Færsluflokkur: Íþróttir

Vænn sigur á köldu kveldi!

Benítez hafði fulla trú á sínum mönnum að þeir myndu sigra og það gerðu þeir mjög sanngjarnt!
Hefði auðvitað verið gaman ef Torres eða Alonso hefðu náð að skora, en þegar upp er staðið skiptir nú minna máli hver skorar, bara ef það tekst eins og í kvöld og gerir þar með sæti í 8 liða úrslitum mjög líklegt!
En gömlu sannindin með að kálið verði ekki alltaf sopið þótt í ausuna sé komið, gilda nú samt enn, Rauði herinn þarf að leika annan góðan leik til að klára dæmið, tel það næsta víst.
En "Bæjarar" frá Munchen stálu senunni í kvöld, ekki hægt að segja annað, "´slátruðu" hreinlega Sporting og hlýtur þetta að vera með stærstu útivallasigrum í Meistaradeildinni, allavega þegar svo langt er komið!?
mbl.is Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æææ!

Þar burtu Beckhams hvarf sjarmi,
svo brast nær í grát af harmi.
Jú, markið mikilvægt "setti",
en mjög sig þá gretti
Og fór útaf með "Þrautir í þarmi"!

(Þess er annars ljúft og skilt að geta, að sá er upphaflega kom með snilldarþýðinguna á "Pain In The ASS" sem "Þrautir í þarmi", var sá mikli limrusmiður og snjalli, björn heitin Þorleifsson!)


mbl.is Beckham meiddur í rassinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú, Katrín auðvitað eða Þormóður! VArla Óli Stef?

Það finnst mér nú liggja í augum uppi, hún fyrirliði hins frábæra kvennafótboltaliðs landsins, sem spilar í úrslitum EM í Rinnlandi næsta sumar og hann TRÖLLIÐ í Júdó, komst í 16 manna úrslit á OL...!
ER manninum nú alvara, að þessi komi helst til greina, en varla neinn handboltahetjanna, SILFURDRENGJANNA frá Ol!?
Nei, kannski ekki alveg, en eftir allt húllumhæið fyrir ári með þetta kjör, er bara erfitt að taka það alvarlega eða á einvhern hátt hátíðlega!
Auk þess vita svo allir sem vilja vita, að...

....ÓLAFUR STEFÁNSSON ER ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2008,

fyrst ekki var hægt að tilnefna alla drengina.
Hef nú annars fyrir margt löngu skrifað um þetta og bent á frábæran árangur Ólafs í heild á árinu, allir titlar unnir sem hægt var að vinna á Spáni og svo Meistaradeildartitill auk silfursins á Ol!
Hann ætti því einnig að vera sterkur kandidat sem handknattleiksmaður ársins í heiminum, myndi maður halda!?


mbl.is Hver verður íþróttmaður ársins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann var góður þessi, Hr. Alex!

Dæmigert fyrir þennan annars sigursæla mann í sínu starfi, að líta nú ekki í eigin barm, eða sér nær!
Rooney þarf nefnilega ekkert að horfa á liðsmenn annara liða til að "læra slíka list" sem þessa, hann hefur horft og mun sjálfsagt áfram bara horfa til ´félaga síns sunnan úr Evrópu og heitir víst Ronaldo! Þeim afburðaknattspyrnumanni hefur nefnilega oft tekist vel upp í slíku og það kunnugt öllum fótboltaáhugamönnum.
En Alex karlinn mundi auðvitað aldrei viðurkenna það, þó hann hafi nú svosem ekkert verið feimin að "Dúndra" í sína leikmenn hinu og þessu þegar honum hefur boðið svo við að horfa.
En svo má heldur ekki gleyma, að leikvangurinn Old Trafford þar sem M.U. á heima, er oft kallaður "Leikhús draumanna" svo það er kannski ekkert undarlegt þótt þar sé eitthvað leikið í þeim stílnum annars lagið og þá um of!
mbl.is Rooney baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt!

EFtir súrt tap á sama stað fyrir nokkrum dögum já í bikarnum, er þetta einkar sætt og handboltastrákarnir he´rna í bænum halda því áfram að koma hressilega á óvart!
Alltaf gaman þegar vel gengur og sjá hverju góð liðsheild, baráttu- og spilagleði getur skilað miklu!
Vonandi verður svo bara framhald á hjá Rúnari Sigtryggs og strákunum hans, en það er samt um að gera að vera með báðar fætur á jörðinni, ekki hugsa um titil í hyllingum, enn langur vetur framundan, margir leikir!
mbl.is Akureyri lagði FH í Krikanum, 34:32
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttamaður ársins 2008!

Svo einfalt er það og 99,9% öruggt að hann hlýtur þann titil hjá íþróttafre´ttamönnum í uppgjöri þeirra fyrir árið!
Og þó ekki sé nema um miður nóvember, þá er allt í lagi að segja frá þessu, því eins og fyrr sagði er þetta borðleggjandi auk þess sem nefnt kjör er svo gjaldfallið eftir ruglið síðast, að ekki tekur því að fylgjast með því sérstaklega!
En Ólafur Stefánsson náði auðvitað hátindi ferilsins á þessu ári, varð þrefaldur að minnsta kosti bikarhafi með S.R. á Spáni, vann Meistaradeildina með félaginu sömuleiðis í vor og var þá maður leiksins (annar titillinn sem hann vinnur svo með spænska liðinu og þriðji titillinn samtals, sá þriðji og jafnframt fyrsti var með Magdeburg í Þýskalandi og þá undir stjórn Alfreðs Gíslasonar!) og toppurinn var svo auðvitað silfrið á OL í K'ina í haust, þar sem Ólafur ásamt Snorra Stein og Guðjóni Val? (vona að ég sé ekki að misminna um hin síðasttalda) var í ofanálag valin í lið keppninnar!
Því velti ég fyrir mér hvort hann komi ekki líka sterklega til greina sem handboltamaður ársins í heiminum 2008?
Það hlýtur bara svei mér að vera!
mbl.is Ólafur markahæstur í sigurleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sluppu með og sluppu ekki með..

..einvhern skrekk!?
Það er nú heldur mikið fullyrt af fréttaskrifara. Bara sanngjörn úrslit og þessi lið eru komin áfram, verður formsatriði fyrir bæði að ná í eitt stig eða tvö til viðbótar til að gulltryggja það!
Og jafnvel þótt A.M. hefði sigrað, þá hefði það hygg ég ekki skipt svo miklu, nema auðvitað um hvort liðið verði númer eitt eða tvö í riðlinum. Um það verður væntanlega ekki skorið fyrr en í síðustu umferð!
mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg stund!

Frábær sigur og stór stund í annað skiptið á stuttum tíma, íslenskt landslið í fótbolta í fyrsta skipti komið í úrslit á stórmóti A landsliða!
Yndisleg upplifun og sannur sólargeisli mitt í svartnætti efnahagsmálanna!

Til hamingju Ísland, stórasta litla land í heimi!!!


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Finnlands vorar Valkyrjur!

Ekkert vítabull skal ráða lyktum þessarar rimmu við Íra, vorar Valkyrjur munu knýja fram úrslit fyrr!
Er mjög trúaður á það og stelpurnar spili í úrslitum EM í Finnlandi á næsta ári.

ÁFRAM ÍSLAND!!!!


mbl.is Gæti endað í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð úrslit, en rimman aðeins hálfnuð!

Jafntefli, 1-1 eftir að íslenska liðið hafði náð forystunni snemma!
En þetta er auðvitað ekki búið, seinni leikurinn á fimmtudag verður harður og þær írsku eru áreiðanlega ekki búnar að gefat upp.
En okkur nægir 0-0 jafntefli, einfaldlega að halda hreinu og þá er STÓRI DRAUMURINN orðin að veruleika, sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári!

Allir, já ALLIR! Þeir sem vettlingi geta valdið, skulu nú streyma í Laugardalin og styðja stelpurnar til sigurs í þessari rimmu við þær írsku!


mbl.is Ísland færðist skrefi nær EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband