Færsluflokkur: Lífstíll
9.8.2007 | 14:31
Baráttuglaði hugsuðurinn Jens!
Blogggarpurinn Jens Guð, hlífir sér ekki ef hann kemst í ham og honum finnst réttlætiskennd sinni misboðið!
Sést það til dæmis vel núna síðustu dagana varðandi uppistandið á Veðurstofunni, þar sem Jens hefur hvergi dregið af sér, þannig að sumum þykir nóg um! Auðvitað er hann stundum heldur of kappsfullur, dansar á ystu nöf eða fer jafnvel fram af, en kemur þó hygg ég oftar en ekki standandi niður.
Skutlaði þessum línum í hann.
Jens minn, þú stendur í ströngu,
ert stöðugt í baráttugöngu.
Með kjafti og klóm
og kraftmiklum róm
Að greina hið rétta frá röngu!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.8.2007 | 16:54
En samt..!
Þótt fæðingar standi í stað,
stöðugt eru menn að
ljóst og leynt,
er legið og reynt
Enda svo gott að "GERA ÞAÐ"!!
Eru svo ekki allir sammála því?
Engin fæðingasprenging | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2007 | 16:38
Játning!!
Hef sagt það áður og endurtek það nú.
Og!
Ég játa, ég er skotin í henni já og hef verið frá því ég sá hana lokkandi dansa við karl sinn Billa vandræðagemsa á ströndinni um árið, aðeins íklædd sundbol!
Jájá, getur vel verið að ég sé smá klikkaður!
Hillary Clinton styrkir stöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 20:30
unnusti, unnusta!?
Samkvæmt gamalli meiningu þessa orðs, merkir það hygg ég nú að viðkomandi sé heitbundin, trúlof(uð)aður öðrum, eða par sé trúlofað!
Í annars öllum alvarleika þessa máls, þá finnst manni það nú ólíklegt og svolítið skrýtið að það sé tekið fram. En ég ítreka, það er auðvitað ekki ómögulegt.
Að öðru leiti er þetta svo enn eitt dæmið um hve fíkniefnainnflutningur virðist algengur og það í þessu gífurlega magni!
Sextán ára stúlka tekin fyrir kókaínsmygl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2007 | 14:28
Gengur þótt...!
NÆg fjölgun og nógu hröð? Skal ekki segja annað en sumum finnst þetta vera svona.
Fólk er hér í fjölgun þægt,
er frægt!
En góðir hlutir gerast hægt,
já, hææægt!
Akureyringar orðnir ríflega 17.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 14:56
Eitthvað annað en fjas!
Þótt stundi hér föstudagsfjas,
ég forðast nú oftast slíkt mas
Og nú lífsblómið litla,
létt vil ég kitla.
"Fingurbjörg" fá mér í glas!
SKÁL!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 13:15
Föstudagsfjas!
Komin föstudagur, því tilvalið að fjasa ekki satt? Og nógu er af taka!
Í "Ísland í dag" á Stöð 2 í gær, var fjallað um slökkviliðsmenn sem eru að hjóla þvert yfir landið í góðum tilgangi, allt í lagi með það.
En hvurn fjáran á það að þýða, að nota snilldarverk meistara Neil Young, Rockin´In The Free World af Freedom, sem bakgrunnshljóð!? SEgir nú meira en mörg orð um virðingarleysi viðkomandi fyrir Helgidómi Rokksins!
Í vikunni voru undanúrslit í Amerikúkeppninni í fótbolta. Fór annar leikurinn beint í vítakeppni, Brasilía gegn Urugay. Þar heyrði ég í fréttaskýringu daginn eftir enn einu sinni þá skilningarvillu, að "Brennt hafi verið af vítaspyrnu" þegar markvörðurinn þó varði!
Þessir íþróttafréttamenn! Geta þeir ekki farið að troða þessu inn undir heilaskeljarnar, að menn brenna af þegar þeir SKJÓTA YFIR EÐA FRAMHJÁ!?
Þoli ekki þessa furðulegu veðráttu hér nyrðra! Jújú, sólin skín og skín, brosir sínu blíðasta, en skrambans ískuldagola úr íshafinu mætti halda, er búin að dóla hérna svo ylurinn frá Sunnu elskulegri fer niður úr öllu valdi. Ætti að banna svona fyrirbæri!
Hjálpi mér! ASÍ og Samtök atvinnulífsíns eða hluti þess, rífast nú sem hundur og köttur um hvort verðlag hafi hækkað sl. mánuði eða ekki og svo kemur vandleg greining að utan, að meðalverð á Íslandi sé hæst í Efrópu, allt að 60%, þó sú tala sé nú eitthvað lægri eftir "Vasklækkunina"! ER þetta ekki bara dæmigert? Menn rífast hér um það sem þó allir vita, komast upp með að segja neinei, en samt er það þannig!
Hverslags lið erum við þessir Eyjaskeggjar hérna eiginlega, líklega bara hálfvitar"!?
Og hví er ég þá að þessu fjasi?
Veit það ekki,farin í mat!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 17:50
öFUGT AÐ FARIÐ?
Sé þetta já svona fyrir mér
HANN var tipplandi á tánum,
Tony,sem Krummi á skjánum.
Þegar bónorð upp bar,
á baðinu þar
með Cheri krjúpandi á knjánum!?
Blair bað Cherie á meðan hún var að þrífa klósettið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 01:43
Mika er mín kona, en aumingja Paris!
Bara uppgötvun í sjálfu sér, að til sé ein kjarnakvinna þarna í "UmbúðaAmrikkunni" sem þorir að standa upp og mótmæla alsherjarruglsringulreiðinni!
En segir þetta ekki í alvöru talað, mestalla söguna um þessa "Herraþjóð heimsins", að aðalfregn einnar af risafréttastofunum skuli fjalla um stelputrippi, sem heimsins mesta ógæfa hefur gert í senn ofurríka af veraldlegum auði, en allslausa af hinum andlega!
Er ég nú ansi hræddur um það!
Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 15:47
ÉG ER FÍKILL!
Eitt í þessum heimi er mér orðið algjörlega ómissandi.
Án drjúgs skammts af því daglega og við hvert tækifæri, verð ég ómögulegur, afundin, ílla leiður, já, hreinlega ÓHAMINGJUSAMUR!
Nú er svo komið, að það slær flest eða allt út, góðan mat, músík, vín, veiði, knattspyrnu, konur, kynlíf...! !
Ekkert, nei bara alls ekkert jafnast á við það og er nú svo komið að ég telst ekkert annað en fíkill!
LANGT LEIDDUR KAFFiFÍKILL!!!
Og Rauð Rubin eðalblanda skal það vera fyrst og síðast, fjórar skeiðar minnst í blöndu!
haha, þar olli ég ýmsum vonbrigðum, áttuð von á frekari hryllingi, um Hass, Kókain eða Canabi kannski!?
En nei, hef aldrei komist í tæri við slíka dýrð, tókst ekki einu sinni að koma mér á Camel eða WiseRoy!
Drekk ekki einu sinni bjór lengur, kaffið miklu betra með boltanum!
En neinei, látið ykkur ekki detta í hug að ég eigi samt við vandamál að stríða, vaki aldrei lengi á kvöldin, æsi mig aldrei né rífst um nokkurn hlut, meira að segja hættur að leggjast í þungleyndi þegar Liverpool tapar!
Svona virkar fíknin bara vel á mig, annars geðstirðan manninn!
Í morgunsárið raula ég svo þetta gjarnan.
Nú er komin tími til,
að teyga kaffisopa,
gera honum góð já skil,
gretta sig og ropa!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 218211
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar