Færsluflokkur: Enski boltinn

Misskilningur!

Þessar vangaveltur hérna um rooney eru auðvitað tómur misskilningur, sem auðtrúa Man. Utd aðdáendur telja auðvitað að sé sannleikur og að strákstaulinn sé með betri bein en aðrir!
Sannleikurinn er nú hins vegar sá, að hann er svo óþroskaður ennþá,það ekki síður líkamlega en andlega, sem barnsleg hegðun hans á velli sínir og öll rauðu spjöldin, að ekki þarf nema smá hnjask eins og að stíga ofan á ristina á honum eða leggjast aðeins á bakið á honum, til að eitthvað gefi sig!
En einmitt af því hann hefur ekki tekið út þroskan (og gerir það sja´lfsagt aldrei alveg með Man Utd. á andlega sviðinu allavega!) þá eru beinin enn í mótun og gróa því hraðar! Þetta er náttúrulega vel þekkt í læknisfræðunum, börn brotna oft mjög ílla, en geta sem best náð fullum bata á ekki löngum tíma!
mbl.is Rooney með Man.Utd strax um næstu helgi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því fögnum vér!

Jamie Carragher er eiginlega eini fótboltamaðurinn í dag, sem ég get kallað minn uppáhalds! Ekki vegna þess bara að hann er einhver traustasti og stöðugasti leikmaðurinn hjá Liverpool, heldur er hann bara svo hreinn og beinn persónuleiki og með alveg ótrúlega íþróttamannslega framkomu, langt yfir hafna þeim hroka og leiðindaskap sem einkennir svo marga atvinnumenn í sama gæðaflokki og hann!
Innan vallar sem utan bera menn ótvíræða virðingu fyrir Carragher og nær sú virðing langt út fyrir raðir aðdáenda Liverpool!
Hann er alltaf tilbúin að fórna sér 100% fyrir málstaðin, fyrir Liverpool, en beitir aldrei til þess ljótum meðulum eða brögðum, með baráttu og og aftur baráttu og óbilandi trú berst hann inni á vellinum og hefur á þann hátt náð svo langt sem raun ber vitni!
Alveg með ólíkindum er hversu landsliðsþjálfari Englands Hr. McClarren hefur komið fram við hann, en það þýðir bara í staðin að Liverpool nýtur krafta hans óskiptra framvegis, nema annað óvæntara komi í ljós!
mbl.is Carragher aftur af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau eru fleiri!

Já, þau eru fleiri mistökin í þessum efnum sem tína má til, þótt vissulega hafi karlinn staðið sig og hangið í öll þessi ár! Diego Forlang, hefur aldeilis staðið sig eftir að hann fór frá United og kom ýmsum á óvart að hann skildi fara er hann var loksins komin á skrið í markaskoruninni! David Healey! Alveg með ólíkindum hve þessi strákur hefur rækilega sannað hvað Ferguson hafði rangt fyrir sér að láta hann fara! ERu ekki allir Unitedaðdáendur sammála því? Og hvað segja menn um sum kaupin sem karlinn hefur gert? Afriski þarna "Sambadjamba" og Cleberson eða hvað hann nú hét og svo þessi Anderson núna?
mbl.is Alex Ferguson: Var of fljótur að afskrifa Stam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

16-2!

N'u þegar nokkurt hlé er brostið á vegna landsleikja í undankeppni Evrópumótsins, er ekki úr vegi svona fyrir aðdáendur Man. Utd. t.d. að stilla upp árangri besta liðsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni, LiVERPOOL! Árangurinn í undankeppni Meistaradeildarinnar fær svo líka að sjálfsögðu að fylgja með!

Aston Villa útiv. 1-2
Chelsea heima 1-1
Sunderland útv. 0-2
Derby heima 6-0

Undankeppni Meistaradeildarinnar.

Tolouse útv. 0-1
Tolouse heima 4-0.

Markatalan í deildinni glæsileg 11-2, þar sem bæði mörkin fengin á sig eru úr vítaspyrnum, þar af annari gefins til Chelsea! Samtals markatala, 16-2, glæsilegt!
Væntanlega bara byrjun á góðum vetri og árangursríkum!


Að skora mörk er málið!

Ég velti því fyrir mér í aðdraganda helgarinnar, hvort meiðsli Frank Lampards myndu hafa áhrif til hins verra á Chelsea.
SVo virðist hafa verið raunin í dag, allavega tapaði liðið ílla fyrir Aston Villa rétt áðan, 2-0!
Hafði þó lengst af yfirburði í leiknum, sótti og sótti, en Villa skoraði tvö góð mörk í síðari hálfleik.
Lampard er einhver marksæknasti miðjumaður heims og var eiginlega búin að sjá um mörkin í held ég sl. þremur leikjum.
Þetta segir manni það sem ég hafði á tilfinningunni strax í upphafi móts og hefur komið á dagin í fyrstu umferðunum, að það eru ARsenal (sem unnu mjög góðan sigur á fínu liði Portsmouth fyrr í dag, 3-1) en þó einkum og sér í lagi Liverpool, sem eru með sterkustu liðin og þá er ég ekki endilega að tala um fyrstu 11, heldur alveg upp í 24! Auk Lampards eru fleri góðir leikmenn frá vegna meiðsla, m.a. Balac og Cherchenko, en öfugt við "Skytturnar" og "Rauða herinn" virðast mennirnir sem koma í staðin þó vissulega góðir séu, ekki enn allavega koma jafnsterkir inn!
Ég stend áfram við að Arsenal og Liverpool verði skrefinu á undan Chelsea og Man. Utd., allavega þangað til annað kemur í ljós!
mbl.is Aston Villa lagði Chelsea að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVekktur fyrir hönd Sunderland!

Jújú, United sótti mestallan leikin og Sunderland spilaði víst stífan varnarleik, en bara vegna augnabliks skorts á einbeitingu í hornspyrnu, náði frakkin að skora!
ER því já alveg hundsvekktur fyrir hönd Sunderland og þá einkum og sér í lagi eins af mínum bestu vinum, sem fylgt hefur félaginu í gegnum þykkt og þunnt í áratugi!
Eitt skot var nú allt og sumt sem skapaði hættu í fyrri halfleik, en pressan jókst jú í þeim seinni, en er 100% viss um að roy Keene sefur ekki vel í nótt, vitandi að hann var nærri því farin frá "Gamla Traffinu" með eitt stig!
mbl.is Saha tryggði Man.Utd. sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki svo "Slæmt"!

Jújú, Derby eru nýliðar og munu eflaust eiga erfitt uppdráttar í vetur, verða kannski í fallbaráttunni með Birmingham m.a., en blandast einhverjum hugum um það enn, að Liverpoolliðið er gríðarlega sterkt nú í upphafi móts og virðist geta stillt upp TVEIMUR jafnöflugum liðum!?
Þetta er auðvitað rétt að byrja, en flestra augu eru nú á Rauða hernum, það held ég að sé alveg ljóst!
Veður vilja stundum fljótt skipast í í lofti, geta vissulega gert það á Anfield sem annars staðar, en það er allavega ekki í kortunum í dag!
mbl.is Liverpool í toppsætið eftir 6:0 sigur á Derby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Chelsea án Lampards?

Já, vondar fregnir að líkum fyrir þá "himinbláu" og nú er spurningin hvernig liðið stendur sig án hans, sem er ekki aðeins aðalmarkaskorari liðsins að undanförnu, heldur leikstjórnandi liðsins og varafyrirliði!
Liverpool hefur staðið það af sér enn sem komið er, að báðir fyrirliðarnir hafa meiðst, þeir Gerard og Carragher, nú reynir semsagt örlítið á það sama hjá bikarmeisturunum.
Þeir hafa reyndar ekkert verið sannfærandi í mótinu hingað til með Lampard innanborðs, en haft mikla heppni með sér og jafnvel dómara líka, eins og í jafnteflinu gegn Liverpool!
mbl.is Frank Lampard meiddist á æfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestir á Englandi í dag!

Held að engum blöðum sé um að fletta, að Liverpool séu sterkastir á Englandi í dag!
Úrslitin hefðu alveg eins getað orðði 10-0!
Þó var engin Gerrard, Carragher, Alonso, Torres, Pennant, Voronin eða Torres í liðinu!
Að vísu var mótspyrnan ekki mikil að sönnu, en alveg greinilegt að leiðin liggur ekkert nema upp á við að því er virðist hjá Liverpool!
mbl.is Stórsigur hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, þá getið þið hætt að grenja Unitedmenn!

Eftir þennan "stórglæsilega" sigur á lánleysingjunum í Tottenham, hlýtur sigurganga bara að vera að hefjast og rennblautum vasaklútum verði þar með hent í rusladallinn, eða hvað!?
Eða kannski bara í þvottakörfuna til öryggis, ef á þyrfti að halda síðar!
mbl.is Man.Utd. lagði Tottenham, 1:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 218398

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband