Færsluflokkur: Lífstíll

Merkilegt, ef ekki bara stórmerkilegt!

Mér finnst þetta já nokkuð svo athyglisvert að lesa,á að vísu ekki nein gæludýr í dag, tja, nema kannski SJÁLFAN MIG og það mætti nú alveg skera ýmislegt niður hvað það "Dýr" varðar!
En sitthvað er nú gæludýr fleiri en gæludýr, Hamstrar, Naggrísir, Fínkur og Páfuglar, að ógleymdum hinum klassísku Gúbbífiskum! Fer offitan líka vaxandi á þeim bæjum, haha!?
Get nú ekki setið á strák mínum, því fyrirsögnin er bara þannig, að hún kallar á það, en stöllurnar tvær í dýralæknastéttinni sem rætt er við, virðast þó fyrst og fremst vera að tala um hunda og ketti, eða það virðist mér.
En örugglega eitthvað já sem gæludýraeigendur þurfa að gæta betur að.
Að lokum aðeins hvað varðar hugtakanotkun þarna í fréttinni, hvort sem það er nú haft eftir dýralæknunum eða er beint frá blaðamanni, þá er skemmtilegra að tala um að dýrin séu ofalin, frekar en offóðruð, samanber hið gamla og góða máltæki, að "Sjaldan launi kálfur ofeldið", en þetta er nú samt ekkert stórmál.
mbl.is Vaxandi offita íslenskra gæludýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjan góða!?

Nei, þetta endurspeglar ekki beinlínis yfirskrift þessa mannamóts á STröndunum norður og vestur!
púkinn í manni vill samt aðeins sprikla þrátt fyrir það, kannski ekki við hæfi, en látum það samt flakka.

Hamingjan á Hólmavík,
hefur ásýnd "fríða".
Berum hnefum, beita "frík"
börnin detta 'íða!

En íbúar annars staðar á landinu eru nú lítið skárri á stundum og það á hinum ýmsu dögum, ekki vantar það nú, fjandakornið!


mbl.is „Óhamingja“ á Hólmavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að marggefnu tilefni!

Í senn leiðinlegustu og leiðustu fregnir sem til eru, þessar sífeldu og endurteknu af stútum og það á öllum aldri undir stýri!
Ömurlegt bara, svo ég hendi þessari meiningu minni út í loftið, tilbrigði við gamalkunnugt stef!

Skýlust það er skoðun mín,
skorinort því flíka.
Að banna ætti brennivín
og bjórhelvítið líka!

Þannig er mér stundum innanbrjósts já við lestur sem þennan, þó í raun sé heldur lítill talsmaður boða og banna!


mbl.is Karlmenn á sextugsaldri ölvaðir í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við HLUNKARNIR hættum þá bara að flúga!?

Já, við þessir fallegu og þreknu hættum þá bara að fljúga, einfalt mál, enda hvort sem er lítil efni hjá okkur mörgum.
SVo erum við bæði skynsamir og fullir réttlætis, sníðum okkur stakk eftir vexti, en látum jafnframt ekki bjóða okkur eitthvert misrétti í nafni hækkandi olíuverðs!
En ef þetta kreppukjaftæði dregst á langin og við skildum nú samt neyðast til flugs, fátækir aumingjarnir, þá verður bara þrautalendingin líklega sú að "skera sjálfa sig niður", sem þó kannski hefur þegar og óhjákvæmilega gerst í ört vaxandi fátæktinni!?
Úff, það yrði nú meiri blúsinn!
En í aðeins meiri alvöru, þá hlýtur þetta ástand nú vonandi að leiða til þess að þróun á öðrum orkugjöfum taki kipp, svo allavega í ekki of fjarlægri framtíð verði komin valkostur sem allavega dyggði sem mótvægi við flugvélabensíninu, líkt og nú er að verða meir og meir þróunin með bílana, svokallaðar tvígengisvélar æ meir að riðja sér til rúms, bensín og rafmótora!
Útbreiðsla á rafhleðslustöðvum þó ekki orðin mikil held ég enn nema eitthvað á höfuðborgarsvæðinu.
SVo heyrum við auðvitað í fréttum þessa dagana ýmsar hugmyndir varðandi skatta og slíkt á orkugjafana, en ég ætla nú ekki út í þá sálma he´r og nú.
En lykilorðið fyrir alla til náinnar framtíðar, ef fram heldur sem horfir og bölvaðar kreppuklærnar læsast meir og meir utan um okkur og stóran hluta heims líka, er að horfa vel í það sem maður á, spara ef þess er nokkur kostur og NÝTA allt sem mest og best!
Það ætlar ykkar einlægi þrekni og þungi hérna allavega að einsetja sér og er þó ekki neinn "Flottræfill" fyrir!
mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær væri..

...að bara leggja öllum þessum fjárans allt of mörgu bílum nú í kreppunni komandi/verandi, eiturmengandi dísel- og bensínbykkjum og skipta yfir í rafmagnsbíla og hjól!Kostar ekki nema einhvern skítin 70 eða 80 kall á 100 km. á hleðslu á sæmilegasta rafbíl, farartæki sem myndi hæglega duga langflestum. Mengun hyrfi nánast og vegna takmarkaðs hámarkshraða myndi slysum eða minniháttar óhöppum að líkum fækka. SVo ætti að drífa í að koma upp sæmilegu raflestakerfi um höfuðborgarssvæðið, auk þess að halda áfram uppbyggingu reiðhjólastíga og þá væri nú þetta eldsneytisvandamál að stórum hluta leyst! SVona atvinnnukarlar á trukkum myndu fá sinn aðlögunartíma ef með þyrfti að skipta og raunar held ég að nær væri að leggja af öll gjöld og tolla af vistvænum bílum og hjólum, en hrófla um of við olíusköttunum!
Til lengri tíma er ég viss um að þetta mun spara gríðarlega fjármuni, er bara spurning um hugarfarsbreytingu og skynsemi!
Annars kemur hér í lokin lítill kviðlingur um sparnað, sem vel að merkja er þó ekki öllum mögulegur, en margborgar sig fyrir alla sem eitthvað geta sparað til lengri tíma litið.

Þú sem þetta heyrir,
þyggðu ráð sem vara.
Græddur er geymdur eyrir,
gjörðu svo vel að spara!


mbl.is Stefnt að frumvarpi um eldsneytisskatta í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heillaósk!

Ég hef sagt það áður, að fáir öðlast eins mikla virðingu í mínum augum og fólk sem af heiðarleika og gæsku berst fyrir hugsjónum sínum!
Skiptir þá oftar en engu þótt ég sé ekki endilega sammála öllu sem viðkomandi berst fyrir eða vill koma til leiðar, ég get bara ekki annað en borið takmarkalausa virðingu fyrir fólki sem berst heiðarlega!
Og það á sannarlega við um hana Láru Hönnu og rúmlega það!

Til hamingju háttvirta Lára,
hugumstóra og klára.
Með síst of sætan,
sannan og mætan
Áfangasigur án sára!


mbl.is Telur álit Skipulagsstofnunar stóran áfangasigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá er spurningin...

..þarf að "breyta aftur til betri vegar", hefta þessa minnkun léttvínsneyslu, með því að fela smásöluna á því og bjór í hendur matvörukaupmennum!?
Það vilja allavega ennþá hópur þingmanna eftir því sem ég best veit, í þágu "frelsis"!
En þóðin þarf í raun og sannleik síst á slíkri breytingu að halda, þessar tölur eru enn ein staðreyndin um, að aðgengi að víni af öllu tagi og bjór er miklu meir en nóg.
Og svo veit ég ekki betur en meirihluti landsmanna sé að koamst á þá skoðun, könnun einhvern timan rétt fyrir páskana sýndi það hygg ég!
mbl.is Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hika er sama og tapa!

Eða tja, allt að því skulum við segja í þeim tilfellum sem sveinar hyggjast biðja um hönd draumadísarinnar, en eru feimnir og óöruggir að stíga hið stóra skref! Mín ráðlegging hljómar annars svona. Blessaður drífðu þig drengur, dragðu þetta ekki lengur. Þín draumadís, í dag er vís Þitt hnoss og happafengur! En auðvitað á þetta líka við á hinn vegin í sumum tilfellum, dömur margar eiga frumkvæðið skulum við segja allavega við að næla í sinn draumaprins! Annars held ég að rómantískasta opinbera bónorðið sem ég hef heyrt og jafnframt eitt það róttækasta, hafi verið þarna um árið er ástmaður Stefaníu VAlgeirsdóttur söngkonu með meiru og þáverandi þulu í útvarpinu, sendi það inn sem tilkynningu sem hún las svo út í loftið. Afskaplega heillandi og hugmyndaríkt fannst mér og finnst enn!

HA!?

Ekki er fyrr gengin yfir umræða um þessa baráttu í bæ í Svíþjóð, þar sem ég ygg flestir hérlendis voru nú sammála um að berir bringukollar í sundi eða annars staðar væru nú ekkert tiltökumál og umhverfið færi ekki á haus þess vegna, þá berast þessi ósköp til eyrna og það frá sjálfum heilsubænum Hveragerði!?
Ég á eiginlega ekki til eitt einasta orð um þetta!
En spyr, við hvað eru menn eiginlega hræddir?
Ekki skal ég um segja, en hitt er á hreinu að fortíðardraugar eru greinilega enn á stjái!
mbl.is Bannað að bera brjóstin í Hveró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag er ég kátur...!

Jájájá, hahahó og ég held nú það, að ég sé nú aldeilis flottur á því ójéjé!
Er alveg syngjandi glaður og reifur núna já, leik við hvurn minn fingur, hlæ og græt í senn, kyssi mann og annan, (helst þó að sjálfsögðu kvennmann!) slæ mér á lær og faðma lífið og tilveruna beinlínis þessa stundina og hef gert það síðustu klukkutímana!
Afhverjuafhverjuafhverju?
Afþvíafþvíafþví, ég er svo himinglaður og hamingjusamur ungur maður á miðjum aldri, semsemsem upplifði alveg einstaka sigurtilfinningu í dag!
Nei, fæ að vísu alltaf nei við bónorðunum mínum, síðasta var númer 32 sl. þrjú árin, enenen, í dag er ég samt sem áður semsagt svona yfir mig glaður og ánægður þvíþvíþví.......

....ÉG ER BÚIN AÐ KLÁRA SKATTSKÝRSLUNA MÍNA OG SKILA HENNI!!!

Býður einhver betur í Happdrætti Hamingjunnar spyr ég nú bara!?

Nú er ég kátur og léttur í lund,
lífið í dag er svo glatt.
Því leiðinda öll hér liðin er stund,
að liggja og hugsa um skatt!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband