Færsluflokkur: Enski boltinn

Spurning!

Hmmmm, ekki um of rismikill leikur, þó sæmilegir sprettir sæust.
Það vakti helst athygli mina, að Malouda sem ég vildi fá til rauðs liðs en ekki í þetta himinbláa, sýndi smátakta og skoraði fínt mark. Meiddi sig þó víst í leiðinni.
En spurningin er, verður annaðhvort þessara liða Englandsmeistari næsta vor?
Mitt svar?
Nei, held ekki, Liverpool eða Arsenal!
Jájá, komið nú bara allir M.U. og Chelseaaðdáendur og maldið í móinn!
mbl.is Van der Sar: Smá sárabót eftir tapið í bikarúrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af þessum dögum!

Ekki sá glaðasti á Fróni í dag!
Þetta er já einn af þessum dögum, þar sem flest gengur manni í mót og tilveran er sannarlega "Trunta með tóman grautarhaus og hjartað það er hrímað, því heilinn gengur laus" eins eins og Þursaflokkurinn söng svo spaklega um árið!
Já, vonbrigði í hitanum í Kína, gamlir liðsfélagar þvældust vel fyrir, Dimi Travore og þá einkum og sér í lagi DAvid James, gamli markvörðurinn okkar! Hermann Hreiðars kom já inn á sem varamaður og skoraði, en slíkt mark telst þó ekki sem slíkt fyrsta markið, eins og ranglega er sagt í fyrirsögninni!
En ekki nóg með að þessi leikur hafi klaufalega tapast í vítakeppni eftir markalausan leik þar sem nýju "hetjurnar" Benaion og Torres klikkuðu, heldur gekk vini mínum og bróðursyni Ingvari Karli, ekki sem skildi á Íslandsmótinu í golfi, vinna við daglegt vafstur misfórs og svo til að ttoppa allt saman er komin kuldi úti og rigning!
Bíður einhver betur, spyr maður nú bara?
Walking In The Shadow Of The Blues með munnhörpusnillingnum Little Charlie og sveitinni hans The Nightcats, virðist því eiga einkar vel núna, raunar afskaplega yndislegur blús!
En jújú, veit, það kemur dagur eftir þennan, væntanlega uppfullur af eintómri ánægju!?
mbl.is Hermann með sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá fimmti í röð!

Í kæfandi hita og raka, sýndu "Lifrarpollungar" bara lipra takta víst gegn þessu liði Suður-Kína!
Sóknarbolti númer eitt, tvö og þrjú og allir bara voða hressir, líka ég!
Úslitaleikur því framundan við Portsmouth, Hermann Hreiðars og félaga á föstudaginn,en hafnarborgarliðið marði Fulham 1-0!
mbl.is Sigur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt, en sérlega ánægjulegt!

Já, þessi frétt er sérlega ánægjuleg!
Allt virtist líta út fyrir að ferli þessa baráttuglaða stráks frá Dalvík, væri lokið í toppboltanum í Englandi,´hann á förum til annað hvort WBA eða síns gamla félags Watford í 1. deildinni.En gamla Púlaranum smáa en einkar knáa, Sammy Lee, hugkvæmdist annað sem betur fer!
Hitt er aftur leiðara, að Heiðar hefur hætt að gefa kost á sér í landsliðið, baráttugleði hans og áræði verið sárt saknað að undanförnu. Annars eiga þeir Heiðar og Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, þá skemmtilegu og merku staðreynd sameiginlega hvað ferilinn varðar, að hafa náð svo langt í boltanum á erlendri grund, án þess að spila nokkurn tíman í efstu deild í heimalandinu!
mbl.is Himinlifandi að hafa náð í Heiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórir leikir, fjórir sigrar!

Jamm, fjórði sigurinn í jafnmörgum æfingaleikjum, markatalan 10-4 ef ég man rétt!
Sjálfsat ekki besti leikur í heimi, líka spilaður á tveimur liðum, en enn eitt litla skrefið í átt að fullkomnum undirbúningi fyrir keppnistímabilið!SVo er það sérstaklega gaman, ef DAninn ungi, DAniel Agger, ætlar að halda uppteknum hætti og skora mörk!
mbl.is Liverpool sigraði Auxerre í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni - Og keypti Sýn 2!

EFtir drjúg leikmannakaup á síðustu vikum og hressilega framgöngu í tveimur fyrstu æfingaleikjunum, er ekki laust við að bjartsýni sé í gamla Liverpoolhjartanu mínu!
Auðvitað ekki nema takmarkað að marka svona leiki, en fyrir ári gengu þessir sömu undirbúningsleikir, allavega sumir þeirra, brösulega og töpuðust meira að segja einhverjir ílla! SVo fór líka, að deildin byrjaði ekki vel, sem svo þegar upp var staðið, réði því að ekki var möguleiki á meistaratitlinum!
Og já, skutlaði mér á áskrift af Sýn 2 í gær, borga nú ekki nema um 2500 kr. í viðbót við "gömlu" Sýn!
Sumir sem þekkja mig, vita um minn gamla fótboltaáhugamerg, eru samt pðínu hissa áð að ég standi í þessu að vissum ástæðum, en ég læt mig samt hafa þetta!
mbl.is Voronin með tvö mörk í sigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þennan hefði ég viljað fá líka!

Og já, Cevez hefði ég viljað líka, eins og um hríð allavega var haldið fram að gæti orðið og vinur hans Javier Mascerano hafði óskað sér! Nú þegar Robbie Fowler, Craig Bellamy og Zisse eru farnir, (þeir tveir síðarnefndu seldir til West Ham og Marsille) þá hefði Argentínummaðurinn verið afbragðskostur og þá ekki síst sem framliggjandi/frjáls sóknartengiliður ekki síður en sem kostur sem hreinn miðframherji!
Skorturinn er allavega ekki á sóknarmönnum hreinum og beinum, ef hinn austurriski Ibrisianj er að springa út samanber glæsta þrennu í fyrsta æfingaleiknum gegn Wrexham!?
mbl.is Tevez: Hef lofað Ferguson að koma til United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði!

EF þetta reynist rétt, eru það fyrir mína parta vonbrigði!
Hef áður lýst því, að þessi frábæri franski strákur hefði sómað sér vel á vinstri kantinum hjá mínum alrauðu mönnum!
Harry Kewell og Jon Arne Rise oft á tíðum, skila þú þessari stöðu vel, en ástralski hæfileikadrengurinn fyrrnefndi er bara svo oft meiddur og Rise er meiri og betri sem bakvörður. Þá veit maður ekkert hvað verður um hinn brasiliska FAbio Aurilio,virðist eins og Kewel vera mikill óhappamaður! Manni sýnist því þessi staða á vellinum geta orðið til vandræða og þar með kannski veikt liðið!?
mbl.is Malouda fer til Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá í Garcia!

Hygg að ég tali fyrir hönd fleiri Púlara þegar ég segi að eftirsjá sé í Garcia!
Ekki laust við heldur, að maður hafi vissar efasemdir, þessi spænski strákur gaf sóknarleiknum aukna breidd, hann getað spilað á báðum köntum og frammi, var ásamt Harry Kewel sárt saknað hálft og heilt síðasta keppnistímabil.
Torres að sjálfsögðu spennandi kostur, en meiri breidd í vængspili er eitthvað sem ég hafði haldið, að væri frekar aðkallandi í leik liðsins en en enn einn framherjinn!Virðist svo útséð með að Florent Malouda komi, sá afburða franski kantmaður, hefði ég viljað sjá hann koma frekar en Fernando Torres! En tíminn einn sker úr um hvernig til hefur tekist og tekst í þessum leikmannakaupum öllum.
mbl.is Luis García kominn til Atlético Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýn 2.

Jæja, þá er þetta að nokkru að minnsta kosti komið á hreint!
Sýn 2 hefur göngu sína 4. ágúst, enski boltinn byrjar svo á fullu viku síðar!
Nýjir áskrifendur þurfa að borga 4000 kall fyrir mánaðaráskrift, en hinir sem bæta við sig Sýn 2 frá 2400!?
Þar liggur einmitt fyrsta spursmálið, sem á eftir að koma betur í ljós, er þetta bara grunngjald, fyrir móðurstöðina, hækkar svo verðiðmeð hliðarrásunum?
Hvernig tilboð fáum við þessir dyggu viðskiptavinir 365, sem erum í klúbbnum M12? (hef keypt Sýn í 10 ár!)
Enska 1. deildin verður þarna líka og það væntanlega Meistaradeildin líka, annars finnst mér það svolítið loðið með hana, allavega er því haldið fram að gamla Sýn verði áfram á fullu, hvernig sem það mun líta út!?
Enn nokkrum spurningum ósvarað með þetta áður en ég tek ákvörðun!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband