Færsluflokkur: Lífstíll

Andríki!?

Nú er já daufur í dálkin,
draumum hef kastað á glæ.
Ég, aumasti Asnakjálkin,
í Akureyrarbæ!

Kveðja til Jenfo!

"Ofurbloggbombunni" Jenfo, Jenný Önnu Baldursdóttur, sendi ég áðan þessa litlu kveðju í tilefni þess að hún fagnar 11 mánuða skilnaði sínum frá Bakkusi gamla Kóng!
Ég hef nú stundum strítt konugreyinu og farið í taugarnar á henni, bæði að ásettu ráði og óvart, en þessa sendingu hefur hún væntanlega tekið vel!?

Þótt stundum sé í kellu kurr
og kannski það um of.
Heima ennþá "hangir þurr",
hamingjunni sé lof!


Rakstursvísa - Að gefnu tilefni!

Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð, hjá félaga Jens Guð hafa menn látið gammin geysa svo um munar um yrkisefnið!

Kona, verði þinn vilji,
vösk máttu nota öll tól.
SVo óþarfa hár ei hylji,
himneskt þitt munaðarból!


Mig vantar...! (eða vantar ekki?)

Dug.
Sjálfsaga.
Lífsgleði.
Ástir ónefndrar konu.
Meiri hreyfingu.
Færri kg.
Stærra rúm.
Betri haus.
Fleiri plötur.
Sturtuklefa.
Áhyggur.
Meiri skáldgáfu.
Svartan lit.
Taumhald.
Og eflaust eitthvað fleira, sem augnablikið segir mér ekki frá...!?

"Karl minn, hér kastið þér vatni ei meir"!

Hahaha, í öllum alvarleika málsins, óöld í miðbæ reykjavíkur, hafa hinir kylfugirtu kumpánar Sérsveitarinnar allavega í nokkrum tilvikum ekki látið "kylfu ráða kasti" í viðleitni sinni að halda uppi lögum og reglu!
Nei, hinn almenni létthífaði labbakútur kemst ekki uppp með "syndilausn þegar mælirinn er fullur og pípir"!
Ella skal hann nú hafa verra af og það sem um munar!

Ei lengur má "vinurinn" væta,
veggi og göturnar fimur.
Ella skal örlögum sæta,
að enda sem tugthús-LIMUR!


mbl.is Góður árangur af auknu eftirliti lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÉR-stakt!

Það er ekki nema von að hinir SÉR-stöku dómarar, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, skili SÉR-áliti, enda fengu þeir SÉR-staka skipun við SÉR-legar aðstæður og því ekki nema von að þeir séu oftar en ekki SÉR-á-parti í réttinum! SÉR-stakan dómsmálaráðherra þurfti að minnsta kosti í tilviki annars þeirra ef ekki beggja, enda voru skipanir þeirra líka SÉR-deilis umdeildar, Ólafur Börkur náfrændi Davíðs Oddsonar og Jón STeinar SÉR-í-lagi, SÉR-stakur SÉR-fræðingur vinur hans og ráðgjafi með meiru!
ER þetta nú ekki í fyrsta skipti sem þeir tveir SÉR-hæfa sig í SÉR-atkvæðum, SÉR-hver maður sem fylgst hefur með dómum hæstaréttar, þekkir þessa SÉR-visku þeirra til SÉR-lyndis væntanlega mæta vel!
Þeir eru því að sönnu ekki ó-SÉR-hlífnir er þeir skila SÉR-úrskurði nú, eru bara samkvæmir sjálfum SÉR!
mbl.is Þrír hæfastir í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað um "Innihaldið"?

Þetta er nú gott og blessað, þó ég sé ekki endilega alveg viss um að 85% krakkanna vilji þetta þar með, en látum það vera.
Brosi annars út í annað er ég heyri þetta kallað "baráttumál" hjá stjórnmálamönnum á borð við þann sem hér um ræðir, man nú ekki betur en það sé hún Margrét Pála og hennar Hjallastefna, sem í raun hafi komið þessu inn hjá fólki í leikskólageiranum og lengi býr jú að fyrstu gerð!
En látum það nú vera líka!
Það sem ég staldra helst við hér, er hvort menn hugi jafn vel að því sem öllu meira máli skiptir en að allir séu eins klæddir, eða sem flestir. Það er að já "innihaldinu" ef svo má að orði komast, hinum mismunandi persónugerðum, þar sem sumir skera sig úr meira en aðrir, eru það mikið öðruvísi að þeir lenda oftar en ekki í einelti!
Er til að mynda þessi skóli sem hér um ræðir, nógu vel skipaður fagfólki er getur stutt börn sem vegna sérstöðu á einhverju formi eða hefðunar, verða fyrir einelti og ekki síður, er fólk innandyra þarna í stakk búið að TAKA Á þeim og aðstoða er STUNDA einelti?
Einelti og/eða svæsin stríðni sem ég kynntist í minni æsku á öðrum og smávegis á sjálfum mér, réðist fyrst og fremst af persónulegum séreinkennum viðkomandi t.d. vanhæfni að aðlagast öðrum félagslega (kannski vegna þroskatruflunar að einhverju tagi eða vangetu, ekki búið að skilgreina les- og skrifblindu á þeim tíma hygg ég né flóknari fyrirbæri eins og athyglisbrest svo ég muni!) miklu frekar en vegna útlits eða klæ´ðaburðar. En svo voru hinir líka til sem lentu allavega í mikilli stríðni, sem skáru sig þó ekkert sérstaklega úr nema kannski fyrir það að hafa meiri hæfileika og greind til að læra, en urðu fyrir áreitni hinna sem lakari voru á því sviði og fundu áreiðanlega ynnst inni til minnimáttarkenndar! (ef ekki öfundar líka, eins og Bloggarinn góðkunni Jens Guð hefur t.d. sagt frá um örsök þess að hann beitti skólabróur sinn einelti)
Eineltið er því ekki einfalt viðfangsefni og verður ekki stoppað með aðferðum eins og að taka upp skólabúninga. En kannski geta þeir, eins og sumir halda fram, orkað sem viss skjöldur gegn því, þó ég hafi ´takmarkaða trú á því!
mbl.is Flestir vilja vera í skólabúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurt er...!

Hulda Jens merk kona, ekki vantar það nú!
En annað vekur athygli.
Já, spurt er!
Heimafæðingar? Lífræn framleiðsla?
ER það ekki nákvæmlega eitt og hið sama?
Nú, heima eða ekki, þá held ég að nær LÍFRÆNNI FRAMLEIÐSLU verði vart komist!
mbl.is Nýir eigendur að Þumalínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laus á ný!

Já, nú er hann Leifur karlinn frelsinu eflaust fegin og getur aftur í ró og næði farið að stara hnarreistur af sínum stalli út í bláinn!

Já, núna er hann Leifur laus,
loksins allra sinna mála.
Ekki lengur hengir haus,
hímandi í myrkrarskála!


mbl.is Leifur úti undir beru lofti á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Allt er svo stórt í Texas"!

Fyrirsögnin er gamall frasi um Texas og víst er að þar er nú margt allavega stórt, flott og mikið, enda búa þar nú helstu olíufurstar Bandaríkjanna! (hver man ekki eftir DAllas!?)
En í texas eru líka margir af flottustu tónlistarmönnunum að mínu mati og sem í uppáhaldi hafa verið, t.d. ZZ Top, Vaughanbræður, Stevie Ray og Jimmie, Jimmy thackery, Ronnie Earl og margir fleiri blús og rokktónlistarmenn! Og í Texas eiga stelpurnar líka að vera flottastar og "fírugastar"!

En skuggahliðarnar eru já margar, m.a. vegna þessarar íhaldsemi og trúarofstækis!"Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" gildir svo sannarlega, aftökur að meðaltali 8 á ári sl. 25 ár, segja nú sitt um það!


mbl.is Menning og trúarbrögð sögð skýra aftökugleði Texas-búa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband