Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.9.2008 | 15:04
Til er ég!
jájá, ég er alveg til í að draga saman mín segl og sultarólu herða aðeins meir, ætti að geta það feitur og pattaralegur sem ég er! En berst reyndar afskaplega lítið á, er sparsamur á flestan lífsins munað, ferðast til dæmis aldrei til K'ina á kosnað almennings og það þótt ég gæti líka borgað það sjálfur meira að segja, en sem kunnugt er hafa mennn heimsótt það fjarlæga land að undanförnu og látið ríkið borga, því tugmilljónalaun duga bara ekki til slíkra ferða!?
SVo er ég líka með afbrigðum nýtin, sit t.d. við þessar skriftir íklæddur 13 ára gömlum golfbol og einkar slitsterkum taubuxum,sem litlu yngri eru, semsagt engin "Flottræfill" sem hérna er að röfla!
Og í ofanálag gæti þess nú líka farið að gæta á fleiri sviðum hjá mér!
Sí og æ nú segir okkur Geir,
að sultarólu neyðumst fast að herða.
Því ódýran hér yrki bara LEIR,
eðalvísnakvótan verð að skerða!
Þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2008 | 18:25
Flest orkar tvímælis þá gert er!
Sem ég var í rólegheitum að ryksuga fyrr í dag (já stelpur, ég er einn af þessum "sjáldgæfu hvítu hröfnum og eftirsóknarverðu sem gera það með glöðu geði) raulandi eitt af svona á að giska eitt af fimmhundruð vinsælustu rokklögunum mínum, Ridin' On The Wind með Judas Priest, fór ég um leið að hugsa djúpt og í fullkomnu samræmi við lagið, um handboltaævintýrið okkar og allt hafaríið fyrir og eftir og á meðan það stóð!
Til dæmis um þetta sem elsku drengurinn hann Ingvar er að nöldra um hjá sér.
http://ingvarvalgeirs.blog.is/blog/ingvarvalgeirs/entry/625409/
Þetta er nú svona svolítið gömul tugga þarna á ferð, um að "menn eigi nú að borga fyrir áhugam´l sín sjálfir" og svo í athugasendum frá honum sjálfum og skoðanabróður til dæmis að "fé sem sett er í slíkt sé mest frá þeim sem vildu að peningarnir færu í annað" og "að það jafngilti nær þjófnaði þegar peningum með þessum hætti væri úthlutað" að setja þessar fimmtíu millur í HSÍ í tilefni að silfrinu í Kína!
og nú þegar harnaði í ári og vissulega væru stéttir eins og Lögreglan og Ljósmæður óánægðar m.a. með sín kjör, þá væri þetta enn frekar ekki forsvaranlegt.
Það er auðvitað sjónarmið sem á rétt á sér, að gera þurfi vel við þessar stéttir og fleiri sem leika lykilhlutverk í samfélaginu okkar. En að spyrða þessa fjárveitingu á stund þjóðarfagnaðar við það, finnst mér nú ekki alveg við hæfi.
Um svo einstakan viðburð er að ræða, að mér finnst þessi peningur þótt fimmtíu milljónir ekki nema sjálfsagður viðurkenningarvottur fyrir hönd þjóðarinnar. En auðvitað geta einstakir þegnar líka sett í púkkið til viðbótar og það hafa þeir gert, sem og stórir styrktaraðilar landsliðsins, m.a. Kaupþing.
Þessa stjórnarviðurkenningu til HSÍ er ekkert hægt að eyrnamerkja sem einvherja "Hoppýstyrkingu" og jafnvel þó svo væri, þá væri það í mínum huga allt í lagi, ríkið stendur hvort sem er í slíkum fjárveitingum út og suður og við það margt gera engir athugasendir.
Það er líka staðreynd, sem menn verða nú að horfast í augu við, að afskaplega erfitt eða nær ómögulegt er að reka menningar- lista- og íþróttastarfsemi án aðkomu hins opinbera, það viðurkenna held ég flestir nema kannski helst hægriharðlínuhausar!?
Væri ekki alveg eins lag, að hætta þeirri stefnu að borga fólki fyrir að eiga börnin sín? Það stundar nú margur maðurinn og konan að búa til börn, en er ekkert sem skildar til þess, en er þó gert til ánægju- og hamingjuauka. En hví að borga fólki bætur fyrir það og af væntanlega mínum sköttum, sem ég vildi miklu frekar að færu í annað!?
En eins og segir í fyrirsögninni, þá orkar auðvitað flest (ef ekki bara næstum allt?) tvímælis þá gert er, ekki bannað að gagnrýna þessa fjárveitingu frekar en aðrar, en svolítið finnst mér samt fyndið að á sama tíma og menn vilja gagnrýna þetta, þegja menn þunnu hljóði yfir meintu bruðli Íþróttamálaráðherrans upp á 5 eða 6 millur samtals í eigin þágu, maka og ráðuneytisstjóra, í formi tveggja ferða til Kína!
Ingvar minn elskulegi virtist ekki einu sinni kannast við þessar millur er ég minntist á þær hjá honum!?
Látum nú vera að hún hafi farið í hið fyrra skipti, en að geysast út aftur og það eins og venjulega þegar hún hefur gert slíkt áður, bara til að sjá handboltaliðið tapa!Það hefur nefnilega svo ég man, na´nast undantekningarlaust verið raunin er hún hefur spókað sig með Kristjáni sínum á fremsta bekk, að liðið hefur tapað í slíkum stórleikjum!
Nú, svo gæti ég bætt við frekari vangaveltum og leiðindum þeim sem sérstaklega nokkrar konur hafa verið með á blogginu um hana Dorrit forsetafrú, leyft sér til dæmis að líkja henni saman við ógæfusnótina Paris Hilton (sem t.d. hefur orðið uppvís að mikilli vímuefnaneyslu og lögbrotum) og kallað hana athyglissjúka án minstu ábyrgðar fyrir að láta tilfinningar sýnar og gleði í ljós á handboltaleikjunum m.a., en nenni því varla meir, nema hvað að það er þeim til skammar í sumum tilfellum.
Enda virðist líka svo vera, að fjarvera hennar á heimkomuhátíinni í gær vakti mikla athygli og var frúarinnar sárt saknað!
Kannski kom hún ekki með til Íslands eða eitthvað, veit ekki, en eins og svo herleigheitin komu fyrir, þá var þetta svona og svona held ég og má já alveg deila um, sem og þetta Fálkaorðudæmi,s sem ég sjálfur veit ekki alveg hvort er í raun svo mikils virði.En nenni heldur ekki að röfla mikið meir um það, skiptir mig heldur ekki svo miklu.
Að lokum vil ég þó að eitt komi skýrt fram að gefnu tilefni.
Mikið var víst um kossa sumra kvenna þar og þótti skilst mér sumum allavega nóg um.
ÉG hefði samt ekkert á móti því að fá einn vænan hjá þórunni Svinbjarnar og það miklu frekar en frá öðrum tveimur ónefndum sem lögðu sig víst mikið fram við þetta þarna á sviðinu.
Af hverju?
Það kemur ykkur ekkert við!
Beðið eftir strákunum okkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2008 | 23:41
Að því tilefni vil ég segja!
Hanna Birna há og mjó,
hefur fangað augnablikið.
Segist fær í flestan sjó,
fráleitt hafa nokkurn svikið.
Samt er mörgum um og ó,
ekki treysta henni mikið.
Muna þegar drambið dróg,
dömu tíðum yfir strikið!
Annars má bara óska D til hamingju með að hafa gert konu öðru sinni í sögu flokksins að borgarstjóra, eða valið sér konu sem oddvita, sem tekur svo við embættinu, eins og hér um ræðir. En líkt og í hið fyrra skipti, kemur það hins vegar ekki til að góðu né með eðlilegum hætti og það er bara ekki til eftirbreyttni!
Lyklaskipti í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2008 | 20:50
Stendur stutt við.
SVo er að sjá með þennan nafna minn, hefur komið víða við á örstuttum tíma og af öllum sólarmerkjum að dæma gæti allt eins orðið svo líka nú, en auðvitað getur þetta hangið í þessi tæpu tvö ár sem eftir eru af kjörtímabilinu.
Nema hvað, manni þessi er einn af þeim sem samkjaftaði og gerir kannski enn með Ingva Hrafni á hans þingi, get lýst honum svona án mikillar ábyrgðar!
Í sjónvarpinu sýnist stór,
sjálfsagt ekki tregur.
En mér finnst þessi Magnús Þór,
merkikertislegur!
Og það hefur reyndar gilt um margan annan og stjórnandan sjálfan þar með talin, sem þó má eiga það öfugt við gestina flestalla, að vera oftar en ekki skemmtilegur samt í öllu kjaftæðinu!
Magnús Þór aðstoðarmaður borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2008 | 22:08
Mikið meira hef ég nú ekki um málið að segja annað en..!
Ólafur já ætlar sér,
áfram sviðsljósið að fanga.
Þær fregnir núna flytur hér,
að frjálslynd sé hann AFTURGANGA!
Hún Kolla bloggvinkona var að heimta vísu heima hjá sér að ég sá áðan og lét hana bara fá þetta, sem byrjaði að bræðast í mér í dag er ég heyrði í Ólafi F., sem núna er semsagt aftur orðin Ólafur FFF!
Og auðvitað fær Frjálslyndi flokkurinn bara hamingjuóskir í tilefni dagsins!
Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 13:53
Leiðindi, þreyta, vanþóknun!
Einn viðsnúning sem mig grunar að um sé að ræða varðandi svona kannanir, við ég þó nefna. Áberandi munur er á þeim sem annars vegar gefa álit á nýja meirihlutanum, yfir 80% sýnist mér og á stuðningi við flokkana hins vegar, eða aðeins rúmlega 50% sem það gera. Stuðningsmenn D hafa alltaf þótt gefa sig rækilega upp á meðan miklu meir hefur verið um færslur á milli hinna flokkanna og kjósendur þeirra verið óákveðnir og ekki gefið sig upp, t.d. er það frægt með kjósendur B.
En nú held ég semsagt að stór hluti þeirra sem eru óákveðnir í þessari könnun og verða það að líkindum eitthvað áfram í könnunum er eiga eftir að birtast, séu að stórum hluta fólk sem alla jafna hefur kosið eða stutt D!
Ef til vill eitthvað sem stjórnmálafræðingar eiga eftir að skoða betur og greina.
Mikið lifandis ósköp er þetta þó skiljanlegt, ég tala nú ekki um þegar orðagjálfrið upphefst að nýju með þessum fjórða meirihluta um "Heilindi og traust, ánægju og nú verði aldeilis unnið í þágu borgarbúa" o.s.frv. o.s.frv....!
Reykvikingar hafa þegar kjörtímabilið er hálfnað, nefnilega upplifað þetta allt þveröfugt, svo ekki er skrítið að staðan í skoðanakinnun sé slík!
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2008 | 21:55
Fjandinn laus!
Já, andskotans bölvaður fjandinn er bara laus hér inn á mínu ástkæra einkaheimili og hefur verið svo meira og minna seinni hluta dagsins!
Þann tíma og enn þegar ég sit hér við tölvuna og skrifa þetta, hefur allt bókstaflega leikið á reiðiskjálfi líkt og stöðugir jarðskjálftar dynji yfir með vissu millibili!
Hélt raunar fyrst í gær og svo aftur í dag, að þetta væru snöggir skjálftar, en raunin var nú önnur, þótt krafturinn sé vart minni en af svona styrk upp á 2 eða 3 á Richerkvarða!?
Nei, þetta eru varlega sagt steypuframkvæmdir, m.a. malbikun og boranir að því er virðist, hjá eða við hús hér hinum megin við götuna, á plani þar þó ekki mjög stóru og við byggingjuna.
En gott og blessað kannski væri þetta, ef aðallætin og krafturinn í verkinu væru á venjulegum vinnutíma, en ekki fyrst sett á fullt um kl. hálf fimm eða hvað það nú var og standa enn nú þegar hún er farin að ganga tíu!
hvort sem það er nú svo á vegum bæjarins eða verktaka, þá er þetta fyrir neðan allar hellur og mér skapi næst að kvarta og jafnvel kæra þennan óskunda.
En eins og þetta sé nú ekki nóg,´hverjir haldið þið svo að séu beint eða óbeint að valda þessum fjárans látum og ónæði á friðarins og sumarsælu ágústkvöldi?
Nei, ekki einhver ónefndur hús- eða íbúðareigandi sem kann ekki að skammast sín, veldur þessu líka ónæði að myndir hafa jafnvel dottið niður af hillum í verstu látunum!
Ónei, þessar framkvæmdir fara fram hjá...
...HVÍTASUNNUKIRKJUNNI!?
Á plani við kirkju safnaðarins hér í bæ!
Ekki verður þetta nú til þess að hún vaxi í áliti hjá mér, en þetta þurfti kannski ekki til, hef aldrei komið inn í kirkjuna þótt ég hafi verið í nágreni við hana nánast frá því hún var reist!
13.8.2008 | 14:13
Sirkús Fáranleikans!
Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2008 | 16:03
Löglegt?
Hún talar þar um sveitastjórnir sem heild að því mér skilst á lestrinum, en talar held ég ekki um borgarráð sem slíkt. (tekur dæmi um að ef allir myndu sitja hjá gæti komið upp sú skrítna staða, að Ólafur sjálfur með sínu atkvæði gæti komið þessu í gegn löglega)
En þetta var semsagt borgarráð, skipað sjö fulltrúm, fjórum frá D lista og þremur frá minnihlutanum, en Ólafur á þar ekki sæti.
Verður nú fróðlegt að heyra viðbrögð við þessu, hvort þetta teljist lögleg og eðlileg framkvæmd og þá hvort ef svo er, einn af fulltrúm minnihlutans hefði þurft að greiða atkvæði gegn breytingunni til að lögmætið megi fyllilega draga í efa, eða hvort hin harða bókun hefur eitthvað að segja í því sambandi!?
Skipt um fulltrúa í skipulagsráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2008 | 21:12
Eitt vekur sérstaka athygli.
Ríkisstjórnin er nú orðin rúnlega ársgömul og hefur á ýmsu gengið hjá henni og einstökum ráðherrum, það hefur nú ekki vantað, auk þess sem hún horfir nú fram á meiri erfiðleika í sínu starfi en þekkst hafa síðan um og eftir 1990. 1999 voru reyndar svipaðar blikur á lofti varðandi til dæmis atvinnuleysi og nokkra óvissu í hagstjórn og þá voru líka gerð þau reginmistök sem nú hafa m.a. valdið áhyggjum, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var ekki styrktur og prófessor Þorvaldur Gylfason lagði til, en ekki var hlustað á. En erfiðleikarnir nú eru mun meiri, verðbólga eykst mikið og vandin er samfara svipuðum erfiðleikum víða um heim sem kunnugt er í kjölfar lækkunar á hlutabréfum, olíuverðshækkunum o.s.frv.
Nema hvað, þessi könnun sem flestar aðrar frá því ríkisstjórnin var mynduð, vekur þó m.a. í þessu ljósi helst athygli vegna þess að fylgi S helst og hefur haldist býsna stöðugt og það alveg við kjörfylgið, öfugt við D, sem hefur rokkað nokkuð, en þó dalað meir en hitt sem best sést nú, um 5 eða 6% minna frá kjörfylginu.því er allavega hingað til, eða þetta rúma ár sem stjórnin hefur lifað, ekki staðist hin annars nær bjargfasta regla, að sá flokkur sem fari með D í stjórn gjaldi fyrir það með minnkandi gengi og meðbyr hjá þjóðinni!
Nokkuð já, sem fróðlegt verður að sjá hvort haldist meðan stjórnin lifir. ERfiðleikarnir í borginni eiga að líkum einhverja sök gæti ég trúað, að fylgi D er minna, en þó held ég að það geti ekki verið nema að hluta til.
Annað sem svo nokkra athygli vekur hjá mér, eða væri gaman að vita, er hvernig þessi 11% skiptast á milli stjórnarflokkanna, þ.e. mismunurinn á samanlögðu fylginu sem styður flokkana annars vegar og stuðningsmönnum stjórnarinnar hins vegar.
Þingmenn flokkanna hafa sumir hverjir verið duglegir að tala "út og suður" ef þeir hafa verið óánægðir með gjörðir hins flokksins, þannig að hvernig þetta liggur með kjósendurna væri gaman að vita.
Svo væri gaman að vita hversu mikil eða lítil áhrif úrskurður umhverfisráðherra með umhverfismatið á fyrirhuguðu álveri á Bakka við Húsavík, hafi haft, það mælist nú ekki með hérna hygg ég.
En bara svona léttar pólitískar pælingar á ljúfu og rólegu verslunarmannarhelgarkveldi, aðstæður og ástand á vafalaust eftir að breytast og það í báðar áttir, fram og til baka í næstu könnunum ef að líkum lætur!
Fylgi við ríkisstjórn minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar