FF - Táp og fjör og frískir menn!

Veit svo sem ekki hvort Magga hin myndarlega hafi rétt fyrir sér, en svo mikið veit ég að FF og hans tilvera í íslenskum stjórnmálum er mikið sjónarspil, sem m.a. glöggt má fylgjast með hér á netinu, þar sem margir af hans liðsmönnum eru bloggarar og ansi hreint já "hressir og frjálslegir í fasi" oft á tíðum!
Og svei mér ef ég er ekki bloggvinur góðs hluta þeirra, bæði þeirra sem eru framarlega í flokksstarfinu og annara sem eru yfirlýstir stuðningsmenn! og svo skemmtilega vill til að stelpurnar eru þarna í svipuðu hlutfalli og stra´kskammirnar, þó vissulega séu þær aftur á móti miklu minna áberandi í hinu daglega tali um völd og áhrif innandyra. Það er auðvitað ekki nógu gott, minnir að hún SMS, Sigurlín margrét Sigurðardóttir sé eina kvinnan sem komið hafi við sögu flokksins á þingi, en mér getur þó skjátlast eða skort minni um það.
Nema hvað, þessar væringar nú vekja auðvitað athygli pólitískra áhugamanna, þ.e. annars vegar að ýmsir í flokknum vilji nú breytingar á forystunni, að Sigurjón hinn snaggaralegi og oft á tíðum skemmtilegi fv. þingmaður, verði nýr formaður og svo hins vegar að setja eigi reynsluboltan og gömlu handboltasleggjuna Kristinn H. af sem formann þingflokksins og setja "nýaflsmanninn" Jon M. inn í staðin!
Opinskáar umræður hafa farið fram og menn ekki vílað fyrir sér að rífast hressilega um þetta fyrir opnum tjöldum. Kristinn segir þetta hvortveggja vera aðför að formanninum og Margrét segist hérna taka undir það. Augljóslega er fyrra atriðið viljayfirlýsing um breytingar, segir sig sjálft, en veit hins vegar ekki alveg um hitt, að ef Jon yrði nýr þingflokksformaður, þá verði það endilega skilið sem aðför að blessuðumkarlinum Guðjóni A.!?
Mér finnst þetta meir snúa að Krisni sjálfum, þó J'on og sskósveinar hans úr aflinu á borð við hávaðaseggin Eirík S. hafi örugglega áform um meiri áhrif, til þess eru menn jú í pólitík, til þess að hafa áhrif og öðlast völd, innan flokka sem utan.
Eins og Kristinn talaði í gær, ætlaði að sjá frekar hverju fram vindur o.s.frv. þó hann segði reyndar nei svo við að hann væri e.t.v. á útleið, þá er ég í ljósi reynslunnar með hann, alveg eins viss um að hann hefur hugsað þetta lengra, er jafnvel búin að undirbúa sig eitthvað fyrir það þegar og ef hann myndi hætta og ganga úr flokknum!
Einhverjar ráðstafanir til dæmis innan vinnustaðarins, alþingis, gæti hann til að mynda verið þess vegna búin að gera, sem nauðsynlegar eru held ég, spjalla við helstu starfsmenn þingsins m.a. Held nefnilega ef hann hætti í FF, yrði settur af með látum sem þingflokksformaður, að hann myndi ekki til dæmis þekkjast góða boðið hans Össurar frænda um að ganga í S, heldur sitja út kjörtímabilið sem óháður þingmaður!
Þetta eru nú auðvitað svona mest bara mínar vangaveltur, en eftir að hafa lengi fylgst með stjórnmálunum og Krisni þar með, kæmi mér ekki nei á óvart að þetta gæti orðið niðurstaðan!
En hvað annars þessu öllu líður, þá held ég aftur á móti að ef FF ætlar til lengri framtíðar að vaxa og dafna sem alvöru stjórnmálaafl, þá verði konur að koma mun sterkar og meir áberandi inn í forystu hans.
Það er hygg ég nú alveg á hreinu og veit sem er að þær eru nokkrar þarna úti sem gætu svarað því, en enn sem komið er eru það karlarnir sem eiga sviðið meira og minna.
mbl.is Margrét: Nýtt afl meðal Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún Stefánsdóttir ritari flokksins, er líka varaþingmaður, og hefur setið á þingi, þar eru fleiri tilkallaðar reyndar.   En það er rétt að miklar væringar eiga sér stað í flokknum mínum.  Og ekki allt komið fram enn trúi ég.  En það er ef til vill gott að hreinsa til, það getur ekki annað en batnað við umræður og að fólk taki afstöðu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka þér kærlega frú Cesil. Jú, orð eru til alls fyrst, þó stundum megi margt sagt svosem kjurt liggja. En mér finnst nú ekkert óeðlilegt við að væringar, deilur, jafnvel átök eigi sér stað annars lagið innan stjórnmálaflokka, það liggur held ég bara í eðli þeirra, að slíkt gerjist mótist, hins vegar bara mismunandi hversu sýnilegt það er og á hvaða vettvangi.

Þú og þínir félagar í FF eruð t.d. mjög áberandi hérna á moggablogginu og mörg ykkar vílið ekki fyrir ykkur að vera mjög opinská og hreinskilin í gagnrýni ykkar þegar svo ber undir.Gott eða ekki? Skal ekki segja, en þó er þetta oft hressilegt og gefur ykkur vissan blæ og að mörgu leiti skemmtilegan!

En einhverri niðurstöðu skilar þetta að lokum,það sem um er rætt og þá væntanlega sem flestir sætta sig við eða verða að gera, þannig er það nú alltaf held ég og þú þekkir eflaust mun betur en ég!

En hvað svo aðeins meir Kristinn varðar, þá yrði ég mjög hissa ef hann gengi í S, ef hann þá á annað borð fer úr FF.Þá ætti blessaður karlinn bara eftir að vera innanborðs í VG og D!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og með Kolluna, Raufarhafnarrósina sjálfa, þá er það nú fyndið mín kæra, að þú gerir hana að varaþingmanni líkt og ég gerði sjálfur hér neðar í vísnasamantektinni minni um ykkur nokkrar glæsimeyjarnar!ÉG hélt já að hún væri slíkur, en hún leiðrétti það nú snarlega, hún var í framboði í SV kjördæmi, na þar náði flokkurinn ekki inn manni síðast!

En ritari er hún víst!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 17:23

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég held að það sé rétt hjá þér að Kristinn muni kjósa að starfa sem óháður fram að næstu kosningum,  líkt og hann hefur áður gert.  Og láti síðan bjóða í sig. 

Jens Guð, 22.9.2008 kl. 02:20

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Við sjáum hvað setur, kannski hefur fundur gærkveldsins lægt öldurnar eitthvað!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband