Færsluflokkur: Íþróttir

H-R-U-N!

Leiknum rétt að ljúka og fyrir hönd KR-inga lýsir eitt orð bara ástandinu já, Hrun!
Alveg með ólíkindum hve það er líka algjört, liðið með alla þessa leikmenn og peninga á bak við sig!
N'u virðist ekkert nema kraftaverk geta bjargað vesturbæjarstórveldinu frá falli!
Og brottvikning Teits Þórðarsonar var greinilega röng og ef eitthvað var, þá virtist nú vera smá batamerki á liðinu í hans síðustu leikjum, nema hvað þá sem nú, liðinu virðist fyrirmunað að nýta tækifærin sín, skora mörk!
en kannski geta kraftaverkin ennþá gerst!?
Valsmenn hins vegar rétta þarna aftur vel úr kútnum eftir slæmt tap um daginn gegn Fylki og glæða á ný titilvonir sínar!
mbl.is Valur sigraði KR 3:0 í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifregn!

Lengi er von á einum Stórmeistara, en loksins birtist hann!
Héðni var á sínum tíma spáð glæstum frama er hann 11 eða 12 ára varð heimsmeistari barna í skák. Framin varð hins vegar kannski ekki eins skjótur og mikill og vonast var eftir, en nú hefur drengurinn náð þessum helsta áfanga í skákinni. Þetta er því sannkölluð GLEÐIFREGN!
Bætist hann þar með í glæstan flokk íslenskra skákmanna og merkilegra margra sem náð hafa þessum titli og ef mér skjátlast ekki er Héðin TÍUNDI skákmaðurinn sem nær þessu!?
Hinir eru:
Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Jóhann Hjartarsson, Helgi Ólafsson, Jón Loftur Árnason, Margeir Pétursson, Þröstur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson, og Helgi Áss Grétarsson! Stefán Kristjánsson gæti þó líka verið við þröskuldinn, eða jafnvel komin yfir?
mbl.is Héðinn tryggði sér stórmeistaratitil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðugt verkefni!

Ekki léttasti mótherjin sem rauða liðið fráq Liverpool gat fengið, hefur oft lent í basli með lið frá Frakklandi, en Tolouse á þó ekki að reynast um of erfiður hjalli að yfirstíga!
En þessir leikir verðugt verkefni, þar sem vanmat er stranglega bannað!
mbl.is Liverpool mætir Tolouse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt! - En þó ekki!

Þá er nokkuð svo spennandi Íslandsmóti lokið og heimamaðurinn Björgvin Sigurbergsson sigraði.
Að sumu leiti óvænt, Björgvin ekki verið svo áberandi allra síðustu misserin, en hann var þó einn af þeim sem ég taldi hugsanlega geta blandað sér í baráttuna, sem "Einn af þeim gömlu!" Og vel að merkja, heil tólf ár liðin frá því björgvin vann sinn fyrsta titil og sjö hygg ég frá því sá síðasti á undan þessum vannst!
Ef mig misminnir ekki, þá vann Siggi Palli, Sigurpáll Geir SVeinsson, einmitt sinn fyrsta titil af þremur, árið á undan fyrsta titli björgvins, 1994. Sigurpáll átti einmitt góðan endasprett núna og endaði í fjórða sæti!
mbl.is Björgvin Íslandsmeistari í fjórða sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórglæsilegt hjá stráknum unga!

Alveg óhætt að fullyrða það já, að þessi um 18 ára strákur hafi stolið seninni í dag á þriðja keppninsdegi Íslandsmótsins í golfi!
Innan um alla "hákarlana" Björgvin Sigurbergs, Örn Ævar, Heiðar Davíð, Ólaf Má, Birgi Leif og fleiri, sýndi hann þessi stórkostlegu tilþrif og sannar að sigur hans um daginn á Klúbbsmóti GA, var engin tilviljun!
Virðist greinilega vera efni í enn einn afrekskylfingin hjá Ga, sem alla tíð hefur með jöfnu millibili átt fulltrúa í fremstu röð kylfinga á Íslandi!
Magnús Guðmundsson, Björgvin Þorsteinsson, Sigurpáll Geir Sveinsson, Ómar Halldórsson og Ingvar Karl Hermannson, eru allt nöfn sem unnið hafa fjölda titla á Íslandsmótum eða verið í verðlaunasætum í þeim fyrir hönd GA í gegnum tíðina!
VErður spennandi að sjá hvernig Birni vegnar á morgun á lokadeginum, gæti alveg haldið sinni stöðu í toppbara´ttunni, en hvernig sem fer verður þetta gríðarlega góð innlögn í reynslubankan hjá honum!

mbl.is Björn fékk sjö fugla á Hvaleyrarvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir kallaðir!

Já, ekki er hinu mjög svo spennandi Opna breska meistaramóti lokið, fyrr en annað mjög svo spennandi mót sömuleiðis, er rétt handan við hornið!
Birgir Leifur fer örugglega nærri um, að sjaldan eða aldrei hafi mótið verið eins sterkt og nánast ómögulegt að spá um úrslitin!
Auðvitað hægt að benda á hann sjálfan strax, enda tvímælalaust okkar sterkasti kylfingur, eins og staða hans gefur til kynna og forgjöf, rúmlega -3!
En það eru bara fleiri sem eru ekki langt undan!
Ég er allavega viss um að til dæmis Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Sigmundur Einar Másson, Siggi Palli, Sigurpáll Geir Sveinsson, Heiðar Davíð Bragason, Ólafur Már Sigurðsson og Magnús Lárusson, svo ég nefni bara nokkra í fljótheitum, ætla sér fyrirfram ekkert nema sigur, sömuleiðis sem Örn Ævar Hartarsson, Ottó Sigurðsson, Haraldur Heimisson o.sl. ætla sér líka stóra hluti!
SVo má heldur ekki gleyma "Gömlum kempum" á borð við Úlfar Jons, Sigurjón Arnarson, Helga Birki Þórisson og Björgvin Sigurbergsson, sem allir gætu sýnt takta á góðum degi, þó kannski svona fyrirfram sé ólíklegt að þeir haldi dampi fjóra hringi!?
Sjálfur horfi ég auðvitað með hæfilegri spennu, en þó kannski meira af tilhlökkun til fulltrúa fjölskyldunnar, (þeirrar MIKLU golffjölskyldu!) í Íslandsmótinu, Ingvars Karls bróðursonar míns, sem án efa ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og gæti kannski ef vel gengur orðið ofarlega!
Topp 20 yrði án efa mjög góður árangur hjá honum, en hann gæti líka alveg endað ofar, sem yrði frábært!Fylgist auðvitað líka vel með vini kappans, Finni Bersa, hann gæti vel endað ofarlega líka!
Svo verður fróðlegt að sjá hvort nýji ungi meistarinn, Björn Guðmundsson, heldur áfram að bæta sig, mjög efnilegur víst sá strákur!
En semsagt, önnur veisla framundan þar sem margir eru kallaðir, en fáir útvaldir!
mbl.is Birgir Leifur: „Eitt sterkasta Íslandsmót frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt mót, en glórulaus umfjöllun!

Já, nú er þessu afbragðsmóti, svo sannarlega sviftingamikla og spennandi, lokið með að Patraic Harrington sigraði nokkuð svo óvænt, en þó reyndar ekki heldur, lengi verið beðið eftir að hann ynni risamót rétt eins og greyið Garcia, sem leiddi mótið lengi vel!
Ekki hægt að kvarta yfir neinu, nema kannski fyrir mína sérparta að Els vinur minn kiknaði á síðustu stundu, rétt eins og á skoska meistaramótinu fyrir viku!
En hann á áreiðanlega eftir að vinna fleiri risatitla en þá þrjá sem fyrir eru í húsi!
Og nóg þar með um keppnina sem slíka.
Nú hins vegar sný ég mér að þætti Ríkisútvarpsins Sjónvarps varðandi þetta mót, sem í grunnin var vel upplagður eins og fyrri ár, sýnt frá öllum fjórum dögunum svo vel sem hægt væri með það í huga, að barnaefni og Formúla yrði ekki útundan,enda ekki hægt.
Í lagi með það, en þá er það líka upptalið sem var í lagi með hvernig mótinu var sinnt!
Að einhverjum óþekktum en jafnframt furðulegum ástæðum, var fréttamanni hjá Sjónvarpinu og þul, Páli Benediktssyni, falið að lýsa mótinu frá upphafi til enda ásamt Andrési einhverjum golfþjálfara, sem ég þekki hvorki haus né sporð á og skiptir svosem ekki neinu í sjálfu sér.
Páll hefur árum ef ekki áratugum saman starfað hjá RÚV og getið sér hygg ég ágætt orð í áðurnefndum störfum, nema kannski fyrir þætti um sjávarútveginn fyrir nokkrum árum er þóttu hlutdrægir útvegsmönnum í hag. Nema hvað, Páll er auk þess þekktur af ýmsum fyrir að spila golf og vera alveg ágætur í því, en hingað til hefur samt engum dottið í hug að láta hann lýsa golfi, enda ekki verið ástæða til, alveg bærilegir kraftar verið til þess í gegnum árin, nú allrasíðast Hrafnkell Kristjánsson með aðstoð frá Þorsteini Hallgrímssyni á Ryderbikarkeppninni sl. sumar.
N'u hins vegar eftir miklar breytingar hjá stofnuninni á íþróttasviðinu, í kjölfar þess að ohf. fór í gegn, virðast engir íþróttafréttamenn eða aðrir innanbúðar með slíka reynslu, vera tiltækir í þetta vandasama starf sem lýsing á breska meistaramótinu sannarlega er og því "gömlum hundi" afhent verkið þó hann hafi aldrei fengist við slíkt fyrr!

Einfaldlega ömurleg lýsing!

Er skemmst frá því að segja, að þessi lýsing og umfjöllun Páls og hans helsta hjálparkokks er kom við sögu, var alveg ömurlega léleg, varlega orðað!
Endalaust snatt og kjaftæði um allt og ekkert litaði alla "lýsinguna" þannig að í raun var þetta eins og að hlusta á leiðigjarnt stofusnakk misvirta áhugamanna frekar en faglega golfumfjöllun!
Hæfileiki til að gera leikin spennandi, eins og einkenni góðra þula er háttur, var ekki snefil fyrir hendi, heldur var talið meira og minna sundurlaust og ef ég hefði mátt ráða kæmist þessi Andrés aldrei í sjónvarp, framsögn hans vond og einfaldlega ekki boðleg fyrir sjónvarp!
Jújú, hann hefur áreiðanlega gott vit á íþróttinni, skal ekkert draga það í efa, en það hafa sumir ef til vill minna, en eiga þó meira erindi í slíkt verk.endalausar vangaveltur og spurningar Páls til hjálparkokksins voru frekar líkar því að hann væri að spjalla við Ólaf Þ. Harðarsson í kosningasjónvarpinu, en faglegt tal hjá golfsérfræðingi.
Megi forsjónin gefa, að þetta verði í fyrsta og EINA skiptið sem honum gefst þvílík aðstaða sem þessi, sem hann réð alls ekki við!
Steininn tók þó eiginlega úr í dag á lokasprettinum, er Páli datt sú "snilldarhugmynd" í hug að fá okkar besta kylfing, Birgi Leif Hafþórsson, til að sitja með í "Stofusamsætinu"!
Birgir Leifur er auðvitað alls góðs maklegur og ég er mikill aðdáandi hans, en hann á satt best að segja lítið erindi í svona lýsingu, sér í lagi ef hann getur ekki talað á sæmilegri íslensku!
Sú hefð hefur nefnilega verið að myndast í golfumfjöllun í fjölmiðlum hérlendis, þróast jafnt og þétt í rétta átt, að sleppa öllum þeim hugtakaslettum sem einkennt hafa golfið, nota þess í stað góð íslensk hugtök sem komið hafa fram!
Dæmi, fugl fyrir að leika holu einu höggi undir pari, Skolli, er leikið er einu yfir, í staðin fyrir "birdy og "boogie" o.s.frv.
Nú getur engin, ég þar með talin, bannað Birgi Leif, Andrési, Páli, eða nokkrum öðrum að tala eins og þeim sýnist í golfinu, NEMA, NEMA, þegar þeir mæta í opinberan fjölmiðil!
Það hefði átt að gera þessum mönnum og þá ekki síst afreksgolfaranum okkar þetta ljóst ÁÐUR en hann kom í útsendingu. EF hann treysti sér ekki til þess, þá ætti ekkert að vera að bjóða honum! því miður var það gert og verð ég að segja að mér var lítt skemmt og þetta var eins og að fara aftur á bak um mörg ár!
ER eiginlega alveg æfur út af þessu og spyr hví í fjáranum var Páli Benedikssyni falið þetta, er það virkilega orðið þannig, að fólk sem ræðst á ríkisútvarpið til að sinna íþróttum, getur bara í besta falli setið á rassinum við tölvuna og lesið þokkalega fréttirnar á Moggavegnum!?
Veit ekkert hvort ég fæ nokkurt svar við þessu, en svo ég noti nú "Tískufrasa" úr íþróttafréttamannastéttinni, þá finnst mér þetta bara orðið alveg GLÓRULAUST!
Fannst já golflýsingar setja mikið niður í dag (eru þó sannarlega stundum ekki brattar á Sýn og raunar hálffurðulegar stundum, en það væri nú efni í aðra "nöldurgrein"!)


mbl.is Harrington fagnaði sigri á Opna breska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórveislan hafin!

Já, þá er það stærsta og merkasta af öllum golfmótum hafið og golfáhugamenn fylgjast spenntir með!
"Tígur Trjáson" bara nokkuð sprækur í bleytunni, fékk m.a. örn á 6.! En frammistaða Ryderbikarhetjunnar Paul McGinley vekur sérstaka athygli, hefur nú lítið getað í ár! En þetta er bara upphafið, fyrsti hringur af fjórum, mikið vatn eftir að renna til sjávar og minn maður, Earnie Els eftir að spila!
Sjonvarpið sýnir alla dagana af miklum myndarskap, en það sem vekur nú athygli er að fréttamaðurinn Páll Benediktsson lýsir!? Vissi nú að hann er alveg ágætur golfari, en þetta er og hefur verið verkefni íþróttafréttamanna sjónvarps, eða manna sem haft hafa reynslu úr því starfi ásamt svo liðtækum golfurum til aðstoðar. Logi Bergmann t.d. lýsti þessu lengi vel ásamt Þorsteini Hallgrímssyni og mynduðu þeir eitt af skemmtilegri pörum í íþróttalýsingum sem um getur!(Gunnlaugur Rögnvalds og rúnar Jóns hafa þó líklega gert enn betur saman með Formúluna!?)
En he´r segi ég bara góða skemmtun og...
....megi vinur minn Els vinna!!!
mbl.is Garcia með snilldartakta á Carnoustie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiriháttar viðburður!

Slíkur viðburður sem þessi, úrslitakeppni um Evróputitil, er ekki daglegt brauð hér á landi.
Því er meira en rík ástæða til að vona að fólk flykkist nú á völlin, ekki bara til að styðja okkar stúlkur, heldur líka aðra leiki til að skapa skemmtilega umgjörð og sanna að við getum haldið slík mót með sóma!
SVo hef ég auðvitað margsinnis á þessum vettvangi sett fram þá skoðun, að nú eigi bara hiklaust að leggja meiri áherslu á kvennafótboltan og endurtek það að þessu tilefni!
Hvernig svo sem gengið verður á liðinu, er þetta frábært tækifæri til að styðja við og efla kvennaboltann!
Svo hafa menn ekki neina afsökun núna hvað peninga snertir, ókeypis á völlinn!
mbl.is Flautað til leiks á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi getur vont versnað!

Fallegur dagur í dag, sól og vestanblíða og skapið bara gott... þar til nú!
Neðar er nú vart hægt að komast í að verða þunglyndur á slíkum blíðudegi, missa haus ofan í bringu, fyllast vonleysi um réttlæti heimsins og fegurð mannlífsins!

Úrslit í 1. deild karla í knattspyrnu:

KA - Þór 1-0.

Sjöundi leikurinn án sigurs, hvílík hörmung!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband