Færsluflokkur: Bloggar

Heimur helvítis!

Það setur auðvitað að manni vissan óhug þegar maður verður meir og meir var við slíkan ljótleika sem þetta er, í næsta nágreni við sig! Sjálfur á ég t.d. bróðurdóttur sem vinnur sem afgreiðslustúlka í verslun, þetta heðfi alveg getað verið hún sem varð fyrir þessari óskemmtilegu lífsreynslu!

Ógæfusálir á sveimi,
sífelt eru fleiri og fleiri.
Í þessum helvítis heimi,
hræðslunnar meiri og meiri!


mbl.is Þrír handteknir í verslun á Akureyri; einn með barefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkar athyglisvert!

N'u virðist aldeilis glest ganga Skagamönnum í hag, boltinn þar aftur komin á skrið og nú fær atvinnulífið á staðnum þessar ánægjulegu fregnir! Að vísu ekki komið til að góðu, en kannski verður þetta einhvers lags huggun harmi gegn, ef hægt er að orða það þannig, ef stóru útgerðarfyrirtækin sjá sér svona frekar hag í að byggja upp á minni stöðunum, telja það betra í þessum annars ólgusjó sem samdrátturinn í þorskinum óneitanlega veldur! En þetta er auðvitað misjafnt milli fyrirtækja og Skaginn auðvitað alla tíð áður verið annað höfuðvígi HBGranda, þ.e. Haraldur Böðvarsson. Heimamenn óttuðust að vísu er sameiningin við Granda varð, að það myndi þýða samdrátt þar, en það virðist semsagt ekki hafa orðið, stefnir alveg öfugt samkvæmt þessu, reksturinn og umsvifin minnka í reykjavík!
mbl.is HB Grandi ætlar að flytja fiskvinnslu frá Reykjavík til Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks mælir Magnús, en meira þarf til!

Eftir að miður góð umfjöllun um einelti á Veðurstofu Íslands hefur átt sér stað í Sjónvarpinu síðan fyrir helgi með tilheyrandi viðbrögðum í þjóðfélaginu, m.a. hér í bloggheimum, birtist loks hinn rólyndislegi Veðurtofustjóri magnús Jónsson í viðtali og hefur tíðindi að færa!
Viss niðurstaða sé komin í málin, ónefndur sviðsstjóri hefur verið færður um set að undangenginni úttekt óháðs skoðunaraðila auk þess sem önnur ráð hafa verið fyrirhuguð til að skerpa á innviðum vinnustaðarins.Það og fleira á að stuðla að betri og væntanlega friðsamari vinnuumhverfi!
Aðspurður um vhí lengi hafi sem raun ber vitni, tekið að bregðast við vandanum, sem vissulega kom ekki upp fyrir helgi, þá útskýrði Magnús það með ýmsum flóknum lögum og reglugerðum er gilda um opinbera starfsemi, sem taka þyrfti tillit til og af vandvirkni!
Held líka að það sé rétt hjá honum, sem þó er alls ekki fullnægjandi skýring á því hví þetta ástand hefur staðið svo lengi og með þessum miklu afleiðingum, allavega 12 starfsmenn sagt upp vegna þessa óánægjuástands og samstarfsörðugleika við einn sviðsstjóra! (að því best fæst ráðið!)
Þá virðast starfsmenn er enn vinna á Veðurstofunni, ekki enn vera sáttir þrátt fyrir þessi viðbrögð er loksins hafa orðið og íhuga sumir uppsagnir ennþá! Magnús óttaðist þó ekki að þjónustan við landsmenn væri í hættu, menn séð það svartara fyrr!
Vonandi mun þó í framhaldinu fleira verða gert svo þessi "él á Veðurstofunni stytti upp um síðir" eins og þau gera öll jafnan,annað gengur bara ekki!

Verslunarfólk. - Til hamingju með daginn!

Hér í nú góða veðrinu fyrir norðan, vil ég senda Verslunarfólki nær og fjær hamingjuóskir með daginn!
Þó ræður kaldhæðnislegur tíðarandin á síðustu árum ekki hvað síst, því að fáir ef nokkrir vinna helst á þessum degi en einmitt verslunarfólk!
Mætti mín vegna alveg breyta þessu til gamals horfs, þ.e. bara loka verslunum sem jóladagur væri! "Klestir og krambúleraðir" ferðalangar yrðu bara að gjöra svo vel að vera fyrirhyggjusamir og kaupa bensín og aðrar nauðþurftir fyrir heimferðina á sunnudeginum!
Já, svo mætti alveg innleiða sjónvarpslausa fimmmtudaga aftur, en það kemur nú veslunarmannahelginni ekkert við!

Nú glottir Geiri!

Já, ekki laust við að maður glotti örlítið yfir lestrinumn á þessu, spurning hverjir hagnist meir eða eru sáttari, ef þetta yrðu nú á endanum meiriháttar þjóðflutningar haha! Annars þekki ég sjálfur, að fólk að þessu þjóðerni á sér bæði góðar og öllu verri hliðar, sem mér "Ísafoldaranum" hefur fallið misvel. Sænsk karlmannavæmni er til dæmis alveg sérstök og ótrúlega asnaleg, fyrirbæri sem ég þó get eiginlega ekki skýrt betur og að Norðmenn séu oft leiðindapúkar er ekki alveg út í bláin!
John Norum.
Annars gaukaði gamall félagi því að mér fyrir stuttu, að gítarhetja ein væri nú að öðru þjóðerni en ég hélt, en ekki í þessa veruna heldur einmitt öfugt. Að John Norum í Europe, væri norksur að uppruna en ekki sænskur! Hef nú ekki kafað frekar ofan í málið, en hef alltaf haldið að þetta væri málum blandið, nú fer ég aftur að verða handviss um að hann sé sænskur og ekkert annað!
mbl.is Margir Norðmenn eru í rauninni Svíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í stuttu máli sagt!

Hannes Þ. og Hreiðar Má,
höfðingjana lítið ræði.
Bara ekki þekki þá,
né þeirra helstu lífsins gæði!

En Hannes Þ. og Hreiðar Már,
held ég samt að báðir græði.
Þrauki ég í þúsund ár,
þeirra launum kannski næði!?


mbl.is Hreiðar Már með hæstu tekjurnar samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG Á AFMÆLI Í DAG!

Ég á afmæli í dag,
ég á afmæli í dag.
Ég er 10 ára húseigandi,
ég er tíu ára húseigandi í dag.

Húrra,húrra, húrra!!!


Öll sagan sögð?

Það er nú það, annars hef ég ekkert, nákvæmlega ekkert meira um málið að segja, en hugsa þeim mun meira!
mbl.is Veist að Eiði Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Í strætó skemmti ég mér"!

Jahá!
Mikið held ég nú að hjörtu ýmissa strætisvagnafarþega hafi tekið fjörkipp við þessa fregn, þeir hugsi að minnsta kosti gott til glóðarinnar að sötra kaffi meðan vagninn brunar á "blússandi" siglingu!
Gurrí Skagamær grætur að gleði, alveg handviss um það!
En ósköðp er þetta annars allt "út og suður" hjá sveitarfélögunum þarna syðra annars, sem þó eiga að heita að vera í samfloti í þessu "Strætó B/S"!
Man ekki betur en Kópavogsbær ætli að eða sé byrjaður að veita vissum aldurshópum frían aðgang í vagnana innanbæjar!?
En hér nyrða höfum við það bara gott og hugsum ekki um svona smotterí, búið að vera frítt fyrir alla bæjarbúa í strætó frá áramótum og allir voða hressir með það!
Vona nú reyndar líka, að "Eyjólfur hressist" syðra, námskrakkarnir taki þessu allavega fagnandi og flykkist í vagnana!
En sunnlendingar, þið verðið að muna hina formkveðnu speki er þið gangið glaðbeittir inn um vagnanna dyr, að "það er bannað að sulla niður"!
mbl.is Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst rigningin góð oho!

Veit að það er ekki tíska að fagna regninu og það veit sá sem allt veit, að "Tjallinn" gerir það til að mynda ekki eftir ósköpin síðustu vikurnar!
En þetta hreina og tæra regn sem byrjaði að falla hérna eftir hádegið og það að því mér finnst allavega, fullkomlega lóðrétt, vakti bara svei mér þá gleði í litla ræfilshjartanu mínu!
Laglínan "Mér finnst rigningin góð" vaknaði því ósjálfrátt í kollinum, lagið sem þó reyndar heitir "Húsið og ég" ljóð eftir hina þokkafullu leikkonu með meiru, Vilborgu Halldórsdóttur og flutt af Grafík!
Og talandi um Vilborgu, (er reyndar er með útvarpsþætti á rás eitt þessar vikurnar) sem lítið hygg ég að hafi verið á leiksviðinu í seinni tíð, þá minnist ég hennar á fjölunum hér nyrðra hjá LA, sérstaklega í vinsælli uppfærslu á "My Fair Lady" þar sem hún var einkar flott!
En ahh, nú á síðustu mínútum hefur smá æsingur færst í "Kára gamla" svo litla stund tekur að rennbltna í gegn!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband