Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
17.11.2011 | 00:05
"Glöggrakompaníið!"
Eftirfarandi lét eldpredikarinn Jón VAlur Jensson flakka á bloggsíðu sinni fyrr í dag, sem viðbrögð við afsökunarkröfu Steingríms J. á hendur Vigdísi Hauksdóttur "íslenskufræðingi" er hún hafði dylgjað um meint hagsmunatengsl hans og venslafólks við sölusamning ríkisins og Reykjanesbæjar.
Má þarna með sanni segja að skilningur á hugtakinu "Glöggskyggni" nái alveg nýjum og óþekktum hæðum?!
Engum sögum fer svo enn af hvort þingkonan hafi beðið þau sómahjón Kristínu og Ólaf Hergil afsökunnar, glöggskyggnina kann að skorta til þess?
"Ótrúlega ósvífinn er Steingrímur J. á þingi í dag, þar sem hann krefst afsökunarbeiðni Vigdísar Hauksdóttur alþm. sem bendir á hagsmunatengsl fjölskyldu ráðherrans við kaup ríkisins á tveimur jörðum á Rosmhvalanesi (Reykjanesskaga), þar sem systir hans og mágur eiga 16 komma eitthvað í tvimur jörðum þar, sem Steingrímur ætlar að láta ríkið kaupa. Ráðherrann er augljóslega hagsmunatengdur, en kann ekki að skammast sín og reynir að smyrja skömmum á glöggan þingmanninn Vigdísi"
Hljóta að vakna pólitískar spurningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2010 | 21:11
Já, en það sem mig langar að vita...
..er nú annað frá hinum málgefna Jóni Gerald,
HVER KOSTAÐI "KOST?"
Skilaboð til Samkeppniseftirlitsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2009 | 21:31
Arfavitlaus og vond tölfræði og samanburður!
Niðurhal af netinu hefur áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2009 | 20:36
Meginskýringin!
Já, meginskýringin á þessu er nú einföld!
Að leikhússhróður aukist meir og meir,
mér er létt að skýra, nema hvað!
Máttur er að heita Magnús Geir,
málið ekki flóknara en það!
Drengur sá er nafnið góða ber, heldur ekkert annað en ofursnjall á sínu sviði, þetta bara áframhald á hans afbragðsstarfi og gifturíka hjá Leikfélagi Akureyrar!
Metaðsókn í Borgarleikhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 10:45
Krónan er dauð, en kemur samt að gagni!? - Örlítið röfl um hagfræði og hana Evrópu.
Já, fyrirsögnin hljómar mótsagnakennd, en ég hygg nú að flestir þekki "Hjálp að handan" frásagnir og margur geti sagt sögur af góðri reynslu sinni af slíku líka! (frá heimsóknum til Einars heitins á Einarsstöðum til dæmis) En vegna síðustu orðanna í fréttinni sem höfð eru eftir Friðrik Má um krónuna, íll áhrif hennar í bankahruninu, en sýnilega "gagnsemi" hennar í hagfræðilegu samhengi dagsins í dag, vaknaði þessi fyrirsögn og þessar hugleiðingar. Fyrir ótal árum var ég annars eitthvað að kúldrast við að læra hitt og þetta, þar á meðal nokkuð í bæði rekstrar- og þjóðhagfræðum. Veit hins vegar ekki alveg hvort allir þeir sem lesa þetta hér á mbl eða viðtalið við Friðrik Má í poppírsútgáfunni, en svona í fáum orðum á mannamáli, þá má til dæmis nefna að verg landsframleiðsla eru öll þau verðmæti er ksapast í landinu óháð því síðan hvort þær nýtast svo innanlands eða hverfa úr landi með einum eða öðrum hætti. (álverin eru til dæmis fyrirtæki sem eru í eigu erlendra aðila sem flytja hagnaðin úr landi en skapar samt tekjur fyrir þjóðarbúið vegna orkusölu og launagreiðsla) En þegar ég segi "öll verðmæti" þá er það reyndar ekki alls kostar rétt, þannig var það allavega að landsframleiðslan tók fyrst og fremst til verðmætasköpunnar á markaði, vöru og þjónustu, þannig var það minnir mig og er kannski enn. Svo er það hins vegar verg þjóðarframleiðsla, sem eru þá eingöngu tekjurnar sem verða til og haldast í viðkomandi landi auk reyndar ef ég man rétt, verðmæta er eignir erlendis skapa á svipaðan hátt og er um að ræða hjá útlendingum hér sem eiga eignir og hagnast af þeim. Það mun vissulega vera rétt hjá Friðrik, að uppsveifla hafi oft orðið hröð eftir að botni kreppu hafi verið náð og sjálfsagt eru málin krappari á Írlandi en hér. Ég fór hins vegar að rifja það upp núna líka, að þó vissulega kunni uppsveiflan eftir núverandi kreppu að verða sem hann og félagar í Seðlabankanum spá og vonast eftir,en þó krónan muni ef til vill hjálpa svo "dauð sem hún er" í því, meiri gjaldeyrir muni fást vegna aukings útflutnings á kosnað innflutnings, þá er það nú staðreynd, að alltaf að minnsta kosti frá síðari heimstyrjöldinni, hefur þurft meiriháttar aðstoð að utan til að rétta hlutina af!Hergróðin sem slíkur, fyrst með komu Bretanna og síðar Kananna, skaut Íslandi nánast í einni svipan inn í þáverandi nútíma á vesturlöndum. En eftir stríðið þurfti mun meira þurfti til og þá nokkuð sem ekki svo mjög er talað um í dag, en skipti sköpum fyrir okkur sem og einar 15 aðrar Evrópuþjóðir, hin svonefnda Marshallaðstoð og nefndist eftir þáverandi utanríkisráðherra USA!Síðar eru það svo inngangan í EFTA og líkast til EES, sem miklu hafa ráðið um þróun (þrátt fyrir allt) velmegunnarríkisins Íslands og séð til þess að samdráttarskeið hafa breyst með hraði oft á tíðum í uppsveiflu. því er það vægast sagt fyndið, að nokkur hópur manna er bloggar mikið og hefur býsna hátt vegna hugsanlegrar inngöngu landsins í ESB í náinni framtíð og líka vegna Icesave m.a. og kalla sig þjóðernissinna (en mætti alveg eins nefna þjóðREMBUsinna!?) hafa sumir allavega kennt samningnum um EES um bankahrunið, en gætu frekar í sannleika sagt miklu frekar skrifað það með slíkum hætti á marshallaðstoðina!
Endurreisn Evrópu, stofnun Evrópuráðsins sem svo varð að Efnahagsbandalagi Evrópu og enn síðar að myndaði Evrópubandalagið er varð svo Evrópusambandið árið 1993, hefði aldrei orðið með slíkum hætti að líkum nema einmitt vegna hennar!
"Í upphafi skildi endin skoða" það ágæta orðatiltæki, mætti því alveg viðhafa yfir viðkomandi einstaklinga sem jafnan sjá rautt er minnst er á ESB og Ísland nú!
Og svo að lokum sé aftur vikið að upphafinu he´rna,orðum Friðriks Más, þá skulum við bara vona að hann hafi rétt fyrir sér, þó svolítið kaldhæðnislegt já sé hvernig hann metur krónuna enn til gagns í ljósi þess að hefði hér til dæmis Evra verið gjaldmiðillinn í október sl. þá hefðu að líkum atburðarrásin sem þá varð, ekki átt sér stað og þetta ömurlega Icesavemál allavega verið allt öðruvísi vaxið! En það er auðvitað flóknara mál þó, þar sem vítavert stjórnarfar og raunar stjórnleysi markaðarins réð för!
Hraður vöxtur eftir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 20:45
Væntanlega, sennilega!?
Þór Saari ku vera hagfræðimenntaður ef mig misminnir ekki? En hvar hann hefur lært þá hagfræði að eignir sem sennilega séu ekki til, beri samt að einvherjum furðuástæðum ávöxt svo nemur heilum 50 milljörðum íslenskra króna, ja, það má hamingjan ein vita!
En kannski útskýrði Þór það líka í ræðunni, veit það ekki, en miðað við þessar tilvitnanir úr henni, röksendarfærslurnar sem hann setur fram fyrir skoðunum sínum, þá hllýtur það að hafa verið með svipuðum "bravör", eða hvað?
Enenen og það skal kyrfilega undirstrikað, að rétt eins og Sigurjón Þ. Árnason fv. bankastjóri Landsbankans, gæti haft rétt fyrir sér um að eignirnar séu svo miklar að þjóðin muni ekki þurfa að greiða krónu, þá gæti Þór jú líka haft rétt fyrir sér.
Annar þeirra, en ég segi ekki hver, virðist þó líklegri til að vita meir um málið en hinn, sem þó aftur og ítrekað þýðir samt ekkert endilega að sá muni hafa rétt fyrir sér!
Eða hvað?
Samið af sér með skammarlegum hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 18:26
Fjölyrt um óvissu, samt fullyrt um svartnætti!?
Eiríkur Bergmann bætist hér í þann hóp og kemur það mér nokkuð á óvart.
Hann sem fleiri gagnrýna hart samkomulagið á grundvelli óvissu um eignastöðu Landsbankans ytra, en fullyrðir samt um allt hið versta í stöðunni, áhættu alla öðru megin og samþykktin sé gerð í "veikri von" stjórnvalda um sem hagstæðasta eignastöðu!?
Þetta gengur auðvitað ekki upp, að tala um óvissu í málinu og þar með sé það rök fyrir að svartnætti bíði!
Ég hef ekki hugmynd um hvort ég lifi morgundaginn af eða ekki, en það gefur mér hins vegar ekki ástæðu til að ætla að ég snúi þar með upp tánum frekar en hitt!
Hins vegar virðist þó frekar en hitt nú í Icesavemálinu, vera einvher ástæða allavega til að ætla að eignastaðan sé sterkari en Eiríkur trúir eftir að fréttist af þeim 50 milljörðum sem upp hafi safnast í tekjum eftir setningu hryðjuverkalaganna.(væntanlega vaxtagreiðslur og afborganir af lánum sterkra lánþega að því er virðist m.a., sem þó því miður hafa þó ekki ávaxtast frekar)
Og það er hans eigin fullyrðing byggð á þessari rökvillu sýnist mér, að hann talar um undirskrift í veikri von, því bæði Jóhanna og Steingrímur hafa þvert á móti talað um góðar vonir sínar um mat eignanna.
Um flóknari spurningar varðandi þennan samning m.a. lagahliðina, spurningar um munin á landsrétti og þjóðarétti sem Eiríkur fjallar m.a. hér um líka og svo enn dýpri lagalegar spurningar eða álitamál varðandi samningsgerðina og prófessor Stefán Már Stefánsson hefur nefnt varðandi neyðarétt, ætla ég hins vegar ekkert að fjölyrða um né segja neitt af eða á varðandi. Niðurstaðan á alþingi var bara, (sem margur virðist hreinlega hafa gleymt núna í umræðunni að því er virðist) að fara skildi þessa pólitísku samningaleið og við það situr!
Og loks svo aðeins meir varðandi áhættuna og fullyrðingu Eiríks sem margra annara um skuldaklafa, ánauð og ég veit ekki hvað, þá er bara eins og reifað var í upphafi, órökstuddar svartnættisfullyrðingar bæði vegna óvissunnar, en líka vegna þess að jafnvel þótt eignasöfn og aðrar eignir bankans dyggðu ekki til nema í mesta lagi fyrir 75% þessara rúmu 600 milljarða og það yrði upplýst til dæmis 15. þ.m. um leið og hryðjuverkaósómanum verður aflétt, þá hafa stjórnvöld enn þessi sjö ár til góða bæði til ávöxtunnar eignanna og/eða sölu þeirra, finna eða fá að líkum enn hagstæðari lán og fleira til eflaust!
Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2009 | 15:17
Ég hef á tilfinningunni...,
Þess vegna hefði verið betra ef menn héldu ró sinni og biðu eftir frekari upplýsingum, ekkert lægi á með umræðu,en fjárans lekin, hvaðan sem hann nú er upprunnin,veldur nú slíku sem stundum fyrr!
SEtja fyrir hann!
Ekkert innihald fyrir yfirlýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 16:08
Svo halda menn að Pönkið hafi ekki verið merkilegt og áhrifamikið!?
Það er nú eitthvað annað!
En Lydon heitir karlinn, ekki Lyndon að eftirnafni síðast þegar fréttist hafði hann allavega ekki breytt því, en Rotten er og var hans alræmda Pönktímabilsheiti!
En þetta er svo bara snilld!
Stóraukning í smjörsölu þökkuð Johnny Rotten | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 10:30
Rétt hjá Máa!
Þjóðin á að kjósa um aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar