Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Svo vitnað sé í frægan kviðling...

...þá gildir um þennan blessaða Þór, að..

HANN VEIT ALLT SEM ENGIN VEIT UM,
UPP Á SÍNA TÍU FINGUR!

Að öðru leiti segi ég nú fátt, sem sæmilega veluppöldum manni sæmir, en hugsa þeim mun meir, já miklumiklu meir!


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkilegt bréf!

Mér er spurn, hvar voru eiginlega þessir tólfmenningar þegar sáttmáli núverandi ríkistjórnar var smíðaður og svo ljóst var að þessi yrði niðurstaðan, að þessi þingsályktunartillaga um aðildarviðræður, sem svo lagt yrði í hendur þjóðarinnar þegar samkomulag lægi á borðinu? Alveg stórfurðulegt finnst mér að þetta fólk sem og annað er á móti þessu er í VG, skuli hafa samþykkt aðild flokksins að stjórninni, fyrst svo hart væri á þessa samþykkt lagt og hún að því er virðist ófrávíkjanleg! Það er gömul saga og ný, að flokkar ná aldrei fram öllum sínum málum í samstarfi og stundum verða menn að víkja frá eigin stefnumálum í þágu samstarfsins. Þetta hefur semsagt verið ljóst frá upphafi og því þykir mér það heldur ómaklegt í garð Steingrímks að hans eigin flokksmenn komi nú og ætli að setja honum afarkosti með slíkum hætti sem þetta bréf virðist vera og einhverri meintri aðvörun um eitthvað sem þó hefur legið í augum uppi frá byrjun stjórnarinnar. Annars er ég þeirrar skoðunar, að þetta mál allt með tvöfalda atkvæðagreiðslu sé orðið í senn lýðskrumstæki og farsi. Skoðanakönnun á vegum Heimssýnar, félagsskapar í anstöðu við Evrópusamvinnnu, sem Gallup framkvæmdi, á til dæmis að vera stór sannleikur um að stærstur hluti landsmanna vilji þessa meðferð, en á öllu virðist sem stundum áður hefur nú gerst, að spurningin sem notuð var hafi verið vægast sagt tvíræð, eða hvort viðkomandi væri hlynntur atkvæðagreiðslu að aðildarumsókn, en ekki hvort vilji væri fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu fyrir og eftir samningsgerðina!
Mér finnst því vafasamt að meir en þrír af hverjum fjórum sem svöruðu Heimsýnarvilja í hag, séu í raun að hafna einni afgreiðslu eftir upplýsta og vandaða kynningu á samningi er lægi þá á borðinu.
mbl.is Steingrímur „ómerkingur orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vatn á myllu kölska"!

Nú fíflaher og flokkur glópa,
farin er á ný að hrópa.
"Komi aftur kóngur vor,
kappsfullur með allt sitt þor
Svo bölvuninni burtu megi sópa"
mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistarans Hólmdísarhugarvíl!

Ein af mínum fallegustu og heittelskuðustu bloggvinkonum hjúkkan Hólmdís þingeyska, hefur nú boðað brottför sína af landinu á morgun
Mér finnst það bara helvíti skítt þegar svo háttar, að svo glæsilegar meyjar sem hún geri slíkt, þó ég reyni auðvitað að skilja ástæðurnar um leið. Það breytir hins vegar ekki því að maður verður dapur og fer ekkert dult með það, sem sannaðist á mér í nótt eftir að hafa lesið brottfarartilkynninguna hennar!

Nú í barm sinn gumi grætur,
gengdarlaust í skjóli nætur.
Íslland vart þess bíður bætur,
er burtu hverfa fagrar dætur!

En svo í aðeins reiðari tón!

Nú bölva sem brjálað naut,
blæðandi hjartans er þraut.
Senn Hólmdís er horfin á braut,
í helvítis "Baunanna" skaut!


Rosagott hjá honum, en samt verð ég að nöldra aðeins, því..

...að hlaupagikkurinn sló ekki hinum ref fyrir rass, leiðinda málvilla það! Hins vegar Sló hann Powell VIÐ á hlaupabrautinni, eða SKAUT honum ref fyrir rass! Annars er lífið bara dásamlegt og nóttin yndisleg í heimsins fallegasta bænum!
mbl.is Tyson Gay náði besta tíma ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrum!

Jamm, í einu orði sagt, er hjartanlega sammála gömlu leikgyðjunni Liz Taylor!
Kaninn gerir fátt verra ef nokkuð, en að setja slíkt innihaldsleysi á svið þar sem slepjan er hreint yfirþyrmandi!
Alveg burséð frá hversu merkilegur eða ekki tónlistarmaðurinn MJ var, snillingur eða ekki, ofmetin eða ekki, ömurlegur aumingi haldin barnagirnd eða ekki, þetta er meira en fullmikið af hinu góða!
mbl.is Þúsundir fésbókarfærslna á mínútu um kónginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hjá Jóni Val!

Hvað er betra á fögru sumarkveldi, nú eða um dag þegar lítið er að gera eða lundin ei svo létt, en að skella sér inn á bloggið hjá guðfræðingnum kjaftgleiða Jóni Val Jenssyni og gleyma sér þar smá stund, ég bara spyr!?
Það geri ég stundum, eins og fyrr hefur komið fram og víla ekki fyrir mér að svetta einhverju blaðri eða bögukorni í athugasendum, mér til mikillar ánægju og skapsbótar oft á tíðum! Skiptir mig engu þótt andsvörin séu oft út í hött og heldur óbilgjörn sem tíðum hjá kappanum, virkar sjálfsagt álíka á mig líkt og vatni sé skvett á gæs!
Jóni Val líkar ekki mjög önnur sjónarmið en sín eigin varðandi Icesave og sendi mér þessa alveg ágætu sendingu um margt í fjórum línum.

Icesavesnatar ýlfra hátt,
aumka breska vini.
Að mýkja þá er mikið brátt,
Magga Guðmundssyni.

Auðvitað ekki sammála innihaldinu, en afar ánægður með sjálfan mig, setti ég þetta í snarhasti á blað sem andsvar.

Tilfinning er tær og góð,
talsvert stoltur er.
Kveðskapar að kveikja glóð,
í KJAFTASKINUM þér!

Nú svo var hann sem oftar með frjálsa túlkun á orðum annara, sem ég leyfði mér að gera athugasend við. Ekki féll karli það alls kostar frekar en fyrri daginn og orðaði það þannig, að Magnús "þessi" væri lítt marktækur.
Launaði ég fyrir mig svona.

Mælir svo Magnús ÞESSI,
af munni hógværa bæn.
Að dável drottin þig blessi
og dæmi Syndugi-Jón!

Skemmst er frá því að segja, að þögn brast á, sem gerist nú ekki á hverjum degi á þeim bænum!


Hér er eitthvað málum blandið!?

Eða það finnst mér. Allavega urðu stökk síðast þegar ég vissi, ekki ógild sem slík þótt meðvindur á meðan þau væru framkvæmd reyndust yfir mörkum. Ef hins vegar væri um metárangur fengist hann ekki staðfestur vegna þessa of mikla meðvinds, en stökkið gilti sem einangraður árangur í keppni!
Ógilding teljist svo aftur á móti og langoftast þegar keppandi sígur lengra í uppstökinu en sem nemur plankanum sem stokkið er af eða keppandin fer út fyrir gryfjuna, dettur, eða gerir stökkið vísvitandi ógilt sjálfur!
Þetta hef ég nú haldið hingað til að gilti enn, æfði nú frjálsar um hríð fyrir óralöngu!
mbl.is Jóhanna bætti sig og setti nýtt mótsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök eða meistaraskref!?

Ian Rush er nú slíkur herramaður, að hann myndi aldrei segja neitt annað en þetta um Owen. En það er hins vegar hundrað prósent öruggt sem ég sit hér, að hann hugsar annað og ýmislegt fleira og það gera nú Liverpoolaðdáendur sannarlega um allan heim flestir líka!
persónulega er mér alveg sama, en held að líkurnar séu nokkuð jafnar á að hann spjari sig og ekki,það er að segja ef honum tekst að halda sér heilum!á því virðast hins vegar minni líkur en hitt ef marka má mörg sl. árin, þar sem meiðsli á meiðsli ofan hafa hrjáð drenginn.En þó hann sleppi við þau og já standi sig, þá er nú samt ekkert sem segir að hann muni spila reglulega, samkeppnin þarna mikil enn og það þótt tveir ágætir hafi horfið á braut frá MU sem kunnugt er.

Michael Owen er allavega á seinni árum, eini uppaldi leikmaður LFC sem svo síðar hefur farið yfir til MU.
Paul Ince kom jú vissulega öfugu leiðina, en hann var ekki uppalin hjá MU, var keyptur þangað frá West Ham.
Eina samlíkingin sem ég get nefnt að nokkru allavega, er að Danny Dupree komst í akademíuna hjá MU, en var hafnað. Síðar gerði hann samning við Liverpool og náði þar í einhverjum örfáum tilvikum alla leið í aðalliðið!
En ekki til langframa og hann seldur til Newcastle eftir nokkur ár.


mbl.is Ian Rush: Owen mun gera það gott hjá United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir að fagna með EIKANUM!

Já, allir sem vettlingi geta valdið,ljúfur og góður drengur hann Eiríkur, sem ég kynntist fyrst fyrir rúmum tuttugu árum, prúður og algjörlega laus við stjörnustæla!
Á meir en skilið að fólk hópist nú og fagni með honum á þessum tímamótum og það þótt það sumhvert hafi fengið um tíma ofnæmi fyrir sumum lögum sem hann hefur sungið og einmitt á borð við Gaggó Vest hans Gunna Þórðar!
mbl.is Rokkað í hálfa öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband