður: Stolt og ánægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hafðist já..

...en heldur var þetta nú taugatrekkjandi í restina maður minn!
Marsille fékk allavega tvö opin færi í blálokin til að jafna, en sem betur fer klúðruðust þau og í markinu er heldur engin slappur tappi!
"Áfram vegin í vagninum ek ég" er nú bara viðkvæðið hygg ég hjá Rauða hernum og ekkert hálfkák!
Heppni jú var með, en það er hún nú nær alltaf hjá sigursælum liðum í bland við meistarataktana!
mbl.is Góðir sigrar hjá Chelsea og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fastir liðir eins og venjulega!

Enn eitt tapið já gegn skotum og það gegn ekkert sérstöku liði þeirra, höfum alltaf tapað fyrir þeim!
Þetta var já bara frekar fúlt og blautt satt best að segja, en kom samt ekki alveg á óvart nei, við unnum nú N-íra í fyrsta leik í fyrsta leiknum í undankeppni EM síðast og það í Belfast undir þá líka stjórn nýs þjálfara, Eyjólfs Sverrissonar, en svo fór nú flest á verri veg eftir það.
Tekur nú ekkert betra við hjá Óla Jó?
Veit ekki, en bjartsýnin var töluverð eftir jafnteflið við nosssarana, en þar á undan var lítið gleðilegt víst að sjá í æfingaleikjum.
Vonum samt það besta.
mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heim í heiðardalinn!

Gríðarlega ánægjuleg tíðindi fyrir handboltan hér nyrðra, Árni sem kunnugt er góð örvhent skytta sem gerði það líka gott með Haukum áður en hann hélt í víking til útlanda.
Sem kunnugt er, þá er Árni yngri bróðir Rúnars þjálfara og fv. landsliðskempu og var hann í hinu gríðargóða u18 ára liði er vann Evrópumeistaratitil fyrir nokkrum árum, en meðal annara góðra leikmanna í því voru t.d. einmitt nýja markmannsstjarnan okkar hann Björgvin Páll Gústafsson og leikstjórnandi Haukanna, Andri Stefan minnir mig!
Þeir bræður eru svo synir hinnar þrælgóðu skyttu í Þór í gamla daga, Sygtryggs Guðlaugssonar, eða Bolla eins og hann var jafnan kallaður!
Með þessum liðstyrk vonumst við sannarlega til góðs árangurs og þá betri kannski en raunin varð á sl. vetur.

Merkileg staðreynd, flestir bestu og eftirminnilegustu handboltamenn landsins örvhentir!

EFtir að öldurnar tók að lægja aðeins nú frá ævintýrinu á OL, fór ég aðeins að velta því fyrir mér hversu merkilegt það væri hve marga góða örvhenta leikmenn við ættum og þá ekki hvað síst í seinni tíð þegar slíkir leikmenn og þá helst skyttur hægra megin, eru vandfundnir í heiminum.
Hef fylgst með handboltanum frá því ég var smápatti og man því að fyrir þetta 30- 40 árum voru oftar en ekki rétthentir í hægri skyttustöðunni, en svo komu fram á sjónarsviðið menn á borð við Ágúst Svavarsson, "Lurkurinn" og Gunnar Einarsson, sem svo eigi mjög löngu síðar höfðu markað spor fyrir hvern snillingin á fætur öðrum, m.a. viggó Sigurðsson, SigurðSVeinsson, Kristján ARason og Magnús Sigurðsson auk svo seinni tíma hetja á borð við Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og örlítið áður fyrir þann líkast til besta og sérstakasta af öllum, Ólaf stefánsson!
Hornamennirnir, sem svo líka hafa sumir að minnsta kosti líka brugðið sér í skyttustöðuna, eru svo líka nokkrir sem talist hafa í hópi allrabestu leikmanna landsins og víðar, meðal annara Bjarni Guðmundsson, Valdimar Grímsson,nú síðast Alexsander Petterson (sem auðvitað er ekki íslenksur að upplagi, en er hafður samt með) og svo auðvitað hann Bjarki Sigurðsson úr Víkingi, sem ásamt Guðjóni Val er einhver okkar skemmtilegasti handboltamaður á seinni árum!
Ekki tæmandi upptalning og kannski er ég að gleyma einhverjum, en þetta er enn ein sönnunin á hve við erum merkileg þjóð hvað varðar þessa flokkaíþrótt handboltann!


mbl.is Árni Þór genginn til liðs við Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flest orkar tvímælis þá gert er!

Sem ég var í rólegheitum að ryksuga fyrr í dag (já stelpur, ég er einn af þessum "sjáldgæfu hvítu hröfnum og eftirsóknarverðu sem gera það með glöðu geði) raulandi eitt af svona á að giska eitt af fimmhundruð vinsælustu rokklögunum mínum, Ridin' On The Wind með Judas Priest, fór ég um leið að hugsa djúpt og í fullkomnu samræmi við lagið, um handboltaævintýrið okkar og allt hafaríið fyrir og eftir og á meðan það stóð!
Til dæmis um þetta sem elsku drengurinn hann Ingvar er að nöldra um hjá sér.

http://ingvarvalgeirs.blog.is/blog/ingvarvalgeirs/entry/625409/

Þetta er nú svona svolítið gömul tugga þarna á ferð, um að "menn eigi nú að borga fyrir áhugam´l sín sjálfir" og svo í athugasendum frá honum sjálfum og skoðanabróður til dæmis að "fé sem sett er í slíkt sé mest frá þeim sem vildu að peningarnir færu í annað" og "að það jafngilti nær þjófnaði þegar peningum með þessum hætti væri úthlutað" að setja þessar fimmtíu millur í HSÍ í tilefni að silfrinu í Kína!
og nú þegar harnaði í ári og vissulega væru stéttir eins og Lögreglan og Ljósmæður óánægðar m.a. með sín kjör, þá væri þetta enn frekar ekki forsvaranlegt.
Það er auðvitað sjónarmið sem á rétt á sér, að gera þurfi vel við þessar stéttir og fleiri sem leika lykilhlutverk í samfélaginu okkar. En að spyrða þessa fjárveitingu á stund þjóðarfagnaðar við það, finnst mér nú ekki alveg við hæfi.
Um svo einstakan viðburð er að ræða, að mér finnst þessi peningur þótt fimmtíu milljónir ekki nema sjálfsagður viðurkenningarvottur fyrir hönd þjóðarinnar. En auðvitað geta einstakir þegnar líka sett í púkkið til viðbótar og það hafa þeir gert, sem og stórir styrktaraðilar landsliðsins, m.a. Kaupþing.
Þessa stjórnarviðurkenningu til HSÍ er ekkert hægt að eyrnamerkja sem einvherja "Hoppýstyrkingu" og jafnvel þó svo væri, þá væri það í mínum huga allt í lagi, ríkið stendur hvort sem er í slíkum fjárveitingum út og suður og við það margt gera engir athugasendir.
Það er líka staðreynd, sem menn verða nú að horfast í augu við, að afskaplega erfitt eða nær ómögulegt er að reka menningar- lista- og íþróttastarfsemi án aðkomu hins opinbera, það viðurkenna held ég flestir nema kannski helst hægriharðlínuhausar!?
Væri ekki alveg eins lag, að hætta þeirri stefnu að borga fólki fyrir að eiga börnin sín? Það stundar nú margur maðurinn og konan að búa til börn, en er ekkert sem skildar til þess, en er þó gert til ánægju- og hamingjuauka. En hví að borga fólki bætur fyrir það og af væntanlega mínum sköttum, sem ég vildi miklu frekar að færu í annað!?
En eins og segir í fyrirsögninni, þá orkar auðvitað flest (ef ekki bara næstum allt?) tvímælis þá gert er, ekki bannað að gagnrýna þessa fjárveitingu frekar en aðrar, en svolítið finnst mér samt fyndið að á sama tíma og menn vilja gagnrýna þetta, þegja menn þunnu hljóði yfir meintu bruðli Íþróttamálaráðherrans upp á 5 eða 6 millur samtals í eigin þágu, maka og ráðuneytisstjóra, í formi tveggja ferða til Kína!
Ingvar minn elskulegi virtist ekki einu sinni kannast við þessar millur er ég minntist á þær hjá honum!?
Látum nú vera að hún hafi farið í hið fyrra skipti, en að geysast út aftur og það eins og venjulega þegar hún hefur gert slíkt áður, bara til að sjá handboltaliðið tapa!Það hefur nefnilega svo ég man, na´nast undantekningarlaust verið raunin er hún hefur spókað sig með Kristjáni sínum á fremsta bekk, að liðið hefur tapað í slíkum stórleikjum!
Nú, svo gæti ég bætt við frekari vangaveltum og leiðindum þeim sem sérstaklega nokkrar konur hafa verið með á blogginu um hana Dorrit forsetafrú, leyft sér til dæmis að líkja henni saman við ógæfusnótina Paris Hilton (sem t.d. hefur orðið uppvís að mikilli vímuefnaneyslu og lögbrotum) og kallað hana athyglissjúka án minstu ábyrgðar fyrir að láta tilfinningar sýnar og gleði í ljós á handboltaleikjunum m.a., en nenni því varla meir, nema hvað að það er þeim til skammar í sumum tilfellum.
Enda virðist líka svo vera, að fjarvera hennar á heimkomuhátíinni í gær vakti mikla athygli og var frúarinnar sárt saknað!
Kannski kom hún ekki með til Íslands eða eitthvað, veit ekki, en eins og svo herleigheitin komu fyrir, þá var þetta svona og svona held ég og má já alveg deila um, sem og þetta Fálkaorðudæmi,s sem ég sjálfur veit ekki alveg hvort er í raun svo mikils virði.En nenni heldur ekki að röfla mikið meir um það, skiptir mig heldur ekki svo miklu.
Að lokum vil ég þó að eitt komi skýrt fram að gefnu tilefni.
Mikið var víst um kossa sumra kvenna þar og þótti skilst mér sumum allavega nóg um.
ÉG hefði samt ekkert á móti því að fá einn vænan hjá þórunni Svinbjarnar og það miklu frekar en frá öðrum tveimur ónefndum sem lögðu sig víst mikið fram við þetta þarna á sviðinu.
Af hverju?
Það kemur ykkur ekkert við!


mbl.is Beðið eftir strákunum okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem ég sagði, sýnd veiði en ekki gefin!

Bara ánægður með þetta þrátt fyrir allt erfiðið, sigur er sigur og það á móti mjög góðu belgisku liði!
Og til framtíðar litið,mjög skemmtilegur endir á framlengdum leik, Kuyt skorar sigurmarkið í sínum 100 leik, sem jafnframt er hans áttunda í Meistaradeildinni.
Liverpoolliðið er eiginlega ekki komið í gang ennþá, en hefur samt sigrað í þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og gert eitt jafntefli.
Þetta vonum vér að haldist, sigrarnir verði áfram að minnsta kosti 75% um leið og getan og krafturinn muni aukast.
Vonbrigðin það sem af er, eru helst að Robbie Keene hinum dýra Íra ætlar að ganga ílla að brjóta ísinn og skora sitt fyrsta mark. Það kemur sjálfsagt og það fyrr en seinna.
mbl.is Kuyt bjargaði Liverpool á örlagastundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218382

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband