Færsluflokkur: Bloggar

Blessaður karlinn!

Já, blessaður karlinn hann Margeir, sem áratugum saman vann hjá KEA, m.a. sem sendill, alltaf svo hæglátur og kurteis, en jafnframt ansi hreint skarpur, enda skákmaður dágóður!
Hvar væru þessar helstu stofnanir annars ef þær nytu ekki svona góðverka á borð við þessa rausnarlegu gjöf hjá blessuðum karlinum honum Margeir!?
mbl.is Færði Öldrunarheimilum Akureyrar 3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég að verða vinsæll!?

Fór í fyrsta skipti í gær að athuga hvar ég væri á þessum vinsældalista, eða öllu heldur á listanum yfir vinsælustu bloggin.
VAldi að handahófi 150 vinsælustu og rak upp stór augu!
Strax komin í sæti númer 104!
Svo kíkti ég aftur í dag.
Sæti 86!
Nú veit ég að margir þeir vinsælustu hafa tekið sér sumarfrí, en samt, er ég að verða vinsæll!?Hvað eru margir á Moggablogginu, mörg þúsund kannski? Þá má ég aldeilis vel við una!
Annars vesen með þetta blogg í dag, komst lengi vel ekki inn og svo hefur þetta verið leiðinlegt!
En fínn dagur samt og ýmislegt brasað!

Ólína hefur mætur á Mávnum!

Sú margfróða merkiskona, Ólína Þorvarðardóttir, fv. Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Þjóðfræðingur, Kvæðakona, hagyrðingur, margra barna móðir og Bloggari, svo fátt eitt sé nefnt, ritaði í gær góða grein á svæðið sitt, olinathorv.blog.is til varnar blessuðum Mávinum, sem sætir nú fækkunaraðgerðum, ef ekki bara útrýmingarstefnu, að hálfu yfirvalda í Reykjavík!
Ég hef nú ekki mikla skoðun á málinu, veit sem er að fuglinn þessi er ýmsum til ama við tjörnina og sýnir grimmd sína við Endurnar,en þetta er jú einu sinni náttúrunnar gangur og Mávurinn hefur þar sitt hlutverk eins og við hin!
Laumaði þessum Línum inn á bloggið hennar og fékk bara gott fyrir hjá konunni frómu!

Hún Ólína, vífið að vestan,
vágest telur ei mestan.
Þennan vesalings varg,
með voða sitt garg.
Nei, segir hann barasta Bestan!


Mistök leiðrétt!

Mistökin frá Laufskálanum í morgun, sem ég henti gaman af fyrr í dag, voru snarlega leiðrétt í endurflutningi í kvöld! Mér að þakka eða ekki, svolítið vandræðaleg en sjálfsagt tæknileg mistök!

Gott ef satt reynist!

Já, sama er mér þótt svona fyrirbærum verði komið fyrir kattarnef með lögum, frjálslyndum manninum sem ég annars er.
EN...
Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið, það skildu menn nú muna rækilega!
Og spurningar lifa.
En hvað gerir Gunnar Ingi Birgisson nú?
Og um hvað hefur Ísafold að skrifa framvegis!?
mbl.is Einkadansinn líður undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalegt!

Lengi hefur legið þurrt,
lífvana nú allur hagi.
Suðurland því svífur burt,
sýnist mér í heilu lagi!

En í alvöru talað, svona moldrok er alveg rosalegt og bráðnauðsynlegt að bregðast við því!


mbl.is Moldrokið á Suðurlandi sést utan úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"En þó var ekki öll nótt úti enn"!? - Málvitund hrakar.

Í makindum mestu og sakleysi, kúrði ég við sjónvarpstækið mitt fyrir nokkrum dögum og fylgdist með fréttum STöðvar 2. Þá voru í hámæli Bíladagarnir svonefndu hér í bæ, en ýmislegt gekk nú á, líkt og fyrir ári að þessir dagar voru fyrst að ég held haldnir.
Hin skelegga fréttakona, Lára Ómarsdóttir (Ragnarssonar) las réttina og taldi upp hina leiðu atburði er átt höfðu sér stað, slagsmál fyrir og inn á tjaldsvæðinu að Hömrum, árás á tjaldstæðisvörð og áreitni við lögreglu. Og svo kom þetta í lok upptalningarinnar, eitthvað á þessa leið!
"En þó var ekki öll nótt úti enn"!?
Nú er ég ekki einn af þeim sem eltist við allar villur sem hugsast geta hjá fjölmiðlafólki, en geri þá kröfu, að það komi sínum texta nokkuð sómasamlega frá sér. HItt er ég gagnrýnni á og hef satt best að segja meiri áhyggjur af, þegar málvitund þess og raunar allra annara, fer hreinlega að brenglast eins og í þessu dæmi!
Hér átti fréttakonan annars hin ágætasta, auðvitað við og taldi sig segja, að ekki væri allt upptalið enn af uppákomunum!
Að öll nótt sé ekki úti enn, hefur hins vegar allt aðra og jákvæðari merkingu, nefnilega að enn sé von á betrum, þar sem eitthvað lítur ílla út, þó útlitið sé dökkt, þá er ekki öll nótt úti enn!
Ætla ég bara rétt að vona, að Láru hafi nú verið bent á þetta, jafnvel að karl faðir hennar hafi tekið eftir og leiðrétt sína góðu dóttur!
Annað dæmi og miklu verra og útbreiddara, er hin "útíhött" kveðja, sem ég vil kalla svo, er t.d. starfsfólk hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum hefur tileinkaðsér.
Nefnilega að svara kveðjunni "Þakka þér fyrir" með "Gjörðu svo vel"!?
Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta komst á í upphafi, en viðkomandi gætu alveg eins svarað mér þakkarkveðju t.d. "Það er út í hött"!
Það væri nefnilega jafnmikið út í hött!

Listasumar, Kastljóssdjass og Ronnie Earl!


Í Kastljósi gærkvöldsins komu fram nokkrir djassarar, m.a. hinn ágæti píanisti Agnar Már Magnússon og tóku lagið í tilefni af upphafi Listasumarsins hér á Akureyri, sem jafnan hefst á Jónsmessunni, 24. júní, og líkur í enda ágúst með Akureyrarvöku.
Ekki úr vegi að minna alla bloggara á þessa miklu listaveislu!
Það sem vakti þó meiri athygli mína á spili djassarana, var lagið sem þeir tóku, gamall "Standarður" eins og Jón Múli heitinn hefði orðað það, Moanin´!
ER nefnilega í sérstöku uppáhaldi hjá mér í flutningi hins frábæra Texasblúsara Ronnie Earl!
Útgáfa hans af laginu á tónleikaplötunni Blues And Forgivenes er algjört afbragð!
Fann skífuna í hvelli á eftir þættinum og hækkaði vel í græjunum!
Ronnie annars mikill snillingur gítarsins, fyrst og síðast auðvitað blúsmaður besti, en hefur í gegnum tíðina á sínum fjölmörgu plötum, tvinnað sérlega vel saman djass og latnesk áhrif svo úr hefur orðið persónulegur afburðastíll!
Kynntist honum fyrst sem meðlim í fornfrægri Texassveitinni Room Full Of Blues, sem enn sveiflast, en lengst af hefur Ronnie starfrækt sína eigin sveit sem kallast The Broadcasters. Meðmörgum öðrum kröftum og svo undir sínu nafni einungis, hefur hann svo líka starfað og gefið út plötur.
Eins og margur spilarinn, Féll Ronnie ungur fyrir BAkkusi, en rétti úr kútnum og starfaði lengi eftir það sem boðberi gegn bölinu! (og gerir e.t.v. enn?)

Blúsinn - Einfaldleikinn áhrifamesti!

Allt frá því fyrir tæpum 25 árum, að vinur minn Heimir ýtti mér endanlega inn í hinn víðfeðna heim Blússins, hefur þaðan ekki verið aftur snúið!Þetta í senn sáraeinfalda tónlistarform, sem að líkindum á sínar djúpu rætur einhvers staðar í myrkviðum Afríku,fluttist svo með þrælaskipunum yfir til Ameríku, þar sem það þróaðist svo stig af stígi, allt frá plantekrunum í Suður- og Miðríkjunum og svo þaðan til borganna, síaðist smátt og smátt inn í alla króka og kima, svo í dag telst án nokkurs vafa ein helsta undirstaðáð í hinni svokölluðu dægurtónlistarmenningu vesturlanda, hefur já verið sem nokkurs konar meginstraumur í öllu mínu tónlistargrúski síðan þá og fært mér ómælda gleði! Ég segi að Heimir hafi já blessunarlega ýtt mér endanlega inn í dýrðarheiminn, því auðvitað hafði ég eins og raunar flestir eða allir aðrir sem una tónlist, kynnst og hlustað á ýmsa boðbera blússins eða afsprengi hans. Alin upp í skjóli fimm eldri bræðra, hafði jú æskan einkennst af tónlist allt frá frumherjum rokksins á borð við Elvis og Chuck Berry,til rokk og glamhelta áranna um og fyrir 1970, Zeppelin, Purple, Uriah Heep, Slade og Sweet m.a. auk svo auðvitað Bítlanna!Allir þessir listamenn sóttu og sækja enn í sumum tilfellum, sín áhrif til blússins, en það vissi maður bara ekki þá og þannig er það með margt fólk, það veitt oft ekki hvað hrífur það og gengur því oft með ranghugmyndir um tónlistina.Breska þungarokksbylgjan, sem þróaðist og náði svo hámarki um og eftir 1980 kom svo sem nokkurs konar framlenging á rokkhetjunum á borð við Zeppelin, Purple, Heep o.s.frv. enda meira og minna undir áhrifum af þeim og svo ég gleymi nú ekki, Black SAbbath!Og svo auðvitað í og með, hið dásamlega fyrirbæri sem auðvitað hafði mikil áhrif á unglinginn, PÖNKIÐ!
En sem fyrr, allt ber þetta að sama brunni, þegar grannt er skoðað og vandlega rýnt, BLÚSINN er alltaf þarna einhvers staðar að finna, undirliggjandi og allt um kring!
Með árunum hækkandi aldri og þroska hafa svo auðvitað aðrar hliðar tónlistargyðjunnar uppgötvast fyrir mér og umburðarlyndi fyrir sumum sem ekki ná í gegn, aukist. Svo áhrifamikill sem blúsinn er, eins og raun ber vitni, þá hefur hann líka átt þátt í að gera mig víðsýnni, hlusta til dæmis eftir hliðstæðum í þjóðlaga- og heimstónlist hvað tilfinningatúlkun snertir.
EFtir áratuga pælingar er líka svo komið nú, að fátt er það sem ekki má gefa tækifæri,en eins og gengur er þó áhuginn misjafn og maður mis upplagður frá degi til dags.En þannig er það nú líka með flest annað í lífinu. Nær áratugs starf í blaðamennsku, við fyrst og síðast tónlistarskrif, gerðu svo auðvitað líka að verkum, að þekking og víðsýni á tónlist jókst, spönnuðu þau skrif allt frá sígildri tónlist til harðkjarnastafrænurokks!
En hvernig sem allt velkist, þörfin fyrir blúsinn eyðist aldrei, alltaf snýr maður sér til hans, í sorg jafnt sem gleði og finnur þar svölun, sem hvergi annars staðar!

Hógvær fregn í fjórum línum

Fregnir góðar flytjum hér,
og flestum öðrum meiri.
Byrjaður að blogga er,
Brettingurinn Geiri!

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218382

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband