Færsluflokkur: Íþróttir
10.6.2009 | 11:12
Leiðindaleikur semsagt í uppsiglingu!?
Annars verð ég að segja, að ég skil ekki alveg núorðið valið á liðinu og á þá við allan hópin, svo margir lítt reyndir þarna inni og eru afskaplega misjafnlega í sveit settir hjá sínum liðum. Og þrátt fyrir svakaleg forföll frá leiknum við Holland, þá breytist nú lítið svo undrun mín minnki. Fyrr í morgun taldi mbl upp fimm breytingar á liðinu jafnframt því að birta byrjunarliðið í dag gegn makedoniu. Þær breytingar eru þó enn fleiri, sex, því nafn Stefáns Gíslasonar vantaði í upptalninguna þar.
Hann, Eið Smára og Hermann fyrirliða, er erfitt að missa út, allir orðnir mjög reyndir þótt Stefán sé nokkuð á eftir hinum tveimur hvað það varðar.
En leikmenn á borð við Gunnar Heiðar, Veigar Pál og ég tala nú ekki um Jóhannes Karl, komast bara að einvherjum ástæðum ekki í hópin? Veigar víst verið meiddur og ekki fengið að spila mikið hjá Nancy í Frakklandi og upp og niður gengið hjá hinum tveimur. (sem ég veit ekki betur að gefi samt kost á sér) Það gildir bara hins vegar um svo marga fleiri í hópnum, orðið fyrir meiðslum og margir verið út og inn í sínum liðum.
Þá vekur það athygli við valið á byrjunarliðinu, að fastamaður í nú besta liðinu í Svíþjóð, Ragnar Sigurðs hjá Gautaborg, er ekki valin í stað Hermanns í miðvarðarstöðuna, heldur Sölvi Geir, sem alls góðs er jú maklegur, en hefur nú ekki sömu reynslu og ég hafði haldið getu líka á borð við Ragnar!? En Óli Jó, sá ágæti og skemmtilegi landsliðsþjálfari, hefur auðvitað sínar ástæður fyrir þessu vali og við það situr auðvitað!
Pétur Pétursson: Reynum að drepa leikinn niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Strax eftir að ljóst varð að MU færi í úrslitin, ærði ég dálítið óstöðugan sem stundum fyrr og hélt því blákalt fram að nánast engu máli mundi skipta hvort liðið mætti Chelsea eða Barcelona, gegn hinu fyrrnefnda væru möguleikarnir kannski 10%, en gegn hinu síðarnefnda nákvæmlega 0.0 eða ENGIR!
Nú svo fyrir nokkru og hér má sjá aðeins neðar á síðunni, ærði ég óstöðugan aftur, en kannski örlítið meir, með því m.a. að rifja upp hinn makalausa heppnissigur MU á Nou Camp fyrir áratug, jafnframt því að nefna nokkrar ástæður já, sem HUGSANLEGA gætu breytt hinu ÓMÖGULEGA í veruleika, sigur fyrir MU!
En sem betur fer, að ég tali nú ekki um hvernig leikurinn varð svo í kvöld, gerðist slíkt ekki, enda getur auðvitað hið ómögulega ekki gerst, liggur það ekki í eðli málsins!?
Afskaplega auðveldur, sanngjarn og SANNFÆRANDI sigur Barcelona, svo einfalt er nú það!
En nokkrar ástæður voru fyri því að ég leyfði mér að vera svo djarfur að halda þessu fram og raska þannig ró ansi margra óstöðugra sála, er létu svo sitt ekki eftir liggja við að skamma "Boðbera hinna válegu tíðinda"!
-Tveir fyrrum Arsenalmenn væru í liði Katalóníuhersins, Henry og Silvinio, báðir þrautreyndir og þekktu lítt til minnimáttarkenndar sem háir svo mörgumsem spilað hafa við MU í ensku deildinni og oftast tapað,vissu hvað þyrfti til sigurs.
Henry svo auðvitað oft leikið MU varnir grátt og skorað hátt í tíu mörk gegn félaginu.
-Auk hans Messi Cavi og Etaoo, að ekki sé nú talað um Inijesta, væru einfaldlega of margir leiknari en miðju- og varnarmenn MU, spilaði stóra rullu og það sannaðist líka rækilega í kvöld.
-Carlos Puyol fyrirliði yrði með, sem ekki var á móti Chelsea, hann er jafn mikilvægur Barcelona og t.d. Maldini var AC MILAN.
-Að sú staðreynd að herramaðurinn hugljúfi, Sir Bob Paisley, hafði afrekað að vinna Evrópukeppni meistaraliða þvívegis, það gæti ekki gerst með hinn oft á tíðum hrokafulla AF að jafna það! (og það þótt ofursnjall hann sé!)
En langlanglangveigamesta átæðan fyrir því að útilokað væri að MU ynni titilin í þriðja sinn í kvöld og sú sem raunar ein og sér nægði til að ég fullyrti um að MU gæti ekki unnið, var auðvitað og að sjálfsögðu....
....BORGIN, VÖLLURINN, RÓM!!!
Og hvers vegna, jú á þessum velli sigraði Liverpool tvívegis í þessari keppni og það í seinna tilvikunu sjálft heimaliðið AS Roma 1984 auk þess svo síðar að hafa unnið glæsta sigra í sömu keppni á báðum liðum borgarinnar, ASR og Lazio!
Kæru aðdáendur Manchester United, þið hljótið að skilja þetta, ykkur var aldrei ætlað að sigra í leiknum.
Það var einfaldlega útilokað!
Leitt í sjálfu sér svo fyrir okkur Íslendinga, að Eiður Smári fékk ekki tækifæri að spila, en eins og með úrslitin verða menn að horfast í augu við sannleikan í hans efnum, hann var og er bara ekki nógu góður líkt og MU í þetta skiptið, en hamingjuóskir fær hann auðvitað samt sem Evrópumeistari!
Að lokum er það svo bara þannig MU aðdáendur, að "Þú getur ekki alltaf fengið það sem þú vilt"
og engu máli skiptir þar hversu góður þú telur þig vera!
Barcelona Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 22:04
Hvernig hið "Ómögulega" gæti orðið hugsanlegt!?
Ég hélt því blákalt fram fyrir nokkru er jóst var að annað hvort Barcelona eða Chelsea færu í úrslitin, að þar með væri nokk svo klárt hverjir myndu þar með hampa meistaradeildarbikarnum, annað hvort þeirra liða! Og í tilfelli Eiðs og félaga taldi ég möguleika MU einfaldlega vera 0,0,
ENGA!
En eins og þar stendur og já alveg sérstaklega með MU, þá verða ólíkindi stundum að engu, einhverra hluta vegna og hið ómögulega verður allt í einu ekki svo lengur, heldur lýgileg mótsögn!
Sigur MU fyrir tíu árum á Bæjurum er sannleikstákn um það.
Þeir alrauðu frá Munchen voru einfaldlega miklu betra liðið mestallan leikin og "Super" mario Basler skoraði gott mark fyrir þá nokk fljótlega minnir mig. Ótrúlegt klúður í allavega tvígang varð til þess að munurinn jókst ekki, en svo þekkja fótboltaunnendur hvernig síðustu mínúturnar þróuðust sem lygasaga. Tvö mörk til sigur með nánast augnabliksmillibili frá minnir mig Trinidadbúa (og gott ef ekki Tobacobúa líka?) annars vegar og Norsarabarnsfési hins vegar tryggði að bikarinn fór í öfuga átt en til stóð!?
Með þetta í huga, þá er já hugsanlegt að sagan geti endurtekið sig með samblandi af þessum ótrúlega einbeitingarskorti og klaufagang sem Bæjarar gerðu sig auðvitað öðrum þræði seka um þarna fyrir tíu árum (og gott ef ekki var einmitt á heimavelli Barcelona, Nou Camp?)
En líkurnar hljóta að minnka ef þessir tveir snillingar verða með og í góðu formi.
Alveg gildir það sérstaklega um Henry auðvitað, en fáir hafa fíflað Mu varnir eins yndislega og hann með Arsenal í sannarlega ófáum tilvikum og skorað mörg glæsimörkin!
Eitt eftirminnilegasta markið hans gegn Mu er þó tvímælalaust er hann tók landa sinn Fabian Bartes svo svakalega í bólinu í leik á Highbury, er sá fyrrnenfdi var einu sinni sem oftar að sýna stæla með boltan í teignum, að það fyndnara hefur vart sést né meir niðurlægandi!
En hann Eddi stóri í markinu hjá Mu núna, myndi nú ekki gera slíkar fimleikaæfingar ogallra síst í slíkum leik sem þessum, en kannski missir hann boltan fyrir tærnar á Henry eða Etoo eftir eitt af sínum frægu misheppnuðu úthlaupum, hver veit?
En skárra væri nú ef þessir tveir yrðu já með, ella væru einir fimm byrjunarliðsmenn B ekki með, alveg nóg að gefa Mu í forgjöf að þrjá af fjórum varnarmönnunum muni vanta!
Henry og Iniesta klárir í slaginn gegn United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2009 | 17:45
Þóra enn sú besta!?
Ég man enn eftir sögulegu jafntefli Íslands við Bandarísku stöllur þeirra fyrir nokkrum árum ytra, er þær síðarnefndu voru allavega Olympíumeistarar ef ekki heimsmeistarar líka!?
Leikurinn endaði minnir mig 0-0 og var frammistaða Þóru slík, að Kanarnir voru orðlausir á eftir!
Því ekki spurning, að verði þóra áfram í þessu formi fram að útrslitakeppni EM í Finnlandi í sumar, þá verði hún í markinu og gæti leikið stórt hlutverk í hugsanlegum góðum árangri!
Um leið kemur svo upp í manni enn og aftur eftirsjá mikil í systur hennar Ásthildi, en endir hennar ferils var eitt af fleiri leiðum dæmum þar sem okkar bestu fótboltakonur hafa hætt allt of snemma! (sú afbragðssnalla Rakel Ögmundsdóttir kemur líka upp í hugan í þessu sambandi)
Þóra B. í toppformi með Kolbotn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 14:40
Góðar fréttir, slæmar fréttir, engar fréttir!?
Ja, það er nú það, en hvort sem það mun ráða einhverju um þennan leik á laugardaginn, þá verður það annað hvort góð eða slæm frétt á að Andrei var með, spurningin bara í hvorra augum það verður, nú ef það þá mun nokkru skipta.En hann gæti sem best orði örlagavaldur, skorað sigurmarkið til dæmis, en líka jú vissulega skorað og það kannski fleira en eitt mark, en dyggði samt ekki til?
Nema hvað, að í stærra samhengi fór ég að pæla í þessu og svo fréttinni, sem ég vísa á hér fyrir neðan. Þessi makaleysa var nefnilega nánast það eina auk úrslitanna í kvennadeildinni í gær, sem í íþróttafréttum Rúv voru í hádeginu áðan!
Ekki laust við að maður staldri já við og spyrji, Hverslags "Frétt" var þetta eiginlega ef þá um það var að ræða og átti þetta virkilega erindi í hádegisfréttatíma útvarps Reykjavíkur, sem kenna vill sig við gæði og hefur reyndar staðið vel undir gæðakröfum í áratugi!?
Íþróttafréttamannin sem í hlut átti, Ásgeir Erlendsson, hef ég þó kunnað vel að meta hingað til, tek það fram.
Að lokum til forsvarsmanna Moggabloggsins, vil ég ítreka.
Hvenær á að henda út bloggflokknum "Landsbankadeildin", sú deild ekki lengur til og því ekki við hæfi að setja þetta við þann flokk.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item265576/
Arshavin með Arsenal á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.5.2009 | 16:33
Æ, sama árans svekkelsið!
En ég gvona nú að hér gildi hið fornkvðena, að "Fall sé fararheill", verði það og leiðin liggi ekkert nema upp á við eftir þessi ósköp!
Annars er hér svo ábending til forráðamanna Moggabloggsins, að henda verður út þessum Landsbankadeildarflokk, deildirnar eru núna víst kenndar við og kostaðar af gosdrykkjaframleiðanda!
Stórsigur Breiðabliks á Þór/KA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 20:56
VAr þetta ekki bara sanngjarnt þegar upp var staðið?
En geta menn ekki verið sammála um að betra liðið hafi þrátt fyrir allt farið áfram og þetta hefði bara verið sanngjarnt!?
Úrslitaleikurinn verður vonandi skemmtilegur, en þar mun annað liðið örugglega sigra og það ekki frá Englandi!?
Iniesta skaut Barcelona í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 20:52
Þessi niðurstaða þýðir, að varla þarf að spila úrslitaleikinn!?
Enenen, ekki misskilja þessa fyrirsögn, MU unnu jú góðan sigur nú, litaðan að vísu af endemisklaufaskap og einbeitingarskorti Arsenaldrengja. En þessi úrslit þýða, að næstu Evrópumeistarar verða anna hvort Barcelona eða Chelsea!
Að vísu ætti MU kannski svona 10% sjéns í þá bláu eins og þeir eru sterkir núna, en varla meira en kannski 3% í "El Barca" eins og þeir leika hvað best og sýndu t.d. svo stórkostlega á móti Real Madrid um sl. helgi!
Þannig er það bara eins og það lítur út blákalt metið í dag!
Og ef það hefði verið LFC sem MU ætti að mæta, þá væru möguleikarnir einfaldlega 0,0% og undir það hljóta allir góðir og sanngjarnir fótboltamenn að taka af skilningi og raunsæi!?
En aumingja Arsene, hann hefur greinilega aldrei heyrt orðatiltækið góða, að "Fæst orð hafi minnsta ábyrgð" karlgreyið, fullyrti að hans menn myndu leika stórkostlega og sigra!
ÆÆÆ, ég get ekki sagt annað og vorkennt honum í aðra röndina!
Man Utd. í úrslitaleikinn eftir 3:1 sigur á Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 20:58
STuð, stuð, stuð!
Maður getur ekki verið svekktur svo mjög þrátt fyrir hvernig þetta gekk fyrir sig og möguleikan sem myndaðist, það gengur einfaldlega ekki að tapa 1-3 á heimavelli, en jú það munaði ótrúlega litlu að þriggja marka forskoti yrði náð!
En til hamingju með þetta ALLIR fótboltaaðdáendur!
Chelsea komið í undanúrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2009 | 21:09
Skellur!
En svona erðetta bara, þýðir ekkert að grenja Björn bónda heldur safna liði, eða eins og ég segi alltaf, "Þetta er ekki búið fyrr en það er búið"!
Nú reynir hins vegar mjög á og auðvitað er Chelsea með pálman í höndunum eftir kvöldið!
Svipað er nú komið með Live og Man. Utd. er þeir steinlágu einmitt heima fyrir þeim fyrrnefndu 1-4 og því er spurningin núna hvort sálfræðileg áhrif verða eins mikil á þá fyrrnefndu nú og urðu á þá síðarnefndu, hvort þetta muni hafa áhrif á næsta deildarleik gegn Blackburn á á laugardaginn!?
Fyrirfram leikur sem ætti að vinnast, en nú gæti þessi tapleikur setið í mönnum, sjáum til!
Frækinn sigur Chelsea á Anfield - Barcelona burstaði Bayern | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 218225
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar