Færsluflokkur: Lífstíll
28.2.2008 | 22:09
Hugsað aftur til "Bjórþambsdagsins fyrsta" 1. mars, 1989!
Eins og nú var töluvert mikið vetrarríki á landinu um mánaðarmótin febrúar, mars.
Og fleira og raunar mun meira spennandi lá í loftinu þessa dagana fyrir unga og spræka menn en að fara brátt að geta hellt í sig bjór, m.a. tvennir stórtónleikar í höfuðborginni sem ég og Heimir félagi minn vorum staðránir í að mæta á. Að kvöldi hins 28. feb. var það engin annar en blúsjöfurinn mikli John Mayall sem mættur var á staðin með sína Bluesbreakerssveit, en kvöldið eftir var það góðkunningi okkar félaganna frá því í Doningtonrokkferð tveimur árum fyrr, Eiki Hauks ásamt sínum norsku kumpánum í Artch, sem áttu leikin.
En því miður, því miður, bölvuð tíðin greip inn í stóru áformin og ekki var nokkur leið að fljúga frá höfuðstaðnum góða í norðri suður yfir heiðar fyrr en 1. mars!
Heimir, sem fyrst og síðast vildi sjá Mayall, hætti því við, en ég vildi ekki gefast upp og flaug suður til að sjá Eika og Co.!
Sá ekki eftir því heldur, alveg ágætir tónleikar þótt aðsóknin hafi nú ekki verið of mikil né þetta bestu tónleikar sem vor augu og eyru höfðu numið.
Nú á eftir rambaði ég svo fínn og frakkaklæddur niður úr Múlunum og þræddi Suðurlandsbrautina allt til Glæsibæjar þar sem sjálfir Dubliners sáu um fjörið á kránni á þessum blauta og satt best að segja daunílla fyrsta bjórdegi nútímans á Íslandi.
Þarna við Glæsibæ hitti ég hina gullfallegu Dúnu, en það er nú allt önnur saga!
Nýr bjór kemur á markað um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2008 | 12:18
Halló Siv, ég tek lýsi!
Jahá, ég tek sko lýsi, það má hin góða og velklædda Siv vita sem og aðrir landsmenn, einkum og sér í lagi Omega 3 gerðina og hef gert um nokkuð langt skeið!
Samt gæti ég verið skárri í hjartatetrinu og þá kannski sérstaklega HLÝRRI á stundum!
En mikið rétt, þessar fjárans transfitusýrur og annar viðbjóður er grasserandi og við því ber að sporna!
En ég tek nú lýsið með fleira í huga en endilega hjartað!
Á hverjum degi karlinn ég,
kátur tek mitt lýsi.
ER það hefðun hyggileg,
svo hold og andi RÍSI!
Mikilvægt að allir taki lýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.1.2008 | 16:30
Framsóknarmennska lífshættuleg!
Ja, annað verður nú ekki skilið á formanninum, en að svo sé og almennt virðist nú LÍF flokksins sja´lfs sem aldrei fyrr vera í hættu!?
"Fatakaupafarsi" og fleira í þeim dúr nei ekki til að hressa upp á garminn nema síður sé!
O g þegar "jaðrar" já við mannsbana er víst fokið í flest skjólin.
Að vonum já Guðni er gramur,
það glögglega vitna hans orð
Nú flokkurinn verði seint samur,
sokkin í innanhúsmorð!
Átök framsóknarmanna í Reykjavík hafa jaðrað við mannvíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 16:44
Ég er Jólasveinn!
já, gleðitaumur er hreinn.
Dregur það engin í efa,
alvöru jóla er sveinn!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 18:10
Æ, Moggafólk, vanda sig!
Eins og þessi frásögn er annars um margt skemmtileg og kannski til fyrirmyndar fyrir fleiri að breyta eins og þessi hjón hafa gert, þá er nú heldur leiðinlegt þegar menn og það ekki í fyrsta sinn, fara ílla með okkar ástkæra móurmál í slíkum fréttaskrifum!
Hér á ég við upphafssetningu fréttarinnar, að öllum sé ekki fært "Að skipta um hest í miðri á"!?
Í bókstaflegri merkingu er það beinlínis röng ákvörðun og nokkuð sem menn gerðu alls ekki hér lengst af, að skipta um hest í miðri á! Og þegar svo er tekið til orða í dag, er merkingin því jafnan neikvæð, þ.e. til marks um ranga ákvörðun, en ekki að með því sé einhver að færa líf sitt með afgerandi hætti til betri vegar! (er svo væntanlega í tilfelli þessara hjóna!)
En að "Söðla um" eða já "Snúa við blaðinu" er á hinn bógin það sem betur átti hér við og réttar og kann vissulega ekki að vera á allra færi í lífsbröltinu.
SVona rétt eftir að Dagur íslenskrar tungu er liðin, mega blaðamenn ekki gera sig seka um slíkan skort á málskilning!
Hjónakorn í baki bein,
birtast okkur hér með sanni.
Eru nú á grænni grein,
gerðu hreint í sínum ranni!
Á grænni grein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2007 | 22:17
Nokkurs konar líkamsræktarauglýsing, en þó ekki!
Ég er reyndar ekkert fyrir að vera með auglýsingamennsku eða hygla einhverjum fyrirtækjum fram yfir önnur, vil taka það strax skýrt fram, auk þess sem engin hefur heldur falast eftir auglýsingum hjá mér hér á síðunni líkt og hjá sumum "Ofurbloggurum"!
En nú á þessum fyrstu dögum og vikum vetrar, er það lenska sem oft áður að fólk drífi sig í líkamsrækt á einhverri stöðinni og þær sjálfar keppast þá um að auglýsa sig með ýmsum gylliboðum, afslætti o.s.frv.
Sá til dæmis að Blindrafélagið fékk þetta líka flotta tilboð fyrir hönd félagsmanna frá söðinni sem svo kemur við sögu í línunum hér að neðan.
Ef stæltan kropp, já stinnan rass,
strax þið viljið fá.
World þið skuluð velja Class,
vextinum að ná!
Annars er þetta örugglega allt fínt, Átak hér í bæ til dæmis hin flottasta stöð, sem ég er nei ALLS EKKERT að auglýsa hér og kemur þá heldur málinu ekkert við, að eigendurnir eru gamlir og góðir grannar mínir, þau Guðrún og gústi!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 22:13
Hvert vilja menn eiginlega komast?
Eitthvað í þessa áttina dettur mér stundum í hug, þegar svona ofsaakstursfregnir birtast.
Nú veit ég auðvitað sem er, að þarna eru oftar en ekki annars vegar um unga ökumenn að ræða sem kunna sér ekki hóf eða hafa sumir ekki þroska enn þrátt fyrir tilskilin aldur og próf og/eða svo hins vegar "Stúta undir stýri". En svo eru hinir líka sem falla ekki í áðurenefnda flokka, en eru ekki síðri "fantar" á leið í flug eða annað og víla ekki fyrir sér að kitla pinnan ótæpilega með voðalegum afleiðingum oft á tíðum!
Verður þá endastöðin önnur en í upphafi var áætluð.
Tvöföldunin mun þó þegar hafa dregið eitthvað úr slysahættunni geri ég ráð fyrir, en hún er sannarlega áfram fyrir hendi og mikil, ef hraðanum er ekki haldið niðri!
Ökufanta, oft þú sérð,
ólma á þessum stað.
hálfvita á hraðri ferð,
til Heljar, eða hvað!?
Hraðakstur á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2007 | 13:38
Það er naumast!
Já, það er bara vottur af hneykslunartón í mér að lesa þetta, nánast umferðaróöld að skapast í litla fótboltabænum Skaga undir Akrafjalli!
Velti svo fyrir mér hvort ónefnd fögur fjallkona ásamt syni eða einhverri vinkonu, eigi þátt í þessu, en nefni að sjálfsögðu engin nöfn!
Þarf ekki þessa að laga,
þarna umferð á Skaga,
þegar sautján sauðir,
svei mér þá blauðir
Sér eins og hálfvitar haga!?
Óöld skapa á Skaga!
17 teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 17:22
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn!
"Sweet Home Alabama..."
Við hættum samt ekkert að syngja það!
Drifið í aftöku áður en fangi deyr úr krabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 00:22
Feministabeljur!
Sumar bloggvinkonur mínar hika ekki við að kenna sig við feminisma, halda því statt og stöðugt fram, skammast sín ekkert fyrir það, svo halda mætti að þær fengu borgað fyrir það!Gurrí, Jenfo og svo hún Svala, eru ´þarna á meðal og ég finn ekki nokkurn skapaðan hlut að þessu hjá dömunum, elska þær bara og dái, en mismunandi mikið reyndar!ER þó ekki mjög hrifin af því að þær kjassi hvor aðra allt of mikið, eiga frekar að stunda svoleiðis við mig!
En þetta datt mér í hug um þær og aðrar "kynsystur" þeirra!
Um þessar elskur, ég ósköp lítið veit,
en eflaust halda til í margri sveit.
Um framgang þeirra fróðleiksást er heit,
fara þær sem slíkar út á beit?
Lifi Feministabeljan!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar