Nú verður fróðlegt að fylgjast með!

Það er og hefur verið mjög svo umdeilt, að meirihlutin í reykjavík kaus að bjóða út rekstur á áfangaheimili fyrir áfengissjúklinga í borginni og sér held ég enn ekki alveg fyrir endan á þeirri ávkörðun og írafárinu sem gaus upp í kjölfarið eftir að Alhjúkrun nokkru var falið reksturinn en ekki SÁÁ.
Ætla nú ekki að rekja þá sögu mikið frekar nema hvað, að ýmsir í D listanum borgarstjórnar bæði innan og utan hafa fengið það óþvegið og farið nokkuð halloka skilst manni í frekar máttlitlum tilraunum að verja sig. Gagnrýnendur munu þó líka hafa farið offari í einhverjum tilfellum og þannig rýrt sinn málatilbúnað, en ljóst er að ekki virðist málið gott til dæmis hvað varðar ætlað húsnæði, sem átti að vera fyrir reksturinn en var svo alls ekki tilbúið né í raun á ábyrgð Alhjúkrunar.
En nóg um það.
Fór hins vegar ósjálfrátt að hugsa um þetta þegar fregnir bárust af þessu ´væntanlega útboði á hverfagæslu í Kópavogi, sem mér finnst óneitanlega nokkuð líkt í grunnin að minnsta kosti.
viðkomandi yfirvöld treysta semsagt eða vilja frekar treysta á einkaaðila, sem væntanlega vilja skila arði til eigenda sinna, til að sinna þjónustu sem hingað til hefur ekki haft gróða að leiðarljósi, því þeim þykir pottur brotin væntanlega eða vænlegra að reyna slíkt í staðin!?
Í ljósi alls "dansins" í Reykjavík, er því já held ég rík ástæða til að fylgjast mjög grant með þessu ferli í Kópavogi, hvort það yfir höfuð borgar sig, það sé yfir höfuð réttlætanlegt að fikra sig inn á slíka braut meir og meir hvað varðar almenna löggæslu, hverjir svo bjóða í þetta og hvort svo ef málið fer alla leið, hvort nokkurt óhreint mjöl verði hjá einvherjum í pokahorninu, hagsmunatengsl ráði hverjir hreppi hnossið eða kannski pólitísk!?
Full ástæða til enda mjög mikið í húfi að vel takist, ef á annað borð á að ákvarða slíkt svo vel fari og sátt verði um í næststærsta sveitafélagi landsins!
mbl.is Hverfagæsla boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband