Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.10.2008 | 00:47
Nú eru erfiðir tímar!
Mér hefur af þeirri viðkynningu sem fjölmiðlar hafa getað gefið, aldrei fallið K.G. í geð né hugnast sú staða sem hann var í lengi vel og var örugglega einstök, að sitja báðum megin borðsins eins og það heitir, var samtímis framkvæmdastjóri stærsta flokksins og sem slíkur ynnsti koppur í búri stjórnunar landsins, en líka fastsetin við kjötkatlana, sem formaður bankastjórnar Landsbankans lengi!
Ekki veit ég hvað hann hefur ætlast til á þessum fundi, að orð hans næðu ekki út fyrir veggi hans, nema hvað að eins og stundum áður og sem nú í öllum þessum fjármálahörmungum, tekur vanhugsunin völdin af mönnum svo viðbrögðin verða röng og oftar en ekki afdrifarík.
Hafi einhver fundarmanna sem borið hafa ræðu K.G. í fjölmiðlana í dag, ekki beinlínis logið um innihald hennar, þá stenst þessi eftiráathugasend einfaldlega ekki.
Davíð Oddson, hann og engin annar hefur haft uppi þessi stóryrði sem K.G. á að hafa borið af sér í dag og því er bara ekki hægt að túlka þessi orð öðruvísi.
En það skal ítrekað, nú eru erfiðir tímar, þar með talið hjá K.G. sem segist m.a. hafa tapað fjárhagslegri aleigu sinni undanfarna daga, en eigi á móti ungan son sem hann hafi eignast nýlega og byggi nú að því.
Hver dæmir annars fyrir sig, en í ríkjandi ástandi ráða menn orðið lítið við framvinduna og breyta heldur ekki rétt í smáu sem stóru.
Ekki gagnrýni á Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 16:05
Hugumstóri herinn!
Blessaður hjálpræðisherinn,
í hjörtu mannanna fer inn.
Von til að veita,
er vansælir leita
Þangað hann birtuna ber inn!
Á öllum tímum, þessum þrenginga sem öðrum bjartari, eru alltaf einvhjir sem verða undir í lífinu, eiga erfitt uppdráttar að einhverjum mismunandi ástæðum.
Því er starf Hjálpræðisherrsins og fleiri slíkra gríðarlega þakkarvert og bráðnauðsynlegt, þó auðvitað vildum við að svo væri ekki einn góðan veðurdag.
Óska herrnum alls hins besta er hann flytur í sitt nýja húsnæði þarna í hjalteyrargötunni, eftir að hafa verið nú síðast í ekki of aðgengilegu húsnæði að Hvannavöllum.
Hjálpræðisherinn stækkar við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 15:22
Lítil baráttukveðja!
(Fátt er svo með öllu íllt...!)
Þótt vonleysið vaxa nú hljóti,
veröld í óvissu fljóti
þá bölmóði berjast á móti,
ber með kjafti og klóm.
Því íllt gerir aðeins já verra,
svo eflist "Myrkursins herra"
EF baráttuþrekið mun þverra
þú hverfur í kreppunnar tóm!
En við erum auðvitað misjafnlega sett og í stakk búin, sumir að missa eða búnir að missa vinnuna, en eiga þó sinn umsamda/lögbundna uppsagnarfrest. Aðrir skulda mikið og eiga auk þess lítið eða ekkert sparifé, þeir eru auðvitað einna verst settir tala nú ekki um ef þeir líka hafa misst vinnuna eða sjá fram á það, en aðrir eiga auðvitað sparnað eða og skuldlitlar eða lausar fasteignir og geta tekist á við sinn samdrátt.
Aðstæður fólks já allavega í þessum umbrotum, en samt gildir að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, því eins og þar stendur, "Að ekki þýðir að gefast upp þótt móti blási" og sungið var nokkurn vegin þannig um árið!
Boðskap ríkisstjórnar fáum við svo að heyra í kvöld, hvað hún hyggst gera frekar til að sporna við ástandinu, annað en að gera hin mjög svo umdeildu kaup á Glitni.
Hvað sem fólki finnst annars um þau og stjórnina sjalfa, þá hefur sjaldnar eða aldrei verið meiri ástæða til að leggja eyrun við en nú!
Kaupa fleiri og ódýrari hluti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2008 | 10:22
FF - Táp og fjör og frískir menn!
Og svei mér ef ég er ekki bloggvinur góðs hluta þeirra, bæði þeirra sem eru framarlega í flokksstarfinu og annara sem eru yfirlýstir stuðningsmenn! og svo skemmtilega vill til að stelpurnar eru þarna í svipuðu hlutfalli og stra´kskammirnar, þó vissulega séu þær aftur á móti miklu minna áberandi í hinu daglega tali um völd og áhrif innandyra. Það er auðvitað ekki nógu gott, minnir að hún SMS, Sigurlín margrét Sigurðardóttir sé eina kvinnan sem komið hafi við sögu flokksins á þingi, en mér getur þó skjátlast eða skort minni um það.
Nema hvað, þessar væringar nú vekja auðvitað athygli pólitískra áhugamanna, þ.e. annars vegar að ýmsir í flokknum vilji nú breytingar á forystunni, að Sigurjón hinn snaggaralegi og oft á tíðum skemmtilegi fv. þingmaður, verði nýr formaður og svo hins vegar að setja eigi reynsluboltan og gömlu handboltasleggjuna Kristinn H. af sem formann þingflokksins og setja "nýaflsmanninn" Jon M. inn í staðin!
Opinskáar umræður hafa farið fram og menn ekki vílað fyrir sér að rífast hressilega um þetta fyrir opnum tjöldum. Kristinn segir þetta hvortveggja vera aðför að formanninum og Margrét segist hérna taka undir það. Augljóslega er fyrra atriðið viljayfirlýsing um breytingar, segir sig sjálft, en veit hins vegar ekki alveg um hitt, að ef Jon yrði nýr þingflokksformaður, þá verði það endilega skilið sem aðför að blessuðumkarlinum Guðjóni A.!?
Mér finnst þetta meir snúa að Krisni sjálfum, þó J'on og sskósveinar hans úr aflinu á borð við hávaðaseggin Eirík S. hafi örugglega áform um meiri áhrif, til þess eru menn jú í pólitík, til þess að hafa áhrif og öðlast völd, innan flokka sem utan.
Eins og Kristinn talaði í gær, ætlaði að sjá frekar hverju fram vindur o.s.frv. þó hann segði reyndar nei svo við að hann væri e.t.v. á útleið, þá er ég í ljósi reynslunnar með hann, alveg eins viss um að hann hefur hugsað þetta lengra, er jafnvel búin að undirbúa sig eitthvað fyrir það þegar og ef hann myndi hætta og ganga úr flokknum!
Einhverjar ráðstafanir til dæmis innan vinnustaðarins, alþingis, gæti hann til að mynda verið þess vegna búin að gera, sem nauðsynlegar eru held ég, spjalla við helstu starfsmenn þingsins m.a. Held nefnilega ef hann hætti í FF, yrði settur af með látum sem þingflokksformaður, að hann myndi ekki til dæmis þekkjast góða boðið hans Össurar frænda um að ganga í S, heldur sitja út kjörtímabilið sem óháður þingmaður!
Þetta eru nú auðvitað svona mest bara mínar vangaveltur, en eftir að hafa lengi fylgst með stjórnmálunum og Krisni þar með, kæmi mér ekki nei á óvart að þetta gæti orðið niðurstaðan!
En hvað annars þessu öllu líður, þá held ég aftur á móti að ef FF ætlar til lengri framtíðar að vaxa og dafna sem alvöru stjórnmálaafl, þá verði konur að koma mun sterkar og meir áberandi inn í forystu hans.
Það er hygg ég nú alveg á hreinu og veit sem er að þær eru nokkrar þarna úti sem gætu svarað því, en enn sem komið er eru það karlarnir sem eiga sviðið meira og minna.
Margrét: Nýtt afl meðal Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2008 | 21:46
"Dýr yrði haukdal allur"!
7 millur takk eða svo úr vösum okkar vesalings skattborgaranna er niðurstaðan af tíu ára brasi vegna "500-kallsins"!
Og víst að koma eða komin kreppa!?
Enenen!
Í dag hann glaður sig gretti,
svo geislaði hrukkótt smetti
Sárasaklaus,
sérvitringshaus
Haukdal í hæstarétti!
Eggert: Ánægður og þakklátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2008 | 11:18
Skammgóður vermir!?
Eins og árferðið er allavega og ekki sýnist ætla að lagast, þá mun verðbólga klípa jafnt og þétt í þessa kjarabót eða aukningu líkt og víst þegar hefur gerst hjá mörgum öðrum stéttum sem samið hafa á sl. mánuðum.
EF svo færi að ný þjóðarsátt yrði gerð, þá er líka fyrirsjáanlegt að ljósmæðurnar yrðu að sjá á bak þessari bót að meira eða minna leiti.
Það sem svo mér finnst öllu verra að virðist strax ætla að gerast og ég velti jafnframt upp, er að vart hefur blekið á þessari miðlunartillögu þornað, en ein önnur stétt í heilbrigðisgeiranum (ljótt og leiðinlegt orð, en nota það hérna eitt skipti í undantekningartilfelli) eða talsmenn þeirrar stéttar, læknar, lýsa því yfir og lesa má hér neðar í fréttunum, að þeir muni ekki sætta sig við minna en ljósmæðurnar eru líkast til að fá ef þær samþykkja þessa miðlunartillögu!
Auðvitað finnst manni stundum gott og aman að vera pínu vitur og sannspár, en ekki þó sérstaklega í þessu tilfelli.
Þetta lítur bara því miður nei ekki vel út ef fram heldur sem horfir, en með einarða baráttu og samstöðu þeirra ljósmæðra sem í hlut hafa átt (ekki allar ljós´mæður í landinu sem áttu í þessari deilu, t.d. ekki á Akureyri) má óska til hamingju!
Ljósmæður fá allt að 21% hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2008 | 15:48
Tillaga dagsins!
Ja, nema kannski fyrir utan miðlunartillöguna hans Ásmundar eða kannski þessa að gera Tomma Gumm hærra undir höfði í borginni, þið vitið borgaralega borgarskáldinu sem orti fullt af fallegum ljóðum um hana!
En það væri nú aldeilis komin tími á að náða Gretti karlinn og vonum seinna, aldirnar hlaðast upp frá hans tíð, en berserkurinn ekki fengið verðskuldaða uppreisn æru, sem þó sumir hafa fengið "billega", eins og við segjum stundum hérna í "danska bænum" fyrir norðan!
Ef ekki Ólafur Ragnar, þá bara handhafa forsetavaldsins í "jobbið", ekki spurning!
Sniðugir nú valdsmenn væru,
ef vildu létt með bros á smetti.
Loksins veita uppreisn æru,
öldum saman dauðum Gretti!?
Drífa bara íðessu!
Vilja að Grettir verði náðaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 14:25
Aldrei að vægja né víkja!
Þeir sem fylgst hafa með Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra í Kópó, vita auðvitað að þar fer grjótharður baráttuhundur, sem að hætti gamalla boxara, gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana, veður bara áfram, vægir ei né víkur!Í seinni tíð hefur þó nokkuð gefið á bátin hjá karli og hann verið viðkvæmari og svolítið valtari ´sinni baráttu samanber í þessu dæmalausa máli með nektarstaðarflandrið, rimmu við Reyni Trausta o.s.frv.
Í þessu virðist svo taugatitringur frekar vera að gera vart við sig með meiru.
Gunnar Birgis blessaður,
bara nú er stressaður.
Í meira lagi "Messaður",
móður já og pressaður!
Blautir kossar bæjarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2008 | 11:54
Óþarfi að bera blak af menntamálaráðherra!
Engin nema ráðherran sjálfur tók þessa ákvörðun svo vitað sé, ekki kallaði HSÍ á hana aftur eða Íþrótta- og Olympíusambandið, ekki ríkisstjórnin né kom áskorun frá þjóðinni!
Ráðherran fór því aftur fyrst og síðast vegna þess að HANA LANGAÐI SJÁLFA og því er alveg ástæðulaust fyrir Íþróttasamband fatlaðra að bera blak af henni.
Auðvitað ekkert nema gott um það að segja, að samstarf sambandsins við ráðherran sé gott sem slíkt, annað væri nú, en í mínum huga kemur það þessari gagnrýni sem slíkri ekkert við eða mjög lítið allavega.Að öðru leiti veit ég ekkert hvað stóð í DV nema það sem fram kemur hér, getur vel verið að eitthvað þar sé ekki rétt eða sanngjarnt, en þessi ábending sem fyrst kom bara frá almennum borgurum um hvort menntamálaráðherran og jafnframt ráðherra íþróttamála, ætti þá ekki líka að fara á OL fatlaðra, er fyllilega réttlætanleg og rökstudd í ljósi breytni ráðherrans og sannfæringar um að ekkert rangt var að fara aftur út þótt engin væri nauðsyn á því.
Hins vegar er ég mjög sáttur og glaður með það að J'ohanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skildi svara kalli og fara út, eins og mér þótti alveg við hæfi að menntamálaráðherran færi út í hið fyrra skipti!
Einum ráðherra var boðið til Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2008 | 14:29
Áfram veginn...hikk!
SVo eru í ofanálag háttvirtir þingmenn með Sigurð Kára í broddi fylkingar eflaust með hið "mikla þjóðþrifafrumvarp" enn í kollinum að koma bæði bjórnum og léttvíninu frá ÁTVR, sem eflaust myndi bæta ástandið eða hitt þó heldur!
Inn í þetta í netfréttinni hérna vantar hlutfall léttvínsins, en samkvæmt tölum fyrri ára þá eru bjór og léttvín samtals um og yfir 90% af heildarsölunni í lítrum allavega talið.
Hef margpredikað það, að engin rök sem halda í raun og sannn, réttlæta slíka breytingu í mínum huga og auka svo sannarlega ekki frelsi, að færa söluna í hendur matvörukaupmanna. Það væri að hella olíu á eld neyslubálsins, sem svo sannarlega logar nú þegar glatt!
Auðvitað segja þessar heildarsölutölur ekki alla söguna um neysluna, hlutfall þeirra sem drekka sé t.d. að aukast mikið t.d. en aukningin þýðir samt að herða þurfi róðurinn í forvarna og öðrum aðgerðum til að sporna við aukningunni.
ÁTVR hefur selt áfengi fyrir 11,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar