Færsluflokkur: Enski boltinn

Og kannski bara allt í lagi með það!

Hef ekki alveg verið með á nótunum hvað varðar áhuga minna manna! Vissulega mjög góður leikmaður, en átti víst til að standa sig na´nast jafn ílla og hann gat verið góður með Man Utd!
SVo eru allavega fjórir leikenn þegar til staðar sem geta spilað vinstri bakvörð. Ardeloa gerir það núna, með rise fyrir framan sig, sem lengst af hefur sjálfur spilað þarna. Brassinn Aurilio er sömuleiðis góður kostur þarna sem og á vinstri kantinum. svo er það líka argentiski unglingurinn, sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir, sem er fjórði maðurinn. Hann stóð sig víst afburðavel með U19 minnir mig landsliði á HM fyrir skemmstu!
Í dag er staðan annars bara held ég svei mér þá, svipuð um flestar aðrar stöður, þrír til fjórir sterkir kostir, þannig að nú í byrjun móts er ekki nema von að menn séu að spá í hvort nú sé ekki loksins komið að Livrarpollungum að taka titilinn að nýju!?
mbl.is Heinze fær ekki að fara til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þanni...

...er staðan enn þegar þetta er ritað, spáði þó sjálfur jafntefli.
En aðalleikurinn er kl. 15.00!
Blackburn - Arsenal spái ég einnig jafntefli, sá leikur að byrja núna kl. 14.00, nema Arsenal hafi það í restina.
Liverpool - Chelsea 2-0!
EFnið verði endurtekið frá sl. tímabili.
mbl.is Manchester City efst eftir sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondar fréttir fyrir England!

Alveg makalaust hve gengið hefur verið framhjá þessum afburða trausta og góða leikmanni!
En Hr. McClaren stjóri enskra telur hann síðri en terry, Ferdinand, Woodgate og hinn símeidda Ledley king, þannig að svona verður þetta bara að vera og skiptir engu hversu Carragher leikur frábærlega með Liverpool! Held þetta geti reynst ílla fyrir landsliðið enska, en hins vegar hið besta mál áfram fyrir rauða liðið, drengurinn búin að vera mjög sterkur í fyrstu tveimur leikjunum sem búnir eru!
mbl.is Carragher endanlega hættur með enska landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ferð til Frans!

Í fáum orðum sagt, góð og árangursrík ferð, gott og glæsilegt mark, eigin marki haldið hreinu fyrir seinni leikin og leiðin sýnist greið í riðlakeppnina!
Og haha, "bara" sex breytingar frá leiknum við Aston Villa, Benitiz ætlar greinilega að halda uppteknum hætti frá allavega hluta sl. tímabils og breyta liðinu mikið á milli leikja. Munurinn núna sýnist hins vegar sá, að hann hefur úr fleiri góðum og jafnari leikmönnum að velja!
mbl.is Liverpool sigraði Toulouse í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er sinnar gæfu smiður!

Hversu oft hafa ríkjandi ensku meistararnir tryggt sér sigur á síðustu mínútum, jafnvel sekúndum, í leikjum sínum gegnum tíðina? Ótal sinnum!Slíkt er líka einkenni á meistaraliðum, þau gefast aldrei upp, eiga auðvitað sína slæmu leiki, en vinna þá jafnvel og einmitt með þeim hætti að skora sigurmark á síðustu stundu! Þannig unnu t.d. Man Utd. t.d. sigra á Liverpool og Fulham á útivöllum á sl. tímabili, skoruðu sigurmörk í blálokin í leikjum þar sem andstæðingarnir voru mun betri, en báru ekki gæfu til að skora.En í fyrsta leik tímabilsins í dag, snérist þetta að luta við, mótherjarnir í Reading héldu einu stigi, þrátt fyrir að spila nær helming síðari hálfleiks einum færri! Fyrirsögnin kviknaði er úrslitin voru ljós og "re´ttlætinu hafði ekki verið fullnægt" eins og Logi Ólafsson orðaði það fannst mér nokkuð skrýtilega er Man Utd fékk hættulega aukaspyrnu á lokasekúndunum, einmitt til að endurtaka margleikin og ofansagðan leik.
Réttlæti er nefnilega ekki til í fótbolta sem og mörgum fleiri íþróttum. Og í þessum leik voru heimamenn sannarlega sinnar eigin gæfu smiðir!
Hahneman markvörður auðvitað mikil fyrirstaða, en Utd getur samt fyrst og fremst bara kennt sjálfu sér um, þ.e. leikmenn liðsins, að sigur vannst ekki!
mbl.is Tíu leikmenn Reading héldu jöfnu á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætur sigur!

Þegar sigurmark er skorað á lokamínútum leiks er sigurinn oftar en ekki sætari! Og þegar það er víst eins glæsilegt og raun bar vitni, þá gerist þetta varla betra svona!
Þetta var jafnframt fyrsti sigurinn undir stjórn Benitiz í upphafsleik á keppnistímabilinu.
Vonandi er það vísbending um það sem koma skal í framhjaldinu!
Vinnusigur, eins og það kallast í fræðunum, verður þetta þó að teljast líka, þurfti mikla baráttu til að brjóta gott lið Aston Villa á bak aftur!
mbl.is Gerrard tryggði Liverpool sigur með glæsimarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír útisigrar vekja athygli¨!

Þetta byrjar bara með nokkrum látum og þrír útisigrar auk auðvitað sigurs Sunderland á Tottenham, vekja mesta athygli. Mest auðvitað tap "Íslendingafélagsins" West Ham, vond byrjun svo ekki sé fastar að orði kveðið!
Ýmsir hafa spáð Newcatle velgengni eftir slakt tímabil og meiðslaríkt í fyrra, þessi sterku úrslit í Bolton lofa góðu um það! Blackburn vann svo þriðja útisigurinn, ansi athygliverðan, snéru leiknum við og unnu eftir að hafa lent undir gegn liði Garreth Southgate, sem ýmsir telja að eigi að geta staðið sig í vetur.Svo er að sjá hvort mínir menn í Liverpool ætla strax að standa undir væntingum gegn Aston Villa í Birmingham, leikurinn nýhafin!
Í 1. deildinni vinna Stoke góðan útisigur í Cardiff, á Robbie Fowler og Co.! VEkur það mesta athygli mína þar.
mbl.is West Ham tapaði fyrir Manchester City á Upton Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ballið að byrja!

J'a, risatóra ballið sem hefst jafnan í fyrri hluta ágúst á Bretlandseyjum, Úrvalsdeildin í fótbolta, er að hefjast eftir nokkrar mínútur!
Um heim allan ´sitja nú því milljónir á milljónir ofan og bíða þess í ofvæni að flautað verði til leiks í fyrsta leiknum, Sunderland gegn Tottenham á Stadium Og Lighjt í Sunderland!
Og þar munu bræður berjast að öllum líkindum, Roy Keene sem framkvæmdastjóri heimaliðsins og Robbie Keene, sem leikmaður gestanna!
Mín spá:

2-1!

Sú spá þó nokkuð byggð á óskhyggju, minn gamli vinur og félagi, gústi, gallharður Sunderlandaðdáandi!
En við miklu er búist af Tottenham í vetur, enda liðið gríðarlega vel mannað. Sunderland hins vegar nokkuð óskrifað blað!


mbl.is Morgunblaðið með sérblað um ensku knattspyrnuna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bærilegt!

Hefði auðvitað viljað sigur, en þetta er alveg bærilegur árangur. Nú sér líka fyrir endan á æfingatímabilinu, deildin að byrja eftir viku og sæmilegasta ról á liðinu. Ekkert eiginlegt tap leit dagsins ljós, bara þetta vítaspyrnukæruleysistap gegn portsmouth í Kína, svona til að gleðja gamlan félaga, David James í marki Portsmoth, leyfðu strákarnir honum að verja nokkur víti!
mbl.is Jafntefli hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 218398

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband