Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
30.10.2007 | 17:44
Villi, BillyWill!
Villi - The Midnight Circus.
Eignaðist fyrir skömmu fyrstu einhverjaplötuna hans Villa Naglbíts, Vilhelms Antons Jónssonar, myndlistar- og fjölmiðlamanns með meiru, The Midnight Circus!
Man hreinlega ekki hvenær ég sá Villa fyrst á sviði, en það eru alveg ótalmörg ár frá því, í Gagganum hérna í bæ minnir mig örugglega og stráksi vart eldri en svona 13 eða 14 ára!Strax fjörugur og baldin strákur, enda með tónlistararf í blóðinu! Pabbi gamli jú tónlistarmaður líka í Randver m.a.
hljóðversplötur 200000 naglbíta, þrjár talsins, Neondýrin, Vögguvísur fyrir skuggaprins og Hjartagull, á ég allar og finnst þær hver á sinn hátt vera sérstakar og hafa margt til síns ágætis!
Á Midnight Circus, kveður enn að sumu leiti allavega við nýjan tón,s sem minnir mig sérstaklega á ameriska tónlistarmanninn með mörgu andlitin, Will Oldham, sem líka hefur m.a. gefið út plötur undir nafninu billy Prince Boney!
Sem aftur minnir mann á eldri tónsmiði og áhrifamikla á borð við Neil young og kannski Nick CAve o.fl.
Yfirbragðið svolítið dökkt, en jafnframt ljúfsárt í tónlistinni, sem einnig endurspeglast held ég í textunum!?
Ekki laust við að einmanaleiki sé viss þráður gegnum plötuna í bland við bjartari liti, þó þeir séu kannski ekki mikið áberandi.
Svona stemningsverk þarf að gefa góðan tíma og þótt ég hafi hlustað þónokkuð á lögin mörgu, alls 15 held ég, þá þykist ég vita að uppgötvanir eigi eftir að verða ýmsar áður en hlustun minnkar og einhver niðurstaða fæst.
Langaði þó endilega að vekja athygli á gripnum vegna jákvæðra viðbragða við henni, ekki allir mjög jafnhrifnir skilst mér!
Finnst mér þessi plata sigla nokkuð vel í kjölfarið á tveimur öðrum ekki svo mjög ólíkum frá sl. ári, með drengjum sem einnig hafa æsku og stórum hluta ævinnar eytt í þessum bæ, Bela/Baldvin Ringsted og Kalla, Karli Henry hákonarsyni!
Óhætt að mæla með og mina á þær plötur líka!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007 | 13:38
Það er naumast!
Já, það er bara vottur af hneykslunartón í mér að lesa þetta, nánast umferðaróöld að skapast í litla fótboltabænum Skaga undir Akrafjalli!
Velti svo fyrir mér hvort ónefnd fögur fjallkona ásamt syni eða einhverri vinkonu, eigi þátt í þessu, en nefni að sjálfsögðu engin nöfn!
Þarf ekki þessa að laga,
þarna umferð á Skaga,
þegar sautján sauðir,
svei mér þá blauðir
Sér eins og hálfvitar haga!?
Óöld skapa á Skaga!
17 teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 17:49
Ógleymanlegur!
Já, enn í dag er þáttur Ómars um Gísla ógleymanlegur. Um hann og fleiri einbúa landsins eins og hana Önnu á Hesteyri, hafa verið gerðir þættir sem eru ómetanlegir í að skrá sögu landsins á sem víðastan hátt, þannig að sem best mynd fáist af aðstöðu landsmanna, hárra sem lágra!
Í Stikklum við sáum hann sýsla
og sérstæðri röddu já hvísla.
í harðskeyttum heimi,
honum ei gleymi
Hinum einstaka Uppsala-Gísla!
Öld liðin frá fæðingu Gísla á Uppsölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2007 | 15:21
Guðni, Simmi og sauðkindin!
Ein af þeim bókum sem nú þegar er farin að vekja hvað mesta athygli, en er vart komin út, er ævisaga Guðna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins frá Brúnastöðum!
Og kemur svosem ekki á óvart, Guðni oft á tíðum með hressari mönnum og skemmtilegri og án efa einn allra sérstakasti persónuleikin sem nú situr á hinu háa Alþingi!
Með endemum varð fræg yfirlýsing Guðna til dæmis um árið, eitthvað á þá leið að, "hlutverk konunnar væri helst á bakvið eldavélina"! Hefur kappinn margreynt að sverja þetta af sér, en auðvitað engin tekið mark á því.
Hitt er svo enn skemmtilegra, að enn í dag kemur fólk ekki auga á hina tvöföldu fyndni sem í þessu fólst, að meiningin átti auðvitað að vera FRAMAN VIÐ, ekkert svo mikið að gera á bakvið vélina!
Um helgina vekur svo jens Guð Bloggvinur vor með meiru, athygli á viðtali við höfund ævisögunnar hann Simma, Sigmund ERni Rúnarsson, sem slær því afbragðsgullkorni fram, að hann hafi með skriftunum öðlast betri skilning á hlutskipti sauðkindarinnar!?
Gárungar hafa auðvitað lagt hitt og þetta út af þessu, en mér datt þetta bara í hug!
ER ber nú hann Guðna á góma,
í glæsilegustu mynd.
Í huganum heyri ég óma,
hamingjujarmið í kind!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 18:07
Súrt jafntefli, sigur fyrir Arsenal!
En sigurinn hefði þó getað lent á hvorn vegin sem er, en slæmt að geta ekki minnkað forskotið bæði á "Skytturnar" og Man. Utd.
Þrátt fyrir stóran hóp ætla svo tíð meiðsli að setja strik í reikningin, þrír af fjórum Spánverjunum greinilega ekki búnir að jafna sig og ef til vill verða nú Torres og Alonso aftur frá um lengri eða skemmri tíma!
En þá er bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði!
Liverpool og Arsenal skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2007 | 16:40
Ljóta málið!
Að líkindum eiga menn enn eftir að bíta fyllilega úr nálinni með þetta!
En hvort leit úr þessu í einvherjum ameriskum vélum hefur eitthvað upp á sig, skal ósagt látið, en stór hluti þjóðarinnar skammast sín sjálfsagt enn fyrir að vera bendlaður beint við þessi mál, beint eða óbeint!
Utanríkisráðherra: Leitað verði í fangaflugsvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2007 | 18:35
Þrefalt HÚRRA! fyrir Karen Björg!!!
Bara innilegustu hamingjuóskir suður yfir heiðar til foreldranna og ekki síst til ömmunnar í Kópavogi og austur á land til alls móðurfólksins og stóra bróa hennar!
Og þetta er bara að líkindum enn rétt að byrja hjá stúlkunni!
Karen setti Íslandsmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2007 | 18:17
Nei, þau fara ekki alltaf saman, gæfa og vjörvuleiki!
Það fer nefnilega ekki alltaf saman gæfan á vellinum sjálfum og svo gjörvuleiki utan hans til að ná árangri. Eyjólfur náði meiri árangri sem leikmaður en flestir aðrir íslenskir fótboltamenn, vann titla bæði í Þýskalandi og tyrklandi og eftir að hafa snúið aftur frá síarnenda landinu til þess fyrrnefnda, átti hann glæsileg síðustu ár með Herhta í Berlin, var þar fyrirliði líkt og með landsliðinu og spilaði fleiri en eitt tímabil minnir mig með liðinu í Meistaradeild Evrópu!
Vegurinn var semsagt langur og glæstur allt frá neðrideildarspili með tindastól á Sauðarkróki til Meistaradeildarinnar, en líkt og Heiðar Helguson Dalvíkingur hjá Fulham, spilaði Eyjólfur ALDREI í efstu deild áður en hann hélt í víking til frægaðr og frama!
Vegni honum annars bara vel í því sem hann tekur sér næst fyrir hendur, en nú bíða menn bara spenntir eftir að sjá eftirmanninn!
Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 17:49
Kominn hringin!
Já, nú má með nokkrum sanni segja að Sigurgeir karlinn sé komin hringin, aftur inn í stjórnarráðið nú þegar landbúnaðurinn hefur sameinast sjávarútvegnum og jafnframt aftur komin á hendi sjálfstæðismanna!
Út í þetta fetti ei fingur,
er ferils lokast nú hringur.
SAgður enda svolítið slyngur,
Sigurgeir Þingeyingur!
Sigurgeir Þorgeirsson ráðinn ráðuneytisstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 17:20
Já, það er sem ég hef alltaf sagt, DRYKKJA er dauðans alvara!
vandlega ´tungu fyrst dýfið.
Því glerbrot í guðaveigum,
gætu já kostað oss lífið!
ÁTVR innkallar rauðvínstegund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar