Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.12.2007 | 09:32
Hefð sem halda á í!
Bara gott mál og ekki nokkur einasta ástæða til að breyta út af vananum, þeir sem þurfa vín yfir hátiðarnar verða bara að hafa vit á að kaupa veigarnar í tíma!
Barasta breytist það eigi,
blessunarlega ég segi.
áfram ei má
áfengan fá
Sopann á sunnudegi!
Ríkið lokað á Þorláksmessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2007 | 14:10
EF svo er, þá er betur heima setið en að stað farið!
Það er vissulega rétt hjá Vg, að ef þessi lög hefðu verið öðruvísi er setja átti til dæmis fjölmiðlalögin íllræmdu, þá hefði reynst nær útilokað að stöðva þau.
En hvort nefndur þingmaður, Atli gíslason, hafi rétt fyrir sér nú um tilgang lagasetningarinnar, ja þá veit ég hins vegar ekki alveg..!
Langsótt er laganna boð
og lítil fyrir þeim stoð
ef þau skuli þýða
og því megi hlýða
Að steinþagna, Steingrímur Joð!?
Ekki lýðræðisþreyta heldur málæðisþreyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2007 | 18:04
Ánægjuleg 9% aukning á skynsemi þjóðarinnar!
heildstæð og sterk rök gegn sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum, virðast með þessari könnun, vera sma´tt og smátt að skila sér, þó enn vanti vissulega á að skynsemin sigri að fullu!
Þá er bara að leggjast harðar á árar svo fleiri og fleiri sjái hættuna og að öllum líkindum enn verri afleiðingar af aukinni áfengisneyslu, sem enn meira aðgengi og auglýsing hefði í för með sér með breyttu sölufyrirkomulagi!
Athyglivert er að andstaða eykst með lækkandi tekjum viðkomandi, það gæti hugsanlega gefið til kynna þá ánægjulegu vísbendingu, að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir að með breytingunni er líklegra að verð muni hækka, en ekki lækka!
Sömuleiðis vekur athygli, að þó stuðningurinn sé mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, er hann þó ekki meiri en um 65%! Skynsemin um "meira frelsi, minna helsi"sé ekki bara óskorað og óumdeilt boðorð,er því líka til í drjúgum mæli þar, þó virðist lítt vera í þingflokknum! Aftur á móti eru fylgjendur í hópi kjósenda VG fleiri en ég hefði ímyndað mér!
Staðrendir eins og að karlar séu hlyntari en konur, yngra fólk en eldra og þeir sem drekka meir en hinir sem ekki gera það, koma hins vegar ekki á óvart.
En enn eitt sem vekur ánægju en jafnframt vissa íhugun, er nær helmings meiri andstaða en fyrir fjórum árum við lækkun áfengiskaupaaldursins, sem og að sala á sterku víni annars staðar en hjá ÁTVR komi ekki til greina er yfirgnæfandi afstaða áfram.
Er þetta visst íhugunarefni vegna þess að þar með á áfram að viðhalda mismunun hvað varðar þessi efni, fólk má ganga í hjónaband og telst almennt sjálfráða 18 ára o.s.frv. Væri kannski ekki bara nær fyrst þjóðin er almennt á þessu með aldurinn, að hækka hitt upp í 20 ár frekar en lækka vínkaupaaldurinn?
Væri sjálfur hlyntari þeirri leiðréttingu heldur en á hinn vegin!
hvað sterkara áfengið varðar, þá er þessi áframhaldandi andstaða og mikla að hinu góða, þ.e.a.s. svo langt sem hún nær!
Því nái þetta vafasama frumvarp um sölu léttvíns og bjórs fram að ganga, stendur þjóðin fyrir algjörlega nýju viðfangsefni og erfiðu, að ríkissalan á sterka víninu, grundvellinum fyrir henni hefur verið kippt undan, því hún er svo lítill hluti heildarsölunnar og það hef ég og fleiri reifað rækilega áður!
Þeir sem alls ekki vilja sjá brennt vín í búðunum, en telja sig aldeilis hlynnta bjórnum og léttvininu þar, ættu því aðeins frekar að hugsa sig um og e.t.v. endurskoða afstöðu sína!
Þjóðin klofin í afstöðu til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2007 | 14:38
Bestir og mestir!?
Já, núna erum við Íslendingar:
Flottastir, en fæstir,
fínastir og bestir.
Toppi, trónum hæstir,
Töffararnir mestir!
Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 09:59
Steinun Valdís PÖNKARI!
En þessi tillaga fyrrum Borgarstjórans í reykjavík, sem best ætti hér að þessu tilefni bara að kallast borgarstýra, Steinunnar VAldísar Óskarsdóttur, hefur víst orði tilefni ágætrar umræðu síðustu daga svona í dagsins önn!
Mér finnst hún bara þrælgóð og er einmitt í anda pönksins hvað það varðar að brjóta upp já að mér finnst löngu úreltar hefðir og venjur!
Tillagan vel rökstudd og svei mér ef þetta er ekki hundrað sinnum merkilegra mál í sinni annars umfangssmæð, tilhlýðilegra og betra, heldur en til dæmis léttvíns og bjórsbrallið!
Konur fengu kosningarétt fyrir 100 árum, við munnumst þess nú, hvað um ögn meiri rétt eins og í þessu dæmi, að minnka hina karlegu slagsíðu og afleggja þessi gömlu starfsheiti eða finna upp ný fyrir konur!?
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 23:01
Mývetningar eru sérstakir!
Kom kannski ekki á óvart, Mývetningar hafa löngum verið sérstakir og sjálfstæðir!
Og mjóu munaði í Aðaldalshreppnum!
Við sameiningu sögðu nei,
í sínum ynnstu röðum.
Allt sitt vilja halda í hey,
heima að Skútustöðum!
Ekki sameining í Þingeyjarsýslu - tillagan felld í Skútustaðahreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 17:17
Ætla menn áfram að berja höfðinu við steininn?
Að undanförnu hef ég lagt mig fram í umræðu í bloggheimum gegn frumvarpinu um lögleiðingu á sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum.
Bent á fjölmörg rök sem beinast gegn slíkri breytingu og reynt til hins ítrasta að leiða hinum ýmsu fylgjendum fyrir sjónir, að í raun og sannleik eru engir hafsmunir fyrir viðkomandi í húfi, heldur þvert á móti sé hætta á verra ástandi á allan hátt í áfengismálum landsins og þykir þó alveg nóg um!
Þessar tölur koma nú ekki beinlinis á óvart er til dæmis kom í ljós árið 2004, að bjórneyslan ein og sér hafði áratugin á undan aukist úr 30 lítrum á hvern landsmann að meðaltali í hvorki meirra né minna en 67, sem manni fannst að hlyti að slá nærri heimsmeti!?
Þessi neysla og heildarneyslan þá var þó ekki nema á ssvipuðu róli og hjá Svíum (sem merkilegt nokk hafa verið strangir í þessum málum eins og við!) og Norðmönnum, en langtlangt á eftir neyslu Dana og Finna, sem í "frelsinu" hafa drukkið meir en tvöfalt ef ekki hátt í þrefalt meir að meðaltali!
En með þessa nýju staðreynd á borðinu, hvergi hafi neyslan aukist eins mikið og hér sl. 25 ár, hvað hyggjast ýmsir fulltrúar á hinu háa alþingi gera?
Halda áfram að berja hausnum við steininn, að það sé bara og það -afþvíbara- nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta keypt léttvín og bjór sem nemur allt að 22% styrkleika í matvörubúðum!?
Langar þessu fólki kannski endilega að sjá töluna 100% aukningu á neyslunni, er tölur verða kannski birtar næst 2122 eða eitthvað, eftir að þessi stórhættulega breyting hefur verið knúin í gegn og staðið í þessi ár?
Væri ekki nær að fara að skoða frekar hvort aðgengið sé ekki nú þegar of MIKIÐ, fræðslan sé e.t.v. ekki næg o.s.frv. um leið og að kannski starfsemi ÁTVR verði skoðuð og rannsóknir gerðar á hverju þar mætti breyta til batnaðar varðandi til dæmis þjónustuna úti á landi!
Meira hangir á spýtunni!
Það sem svo hefur ekki farið of hátt í þessari léttvíns og bjórs matvörubúðavæðingu nú, er að ef þessi breyting nær í gegn mun hún að öllum líkindum þýða endalok ÁTVR í núverandi mynd!
hlutfall sterkra vína hefur allt frá lögleiðingu bjórsins 1989, farið niður á við og er nú komin vel niður fyrir 10% af heildarneyslunni!
Það segir sig því sjálft að grundvöllur þeirra um 40 verslanna ÁTVR sem reknar eru víða út um land í dag, (flestar þó auðvitað á höfuðborgarsvæðinu!) brestur og varla verður möguleiki á rekstri nema kannski örfárra búða með einungis sterk vín í boði!
Og ætli blessðuð landsbyggðin myndi ekki helst gjalda fyrir það, þarf varla að ræða það frekar!
Og þá yrði lausnin að koma brennda víninu bara líka í matvörubúðirnar ekki satt sem menn nú segja af og frá!
Það læðist auðvitað að manni grunur um hreina hræsni ofan á allt annað í þessu mali öllu, en í ljósi sögunnar vill maður þó frekar kenna um ofurkappi við að halda í atkvæði sín, frekar en hinu.
En hversu oft hafa alþingismenn ekki einmitt orðið uppvísir af vondum og vanhugsuðum vinnubrögðum við lagasetningar, við slík og svipuð tækifæri, sem svo hefur síðar þurft að leiðrétta eða jafnvel hnekkja fyrir dómi!?
Öryrkja- og kvótalagasetning, að ekki sé nú minnst á eftirlaunafrumvarp og fjölmiðlalögin alræmdu, nægir vel og rúmlega það, til að skilja hvað við er átt!
Best væri að kasta þessu bara í ruslið sem fyrst og snúa sér þess í stað einhverju sem í raun og sann er þjóðinni til gagns og heilla!
Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2007 | 17:07
Æ, ég veit ekki!
Glotti til dæmis yfir því þegar VAlgerður blessunin varð svo viðkvæm og taugaveikluð yfir borðanum "Sökkvum Valgerði" því með viðbrögðum sínum gerði hún viðkomandi mikin greiða og margfaldaði athyglina að óþörfu!
Níðstangir geta líka alveg verið sniðugar og borið með sér áhrifamátt, eins og þær ku hafa gert til forna, en á stallinum við styttu Jóns og gegn ákveðnum fjölda fólks, þá yfirgnæfandi meirihluta alþingis..? Nei, veit ekki alveg hvort það var sniðugt, frekar en að ´hella málningu á mann og annan og alls ekki fyndið eins og borðin með Valgerði var nú eiginlega fyrst og síðast!
En endilega að halda áfram að láta skoðanir í ljósi og mótmæla, það er stór hluti þess sem er ekki hvað síst mikilvægur við lýðræðið!
Níðstöng reis á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2007 | 15:50
Varlega skal stígið til jarðar!
En eins og að ég held gamli skörungurinn Churcill sagði, þá er erfitt að spá og þá sérstaklega um framtíðina!
Hamingjan má nefnilega vita hvernig öll þessi mál og bara heimurinn allur á eftir að þróast fram til 2013!
Tæknibyltingin á öllum sviðum á fleygiferð, þannig að kannski verða bara komin fram á sjónarsviðið aðferðir ef ekki bara önnur efni er geta til dæmis leyst ál af hólmi!
Og sú tækni og þau efni verið sköpuð með allt öðrum og einfaldari hætti?
Einhverjar fregnir voru um daginn einmitt tengdar minni álnotkun, en það er horfið úr mínu minni núna!
Aðalatriðið núna er að draga andan djúpt, hrapa ekki að neinum ákvörðunum, já stíga varlega til jarðar, að ég tali nú ekki um að koma okkar innanlandsmálum á hærra plan, ttil dæmis varðandi orkunýtingu!
Þarf væntanlega ekki að orðlengja frekar hvað þar er átt við!?
Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2007 | 23:41
Kjósandinn ég segir NEI!
Það gleður mitt gamla hjarta í hvert sinn sem ég sé fregnir eða heyri af þessu tagi, að hinar ýmsu stéttir og áhrifaaðilar í þjóðfélaginu á borð við velferðarráð Reykjavíkurborgar, vara við eða leggjast gegn þessu óþarfa og að mínu mati grunnhyggna máli, sem frumvarpið um að leyfa sölu á áfengum bjór og léttvíni í matvörubúðum er!
EF einhverjir eiga að þekkja fleiri en eina hlið neikvæðra afleiðinga af áfengisneyslu, þá eru það stéttir á borð við hjúkrunarfræðinga.
Kemur það m.a. fram í fréttinni að neysla áfengis getur haft skaðleg áhrif á fóstur á meðgöngu og einnig geta neikvæðar afleiðingar komið fram síðar á ævi barnsins.
Og skal hér svo hnikkt á því, að mæðrum hefur nú um nokkura ára skeið ALFARIÐ verið ráðlagt að neyta ekki áfengis og það EKKI AF NEINU TAGI, BJÓR OG LÉTTVÍN MEÐTALIN!
Ein áfengiseining, tvö glös léttvín, 3 léttir bjórar eða 1 til 2 sterkir til dæmis í viku geta haft örlagaríkar afleiðingar t.d. útlimafötlun, misþroski getur komið fram síðar m.a.
Þessar afleiðingar og fleiri er mætti nefna, til dæmis mjög varasama neyslu áfengis samfara lyfjanotkun, hafa betur og betur komið í ljós með meiri þekkingu á seinni árum og tengjast ekkert síður hinni svokölluðu "hófdrykkju" en ofneyslu áfengis, sem eins og fram kemur í fréttinni af hjúkrunarfræðingunum, er vaxandi vandamál, meiri heildarneysla, þótt alltaf sé verið að reyna að halda því að fólki svo það fari nú að trúa því, að einhver "Drykkjumenning" hafi myndast eða stórbatnað!?
Vissulega neyta margir áfengis í litlum mæli af þeim sem á annað borð neyta þess, en það er ekki réttlæting á að auka bæði aðgengi og áhuga á því og þar með stórauka áhættuna á að hlutfallslega fleiri byrji neyslu með ófyrirséðum afleiðingum. Og heldur er það sannarlega ekki röksend af neinu tagi, heldur alveg öfugt, að þeim hinum sömu er neyta lítils áfengis, verði með sölu á bjór og léttvíni í matvörubúðum, færður einhver réttur sem af þeim hefur verið tekin, eða hefur orkað sem hamlandi á aðgengi þeirra hingað til!
Slíkur málflutningur er ekki aðeins rangur, hann er ekkert annað í mínum augum en blekking hjá þeim er vilja þessa breytingu!
Ekkert helsi!
Sannleikurinn er nefnilega sá, að í dag er í raun engin fyrirstaða eða um hömlur sem heitið getur, fyrir þá er neyta áfengis og þá á ég sérstaklega við hina sem hvað hæst láta, tala um forræðishyggju, frelsi til athafna, eigin vilja, helsi og ég veit ekki hvað og hvað, en jafnframt nefna sig í hópi þessa sérstaka "hófdrykkjufólks"!
Í tölum sem Líðheilsustöð sendi frá sér um neyslu áfengis á norðurlöndunum árið 2004, kom það til dæmis fram um Ísland, að á árabilinu 1993 til 2004, jókst neysla að meðaltali á bjór á hvern landsmann úr 30 lítrum í 67!
Já, á tíu árum júkst neyslan um hvorki meira né minna en yfir 100%!
Slík gríaðrsprenging á einum áratug, hlýtur að skora nærri Evrópumeti, ef þá ekki bara heimsmeti!?
SVo tala menn um að þá skorti aðgengi og frelsi til að nalgast mjöðin, eða að frelsi til að nálgast hann sé skert!?
Ég hef margoft að undanförnu spurt mann og annan, hvar í raun og veru helsið þetta sé að finna, í hverju það já í raun og veru liggi að geta ekki keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum,
Engin, nei nákvæmlega ENGINN hefur getað fært nein sannfærandi rök fyrir því, ef þá nokkurt svar hefur þá komið!
Bjór og léttvín alls ekki sem hver önnur neysluvara!
Annað sem margur almennur borgarinn er farin að bera fyrir sig kaupmönnum mörgum til gleði, er að halda því blákalt fram að bjór og vín séu bara eins og hver önnur neysluvara! Jafnvel ótrúlegasta fólk sem drekkur aldrei, en hefur svo oft heyrt kaupmennina og "hófdrykkjufólkið" tyggja þetta sem fleira, er farið að trúa þessu, eins og svo oft gerist þegar lýgin er sögð nógu oft að hún breytist í "heilagan sannleik"!
Áðurnefnd varnaðarorð varðandi meðgöngu og fæðingu barna, ætti nú eiginlega eitt og sér að nægja til að hrekja þessa villukenningu!
Vissulega eru verðandi mæður líka varaðar við neyslu sums fæðis í sumum tilfellum og af ýmsum einstaklingsbundnum ástæðum, en fullyrða má að í því efni stenst engin neysluvara í matvörubúð samjöfnuð við bjórinn og léttvínið! Líkt og alla jafna hvað lífsnauðsynlega fæðuneyslu snertir, er hún sem best já í HÓFI og sem reglubundnust, nokkuð sem gildir ALLS EKKI um áfengi!
En fleira má líka tilgreina um leið og ein vitleysan til er hrakin.
Sumir tönnlast á misnotkuninni, sjá eða hafa ekki gert sér grein fyrir hinum víðtæku áhrifum áfengisneyslunnar, að minni neysla og án sýnilegrar ölvunar getur haft slæmar afleiðingar, eins og fram kom að ofan.
Neyslan varðar við lög, þú afsalar þér athafnafrelsi!
"Fólk getur jú misnotað alla hluti, ætti ekki bara alveg eins að banna salkjötið eða súkkulaðið, aldeilis hægt að misnota það sér til skaða! Bjórinn og léttvínið því alveg eins réttlætanlegt og sú neysluvara"
Eitthvað á þessa leiðina, eða í svipuðum dúr, hef ég heyrt annars hið mætasta fólk reyna að rökstyðja álit sitt á að fá bjórinn og léttvínið í matvörubúðirnar.
En eins og með allt helsistalið, er þetta einfaldlega rangt og koma þá aftur til sterk mótrök er varða þá staðreynd að almenn áhrif áfengis eru svo langt um viðameiri en nokkurar neysluvöru í þessu samhengi er seld er þegar í matvörubúðum og það sem meira er,
það varðar við lög að taka þó vart sé mikið meira en "einn sterkan", sem þó á ekki að "skipta neinu máli"!
Með því að fá sér sopan sterka "af uppáhaldsbjórnum í Bónus" eða "eitt saklaust eða tvö af hvítvíninu úr kjörbúðinni" eins og margur hugsar sér væntanlega ef af yrði, væri viðkomandi þar með að svipta sjálfan sig því athafnafrelsi til dæmis, að mega ekki aka bifreið!
Það hafa þó ótalmargir gert, (meira að segja ónefndur alþingismaður sem stendur að þessu frumvarpi hygg ég!) og þar með hlotið sektir eða jafnvel ökuréttarmissi! því miður eru svo aðrir sem ekki voru teknir, en enduðu með því að valda sjálfum sér og öðrum skaða, óafturkræfum í sumum tilfellum, eftir slíka og "aðeins slíka hófdrykkju"!
Getur vænn biti af saltkjötinu eða stórt sykki af súkkulaðinu valdið slíku, eða gilda lög um neyslu þessara vara er takmarka athafnafrelsi þitt, að ég tali nú ekki um, getur í svo litlu mæli sem í einu glasi af hvítvíni er eða tveimur, orsakað brengl á
sjónskynjun og viðbragðsflýti við óvæntu áreiti, eins og gerist til dæmis þegar barn hleypur skyndilega fyrir bílinn!?
Nei, auðvitað og að sjálfsögðu ekki, því eru bjór og léttvín alls ekki eins og hver önnur neysluvara! Og svo lengi sem þessi lög gilda auk annara hafta sem áfengisneysla getur valdið, til dæmis á aðgengi, þá getur ekki öðruvísi verið!
Fleira væri líka hægt að nefna og hrekja sem fylgjendur sölu á bjór og léttvíni í matvörubúðum halda fram, til dæmis um lægra verð og úrval.
Staðreyndin sem blasir við er hins vegar sú, að verðlagningin er fyrst og síðast í höndum ríkisins rétt eins og á olíunni og álagningin í ÁTVR er svo lítil að sögn, að allt eins líklegt er að verðið muni hækka þegar á heildina er litið.
Og jafnvel þótt rauðvín og bjór "hófdrykkjufólksins" myndi til dæmis lækka um 10% flaskan úr 2000 í 1800, hverju munar svo um þá lækkun þegar um eina flösku í mánuði (mjög varlega skotið) er að ræða, með það svo í huga að breytingin hefði í þjóðfélagslegu samhengi meiri útgjöld í för með sér!?
Og um meira úrval, hvað þá betra, er alveg hægt að efast og alveg eins líklegt ef reynt verður mikið að selja ódýrar, að bara verði um lélegri framleiðslu að ræða, lélegri tegundir og e.t.v. lítt þekktar!
Nei, í þessu efni er betra heima setið en að stað farið, það er bjargföst skoðun mín því meir sem ég ígrunda þetta.
Nógu erfitt er í dag að spyrna við fótum gagnvart þeim vanda er þegar er til staðar.
Vilja menn virkilega taka þessa áhættu að auka hann og það án nokkura alvöru raka?
Nei, það vil ég ekki!
Að lokum kemur hér vísan sígilda eftir Árna bindindisfrömuð í Stykkishólmi að ég hygg, sem svo vel á við hér nú.
Hófdrykkjan er heldur flá,
henni er íllt að þjóna.
Hún er bara byrjun á,
að breyta manni í Róna!
Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar