Færsluflokkur: Íþróttir
14.8.2009 | 08:50
Furðuleg leikjaniðurröðun!
Get ekki ímyndað mér að slík leikjatilhögun kæmi til greina í karlaboltanum, leikur í undankeppni HM um tíu dögum fyrir upphaf úrslitakeppni EM!?
En þetta er allt saman mjög spennandi, ekki vantar það. Um 5000 manns mættu á karlaleikin í fyrrakvöld, vináttuleikin við Slóvaka, allavega sá fjöldi ætti að mæta á morgun!
Mikið áreiti betra en ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2009 | 16:18
Ágætis byrjun!
Jamm, svo ég vitni nú beint í frumburð Sigurrósar í fullri stærð án þess að það komi annars málinu við, fínn upphafsleikur, góður bolti á köflum, hraður leikur, fín mörk og sanngjarn sigur auðvitað þegar upp var staðið!
Mu voru að vísu að væla þarna í seinna marki Chelsea vegna Evra, en minni nú á að fyrir svona einu eða tveimur árum fór einmitt engin annar en Sir Lexi mikin í að allt of mikið væri gert af að stoppa leikin er leikmenn hefðu orðið fyrir smá hnjaski! (eins og Bjarni Fel orðaði það jafnan!) Að vísu meiddi hann sig í hausnum, sem getur auðvitað verið hættulegt svo jafnan ber að stöðva þá, en dómaranum hefur verið ljóst að ekki var um alvarlegt tilfelli að ræða, sem líka kom á daginn! (sá franski reyndar "vankaður" í vítakeppninni, en varla út af þessu) Þetta jafnaðist líka rækilega út ef þá ástæða er til slíks, er Rooney jafnaði, kolólöglegt mark!
En aðdáendur enska boltans, veislan hafin enn einn gangin,
Góða skemmtun!!!
Chelsea vann Góðgerðaskjöldinn í vítakeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2009 | 13:46
Léttur og kátur hann "Lexi"!
En eins og svo oft áður sannar "Lexisörinn" hérna að hann er með mikla kímnigáfu,að jaðrar við met í þetta skitpið! (karlinn hefur jú svo gaman að setja slík) Sérstaklega fyndið að lesa þetta um "að nú muni anstæðingarnir þekkja Liverpoolliðið.." o.s.frv., sem þá væntanlega þýðir að MU og Chelsea, helstu keppinautarnir, eru þá "óþekkt stærð" enn ef þetta á að ganga upp!?
Við sjáum bara hvað setur, undirritaður verður ekki með neinar yfirlýsingar að svo stöddu, enda hafa fæst orð jú minnsta ábyrgð.
Ferguson afskrifar titilvonir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.7.2009 | 12:51
Æ, sárgrætilegt!
En ég ætla nú rétt að vona, að þetta sé ekki byrjun á endurtekningu er skemmdi hans feril mjög mikið þrátt fyrir mörg frábær afrek líka, endurtekin meiðsli á stórmótum!?
Óheppni af slíkum toga markaði því miður allt of mikið seinni hluta ferils J'ons Arnars, svo manni bregður óneitanlega við þetta nú, en Helga margrét hefur á sínum stutta en þegar góða ferli ekki verið að meiðast mikið held ég!
Vonandi verður þetta fall bara fararheill til framtíðar, þó meiðsli munu auðvitað alltaf annars lagið koma upp, það fylgir afreksíþróttum.
Helga meiddist í Novi Sad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 00:52
Kjarnakvinna!
Það held ég nú að sé óhætt að segja um frú RR, þótt ég hafi nú langt í frá verið sammála henni um margt!
En hún er dóttir eins af helstu fótboltamönnum þjóðarinnar frá upphafi, markakóngsins Ríkharðs Jónssonar af Skaganum og sonur hennar er Ríkharður Daðason, sem sömuleiðis var mikill markaskorari með Fram og víðar.
Ragnheiðar ei liggur leynd,
lífsskoðanna gata.
Dugleg er og dável greind,
dóttir Eðalkrata!
Faðir hennar einmitt annálaður sem slíkur.
Ragnheiður gerir grein fyrir atkvæði sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.7.2009 | 01:35
Rosagott hjá honum, en samt verð ég að nöldra aðeins, því..
Tyson Gay náði besta tíma ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2009 | 17:51
Hér er eitthvað málum blandið!?
Ógilding teljist svo aftur á móti og langoftast þegar keppandi sígur lengra í uppstökinu en sem nemur plankanum sem stokkið er af eða keppandin fer út fyrir gryfjuna, dettur, eða gerir stökkið vísvitandi ógilt sjálfur!
Þetta hef ég nú haldið hingað til að gilti enn, æfði nú frjálsar um hríð fyrir óralöngu!
Jóhanna bætti sig og setti nýtt mótsmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2009 | 15:42
Mistök eða meistaraskref!?
Ian Rush er nú slíkur herramaður, að hann myndi aldrei segja neitt annað en þetta um Owen. En það er hins vegar hundrað prósent öruggt sem ég sit hér, að hann hugsar annað og ýmislegt fleira og það gera nú Liverpoolaðdáendur sannarlega um allan heim flestir líka!
persónulega er mér alveg sama, en held að líkurnar séu nokkuð jafnar á að hann spjari sig og ekki,það er að segja ef honum tekst að halda sér heilum!á því virðast hins vegar minni líkur en hitt ef marka má mörg sl. árin, þar sem meiðsli á meiðsli ofan hafa hrjáð drenginn.En þó hann sleppi við þau og já standi sig, þá er nú samt ekkert sem segir að hann muni spila reglulega, samkeppnin þarna mikil enn og það þótt tveir ágætir hafi horfið á braut frá MU sem kunnugt er.
Michael Owen er allavega á seinni árum, eini uppaldi leikmaður LFC sem svo síðar hefur farið yfir til MU.
Paul Ince kom jú vissulega öfugu leiðina, en hann var ekki uppalin hjá MU, var keyptur þangað frá West Ham.
Eina samlíkingin sem ég get nefnt að nokkru allavega, er að Danny Dupree komst í akademíuna hjá MU, en var hafnað. Síðar gerði hann samning við Liverpool og náði þar í einhverjum örfáum tilvikum alla leið í aðalliðið!
En ekki til langframa og hann seldur til Newcastle eftir nokkur ár.
Ian Rush: Owen mun gera það gott hjá United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2009 | 15:30
Ofurraunsæisrugl!
Hafi Chelsea keypt ´sér titla með ofurkaupum, hvað kalla menn þá þetta!?
Og það á að heita efnahagskreppa og hún ekki síst mikil á Spáni um þessar mundir!
En kannski mun þetta bara ekkert ganga upp, til dæmis gætu báðir og fleiri til, bara meiðst í sumar!?
En, þetta er ekki góð þróun og allt þetta gríðarlega peningaprang er að eyða hinu sanna gildi og tilgangi íþróttarinnar, ég er nú já dálítið hræddur um að það sé að gerast smátt og smátt og er nú ekki einn um þá skoðun!
Staðreyndir um Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2009 | 17:58
SLAKT!
Hitinn engin afsökun, kom jafnt niður á báðum liðum.
Dapurt,
drepleiðinlegt,
dökkt er það já,
Punktur og basta!
Ísland tapaði í hitasvækju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar