Færsluflokkur: Íþróttir

Margþætt tilfinningamál!

Þessi niðurstaða kemur svosem ekki á óvart!Hún er bein eða óbein afleiðing meiriháttar flumbrugangs í stjórnun íþróttamála í bænum, þar sem völlurinn hefur fram og til baka verið í brennnidepli!
Er eiginlega búin að gleyma því hversu lengi þessi mál hafa verið að vandræðast fyrir yfirvöldum í bænum, allavega þó 5 til 7 ár aftur í tímann!
Það er vissulega rétt hjá Fúsa formanni, að þetta er ekki gott mál eins og það lítur út núna, Landsmótshald 2009 hugsanlega í uppnámi með tilheyrandi álitshnekki fyrir bæinn, en ég veit satt best að segja ekki hvort mönnum sé mikil vorkun, með þó ekki væri nema örlitlum skerf af ákveðni og festu, hefði verið hægt fyrir löngu að byggja upp frjálsíþróttaaðstöðu með skynsemi og jöfnun kosnaðar yfir nokkur ár, t.d. innar í firði eða með því að vinna land á Gleráreyrum. (síðartalda svæðið verið hugsað sem land undir íþróttir svo árum og áratugum skiptir!) menn væru ekki í þessum endalausa vandræðagangi með þetta, ef svo hefði verið! Auðvitað er það ekki á valdsviði félagsmanna í Þór sem slíkra, að ákveða endanlega um afdrif vallarins, en ég get ekki ímyndað mér annað, en þessi samþykkt á föstudaginn gæti allavega haft þau áhrif enn um sinn að völlurinn verði ekki aflagður!? Þórsarar, þar er ég meðtalin, hafa nefnilega miklar tilfinningar til vallarins og þá ekki bara vegna þess að hann er sá langbesti í landinu sem slíkur, heldur vegna þess líka, að þetta svæði er fallegt og eitt af einkennum bæjarins! Og ég vil leyfa mér að halda því fram, að slík rök eigi núorðið jafnmikið rétt á sér sem hin efnahagslegu!
26 milljónir fyrir landið finnst svo mörgum lítið, veit ekki, en til framtíðar er það kannski ekki mikið!
Fleiri atriði væri hægt að nefna sem mér finnst og hefur fundist orka tvímælis, t.d. yfir höfuð að staðsetningin hérna við Skarðshlíðina, á fyrir ekki svo löngu gömlum túnum, hefur ekki reynst vel og raunar hörmulega hað fótboltayðkunina varðar. En að lokum, óvissa er um framhaldið, nema að bæjaryfirvöld taki nú á sig rögg og byggi upp góða séraðstöðu fyrir Landsmótið 2009!
mbl.is Þórsarar hafna samkomulaginu við Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolti og bjór - Á einfaldlega EKKI saman!

SEm landsmönnum er væntanlega enn í fersku minni, fóru fram tvö fótboltamót í Paradísarbænum Akureyri um nýliðna helgi, annað á vegum KA fyrir yngri polla, 12 til 13, en hitt á vegum Þórs, fyrir polla og pæjur sem "komin eru af léttasta skeiði" eins og þar stendur, hætt afreksboltanum.
Núnú,mótin gengu víst mjög vel í framkvæmdinni og hámarki náði sparkhátíðin svo með "Old-Boys" landsleik Íslands og Dannmerkur, þar sem minn gamli félagi og skólabróðir, Siguróli Kristjánsson, (alltaf kallaður Moli) potaði glæsilega inn sigurmarkinu!
Allt gott og blessað og flestir væntanlega skemmt sér vel!
En eitt situr nú eftir og vekur nú ekki gleði hjá mér frekar en sumum fleiri.
Styrktaraðili Þórsmótsins var nefnilega áfengissali, sem mér finnst nú vera á mörkum þess siðlega og nógu slæmt, en verra er svo hitt, að spurst hefur út að bjór hafi verið seldur á mótssvæðinu og að jafnvel hafi ungmenni verið þar í neyslu á honum!
Á N4, heimasjónvarpsstöðinni í bænum, játaði Fúsi formaður, Sigfús Helgason, þetta, en taldi lítt athugavert að spyrða þetta tvennt saman, nema hvað að honum þætti slæmt ef ungmenni hefðu komist í "guðaveigarnar" SVona væri þetta, tekjur fengust og ekki var annað að skilja á honum fúsa, (sem er reyndar hinn vænsti drengur) að bjór ætti að vera partur af neyslu fólks!(eða eitthvað í þá áttina)
Minni gömlu skólasystur og fulltrúa VG í bæjarstjórn henni Dillu, Dýrleifu Skjáldal, féll þetta nú ekki eins vel frekar en mér, enda vitandi vits í þessu, þjálfar m.a. unga krakka hjá sundfélaginu Óðni!

Draumsýn!

Bjór verður aldrei eðlilegur þáttur í neysluvenjum fólks. Íslendingar hafa aldrei og munu sjálfsagt aldrei kunna að fara með áfengi, sem bjórinn er svo sannarlega og ekkert annað!
Það er bara draumsýn ef menn í alvöru trúa því!
Bara sorglegt að Íþróttafélag eins og Þór, sem alla daga er að berjast um hylli ungmenna og hefur sannarlega mikið uppeldishlutverk, skuli ekki finna fjárhagslega bakhjarla í mótshaldi öðruvísi en með þessum hætti!
Verða barna- og unglingamótin kannski líka einn góðan veðurdag með viðlíka styrktaraðilum?
hvað finnst fólki um þá spurningu?
Mér finnst einfaldlega bjór og bolti ekki eiga saman og ég hélt að flestir væru því sammála, líkt og akstur og áfengi eiga ekki saman.
En máttur peninganna er mikill, áfengisframleiðendur styrkja nú þegar fótboltaútsendingar og íþróttaþáttur á vegum 365 miðla líka!
Í þeim þætti fóru menn gróflega yfir strikið, gáfu áfengi gegnum síma, sem ég einfaldlega taldi og tel hneyksli og hef upp frá því vart hlustað á þennan þátt!
En líkt og með vændið og kynferðisglæpina, vantar alveg heildarsýnina á þessi mál, sómasamleg lög og sanngjarnar en strangar reglur,sem FARIÐ YRÐI EFTIR að viðurlögðum viðeigandi refsingum.


Fljótt skipast...

...veður í lofti já!
Ég er ekki fyrr búin að tjá mitt mikla angur út af Florent Malouda komi ekki til minna rauðu manna, en annar mjög svo spennandi er komin í myndina og kannski bara litlu sem engu minna spennandi!?
Hlýtur allavega að vera svo, ef hann er að taka stöðuna af Arien Robin í hollenska landsliðinu á vinstri kantinum!?
En reynslan kennir jú, að "Ekki er sopið kálið.."!
mbl.is Liverpool með tilboð í Ryan Babel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðiefni!

Já, um það er ég handviss, að mörgum íslenskum golfáhugamanninum er eins innanbrjósts sem mér, finnst það mikið gleðiefni, að skoska skaphundinum en jafnframt frábæra keppnismanninum, Colin Montgomery, skildi takast að ná þessum sigri á Írlandi í dag!
Ég og margir já aðrir hafa nefnilega mikið dálæti haft á honum um langt skeið og sviðið að honum hefur ekki gengið betur undanfarin ár, þótt hann hafi aftur á móti alltaf verið valin í ryderlið Evrópu í keppninni við Bandaríkjamenn og undantekningalaust staðið sig frábærlega þar!
Vonandi fylgja svo bara fleiri sigrar í kjölfarið hjá Monty, ekki hvað síst í Ameríku, en þar var hann reyndar hársbreidd frá sigri á einu af fjórum stærstu mótunum ár hvert, US Open á sl. ári. En hann er einn af bestu kylfingum heims, sem þó hefur enn sem komið er ekki tekist að vinna eitt af þessum fjórum stórmótum. Hin þrjú eru Masters, British Open og PGA Meistaramótið!
mbl.is Tveggja ára bið Montys á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti bara að flengja þá!

Hvurslags yfirþyrmandi dauðadags rugl er þetta eiginlega orðið, þessi eini fjárans fótboltaleikur þarna upp á Skaga milli heimamanna og Keflvíkinga!?
Þetta alveg hreint ótrúlega fár í lok leiksins, strax á eftir og hitt sem svo hefur tekið við, minnir mann eiginlega meir á bullustand í Buenos Aires eða Ítalska ógnaröld, líkt og þar hefur geysað í fótboltanum sl. misseri!
Það er bara eins gott, að Kristinn Jakobsson dómari leiksins fari nú að skila inn skýrslu sinni sem lög gera ráð fyrir, svo KSÍ geti hunskast til að ganga í málin, formaður sambandsins til að mynda sitji ekki bara hérna í sólinni fyrir norðan og bíði eftir að geta slegið sér upp með Peter Scmeikel og hinum stjörnunum gömlu í danska landsliðinu, í stað þess að ganga í það að stöðva stríðið milli félaganna!
Og svo hvað varðar einstaka leikmenn, sem mestan þátt eiga í þessu, að ég tali nú ekki um þjálfara begggja liða, þá ætti bara að taka þá afsíðis og flengja þá duglega, bara fjárans ekkert minna!!
Myndi glaður bjóða mig fram til verksins,
Þeir hafa einfaldlega orðið sjálfum sér, félagi sínu og stuðningsmönnum til ævarandi skammar!
Punktur og basta!
mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram stelpur!

Þetta framtak er að sjálfsögðu til fyrirmyndar og mun áreiðanlega hleypa kappi í marga ungu stúlkuna víða um land, að fá eina helstu hetju íslensks fótbolta í dag, ekkert minna, í heimsókn til sín!
Það er mikill sannleikur í þessu hjá henni með hluti sem verða stelpum og strákum líka til kvatningar að halda áfram í íþróttum. Í dag er slíkt mikilvægara sem aldrei fyrr, aldrei verið meir fyrir börn og unglinga á boðstólnum en einmitt í dag!
Umfjöllun um íþróttir barna og unglinga er og verður aldrei of mikil, en mætti vissulega vera meiri í fjölmiðlum almennt. Stelpurnar þurfa þar oft mun meiri kvatningu og aðhald, það þekki ég úr eigin fjölskyldu, ein minna góðu bróðurdætra spilaði fótbolta allt upp í Meistaraflokk, en hætti svo allt of fljótt eftir að hafa átt sigursælan feril í yngri flokkum og það líka reyndar í handbolta. Meira aðhald og kvatning auk fleiri ástæða, hefði haldið henni lengur að, en því miður hætti hún.
En það þekki ég líka úr fjölskyldunni, að aðrar geta enst fram yfir þrítugt ef því er að skipta, ein önnur minna bróðurdætra landsliðskona í blaki og er enn að komin á fertugsaldurinn!
En í afreksfótboltanum höfum við séð allt of margar stelpur hætta allt of snemma, Karitas Jónsdóttir kemur t.d. upp í hugan, systir Sigga Jóns, sú Skagamær mynti óneitanlega á bróður sinn á vellinum! Og hvað varð svo um stúlkuna sem virtist umskeið vera sú besta og ætti í vændum glæstan feril í Bandaríkjunum,
Rakel Ögmundsdóttir!?
Henni var heldur betur spáðp glæstum frama, en síðasta sem ég heyrði um hana, var hún jú að spila í Bandaríkjunum, en umfjöllunin var ekki um það, heldur að eitthvert ónefnt karlablað vildi fá hana í nektarmyndatökur!
Síðan eru liðin, ja, kannski ekki mjög mörg ár, en nokkur!
En hvað sem því líður, framtíðin virðist mjög björt með íslenskan kvennafótbolta, en samt þurfa menn að vera á tánum, beita aðhaldi, svo margt annað sem glepur.
mbl.is Margrét Lára fer um landið og hvetur fótboltastelpur til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins, loksins!!!

Já, þar kom loksins að því, KR-ingar unnu, en óskaplega var það nú naumt og með heppni!
Tvennt gleður mig, þó ekki sé ég KR-ingur. Jói Þórhalls, sem fékk sína eldskírn og mesta fótboltauppeldi hjá okkur ´Þór, skoraði jöfnunarmarkið, en hann snéri aftur í vesturbæinn eftir að hafa verið þar fyrrum og lent í vægast sagt leiðindamálum! SVo skal það nú tekið fram og til skila haldið, að Jóhann er eins og svo margir aðrir góðir fótboltamenn, ættaður úr Þingeyjarsýslu!
Hitt sem gleður mig við þennan sigur KR-inga er það sem ég hef áður tíundað, aðdáun mín á Teiti Þórðarsyni þjálfara!
Gegnum þennan vægast sagt mikla öldudal, hefur hann alltaf staðið keikur og kurteis mætt í hvert einasta viðtal, nokkuð sem margir aðrir þjálfarar ættu að taka sér til fyrirmyndar!
EFtir öll töpin sem á undan eru gengin, sex ef ég man rétt, hefur vart dottið né dropið af þessum góða syni Akranes, alltaf haldið stólískri ró og haft trú á að ástandið myndi batna.
Og nú gerðist það, gegn hinum ágæta, en oft á tíðum allt of kjaftfora litla bróður, Ólafi og hans lærisveinum í Fram!
SVo er bara að sjá hverju fram vindur, hvort þetta er byrjunin á sigurgöngu, bjartari tíð í vesturbæ reykjavíkur!?
mbl.is Fyrsti sigur KR í Landsbankadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að búa í Kópavogi...Og gaman!

Já, það er bæði gott og gaman að búa í Kópó!
Þar slást menn um lóðir og hesthús, en hjóla svo og hafa það gott nektarbúllur bæjarins á kvöldin, allavega gera sumir það!
Hér í begurðarbænum nyrðra hafa stóru félögin tvö óteljandi rimmur háð sem þessa. Þar tóku mínir menn í Þór í lurgin á KA-dúllurunum, en ALLTAF og sér í lagi inni á vellinum! Um það sáu hetjur og harðjaxlar á borð við Nóa björns, Árna Stef og Bjössa Vidda sællar minningar!
En svona aulabrögðum utan vallar hjá hinum almenna stuðningsmanni, man ég ekki eftir! Nema að einu sinni tók aðkomumarkvörðurinn Óli Gott sig til og var með smá uppsteit, en pilturinn sá spilaði um hríð með bláa liðinu hér í bæ! Hins vegar hafði hann lítið upp úr krumlukrafsinu svona utan vallar,var bara hent úr stúkunni! Var hann þá sömuleiðis hættur að spila í bænum fyrir nokkru, kíkti sísvona í heimsókn og æsti sig aðeins!
mbl.is HK fánarnir skornir niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég hissa!

Já, nú er ég steinhissa, hef ekki svo ég muni, heyrt áður að það hafi gerst, að tveir leikmenn í kvennafótboltaleik, hafi verið vísað af velli, úr sama liði og það með einungis 7 mínútna millibili!
Hlýtur að vera nánast einsdæmi, ef ekki bara í fyrsta skipti sem það gerist!?
Önnurþeirra var já Gréta Mjöll Samúelsdóttir, íþróttafrétta- og Framsóknarmanns og Ástu B. Gunnlaugsdóttur markamaskínu með Blikum á árumáður m.m., en sjálf er Gréta í landsliðinu nú og hefur gert garðin frægan sem söngkona!
mbl.is Tvær Blikakonur reknar af velli á sjö mínútna kafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KARLABOLTI í klípu!

Höfundur fréttarinnar hér hefði nú mátt vanda sig betur!
Hróður íslenskrar KARLAKNATTSPYRNU eykst ekki með þessum úrslitum, né þeim síðustu hjá KARLAlandsliðinu, en í KVENNAknattspyrnunni er bara nákvæmlega öfugt upp á teningnum, árangur bæði Vals og Breiðabliks í Evrópukeppninni og nú landsliðsins að undanförnu, hafa SANNARLEGA AUKIÐ hróður íslenskrar knattspyrnu! Ættum við ekki bara frekar að leggja áherslu á það, frekar en hitt?
Þeir tæplega 6000 sem mættu á völlin á leikinn gegn Serbíu, eru áreiðanlega sammála mér um það!
mbl.is Valur tapaði fyrir Cork City, 0:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband