Færsluflokkur: Bloggar
9.7.2007 | 21:44
Blessaður karlinn!
Hvar væru þessar helstu stofnanir annars ef þær nytu ekki svona góðverka á borð við þessa rausnarlegu gjöf hjá blessuðum karlinum honum Margeir!?
![]() |
Færði Öldrunarheimilum Akureyrar 3 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.7.2007 | 19:46
Er ég að verða vinsæll!?
VAldi að handahófi 150 vinsælustu og rak upp stór augu!
Strax komin í sæti númer 104!
Svo kíkti ég aftur í dag.
Sæti 86!
Nú veit ég að margir þeir vinsælustu hafa tekið sér sumarfrí, en samt, er ég að verða vinsæll!?Hvað eru margir á Moggablogginu, mörg þúsund kannski? Þá má ég aldeilis vel við una!
Annars vesen með þetta blogg í dag, komst lengi vel ekki inn og svo hefur þetta verið leiðinlegt!
En fínn dagur samt og ýmislegt brasað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 20:03
Ólína hefur mætur á Mávnum!
Sú margfróða merkiskona, Ólína Þorvarðardóttir, fv. Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Þjóðfræðingur, Kvæðakona, hagyrðingur, margra barna móðir og Bloggari, svo fátt eitt sé nefnt, ritaði í gær góða grein á svæðið sitt, olinathorv.blog.is til varnar blessuðum Mávinum, sem sætir nú fækkunaraðgerðum, ef ekki bara útrýmingarstefnu, að hálfu yfirvalda í Reykjavík!
Ég hef nú ekki mikla skoðun á málinu, veit sem er að fuglinn þessi er ýmsum til ama við tjörnina og sýnir grimmd sína við Endurnar,en þetta er jú einu sinni náttúrunnar gangur og Mávurinn hefur þar sitt hlutverk eins og við hin!
Laumaði þessum Línum inn á bloggið hennar og fékk bara gott fyrir hjá konunni frómu!
Hún Ólína, vífið að vestan,
vágest telur ei mestan.
Þennan vesalings varg,
með voða sitt garg.
Nei, segir hann barasta Bestan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 19:58
Mistök leiðrétt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 20:44
Gott ef satt reynist!
EN...
Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið, það skildu menn nú muna rækilega!
Og spurningar lifa.
En hvað gerir Gunnar Ingi Birgisson nú?
Og um hvað hefur Ísafold að skrifa framvegis!?
![]() |
Einkadansinn líður undir lok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2007 | 20:43
Rosalegt!
Lengi hefur legið þurrt,
lífvana nú allur hagi.
Suðurland því svífur burt,
sýnist mér í heilu lagi!
En í alvöru talað, svona moldrok er alveg rosalegt og bráðnauðsynlegt að bregðast við því!
![]() |
Moldrokið á Suðurlandi sést utan úr geimnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2007 | 14:22
"En þó var ekki öll nótt úti enn"!? - Málvitund hrakar.
Hin skelegga fréttakona, Lára Ómarsdóttir (Ragnarssonar) las réttina og taldi upp hina leiðu atburði er átt höfðu sér stað, slagsmál fyrir og inn á tjaldsvæðinu að Hömrum, árás á tjaldstæðisvörð og áreitni við lögreglu. Og svo kom þetta í lok upptalningarinnar, eitthvað á þessa leið!
"En þó var ekki öll nótt úti enn"!?
Nú er ég ekki einn af þeim sem eltist við allar villur sem hugsast geta hjá fjölmiðlafólki, en geri þá kröfu, að það komi sínum texta nokkuð sómasamlega frá sér. HItt er ég gagnrýnni á og hef satt best að segja meiri áhyggjur af, þegar málvitund þess og raunar allra annara, fer hreinlega að brenglast eins og í þessu dæmi!
Hér átti fréttakonan annars hin ágætasta, auðvitað við og taldi sig segja, að ekki væri allt upptalið enn af uppákomunum!
Að öll nótt sé ekki úti enn, hefur hins vegar allt aðra og jákvæðari merkingu, nefnilega að enn sé von á betrum, þar sem eitthvað lítur ílla út, þó útlitið sé dökkt, þá er ekki öll nótt úti enn!
Ætla ég bara rétt að vona, að Láru hafi nú verið bent á þetta, jafnvel að karl faðir hennar hafi tekið eftir og leiðrétt sína góðu dóttur!
Annað dæmi og miklu verra og útbreiddara, er hin "útíhött" kveðja, sem ég vil kalla svo, er t.d. starfsfólk hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum hefur tileinkaðsér.
Nefnilega að svara kveðjunni "Þakka þér fyrir" með "Gjörðu svo vel"!?
Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta komst á í upphafi, en viðkomandi gætu alveg eins svarað mér þakkarkveðju t.d. "Það er út í hött"!
Það væri nefnilega jafnmikið út í hött!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 15:28
Listasumar, Kastljóssdjass og Ronnie Earl!
Í Kastljósi gærkvöldsins komu fram nokkrir djassarar, m.a. hinn ágæti píanisti Agnar Már Magnússon og tóku lagið í tilefni af upphafi Listasumarsins hér á Akureyri, sem jafnan hefst á Jónsmessunni, 24. júní, og líkur í enda ágúst með Akureyrarvöku.
Ekki úr vegi að minna alla bloggara á þessa miklu listaveislu!
Það sem vakti þó meiri athygli mína á spili djassarana, var lagið sem þeir tóku, gamall "Standarður" eins og Jón Múli heitinn hefði orðað það, Moanin´!
ER nefnilega í sérstöku uppáhaldi hjá mér í flutningi hins frábæra Texasblúsara Ronnie Earl!
Útgáfa hans af laginu á tónleikaplötunni Blues And Forgivenes er algjört afbragð!
Fann skífuna í hvelli á eftir þættinum og hækkaði vel í græjunum!
Ronnie annars mikill snillingur gítarsins, fyrst og síðast auðvitað blúsmaður besti, en hefur í gegnum tíðina á sínum fjölmörgu plötum, tvinnað sérlega vel saman djass og latnesk áhrif svo úr hefur orðið persónulegur afburðastíll!
Kynntist honum fyrst sem meðlim í fornfrægri Texassveitinni Room Full Of Blues, sem enn sveiflast, en lengst af hefur Ronnie starfrækt sína eigin sveit sem kallast The Broadcasters. Meðmörgum öðrum kröftum og svo undir sínu nafni einungis, hefur hann svo líka starfað og gefið út plötur.
Eins og margur spilarinn, Féll Ronnie ungur fyrir BAkkusi, en rétti úr kútnum og starfaði lengi eftir það sem boðberi gegn bölinu! (og gerir e.t.v. enn?)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 15:40
Blúsinn - Einfaldleikinn áhrifamesti!
En sem fyrr, allt ber þetta að sama brunni, þegar grannt er skoðað og vandlega rýnt, BLÚSINN er alltaf þarna einhvers staðar að finna, undirliggjandi og allt um kring!
Með árunum hækkandi aldri og þroska hafa svo auðvitað aðrar hliðar tónlistargyðjunnar uppgötvast fyrir mér og umburðarlyndi fyrir sumum sem ekki ná í gegn, aukist. Svo áhrifamikill sem blúsinn er, eins og raun ber vitni, þá hefur hann líka átt þátt í að gera mig víðsýnni, hlusta til dæmis eftir hliðstæðum í þjóðlaga- og heimstónlist hvað tilfinningatúlkun snertir.
EFtir áratuga pælingar er líka svo komið nú, að fátt er það sem ekki má gefa tækifæri,en eins og gengur er þó áhuginn misjafn og maður mis upplagður frá degi til dags.En þannig er það nú líka með flest annað í lífinu. Nær áratugs starf í blaðamennsku, við fyrst og síðast tónlistarskrif, gerðu svo auðvitað líka að verkum, að þekking og víðsýni á tónlist jókst, spönnuðu þau skrif allt frá sígildri tónlist til harðkjarnastafrænurokks!
En hvernig sem allt velkist, þörfin fyrir blúsinn eyðist aldrei, alltaf snýr maður sér til hans, í sorg jafnt sem gleði og finnur þar svölun, sem hvergi annars staðar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 01:31
Hógvær fregn í fjórum línum
og flestum öðrum meiri.
Byrjaður að blogga er,
Brettingurinn Geiri!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 218382
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar