Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
25.10.2007 | 21:10
Kveðja og kerskni til tveggja bloggvinkvenna!
Orti tvo eftirfarandi kviðlinga til tveggja Bloggvinkvenna í dag, en að heldur ólíku tilefni.
Ólína Þorvarðar fagnar í dag útgáfu á fyrstu ljóðabókinni sinni, Vestanvindur, fékk hún þennan að því tilefni.
Nú vestur á bóginn, ég veifa til þín,
á vinarkveðjur svo gjarn.
Af fenginni reynslu, er fullvissa mín,
þitt fagurt er nýfædda barn!
Hún Helga Guðrún "Hertogaynja af Notts" hefur hins vegar staðið í ströngu sl. vikurnar og ekki alltaf verið kát, en stendur þetta samt af sér og er áfram keik og kotroskin!
SEndi henni til gamans þessa "lýsingu"
Sögð er skækja skjögrandi,
skefjalaus og rokkandi.
En líka einkar ögrandi,
eggjandi og lokkandi!
25.10.2007 | 01:11
Ekki öll nótt úti enn, langt því frá!
En ég spái því hiklaust að þrír sigrar komi í röð, sem tryggi allavega annað sætið í riðlinum!
Nú er ekkert annað að gera en setja þetta slys til hliðar og einbeita sér að hinum mun meir mikilvægari leik.
Vinnist sigur í honum, verður atlaga að titlinum meir en raunhæf þetta árið!
![]() |
Liverpool lá í Istanbul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 21:16
Þessu fögnum vér!
Ýmsir strangtrúarhópar til dæmis í Bandaríkjunum og víðar hafa þó viljað sporna við þessu, skýrskota m.a. til siðgæðis og biblíusjónvarmiða auk þess sem sumir eru hræddir við einræktunardaraugin, en aðrir eins og ég sjá aðra hagsmuni og veigameiri vega þyngra og vilja leyfa slíkar ígræðslur og þróun á þeim!
Á sviði augnlækninga sjá menn til dæmis fram á mikla sigra og telja með slíkum ígræðslum að líkindum hægt að lækna ýmsa kvilla t.d. sökum erfðagalla, sykursýki og fleira.
Vonandi fer bara þetta frumvarp sem fljótast og best gegnum þingið, menn hræðist ekki kjarnaflutningana sem minnst er á að verði leyfðir í undantekningartilfellum, það dettur engum heilvita vðísindamanni í hug hér a reyna slíkt glæfraspil og í raun engin forsenda fyrir að ætla slíkt!
Hef allavega einu sinni svo ég man hlýtt á Þórarinn Guðjónsson fjalla um þessi mál og það hefur nægt mér til að sannfærast um að slíka vísindastarfsemi ætti að leyfa með sanngjörnum en auðvitað vel skilyrtum lögum í þágu framfara í læknavísindunum!
![]() |
Stjórnvöld vilja heimila að nota stofnfrumur til rannsókna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 18:16
Hverra hagur er í raun af þessari breytingu?
Ég hef margoft tjáð mig um þessar hugmyndir og ætla svosem ekki að bæta miklu við núna, nema nokkrum punktum.
ER ekki hlyntur þessu, svo það komi strax skýrt fram.
Ekki bara vegna þess að ég er löngu hættur allri áfengisneyslu, heldur vegna þess að ég sé einfaldlega lítil sem engin rök fyrir að breyta.
Þeir einu sem á endanum hefðu gagn af eða græddu hugsanlega, eru kaupmenn, framleiðendur og umboðssalar/innflytjendur.
Frá neytendasjónarmiði, (sem mér finnst reyndar ekki eiga við hér nema takmarkað, ekki um venjulega söluvöru að ræða í mínum huga) hafa menn reynt að telja til rök eins og betri opnunartíma og hugsanlega lægra verð og gott ef ekki meira úrval en í Ríkinu!
Ekkert af þessu er gefið, bæjaryfirvöld til dæmis á hverjum stað örugglega ekki tilbúin að leyfa sölu á öllum tímum sólarhrings eins og sumir virðast halda, verðlagningin ræðst nú ekki síst af álögðum gjöldum hins opinbera, alveg eins líklegt að verðið myndi hækka eins og að lækka!
svo er það auðvitað fyrst og fremst siðferðis- og heilbrigðissjónarmiðin sem ráða, alveg ótrúlegt að heyra þegar menn halda því fram að neysla gæti þvert á móti minnkað ef framboð jykist!?
En ef ekki og hún myndi aukast, þá mætum við því bara með auknum peningum til forvarna!?
Það á semsagt sem aldrei fyrr að "Byrgja brunnin þegar barnið er já almennilega dottið ofan í hann"!
Betri öfugmælavísa hefur varla verið ort!
Og svo þetta með hina almennu framkvæmd, eru menn ekki bara hálfgerðir hræsnarar þegar menn flytja svona mál um "Bjór og léttvín í matvöruverslanir" en salan á sterku vínunum skuli "Auðvitað og alls ekki" fara þangað líka!
STerku drykkirnir hafa sl. árin verið um eða undir 10% af heildarsölunni, koma menn ekki bara eftir smátíma og segja (jafnvel þeir sömu og nú segja bara bjór og léttvín í búðirnar) að þetta gangi nú ekki svona, allt of dýrt að reka þetta batterí, nú setjum við bara restina líka í allar búðirnar!?
Mér segir svo hugur um að svo verði, grundvöllurinn fyrir versluninni með einungis sterku vínin verði veikur til lengri tíma eða skemmri eða í raun ekki vænlegur einn og sér!
Þeir sem vilja bjórinn og léttvínið núna úr ríkissölunni, ættu því e.t.v. að vera heiðarlegri, fyrst þeir vilja segja A, ættu þeir líka að segja B!
![]() |
Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 17:39
Nei, nú veitir heldur ekki af baráttuanda!
En krafan er auðvitað að komast allavega í 16 liða úrslitin í Meistaradeildinni, svo verða mál bara að ráðast og til þess að svo verði, verður sigur helst að vinnnast í kvöld, ná að rétta skútuna við eftir tapið hroðalega á Anfield gegn annars slöku liði Marsille!
Alonso með á ný eru góð tíðindi og vonandi sleppur hann vel frá leiknum, ásamt Agger hefur hans verið saknað þrátt fyrir breiddina góðu í liðinu. Um helgina gæti hann hins vegar verið í algjöru lykilhlutverki á miðjunni að sigrast á Arsenal, að stoppa hinn unga en öfluga landa sinn Fransescas Fabrekas!
![]() |
Gerrard vill sama baráttuanda og gegn Everton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 17:22
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn!
"Sweet Home Alabama..."
Við hættum samt ekkert að syngja það!
![]() |
Drifið í aftöku áður en fangi deyr úr krabbameini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 17:06
Afbragðsgóð og aðgengileg vefsíða!
Ætlaði fyrir löngu að vera búin að mæla með þessari síðu, en geri það loksins núna.
cafesigrun.com
Ein af betur gerðum og aðgengilegri vefsvæðum á netinu, þar sem hollustuhættir í matargerð eru í fyrirrúmi í mjög fjölbreyttri mynd!
Sykur, ger og hveiti ekki að finna í neinni af hinum fjölmörgu uppskriftum eða þá í algjöru lágmarki.
Svæði er svo ekki hvað síst merkilegt fyrir þær sakir, að það er sérlega aðgengilegt og hannað með það í huga að flestir ef ekki allir sem á annað borð geta notað tölvur og netið, geti jafnframt notað það.
Alltaf ástæða til að hrósa því sem vel er gert og er í þágu góðs málstaðar!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 00:22
Feministabeljur!
Sumar bloggvinkonur mínar hika ekki við að kenna sig við feminisma, halda því statt og stöðugt fram, skammast sín ekkert fyrir það, svo halda mætti að þær fengu borgað fyrir það!Gurrí, Jenfo og svo hún Svala, eru ´þarna á meðal og ég finn ekki nokkurn skapaðan hlut að þessu hjá dömunum, elska þær bara og dái, en mismunandi mikið reyndar!ER þó ekki mjög hrifin af því að þær kjassi hvor aðra allt of mikið, eiga frekar að stunda svoleiðis við mig!
En þetta datt mér í hug um þær og aðrar "kynsystur" þeirra!
Um þessar elskur, ég ósköp lítið veit,
en eflaust halda til í margri sveit.
Um framgang þeirra fróðleiksást er heit,
fara þær sem slíkar út á beit?
Lifi Feministabeljan!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 23:39
Annað hvort eða!
í spilinu þar er að sjá.
Nú eða helvítis hrylling,
Hollywoodkeðjunni frá!
![]() |
Hryllingsmynd sú vinsælasta vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2007 | 23:23
Punkturinn yfir (rugl) i-ð!?
Annað hvort eru menn svona fljótir að gleyma, eða þeim finnst bara allt svindlið og pukrið sjálfsagt og eðlilegt, eða hamingjan má vita hvað!?
Þetta yrði já bara til að setja punktin yfir i -ð í þessu öllu saman, sveimér þá!
![]() |
Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar