Ómerkilegt bréf!

Mér er spurn, hvar voru eiginlega þessir tólfmenningar þegar sáttmáli núverandi ríkistjórnar var smíðaður og svo ljóst var að þessi yrði niðurstaðan, að þessi þingsályktunartillaga um aðildarviðræður, sem svo lagt yrði í hendur þjóðarinnar þegar samkomulag lægi á borðinu? Alveg stórfurðulegt finnst mér að þetta fólk sem og annað er á móti þessu er í VG, skuli hafa samþykkt aðild flokksins að stjórninni, fyrst svo hart væri á þessa samþykkt lagt og hún að því er virðist ófrávíkjanleg! Það er gömul saga og ný, að flokkar ná aldrei fram öllum sínum málum í samstarfi og stundum verða menn að víkja frá eigin stefnumálum í þágu samstarfsins. Þetta hefur semsagt verið ljóst frá upphafi og því þykir mér það heldur ómaklegt í garð Steingrímks að hans eigin flokksmenn komi nú og ætli að setja honum afarkosti með slíkum hætti sem þetta bréf virðist vera og einhverri meintri aðvörun um eitthvað sem þó hefur legið í augum uppi frá byrjun stjórnarinnar. Annars er ég þeirrar skoðunar, að þetta mál allt með tvöfalda atkvæðagreiðslu sé orðið í senn lýðskrumstæki og farsi. Skoðanakönnun á vegum Heimssýnar, félagsskapar í anstöðu við Evrópusamvinnnu, sem Gallup framkvæmdi, á til dæmis að vera stór sannleikur um að stærstur hluti landsmanna vilji þessa meðferð, en á öllu virðist sem stundum áður hefur nú gerst, að spurningin sem notuð var hafi verið vægast sagt tvíræð, eða hvort viðkomandi væri hlynntur atkvæðagreiðslu að aðildarumsókn, en ekki hvort vilji væri fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu fyrir og eftir samningsgerðina!
Mér finnst því vafasamt að meir en þrír af hverjum fjórum sem svöruðu Heimsýnarvilja í hag, séu í raun að hafna einni afgreiðslu eftir upplýsta og vandaða kynningu á samningi er lægi þá á borðinu.
mbl.is Steingrímur „ómerkingur orða sinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þú getur nú samt ekki neitað því að þetta er 180° snúniningur hjá Steingrími, hafirðu á annað borð hlustað á kappann fyrir kosningar.  Ég hef ekki reynt Steingrím að öðru en vera maður orða sinna en á það verður að líta að hann hefur ekki verið í ráðherrastól áður.

Mér finnst hart að trúa því að hann taki stólinn frayfir skoðarnir sínar ef hann þarf að velja á milli.

Ef svo er finnst mér lítið leggjast fyrir kappann og hanns umvandanir við aðra gegnum tíðina.

Landfari, 14.7.2009 kl. 21:36

2 identicon

Sælir,

Með þetta í huga er hollt að skoða eftirfarandi efni:

The Real Face of the European Union

http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en

og ekki skemmir eftirfarandi í bland til að sjá fleiri hliðar á málunum.

New rulers of the world, a Special Report by John Pilger

http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006

http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World

Hvað er rétt í þessu verðum við að reyna að vega og meta sjálf.  Er þá ekki
best að hafa fullt sjálfræði til þess að meta stöðuna í stað þess að hafa
afsalað sér möguleikan á sjálfstæðum ákvörðunartökum?Það sem þarf að byrja á að gera á Íslandi til að koma okkur í takt við EU
og önnur þróður efnahagskerfi er að fella niður hið óréttláta verðtryggða
efnahagskerfi okkar og innleiða nútímalega viðskiptahætti eins og eiga sér
stað í hinum þróaða heimi...  

Eigið góðan dag, áfram sjálfstæð hugsun og áfram Ísland.

Kv.

Atli

Atli (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 21:42

3 identicon

 "Ég hef ekki reynt Steingrím að öðru en vera maður orða sinna en á það verður að líta að hann hefur ekki verið í ráðherrastól áður."

 Steingrímur hefur áður verið ráðherra.

1988 landbúnaðar- og samgönguráðherra, lausn 23. apríl 1991 en gegndi störfum til 30. apríl.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk fyrir það fyrsta Sigurgeir að leiðrétta upphafræðumann hérna! Nenni varla að hefja hér langt mál, en ef þetta bull um að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla er bara orðið hornsteinn stefnu VG og bara samþykkt sem ekki er hægt að líta framhjjá, hví í fjáranum var flokkurinn þá að gangast undir þetta í upphafi? Samfó var nú búin að tala leynt og ljóst um þetta í sl. stjórn og myndi slíta henni ef Sjallar tækju ekki á sig rögg í ESB málum á næsta landsfundi. Ekki reyndi nú á það sem allir vita, stjórnin sprakk áður og af öðrum ástæðum og minnihlutastjórnin hjá VB og S varð til með stuðningi B!EFtir kosningarnar þar sem S og VG fengu meirihlutafylgi, tókst svo eftir allnokkurt þjark að klambra saman nýjum stjórnarsáttmála, þar sem mjög skýrt var kveðið á um ESB mál og aðildarumsókn, sem svo yrði kosið um er samningur væri komin á borðið.

N'u veit ég ekki, en er næst að halda núna að VG liðar hafi samþykkt þetta með seimingi, en jafnframt þeirri trú að þetta kæmist ekkert á dagskrá, allavega ekki í bráð!?

Allt er vaðandi um allan gremilinn um ESB á netinu, legg mig ekki í þetta sem Atli vísar í og í raun er ekkert tímabært að pæla í þessu, þingsályktunartillöguna á bara að samþykkja, leggja inn umsókn og sjá hverju fram vindur, hætta þessum umsóknarleiðindaatkvæðagreiðsluröfli!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2009 kl. 22:50

5 identicon

mér finnst vg vera að leggjast lágt að svíkja þau málefni sem öfluðu þeim mesta fylgis,einsog evrópusambandsaðild,og innköllun kvótans(hefur einhver heyrt að það standi til?set í nefnd til að svæfa það mál)og skjaldborgin um heimilin?skjaldborg hefur aðeins verið slegin um heimili ævintýramanna sem skuldsettu okkur

zappa (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta eru dásamlegar fréttir, vonandi verður þetta til þess að þetta sé síðasti líkkistunaglinn í áratuga alþingissetu Steingríms og Jóhönnu.

Sævar Einarsson, 15.7.2009 kl. 12:20

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Zetukarlinn hérna er allt of dómharður, engin skjaldborg verið reist í kringum útrásarliðið og mikil vinna í gangi núna að ná yfir það með lögum.

Nú Ágúst, þeir eru þá ekki að boða Steingrími nein ný tíðindi með bréfinu og þeirra sjónarmið hefur þá væntanlega orðið undir fyrst þetta ESB ákvæði náði inn í stjórnarsáttmálan!? Þetta verður því bara meira ómerkilegt að mínu áliti. Síðasti ræðumaður er svo eitthvað að tala um síðasta nagla í líkkistu vegna þessa og meira að segja fyrir þá sem koma málinu ekkert við, ekki burgðugur málflutningur.

Magnús Geir Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 14:17

8 Smámynd: Landfari

Takk fyrir leiðréttinguna Sigurgeir. Sýnir hvað pólitíska skammtíamminnið hrjáir mann mikið. :)

Breytir því hinsvegar ekki að snúningur Steingríms er alger í þessu máli. En kanski hafa sumir kjósendur hans hvort eð er ekkert hlustað á hann fyrir kosningar. Kjósa listann blint en ekki vegna málefnanna. Fyrir þá skil ég að þetta breyti litlu sem engu og skilja ekki í þeim sem gera athugasemdir við svona framkomu.

Landfari, 15.7.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 218000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband