Færsluflokkur: Enski boltinn

Þessa var ég búin að vænta, en þá byrjuðu "MU-másararnir" auðvitað að væla!

Sagði það já í pistli hér að neðan, að fautin ætti slíka refsingu skilið að minnsta kosti, en það átti nú að vera eitthvað annað hjá hinum "Skýru og vitibornu" aðdáendum Manchester United?! vonandi fer knattspyrnusambandið að festu í þetta og hlustar ekki enn einn gangin á suðið í gamla framkvæmdastjóranum, sem gæti að líkum reynt sitt til að verja sinn mann!
mbl.is Ferdinand á von á þriggja leikja banni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að Reo Ferdinand er aumingi...

...er nú samt það sem fyrst og síðast stendur upp úr er horft er með augum hins hlutlausa á þennan leik!
Í stöðunni 1-0 og einhverjar tíu mínútur eftir, gefur hann andstæðingi ótrúlega fautalegt olnbogaskot, sem ekkert annað hefði þýtt rautt spjald ef dómarinn hefði séð!
Jújú, flott hjá Rooney að skora öll, en hann hefði líkast til ekki skorað slíkt ef Ferdinandfíflið hefði farið út af!
Maðurinn búin að vera frá í langan tíma, en snýr aftur með slíkum hætti.
Á skilið í það minnsta þriggja leikja bann!
mbl.is Rooney skaut United á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymd og volæði!

Aulaskapur og andleysi og þannig mætti lengi telja um framistöðu LFC í þessum leik.
Náðu að toppa MU frá Leedstapinu um daginn.
En mjög gaman fyrir heila þrjá Íslendinga sem áttu stóran þátt í sigrinum, þeir fá hamingjuóskir!
mbl.is Gylfi skoraði og Brynjar lagði upp mark - Liverpool úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...Enda áttu þeir það ekkert skilið!

N'yársgestrisni og ósamstaða dómaranna varð þó til þess að þeir sluppu með skrekkin og fengu eitt stig!
Frábær árangur Birmingham heldur annars áfram, liðið einstaklega samstillt greinilega og jafnt, sem skapað hefur þennan árangur þess og það makalausan, vera nýliðar í ofanálag, ekki tapað í einum tólf leikjum allavega!
Arsenal tókst ekki heldur að vinna í dag, greinilegt að þetta mót verður mjög sérstakt og mörg lið eiga eftir að berjast um titilinn!
mbl.is United komst ekki á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hahahahahaha, í dag er bara eitt United...

.....LEEDS UNITED!!!

Innilega til lukku með þennan sigur vinir og kunningjar er halda með LU, frábær sigur og sögulegur!
Hélt að LFC yrðu mestu aular helgarinnar eftir snautlegt jafntefli við Reading í gær, en þetta toppar nú allt og það jafnvel já þótt LFC hefðu tapað!
Chelsea getur ekki einu sinni "gert betur" á eftir með að tapa fyrir Watford!

En þetta gefur ákveðin fyrirheit um 2010, úrslit verða aldrei alveg fyrirfram örugg og margt spennandi á eflaust eftir að gerast og í meira lagi dramatískt?!


mbl.is Leeds sló Manchester United út úr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væll!

Já og bara ekkert annað finnst mér nú, en svona er eða var öllu heldur, skynsamlegt að láta skapið m.a.´hlaupa með sig í gönur sem frægt varð, grýta pzzusneið í sjálfan stjóran, hinn "geðgóða" Fergie, sem auðvitað sýndi "kærleik" á móti og sparkaði skó til baka í hausskríplið á Dabba dúllu!
Þetta annars einkenni á mörgum "júniteddanum" eru ýmist til vandræða eins og t.d. Paul McGrath um árið og Roy Keene berjandi kvennfólk, nú eða ráðast á áhrofendur eins og Cantonasnillinn!Svo skrifa menn vitlausar bækur eins og sá hollenski þarna, sem ég bara man annars ekki hvað heitir í augnablikinu, sem gerði kallin snælduvitlausan svo hann seldi þann hollenska! Enenen, nú man ég nafnið, Jap Stam eða eitthvað svoleiðis!
mbl.is Beckham: Óska þess að ég hefði aldrei farið frá United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslappir MU-menn töpuðu sanngjarnt!

Vart verður annað sagt sömuleiðis sem Villamenn munu áreiðanlega halda því fram að vissum hefndum hafi verið náð fram eftir leikin á sl. tímabili á sama velli, er MU rændi þá sigrinum á síðustu mínútum.
Þessi úrslit og jafntefli Chelsea gegn Everton, segja okkur að ansi mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en úrslitin ráðast í vor. LFC gegn Arsenal á morgun, Ef öðruhvoru liðinu tekst að vinna eygja þau toppin aftur og hafa örugglega ekki sagt sitt síðasta orð í baráttunni!
mbl.is Aston Villa vann á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega sanngjarn sigur..

og ekkert kjánakjaftæði með það MU-menn!
Miðað við svo hástemdar yfirlýsingar og útbelgt sjálfstraust margra MU aðdáenda fyrir leikin, þá er þetta líka enn sætari sigur og nú röfla menn ekki mikið um sundbolta í bili að minnsta kosti!
En ekki nóg að vinna þennan leik,nú þarf að byggja ofan á, fá stig mega tapast fleiri á næstunni til að missa ekki t.d. hið sterka Chelsealið of langt frá.
Synd að Javier skildi fá rautt í restina, skyggði á, en ekkert við því að gera!
mbl.is Sanngjarn sigur Liverpool á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Æ, farðu að leggja þig Lexi"!

Voða er nú orðið hvimleitt hve mikið framboð er af alls kyns viðtölum og villurugli í þessum annars stórsnjalla fótboltaþjálfara!
Bara þrír aðrir í sögu MU eru Giggs lítt eða ekki siðri og betri ef eitthvað er, Schmeikel,Keene og Cantona!Og alltaf finnst mér jafnleiðinlegt hve hlutur varnarmanna er fyrir borð borin í slíkum pælingum, MU hefði aldrei staðið sig eins vel fyrir nokkrum árum nema vegna afbragðsframistöðu miðvarðaparsins Bruce og Palisters í mörg ár.
Giggs auðvitað frábær leikmaður, sem hefur átt magnaðan feril með miklum sigrum, en um tíma gekk honum ekkert sérstaklega og hefur ekkert verið svo áberandi á mörgum tímabilum.Spilaði til dæmis ekkert svo mikið allavega framan af sl. ´timabili, en kom sterkur inn er á leið.
Úr öðrum liðum í sögu Úrvalsdeildarinnar væri hægt að nefna engu síðri leikmenn á borð við tony Adams og Paul Gasgoigne og leikmenn sem nú eru á ferðinni á borð við Lampard og Gerrard, eru meiri alhliðaleikmenn heldur en Ryan Giggs.
Framistaða Giggs sl. vikur er bara að villa karlinum sýn, sem auk þess heldur áfram að bulla um dómara og margt fleira!
mbl.is Ferguson: Giggs bestur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferlegt!

Í einu orði sagt! Í raun ekki mikill munur á liðunum, en þegar hinir rauðu gátu ekki einu sinni skorað í tveimur bestu færum sínum í restina til að bjarga allavega andlitinu, þá þýðir nú lítið að kvarta meir yfir úrslitunum.
Svona er bú boltin og ekki virðast í augnablikinu miklar líkur á meistarabaráttu líkt og í fyrra frá "Strákunum úr Bítlaborginni", en við sjáum nú hvað setur.
mbl.is Chelsea efst eftir sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 218001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband