Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
21.9.2007 | 16:25
Kaldhæðnislegt, ekki satt!?
Það hygg ég að fleiri en einn og fleiri en tveir Íslendingar hafi upplifað þegar þeir hafa skýrt frá því hvaðan þeir koma, að svarið til baka hafi verið í formi annarar spurningar "Er það í x-fylki?" eða í svipuðum dúr! Bandaríkjamenn hugsa nefnilega margir ekki lengra en út fyrir fylkið sem þeir búa í og ferðalag út úr því ku vera líkt og fyrir okkur að fara til útlanda!
En auðvitað vita þeir að heimurinn er stærri og sumir þeirra hafna jafnvel landi sínu er þeim finnst tilveru sinni og framtíð ógnað, eins og virðist hér vera á ferðinni!?
Og kannski er það ekki tilviljun að þetta fólk leitar til Finnlands, landið lenti minnir mig fyrir skömmu á toppnum yfir hagsælustu og bestu staðina til að búa á í heiminum, eða eitthvað í þá áttina!
Og þar lenti Ísland í öðru sæti, svo kannski koma Kanarnir hingað næst!?
Bandarísk fjölskylda óskar eftir pólitísku hæli í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2007 | 12:31
Kemur mér ekki á óvart!
Kannski búið að ráða í starfið?
Ísland aftarlega í opinberri stjórnsýslu á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2007 | 12:25
Frjálslyndrafjör!
Alltaf gaman að heyra af FF! Þar skafa menn sjaldnast utan af hlutunum og þar eru bráðskemmtilegir kappar innan um!
Í hinum Frjálslynda flokk,
fjör er mikið og stuð.
Þar spertir stíga á stokk,
strákar eins og Jens Guð!
Já, bulla og blaðra út í eitt
og bara um helst ekki neitt!
Óánægja með forustu Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2007 | 20:03
Kveðja til Jenfo!
"Ofurbloggbombunni" Jenfo, Jenný Önnu Baldursdóttur, sendi ég áðan þessa litlu kveðju í tilefni þess að hún fagnar 11 mánuða skilnaði sínum frá Bakkusi gamla Kóng!
Ég hef nú stundum strítt konugreyinu og farið í taugarnar á henni, bæði að ásettu ráði og óvart, en þessa sendingu hefur hún væntanlega tekið vel!?
Þótt stundum sé í kellu kurr
og kannski það um of.
Heima ennþá "hangir þurr",
hamingjunni sé lof!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 16:44
Vatn á millu United?
En auðvitað verður viss sjónarsviptir af portúgalanum, hann auðvitað litríkur og skemmtilegur persónuleiki!
Velti því svo fyrir mér hvort þetta hafi ekki verið röng tímasetning svona rétt fyrir stórleikin við United, sigur í honum myndi létta mikilli pressu og ef til vill færa aukin byr aftur í seglin fyrir Chelsea!
En grunar hins vegar já að þetta verði frekar vatn á myllu United, leikmennirnir í bláu búningunum verð enn undiráhrifum frá brotthvarfinu, ekki með fulla einbeitingu!
En við sjáum hvað setur!
Mourinho fær feitan tékka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2007 | 16:12
Af hógværð skildu menn hæla sér!
Eins og hver annar þegn í þessu landi, gleðst ég í hvert sinn sem tekst að hemja í einhverju þá vá, sem fíkniefnasala og neysla sannarlega er!
Rík ástæða er líka til þess nú, í þessu tilfelli fyrir austan, sem enn á þó eftir að skýrast betur!
Hinir tveir yfirmenn löggæslumála sem stígið hafa fram og þá sérstaklega sá æðri, finnst mér þó spenna bogan örlítið hátt er hann leynt og ljóst fjölyrðir um hversu vel hann og hans menn hafi nú staðið sig í þessu mikla máli í samráði við Evrópulögregluna! Ekki laust við að í máli hans örli á smá stærilæti yfir afrekinu og gott ef ekki bara grobbi!
Þannig fannst mér hann nú hljóma blessaður og einnig svolítið líka sá yngri er hefur með lögreglumál að gera, hljómuðu strax sigri hrósandi, í stað þess að greina frá málum af hógværð!
Eldra yfirmanninum er kannski vorkun, hann staðið í mikilli orrahríð sl. misseri vegna Baugsmála og hefur mátt sæta þungum ásökunum þar, því kannski ekki nema von að hann grípi tækifærið nú með kastljósið á sér til að "rétta sinn hlut"!?
Spyrjum að leikslokum!
En hvðí er ég að nöldra þetta, þegar menn eiga að gleðjast yfir að líkast til stærsta smygl til landsins á fíkniefnum hafi verið stöðvað?
Jú, ég vil spyrja að leikslokum, minnugur þess að því miður hafa fleiri en eitt og fleiri en tvö tilfelli af svipuðum toga eða öðrum yfirgripsmiklum misferlum, farið úrskeiðis með slæmum afleiðingum í meðferð lögreglu og síðar saksóknara!
En það er vissulega gleðiefni út af fyrir sig, að komið hafi verið í veg fyrir innflutningin á þessu mikla magni fíkniefnanna, því einu og út af fyrir sig ítreka ég já og því ber að fagna!
En svo er það bara eftirleikurinn, að lög og rétti verði með tilhlýðilegum hætti komið yfir þá sem fyrst og síðast eiga sök og þeir hljóti dóm sem nemur glæp þeirra!
Þá fyrst fyrir alvöru geta menn lyft glösum og barið sér á brjóst, en ekki fyrr!
Lögregluaðgerðum að mestu lokið í Fáskrúðsfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2007 | 20:57
Arsenal sannar sinn styrk, United skrönglast áfram!
byrjunin á deildinni hefur í stórum dráttum staðfest það og í kvöld undirstrikaði Arnsenal mína trú, vann glæstan sigur á hinu geysisterka liði Sevilla, núerandi UEFA bikarhöfum!
Man Utd. heldur hins vegar áfram uppteknum hætti frá deildinni, vinnur lágmarkssigra, þar sem Ronaldo og Rooney komu inn aftur en breyttu nú litlu öfugt við það sem æstir aðdáendur hafa haldið fram. ronaldo gat víst ekkert í leiknum, en gerði samt það sem þurfti, skoraði gott mark sem dugði til sigurs á lánlausum leikmönnum Sporting Lisabon, sem átt hefðu skilið allavega eitt sig!
Önnur athygliverð úrslit voru sigur Rangers á STuttgart og tap Inter fyrir Fenerbache!
Gott hjá bresku liðunum í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2007 | 19:51
Þróttur og þessi tvö fara upp!
Grindvíkingar hafa verið nokkuð sveiflukenndir í síðustu umferðum, en sönnuðu þarna held ég að þeir hafa á að skipa besta liðinu í deildinni, hvort þeir svo sanna það endanlega í lok móts eða ekki!?
Grindavík á toppinn í 1. deild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.9.2007 | 19:43
Framtíð íslensks kvennabolta björt!
Að vísu gekk ekki eins vel hér heima í sumar hjá næsta aldursflokki fyrir ofan í U19 í EM, en þessi árangur nú bætir það upp og rúmlega það!
Aftur stórsigur hjá U17 ára kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 14:07
Hillary er skásti kosturinn!
Það er auðvelt að hrífast af henni, hefur mikla persónutöfra, eins og eiginmaðurinn fór nú langt á auk þess að hafa mikla andlega burði að því er virðist!
En þótt margt myndi eflaust breytast og þá vonandi flest til batnaðar, samband Bandaríkjanna til dæmis batna gagnvart öðrum ríkjum svo friðvænlegrar að vonum myndi horfa, þá er samt ekki ástæða til að hefja frúna alfarið til skýjana sem nýr Frelsari í kvennlíki væri!
Sú staðreynd að Hillary er með sitt höfuðvígi í New York, þar sem hún er Öldungadeildarþingmaður og þar sem gyðingar standa hvað sterkast í landinu, gefur ekki endilega ástæðu til bjartsýni hvað varðar að því er virðist eilífðarósóman er viðgengst í Palestínu!
Og ef mál reyndar þróast svo, að Duuliani verði hennar andstæðingur í forsetakosningum (að því gefnu auðvitað eins og ég hef lagt út af hingað til, að hún sigri í forvali Demokrata) er alveg gefið að hún þurfi að hafa sig alla við og stíga varlega til jarðar í öllu er varðar deilur Ísrael og Palestínu, hann jú fyrrum gríðarlega vinsæll borgarstjóri í New York!
En fyrirfram semsagt er það heillandi tilhugsun að frú Hillary nái takmarkinu stóra, örugglega bera margir til hennar von í brjósti um friðsamari og betri Bandaríki ef hún yrði kosin forseti!
Clinton og Giuliani njóta enn mests stuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar