Færsluflokkur: Bloggar
30.7.2007 | 22:16
Drottningin Jenný og dúllan!
Nú er ég gjörsamlega heillaður, hugfangin, stoltur og bíspertur sperrilegggur!
Ræð mér ekki fyrir kæti, syng og tralla og tjútta bara út í eitt!
Og hvers vegna?
Jú, jú hin ofurvinsæla, æðislega, greinda, guðdómlega og langflottasta í bloggheimum, Jennifer Lopez, eh, afsakið Jenný "The Bomb" Baldurs, kallaði mig kútinn því æðislegasta og krúttlegasta nafni sem nokkrum getur hlotnast að nefnast og ég skal bara stafa það fyrir ykkur!
M-E-G-A-D-Ú-L-L-A!!!
Getur maður komist öllu hærra í metorðastiga meyjavirðingar, þegar slík og þvíumlík Drottning á í hlut?
Nei, það efast ég um!
En þessa heiðursnafnbót hlaut ég bara fyrir að segja gyðjunni á ósköð kurteisan og hlédrægan hátt, að ég gæti ekki hafa verið með henni á hinum margrægu Zeppelintónleikum ´70, þótt vissulega hefði ég verið eins og hún futtrúi ungu kynslóðarinnar á þeim tíma, æðislega fallegur þá sem nú, en bara 4 ára!
En mín elskulega Jenný, þótt þú sért guðdómleg í alla staði, skartir gáfum, greind og glæsileika samankomnum í einum komukroppi, hafir andlit Ava Gardner, brjóst Sophiu Loren og Leggi Bridget Bardot...!!!
ÞÁ GET ÉG SAMT EKKI ORÐIÐ FJÓRÐI EIGINMAÐUR ÞINN!
Ég er nefnilega skotin í annari, á heima nálægt mér, er NÆSTUM ÞVÍ eins gáfuð og greind og þú, en um glæsilekan veit ég ekkert?
HEF NEFNILEGA ALDREI SÉÐ HANA!
En mér er líka alveg sama, hin sanna fegurð kemur að innan og sést ekki einu sinni með röntgengleraugum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 17:42
Sálasár!
Þúng eru skref þeirra er eftir standa.
Sár í sálum,
sorg í hjörtum
Bleik brugðið!
![]() |
Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 15:45
Aftaka eða hvað!?
Að ekki fleiri ffengnum upplýsingum, skal það þó ekkert fullyrt, en þetta minnir óþægilega, svo ekki sé fastar að orði kveðið, á glæpaklíkuóöld í ónefndum stærri löndum!
Auðvitað er þetta ekki alveg í fyrsta skipti sem svona voðaverk er framið hérlendis, en samt setur að manni óhug er slíkur voðaatburður gerist um miðjan dag á fjölfarinni akstursleið!
![]() |
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 01:02
Takktakk og aftur TAKK!
TAKK KÆRLEGA!
N'u nefnilega sléttum sex vikum eftir að ég byrðjaði mitt bloggbrölt, hafið þið með lestri ykkar og afskiptum, fleytt mér inn á efsta blaðið á Moggabloggsvinsældalistanum,
í sæti 46!
Nú á maður auðvitað ekki að hlaupa eftir slíku vinsældavafstri, geri það ekki heldur, en mitt sæmilega sjálfsálit gleðst þó smá, viðurkenni það fúslega!
Klapp á öxlina alltaf gott að fá annars lagið!
Enn og aftur, kærar þakkir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 15:10
Blíðan!?
O gþetta virðist greinilega keðjuverkandi, fleiri og fleiri fara yfirr hámarkshraðan!
Þegar daga heila og hálfa,
hlýindi ríkja og sól.
Ökumenn breytast í bjálfa,
og vbarasta verstu fól!
![]() |
44% fleiri fá umferðarpunkta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 14:51
Ekki frétt!
En í hverju felst nú fréttamatið?
STaðreyndin sú, að unglingar allra tíma, reyna í einhverjum mæli að komast "í fjörið"!
Sjálfur komst ég fyrst í H-100 varla orðin 17 og varð út af fyrir sig ekki meint af!
Brosi því út í annað yfir þessari EKKI FRÉTT, sem aftur minnir mig á, að ég sakna Hauks Haukssonar Ekkifréttamanns sárlega!
![]() |
Unglingar á skemmtistöðum án þess að hafa til þess aldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2007 | 15:40
Það skildi þó aldrei hafa verið..?
Ljótt er að lesa þetta og ömurlegt til þess að vita, að slíkt skuli viðgangast! Hver svo í raun og veru skemmdrarvargurinn er ekkert hægt að segja, en óneitanlega vekur athygli þetta uppgefna þjóðerni, þannig að velta má því fyrir sér hvort hann sé nafntogaður hérlendis?
Um sannleik eigi segja skal,
þó sjáist vegsummerki.
en kannski var hér Halim Al,
"Hund-Tyrki" að verki?
![]() |
Tölvuþrjótur ræðst á héraðsfréttavef |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 20:51
Nýjasta nýtt!
![]() |
Starfsemi hefst með sumarleyfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 14:34
Vopnaleitarvild!?
Jamm, svona við fyrstu skoðun kannski ekkert óeðlilegt, þetta vildarvinahafarí gengur jú út á alls kyns skuldbindingar skilst manni víst og ótal fleira svo "vildin" öðlist eitthvert gildi og hví þá ekki eitthvað á borð við að þurfa ekki að bíða tímunum saman, heldur bara fá að fara framfyrir í röðinni, svona eins og að vera popppælari eins og ég var og fékk alltaf að smygla mér inn á undan flestum öðrum haha!
En eftir að hafa hugsað þetta aðeins betur, renna eiginlega á mig tvær grímur!
Allt í lagi, tími sparast kannski, meiri gest til að hanga á barnum og svoleiðis?
En setjum nú svo, að ég væri nú t.d. lögulegur og leggjalangur stútungskvennmaður á borð við hana Gurrí bloggvinkonu mína, en henni finnst svo gaman að ferðast!?
Finndist henni virkilega gaman, að beinlínis hlaupa framfyrir alla hina, öskrandi, "Hæ, hér, ég fyrst"! en upplifa svo að káfað yrði SÉRLEGA VEL OG VANDLEGA á henni af 90 kg. kraftakerlingu með karlverðina glápandi græðgislega á!?
Held ekki! Og jafnvel þótt hið fornkveðna segi að "Íllu sé best aflokið"!
Mætti ég þá biðja um aðra "Vild" en þessa, já líka fyrir mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 15:17
66!
Já, nú er mér skemmt!
Grínaðist með það hér að neðan, að kannski væri ég að verða frægur, eða frægari, svona eftir hvernig á það er litið og svosem eftirsóknarvert!
Nema hvað, er allavega komin upp í hið glæsta sæti 66 á blogglistanum, skellti bara upp úr er ég sá það, fæddur ´66 og það á slaginu 6!
Og í dag er liðin sléttur mánuður frá því ég byrjaði þetta brölt, sem svo má bara í hnotskurn orða svona!
Nú mánuð hefur Magnús Geir,
í moði þessu staðið.
Hnoðað saman hörðum leir,
já, hérna elgin vaðið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar