Færsluflokkur: Bloggar
15.8.2007 | 23:26
Heimur helvítis!
Það setur auðvitað að manni vissan óhug þegar maður verður meir og meir var við slíkan ljótleika sem þetta er, í næsta nágreni við sig! Sjálfur á ég t.d. bróðurdóttur sem vinnur sem afgreiðslustúlka í verslun, þetta heðfi alveg getað verið hún sem varð fyrir þessari óskemmtilegu lífsreynslu!
Ógæfusálir á sveimi,
sífelt eru fleiri og fleiri.
Í þessum helvítis heimi,
hræðslunnar meiri og meiri!
Þrír handteknir í verslun á Akureyri; einn með barefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 10:54
Einkar athyglisvert!
HB Grandi ætlar að flytja fiskvinnslu frá Reykjavík til Akraness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 20:04
Loks mælir Magnús, en meira þarf til!
Viss niðurstaða sé komin í málin, ónefndur sviðsstjóri hefur verið færður um set að undangenginni úttekt óháðs skoðunaraðila auk þess sem önnur ráð hafa verið fyrirhuguð til að skerpa á innviðum vinnustaðarins.Það og fleira á að stuðla að betri og væntanlega friðsamari vinnuumhverfi!
Aðspurður um vhí lengi hafi sem raun ber vitni, tekið að bregðast við vandanum, sem vissulega kom ekki upp fyrir helgi, þá útskýrði Magnús það með ýmsum flóknum lögum og reglugerðum er gilda um opinbera starfsemi, sem taka þyrfti tillit til og af vandvirkni!
Held líka að það sé rétt hjá honum, sem þó er alls ekki fullnægjandi skýring á því hví þetta ástand hefur staðið svo lengi og með þessum miklu afleiðingum, allavega 12 starfsmenn sagt upp vegna þessa óánægjuástands og samstarfsörðugleika við einn sviðsstjóra! (að því best fæst ráðið!)
Þá virðast starfsmenn er enn vinna á Veðurstofunni, ekki enn vera sáttir þrátt fyrir þessi viðbrögð er loksins hafa orðið og íhuga sumir uppsagnir ennþá! Magnús óttaðist þó ekki að þjónustan við landsmenn væri í hættu, menn séð það svartara fyrr!
Vonandi mun þó í framhaldinu fleira verða gert svo þessi "él á Veðurstofunni stytti upp um síðir" eins og þau gera öll jafnan,annað gengur bara ekki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 14:02
Verslunarfólk. - Til hamingju með daginn!
Þó ræður kaldhæðnislegur tíðarandin á síðustu árum ekki hvað síst, því að fáir ef nokkrir vinna helst á þessum degi en einmitt verslunarfólk!
Mætti mín vegna alveg breyta þessu til gamals horfs, þ.e. bara loka verslunum sem jóladagur væri! "Klestir og krambúleraðir" ferðalangar yrðu bara að gjöra svo vel að vera fyrirhyggjusamir og kaupa bensín og aðrar nauðþurftir fyrir heimferðina á sunnudeginum!
Já, svo mætti alveg innleiða sjónvarpslausa fimmmtudaga aftur, en það kemur nú veslunarmannahelginni ekkert við!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.8.2007 | 13:53
Nú glottir Geiri!
John Norum.
Annars gaukaði gamall félagi því að mér fyrir stuttu, að gítarhetja ein væri nú að öðru þjóðerni en ég hélt, en ekki í þessa veruna heldur einmitt öfugt. Að John Norum í Europe, væri norksur að uppruna en ekki sænskur! Hef nú ekki kafað frekar ofan í málið, en hef alltaf haldið að þetta væri málum blandið, nú fer ég aftur að verða handviss um að hann sé sænskur og ekkert annað!
Margir Norðmenn eru í rauninni Svíar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 23:18
Í stuttu máli sagt!
Hannes Þ. og Hreiðar Má,
höfðingjana lítið ræði.
Bara ekki þekki þá,
né þeirra helstu lífsins gæði!
En Hannes Þ. og Hreiðar Már,
held ég samt að báðir græði.
Þrauki ég í þúsund ár,
þeirra launum kannski næði!?
Hreiðar Már með hæstu tekjurnar samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.8.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 01:21
ÉG Á AFMÆLI Í DAG!
Ég á afmæli í dag,
ég á afmæli í dag.
Ég er 10 ára húseigandi,
ég er tíu ára húseigandi í dag.
Húrra,húrra, húrra!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2007 | 22:54
Öll sagan sögð?
Veist að Eiði Smára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 17:20
"Í strætó skemmti ég mér"!
Mikið held ég nú að hjörtu ýmissa strætisvagnafarþega hafi tekið fjörkipp við þessa fregn, þeir hugsi að minnsta kosti gott til glóðarinnar að sötra kaffi meðan vagninn brunar á "blússandi" siglingu!
Gurrí Skagamær grætur að gleði, alveg handviss um það!
En ósköðp er þetta annars allt "út og suður" hjá sveitarfélögunum þarna syðra annars, sem þó eiga að heita að vera í samfloti í þessu "Strætó B/S"!
Man ekki betur en Kópavogsbær ætli að eða sé byrjaður að veita vissum aldurshópum frían aðgang í vagnana innanbæjar!?
En hér nyrða höfum við það bara gott og hugsum ekki um svona smotterí, búið að vera frítt fyrir alla bæjarbúa í strætó frá áramótum og allir voða hressir með það!
Vona nú reyndar líka, að "Eyjólfur hressist" syðra, námskrakkarnir taki þessu allavega fagnandi og flykkist í vagnana!
En sunnlendingar, þið verðið að muna hina formkveðnu speki er þið gangið glaðbeittir inn um vagnanna dyr, að "það er bannað að sulla niður"!
Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 16:52
Mér finnst rigningin góð oho!
En þetta hreina og tæra regn sem byrjaði að falla hérna eftir hádegið og það að því mér finnst allavega, fullkomlega lóðrétt, vakti bara svei mér þá gleði í litla ræfilshjartanu mínu!
Laglínan "Mér finnst rigningin góð" vaknaði því ósjálfrátt í kollinum, lagið sem þó reyndar heitir "Húsið og ég" ljóð eftir hina þokkafullu leikkonu með meiru, Vilborgu Halldórsdóttur og flutt af Grafík!
Og talandi um Vilborgu, (er reyndar er með útvarpsþætti á rás eitt þessar vikurnar) sem lítið hygg ég að hafi verið á leiksviðinu í seinni tíð, þá minnist ég hennar á fjölunum hér nyrðra hjá LA, sérstaklega í vinsælli uppfærslu á "My Fair Lady" þar sem hún var einkar flott!
En ahh, nú á síðustu mínútum hefur smá æsingur færst í "Kára gamla" svo litla stund tekur að rennbltna í gegn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar