Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

"Skömmustulistinn" minn og MJ!

Minn gamli félagi hann Bubbi, (bubbinn.bloggar.is) birti um daginn fróðlegan lista úr tímaritinu fræga Rolling Stone, yfir sveitir sem margur hefur dáðst af í laumi að sögn, en ekki farið of hátt með.Kallast þetta á útlenskunni "Guilty Pleasure", sem ég kalla bara "skömmustu" svona stutt og laggott.
Datt svo bara í hug að gleðja strákin og senda honum svona lista, með ýmsum flytjendum og lögum er mér fannst eiga við og komu upp í hugan að þessu tilefni.
Michael Jackson var einmitt eitt nafnið, eins og lesa má hér að neðan, en vart hafði ég sent Bubba listan og hann birt, en garmurinn snéri upp tánum! Kenni mér þó ekki um, en þetta var ansi örlagaríkt að rifja þetta upp með hann og fleiri, eða þannig!
Annars er fréttaflutningurinn nú eftir dauða hans og viðbrögðin víða, t.d. hér á blogginu, alveg yfirgengileg og ofurviðkvæm, svo hálfa af því hálfa væri nóg!Lítið hins vegar við því að segja og fólk verður bara að fá að haga sér kjánalega ef það vill!

Þegar ég hugsa til baka er ég á efri efri barnsárum, ef svo má taka til orða og síðan unglingsárum, var að mótast í mikin harðrokkara er hlustaði mest á Heep, Purple, Zeppelin og síðan Slade, Black SAbbath og Iron maiden o.s.frv. koma furðulega mörg lög jafnframt upp í hugan, sem gripu mann líka, en hreinlega DAUÐASYND hefði verið að láta vinina vita af!
Hérna koma nokkur, ekki þó í neinni sérstakri tímaröð, man árin heldur ekki svo glöggt eða útgáfuár laganna.

Tina Charles - I Love To Love.
-Man vel enn þann dag í dag, er einn bræðra minna kom með plötuna með þessu lagi og byrjaði að spila daginn út og inn! Bölvað diskó auðvitað, en viðurkenni nú, að ekki aðeins fékk maður þetta lag á heilan, heldur fannst sveininum unga söngkonan svo sæt!

Dr. Hook - Sylvia's Mother.
-Hef aldrei skilið það, en þetta helv. væmnislag lét mig bara ekki í friði mitt í rokk og bárujárnsupplifunum,eins og flest lögin hérna allt eldri bræðrum að kenna að þetta gerðist!

ABBA - hellingur af lögum, t.d. Fernando, Vúlli vú, Arrival, Money, Money, Money..o.s.frv.
- Hygg að margir hafi sömu sögu að segja,maður mátti ALLS EKKI viðurkenna að þetta annars fína popp ætti möguleika upp á pallborðið, þvert á móti var það mikill "töffaraskapur" að blóta þessu "Væluskjóðupoppi" En, ég laumaðist svo líka á myndina þarna um árið, hundleiðinleg reyndar, nema hvað eins og með tinu, stelpurnar voru svo sætar!

Human League - Don't You Want Me Baby.
-maður gat í orði þolað þetta á unglingaböllunum, en maður lifandi, þetta var eitt allramesta draslið! og raunar finnst mér þetta frekar þunnur músíkþrettándi í dag, en þetta lag og nokkur önnur sitja samt enn í huganum.

Judy Garland - Somewhere Over the Rainbow.
-Held að hefði einvher félaganna vitað að undir þessu lagi felldi ég tár harðjaxlinn, gjörsamlega heillaður ef ég slysaðist til að heyra þetta, þá hefði ég líkast til orðið fyrir alvöru einelti!
En mörg orð þarf ekki að hafa um þetta, með sígildari lagaperlum amerisku söngvamyndanna, úr Galdrakarlinum í Oz!

Þú & ÉG - Í Reykjavíkurborg.
-Svipað og með tinu Charles, fékk þetta diskó Gunna Þórðar bara á heilan, skil ekki hvers vegna enn í dag auk þess að verða skotin í Helgu Möller! (urðu annars ekki flestir stráklingar það á þessum árum?)

10cc - svipað og með ABBA, fullt af lögum sem urðu vinsæl, (flest þó af plötunni þarna með kafaranum framan á með drukknuðu stelpuna í fanginu, man ekki nafnið bubbi og man laganöfnin reyndar fæst líka nema á hinu frábæra Wall Street Shuffle, sem var þó ekki á þessari plötu held ég!)

Foreigner - I've Been Waiting For A Girl LIke You.
- Já, ehem, þetta annars ofurvinsæla lag gerði mann alveg grænan á endanum, stundum spilað hundrað sinnum, en var svona á jaðrinum að mátti viðurkenna hrifningu á eða að manni þætti söngvarinn "Raddmjói" flottur. Þó þótti í það heila ekki svo hallærislegt að hrífast af hljómsveitinni.

Roxy Music - Dance Away.
-Man hversu leiðinleg og asnaleg þessi sveit þótti, en þetta lag tók mig með trompi, bræðradæmi, en held ég hafi ekki heyrt lagið fyrst fyrr en nokkru eftir að það kom fyrst út.

Jóhann G. - Don't Try To Fool Me.
-Eitt af flottustu íslensku popplögunum frá upphafi, frábært lag, en það fór nú ansi hljótt um hrifninguna á unglingsárunum og hún mátti ekki vitnast.

BA Robertson - Flight 19
-Skoski háðfuglinn þótt nú bara hálfvitalegur minnir mig í félagahópnum, en þetta lag og fleiri heilluðu mig nú og platan þessi auk annarar á eftir ef ég man rétt.

Michael Jackson - Billie Jean & Beat It
-þarf nokkuð að útskýra þetta frekar, nema hvað að menn gáfu sjéns vegna Stevie VAi og síðar Steve Stevens, enenen, að sýna MJ sjálfum einhverja aðdáun, tja, það þótti bara vont mál! (og þykir nú reyndar enn!)


mbl.is Lík Jacksons flutt til Neverland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband