Þessu fögnum vér!

Allt orkar tvímælis þá gjört er, segir máltækið, en eitt af því jákvæðara sem hefur verið að þróast í læknavísindunum og hefur vakið hvað mestar vonir um að sigrast á mörgu meininu, eru þó einmitt stofnfrumuígræðslur, ýmist úr fósturvísum eða úr fylgjum og svo með ræktun, sem viss áfangi hefur náðst í!
Ýmsir strangtrúarhópar til dæmis í Bandaríkjunum og víðar hafa þó viljað sporna við þessu, skýrskota m.a. til siðgæðis og biblíusjónvarmiða auk þess sem sumir eru hræddir við einræktunardaraugin, en aðrir eins og ég sjá aðra hagsmuni og veigameiri vega þyngra og vilja leyfa slíkar ígræðslur og þróun á þeim!
Á sviði augnlækninga sjá menn til dæmis fram á mikla sigra og telja með slíkum ígræðslum að líkindum hægt að lækna ýmsa kvilla t.d. sökum erfðagalla, sykursýki og fleira.
Vonandi fer bara þetta frumvarp sem fljótast og best gegnum þingið, menn hræðist ekki kjarnaflutningana sem minnst er á að verði leyfðir í undantekningartilfellum, það dettur engum heilvita vðísindamanni í hug hér a reyna slíkt glæfraspil og í raun engin forsenda fyrir að ætla slíkt!
Hef allavega einu sinni svo ég man hlýtt á Þórarinn Guðjónsson fjalla um þessi mál og það hefur nægt mér til að sannfærast um að slíka vísindastarfsemi ætti að leyfa með sanngjörnum en auðvitað vel skilyrtum lögum í þágu framfara í læknavísindunum!
mbl.is Stjórnvöld vilja heimila að nota stofnfrumur til rannsókna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband