Merkilegt, ef ekki bara stórmerkilegt!

Mér finnst þetta já nokkuð svo athyglisvert að lesa,á að vísu ekki nein gæludýr í dag, tja, nema kannski SJÁLFAN MIG og það mætti nú alveg skera ýmislegt niður hvað það "Dýr" varðar!
En sitthvað er nú gæludýr fleiri en gæludýr, Hamstrar, Naggrísir, Fínkur og Páfuglar, að ógleymdum hinum klassísku Gúbbífiskum! Fer offitan líka vaxandi á þeim bæjum, haha!?
Get nú ekki setið á strák mínum, því fyrirsögnin er bara þannig, að hún kallar á það, en stöllurnar tvær í dýralæknastéttinni sem rætt er við, virðast þó fyrst og fremst vera að tala um hunda og ketti, eða það virðist mér.
En örugglega eitthvað já sem gæludýraeigendur þurfa að gæta betur að.
Að lokum aðeins hvað varðar hugtakanotkun þarna í fréttinni, hvort sem það er nú haft eftir dýralæknunum eða er beint frá blaðamanni, þá er skemmtilegra að tala um að dýrin séu ofalin, frekar en offóðruð, samanber hið gamla og góða máltæki, að "Sjaldan launi kálfur ofeldið", en þetta er nú samt ekkert stórmál.
mbl.is Vaxandi offita íslenskra gæludýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband