Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
15.7.2008 | 16:17
Og STefán páls er örugglega ekki glaður með það!
Spekingurinn og forvígismaður samtakanna um herlaust Ísland, hann Stefán Pálsson, er sá eini í augnablikinu sem ég man eftir að haldi með Luton Town hér á landi, en þeir finnast e.t.v. fleiri. kaninka.net/stefan er slóðin á bloggið hans, þar sem Luton hefur einmitt oft verið umfjöllunarefnið auk margs annars, sem STefán hefur fjallað um á kómiskan hátt oft á tíðum. En með þetta gantast hann nú varla, enda ekkert grín og ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta leitt í aðra röndina, á gamla heimavellinum þeirra Lutonmanna, Kenilworth road, sá maður oft mjög skemmtilega leiki og fínir leikmenn á borð við Brian Stein, Mick Harford og Paul Walsh, glöddu augað í á tímabili léttleikandi liði! (erum að tala um fyrir svona 20 til 25 árum minnir mig)
Í Luton er litlu að fagna,
er litið er fram á veginn.
örlögin upp eru dregin,
og andskotans búið að magna,
falldraug fyrir þá greyin,
svo frekar ei verði til sagna!
Allavega er nú mikil hætta á að félagið verði ekki til frekari afreka, framtíðin er nei ekki björt!
Luton hefur leik með 30 stig í mínus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.7.2008 | 15:10
Nú verður fróðlegt að fylgjast með!
Ætla nú ekki að rekja þá sögu mikið frekar nema hvað, að ýmsir í D listanum borgarstjórnar bæði innan og utan hafa fengið það óþvegið og farið nokkuð halloka skilst manni í frekar máttlitlum tilraunum að verja sig. Gagnrýnendur munu þó líka hafa farið offari í einhverjum tilfellum og þannig rýrt sinn málatilbúnað, en ljóst er að ekki virðist málið gott til dæmis hvað varðar ætlað húsnæði, sem átti að vera fyrir reksturinn en var svo alls ekki tilbúið né í raun á ábyrgð Alhjúkrunar.
En nóg um það.
Fór hins vegar ósjálfrátt að hugsa um þetta þegar fregnir bárust af þessu ´væntanlega útboði á hverfagæslu í Kópavogi, sem mér finnst óneitanlega nokkuð líkt í grunnin að minnsta kosti.
viðkomandi yfirvöld treysta semsagt eða vilja frekar treysta á einkaaðila, sem væntanlega vilja skila arði til eigenda sinna, til að sinna þjónustu sem hingað til hefur ekki haft gróða að leiðarljósi, því þeim þykir pottur brotin væntanlega eða vænlegra að reyna slíkt í staðin!?
Í ljósi alls "dansins" í Reykjavík, er því já held ég rík ástæða til að fylgjast mjög grant með þessu ferli í Kópavogi, hvort það yfir höfuð borgar sig, það sé yfir höfuð réttlætanlegt að fikra sig inn á slíka braut meir og meir hvað varðar almenna löggæslu, hverjir svo bjóða í þetta og hvort svo ef málið fer alla leið, hvort nokkurt óhreint mjöl verði hjá einvherjum í pokahorninu, hagsmunatengsl ráði hverjir hreppi hnossið eða kannski pólitísk!?
Full ástæða til enda mjög mikið í húfi að vel takist, ef á annað borð á að ákvarða slíkt svo vel fari og sátt verði um í næststærsta sveitafélagi landsins!
Hverfagæsla boðin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2008 | 01:25
Við verðum þá bara að ráða í þetta!
Og útkoman er svona!
Einhvern vegin á mér finn
og álykta því hér.
Í Dubai dónaskapurinn,
sé dálítið já...BER!?
En það þarf samt ekkert að vera sannleikurinn í allri sinni NEKT!
Dónaskapur" á baðströndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2008 | 21:30
Eins slæmt og það nú var, langar mig samt að vita...
Lokatölurnar vantar allavega í fréttina!
Ísland tapaði með 53 stiga mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2008 | 00:49
Öllu gríni fylgir nokkur alvara. Og öfugt!
Það er ekkert grín nei þegar árekstrar verða og fólk slasast, en við vonum auðvitað að í þessu tilviki sem öðrum slíkum, að ekki hafi verið um alvarleg meiðsl að ræða.
En það er blessuð fyrirsögnin sem vekur nú líka athygli og gefur tilefni til léttara hjals.
Á ég bendi ósköp pent,
ei það geti verið,
að einvher hafi óvart lent,
í "Árekstri VIÐ Kerið"!?
Eða hvað haldið þið?
Árekstur við Kerið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2008 | 21:55
Ég er í GOLFGLEÐIVÍMU!
Jamm, þetta verður eflaust spennandi þarna á morgun á skoska mótinu, sýnt frá því á morgun á Sportinu.
Nemahvaðnemahvað já, að þessi dagur er svo sannarlega búin að vera yndislegur fyrir mig og fjölskyldumeðlimi marga hvað golfleik snertir, svo ég er eiginlega gráti nær af gleði!
Meistaramót Golfklúbbana hafa nefnilega staðið yfir mörg í vikunni m.a. hér í bænum fagra við Pollinn. Og maður lifandi, þrír ungir bróðursynir mínir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sína flokka!
Sá yngsti Kjartan Atli Ísleifsson tæplega 11 ára, gaf tóninn í fyrradag er hann sigraði í sínum barnaflokki sem kom mér á óvart en lofar góðu um enn einnn góðan kylfing í fjölskylsunni.
Næst var svo komið að hinum tæplega 15 ára Ísak Kristni Harðarsyni, sem heldur betur hefur tekið kipp upp á við og keppti nú í 2. flokki við hygg ég í flestum tilfellum mun eldri og reyndari menn og þar með talið tvo föðurbræður!
Lék hann á samtals 347 höggum keppnisdagana fjóra eða +63 og sigraði með tveggja högga mun!
Alveg framúrskarandi hjá drengnum, því þetta var örugglega fyrsta alvöru mótið hans hjá klúbbnum allavega í fullorðinsflokki.
SVo varð það LOKSINS LOKSINS að veruleika, að afrekskylfingurinn með stóru A allt frá árinu 2000 er hann var einungis 17 ára, Ingvar Karl HErmannsson, náði loks að innbyrða sinn fyrsta meistaratitil nú undir kvöld há klúbbnum, en ég hreinlega man ekki lengur hversu oft blessaður drengurinn hefur þurft að láta sér annað sætið lynda og þá oftar en ekki eftir baráttu við fyrrum félaga hjá klúbbnum Sigurpál Geir Sveinsson!
Ingvar Karl skráði sig eftirminnilega á spjöld íslenskrar golfsögu árið 2000 er hann ekki aðeins varð Íslands- og stigameistari unglinga 16 til 18 ára og útnefndur efnilegasti kylfingur landsins, heldur vann hann það mikla afrek að verða í öðru sæti á Landsmótinu í golfi sem einmitt fór fram hér á Jaðarsvelli.
Og ekki nóg með það heldur, svo merkilegt sem það var, í ofanálag var þetta afrek unga mannsins nefnilega sögulegt í meira lagi vegna þess að þetta mót var hans FYRSTA ALVÖRUMÓT Á VEGUM GOLFSAMBANDSINS Í FULLORÐINSFLOKKI!
Mér vitanlega er þetta alveg einstakt afrek og verður líkast til seint eða aldrei leikið eftir!
En Hahaha og hó, í dag tókst Ingvari karli semsagt að ná þessum árangri að vinna klúbbstitilinn og var sigurinn á endanum mjög öruggur!
Lék hann samtals á 300 höggum hringina fjóra, 76, 75, 76 og 73 og munaði þremur höggum á honum og næsta manni, ungum strák að nafni Hafþór Valgeirsson!
Elsku karlarnir mínir þrír, Kjartan Atli, Ísak Kristinn og Ingvar Karl.
Innilega til hamingju, "Frændi gamli" virkilega stoltur og hrærður af strákunum sínum!
Tvo bræðrasyni átti ég svo til viðbótar í mótinu, Baldvin Örn eldri bróður Ísaks og Elvar örn, yngri bróður Ingvars og kepptu þeir í 1. flokki, en náðu sér ekki á strik því miður og enduðu í kringum miðju.
Sem fyrr sagði, þátti ég svo tvo bræður í ofanálag í mótinu, Hermann Hrafn föður Ingvars karls og Elvars Arnar og Óskar Örn, sem attu kappi við Ísak í 2. flokknum. Hermann var í verðlaunabaráttunni eftir tvo hringi, en fataðist því miður flugið og Óskari gekk ekki sem skildi.
En Meistaramót G.A. 2008 verður semsagt lengi í minnum haft á mínum bæ, sem mikill ánægju- og gleðidagur!
McDowell og Kahn jafnir fyrir lokadaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2008 | 09:43
Kolbrún kostum hlaðin!
ER afskaplega kátur með nýjustu bloggvinkonu mína og aldeilis nei ekki a ástæðulausu!
Hún Kolbrún Stefánsdóttir er nei sko ekkert "slor" og það þótt hún sé nú ættuð frá því þekkta sjávarplássi Raufarhöfn!
Ekki bara myndarkona á besta aldri, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, heldur er hún útivistarfrík, hagyrðingur og síðast en ekki síst GOLFARI! (auk margs annars auðvitað, til dæmis stóra systir trommara Utangarðsmanna, nafna mmíns Magnúsar, ef mér skjátlast þá ekki þeim mun meir!?)
Kalla ég þetta já að vera kostum hlaðin!
Nema hvað, að Kolbrún var í sinni nýjustu færslu á blogginu sínu, kolbrunerin.blog.is, að segja frá frægðarför sinni á "strigaskóm einum" um hina þekktu Leggjarbrjótsleið í Borgarfirði, sem liggur alla leið að hinum stórfenglega Glym, hæsta fossi landsins!
Brá ég að því tilefni undir mig "Betri bragfætinum" og orti til hennar eitthvað sem að upplagi heitir jú Hringhenda, en er nokkuð dýrt kveðin sem sagt er, alrímuð, það er rímorðin öll eins!
Viljug snót ei vílar hót,
valsar skjót um urð og grjót.
Léttum fót hún lagði mót,
Leggjarbrjót að fossins rót!
Heldur betur góð og hressandi heilaleikfimi að yrkja svona "Hendu"!
11.7.2008 | 09:17
Æfingatímabilið hafið, brýnt að klára leikmannamálin!
Benítez spenntur fyrir Keane en David Villa er út úr myndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2008 | 17:02
SVarið við spurninguni er að sjálfsögðu JÁ!
Og þeir sem tapa málum eru svo auðvitað misáttir við það auk þess sem dómsorð sum hafa vakið furðu, samanber prófessorsma´lið fræga er ég nefndi í gær og á sinn þátt öðrum þræði allavega, að ritdeila Jóns Steinars og Eiríks tómassonar á sér stað!(auk þó auðvitað aðallega út af sératkvæði Jðons í öðru máli, er Eiríkur ritaði svo sína grein um og gagnrýndi.)
Er annars varðandi þetta mál svo mest sammála orðum Sigurðar Líndal og litlu við það að bæta, þó auðvitað sé sjálfsagt sé að umræður spinnist um dóma hæstaréttar, eins og fram kemur hjá sumum hinna lögspekinganna, en bara þá að hálfu annara en dómara sem fellt hafa sinn úrskurð.
Annars finnst mér svo dálítið skrítið hvernig ritari fréttarinnar hagar orðum sínum, talar um "Grafarþögn" og "Myrkviði" um tilhögun réttarins og starfshætti dómaranna, veit ekki hvaða erindi sem þau orð gefa óneitanlega til kynna hvað honum finnst, eiga við okkur lesendur?
En burtséð frá því, þá get ég í lokin ekki stillt mig um að pæla annars í því hvort hinum mikla rannsóknarblaðamanni Ólafi Teiti Guðnasyni á Viðskiptablaðinu, finnist þessi Moggafrétt ekki enn eitt dæmið um slæleg vinnubrögð í ljósi þess að allavega þrír þeirra sem leitað er álits hjá, hafa á einn eða annan hátt eldað grátt silfur við dómarann núverandi JS eða eru pólitískir andstæðingar hans!ER nokkuð að marka orð þeirra eða var einhver ástæða til að leita til þeirra?
Læt öðrum um að dæma í þeim efnum, nema hvað að minn hjartkæri bloggvinur og gamli sambæingur, Ingvar VAlgeirsson, (ingvarvalgeirs.blog.is) hefur verið duglegur að draga fram svipuð dæmi í fréttaflutningi frá skrifum ÓTG og þótt þau sýna vond vinnubrögð vægast sagt!
Á Hæstiréttur aðeins að tjá sig í dómum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2008 | 20:54
Eða með öðrum orðum!
Þar sem enn er galsi í mér vegna þessara funda og orðalags m.a. já Elsu B. forsvarskonu hjúkkanna og sjá má hér neðar á síðunni, þá já get ég nú ekki annað en haldið smá áfram, þótt þetta sé nú vissulega Alvörumál!
En semsagt, enn er verið að funda, sem þá þýðir líka að allra leiða sé leitað og staðan opin geri ég ráð fyrir!?
Þetta með öðrum orðum,
útleggja svo ég mundi
Að, "Allt sé uppá borðum,
og enn því DRÁTTUR Á FUNDI"!
Eða þannig sko!
Enn fundað um kjör hjúkrunarfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar