Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.11.2007 | 21:25
Og skildi engan undra!
Hún Contoleezza er myndarkvinna og allt það, en að henni sé ekki tekið opnum örmum þarna, kemur nú ekki beinlinis á óvart!
Í Palestinu víst að vonu,
vel á móti blæs.
Nei,meta eigi kunna konu,
Contoleezzu Rice!
En það má aldrei hætta að reyna og vísast hugsar nú Hr. Brúskur og hans lið, að það yrði nú heldur betur sterkur leikur að koma þessu eilífðarvandamáli í þó ekki væri meir en í farveg er gæti leyst það á endanum, nú þegar forsetakosningar færast nær og nær!
Rice varar við of miklum væntingum varðandi Miðausturlönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2007 | 16:40
Ljóta málið!
Að líkindum eiga menn enn eftir að bíta fyllilega úr nálinni með þetta!
En hvort leit úr þessu í einvherjum ameriskum vélum hefur eitthvað upp á sig, skal ósagt látið, en stór hluti þjóðarinnar skammast sín sjálfsagt enn fyrir að vera bendlaður beint við þessi mál, beint eða óbeint!
Utanríkisráðherra: Leitað verði í fangaflugsvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 17:49
Kominn hringin!
Já, nú má með nokkrum sanni segja að Sigurgeir karlinn sé komin hringin, aftur inn í stjórnarráðið nú þegar landbúnaðurinn hefur sameinast sjávarútvegnum og jafnframt aftur komin á hendi sjálfstæðismanna!
Út í þetta fetti ei fingur,
er ferils lokast nú hringur.
SAgður enda svolítið slyngur,
Sigurgeir Þingeyingur!
Sigurgeir Þorgeirsson ráðinn ráðuneytisstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 18:16
Hverra hagur er í raun af þessari breytingu?
Ég hef margoft tjáð mig um þessar hugmyndir og ætla svosem ekki að bæta miklu við núna, nema nokkrum punktum.
ER ekki hlyntur þessu, svo það komi strax skýrt fram.
Ekki bara vegna þess að ég er löngu hættur allri áfengisneyslu, heldur vegna þess að ég sé einfaldlega lítil sem engin rök fyrir að breyta.
Þeir einu sem á endanum hefðu gagn af eða græddu hugsanlega, eru kaupmenn, framleiðendur og umboðssalar/innflytjendur.
Frá neytendasjónarmiði, (sem mér finnst reyndar ekki eiga við hér nema takmarkað, ekki um venjulega söluvöru að ræða í mínum huga) hafa menn reynt að telja til rök eins og betri opnunartíma og hugsanlega lægra verð og gott ef ekki meira úrval en í Ríkinu!
Ekkert af þessu er gefið, bæjaryfirvöld til dæmis á hverjum stað örugglega ekki tilbúin að leyfa sölu á öllum tímum sólarhrings eins og sumir virðast halda, verðlagningin ræðst nú ekki síst af álögðum gjöldum hins opinbera, alveg eins líklegt að verðið myndi hækka eins og að lækka!
svo er það auðvitað fyrst og fremst siðferðis- og heilbrigðissjónarmiðin sem ráða, alveg ótrúlegt að heyra þegar menn halda því fram að neysla gæti þvert á móti minnkað ef framboð jykist!?
En ef ekki og hún myndi aukast, þá mætum við því bara með auknum peningum til forvarna!?
Það á semsagt sem aldrei fyrr að "Byrgja brunnin þegar barnið er já almennilega dottið ofan í hann"!
Betri öfugmælavísa hefur varla verið ort!
Og svo þetta með hina almennu framkvæmd, eru menn ekki bara hálfgerðir hræsnarar þegar menn flytja svona mál um "Bjór og léttvín í matvöruverslanir" en salan á sterku vínunum skuli "Auðvitað og alls ekki" fara þangað líka!
STerku drykkirnir hafa sl. árin verið um eða undir 10% af heildarsölunni, koma menn ekki bara eftir smátíma og segja (jafnvel þeir sömu og nú segja bara bjór og léttvín í búðirnar) að þetta gangi nú ekki svona, allt of dýrt að reka þetta batterí, nú setjum við bara restina líka í allar búðirnar!?
Mér segir svo hugur um að svo verði, grundvöllurinn fyrir versluninni með einungis sterku vínin verði veikur til lengri tíma eða skemmri eða í raun ekki vænlegur einn og sér!
Þeir sem vilja bjórinn og léttvínið núna úr ríkissölunni, ættu því e.t.v. að vera heiðarlegri, fyrst þeir vilja segja A, ættu þeir líka að segja B!
Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2007 | 21:03
Nei, nú er ekki gaman Geir!
Ekki treysti hann sér að taka undir það, hann hefði ekki FORSENDUR til þess!
Og hin sömuleiðis mjög alvarlega ágreining milli fv. Borgarstjóra Vilhjálms Þ. og Bjarna Ármannssonar, enn að minnsta kosti stjórnarformanns R.E.I. um hvor hefði sannleikan sín megin um samningin örlagaríka, vildi formaður Sjálfstæðisflokksins og Forsætisráðherra telja sjálfum sér og þjóðinni trú um að væri bara misskilningur! milli manna!?
Æ, ég veit að þér finnst ekkert gaman núna nafni, þig langar bara að vera laus við þennan fjárans vandræðagang og (Villa)vitleysu, en þú sleppur og slappst reyndar í kvöld undan Simma sjðónvarpsstjörnu, ekki svo auðveldlega!
Og reyndar þurfti Sigmar ekki að vera svo mjög aðgangsharður, þótt hann væri það. Það leyndi sér nefnilega ekki í orðum og framgöngu GEirs, að hann vildi helst vera laus við þetta stand sem fyrst, en var og er greinilega ekki alveg viss hvernig það muni gerast.
Geir H. Haarde mætti á fund Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 16:39
Fréttir dagsins, ef ekki bara ÁRSINS! Af Mr. Jones og Mrs. Johns!
Mikið fjör, mikið grín, mikið gaman hjá MR. Jones! Á fréttastofu Stöðvar tvö í hádeginu, hefði þó að hluta allavega mátt ætla, að hér væri aldeilis mjög mikilsmetandi "Lúður" á ferð, sem teldi það hafa verið mikið óráð hjá íslenskum yfirvöldum, utanríkisráðherra, að kalla fulltrúa okkar í Írak heim! Nú, ekki er það alveg svo, hins vegar þætti mér miklu verra með þessi "Stórtíðindi" að Björkin okkar væri í ónáð hjá Bin Lacim! Eða eins og sagði í kvæðinu, "Vont en það versnar, versnar og versnar"! En öllu gamni fylgir jú einhver alvara og svo má líka spyrja hversu fyndið þetta sjónarspil Mr. Jones er yfir höfuð? Sumir taka hann kannski alvarlega og þá um of!? En úr einum Jones í annan, því hingað er líka komin kona með því nafni, mikill sérfræðingur frá Alþjóðabankanum og var hennar heimsókn tilefni fréttar í hádegisfréttum á RÚV. Johns heitir hún reyndar svo það sé á hreinu, en hún hafði þann boðskap að flytja, að þeim mun bættara starfsumhverfi fyrirtækja, þeim mun betri hagur almennings og þeim mun meira JAFNRÉTTI KYNJANNA!?
Við Íslendingar erum víst komnir á topp tíu á listanum yfir besta umhverfið, lífskjörin hafa líka batnað, bara svo fjári fjári misjafnlega eftir hópum og landsfjórðungum, eins og flestir vita nú að ástandi og fréttum daginn út og inn!
En aukið jafnrétti?
Hef nú ekki heyrt frekari rökstuðning á þessu hjá Mrs. Johns, en staðhæfingin ein og sér og eins og hún birtist í fréttinni, er nú í besta falli bara hrár sannleikur.
Við þurfum nú ekkert nema að horfa á hin íslensku fyrirtæki sjálf hvað varðar toppstjórnendur, eitthvað gengur nú hægt að koma jafnrétti á þar, þrátt fyrir almennt betri starfsskilyrði sl. árin!
Eitthvað fyrir okkar litlu og vænu Jafnréttisstofu að kafa ofan í og hún sjálfsagt með á nótunum varðandi heimsókn þessarar ágætu frúar!?
Osama bin Laden hatar Björk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2007 | 22:04
"Allt er vænt, sem vel er grænt"
þá meira en viss er ég.
GRÆNA NETIÐ, guð oss blessar,
götuna frameftir veg!
Grænt net til verndar náttúrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2007 | 16:01
Að selja eða selja ekki, það var nú málið! ER nýr R-listi fæddur?
"Að vera eða vera ekki, að selja eða selja ekki" það reyndist nú sú öxi er klauf grey meirihlutasprekið í sundur, ef svo má að orði komast, VAndræðaleg og misvísandi viðbrögð, rangar ályktanir og hreinn klaufagangur Sjálfstæðismannanna virðist hafa ráðið úrslitum!
Og eftir allt saman virðist já læknirinn Dagur B. ætla að verða Borgarstjóri, nokkuð sem næstum varð eftir að Þórólfur Árnason hrökklaðist frá!
Nú hrópa vinstrimenn VEI!,
en vafalaust Sjallarnir nei!
En semsagt nú nýr,
naskur og skír
Stjóri er "Doktorinn Day"!
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 17:38
Orð sem upp í hugan koma!
Eiga þessi orð bara ekki öll við um þessa makalausu málsmeðferð og það sem fylgt hefur henni?
Þau hafa allavega flest ef ekki öll heyrst hygg ég og ljost er að ákveðin flokkur er í vandræðum vegna þessarar framvindu allrar.
Þessi ákvörðun sem hér er til umfjöllunar, bætir kannski eitthvað úr sem slík fyrir hinn almenna starfsmann sem þarna á í hlut, en eftir stendur samt ákvörðunin um fyrra kauffyrirkomulagið og hina hrópandi misgjörð sem hún hlýtur nú að teljast!
Þarna átti semsagt að veita fáum útvöldum mikil forréttindi, þó með skilyrðum væri, tækifæri til að auðgast gríðarlega fram yfir aðra, á auðlind sem þó á að heita að sé í almanna þágu og það fyrst og síðast!
pólitískur vandi ónefnda flokksins verður kannski látin leysast með kattarþvotti sem þeim, að einum manni verður skipt út fyrir annan, en hvað svo?
Spyr sá sem ekki veit, en það veit hann þó, að með nánast hverri MÍNÚTU sem nú líður, verður vatnsorkan, jarðvarminn, dýrmætari og dýrmætari í hinu stóra samhengi heimsins alls!
Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2007 | 15:37
Björn spyr og spyr!
Okkar ágæti dómsmálaráðherra er einn af þeim sem spyr mikið og pælir. til dæmis datt honum í hug í sumar, að spyrja hvort ekki væri bara best að "selja sjoppuna" RÚV, eða allavega rás tvö! Ekki ný spurning, en í ljósi allra látanna um fjölmiðla á sl. árum, tókst Birni að æra einhverja "óstöðuga"!
Nú spyr hann enn og aftur í svipuðum dúr og sjálfsagt ekki öllum til gleði, um framtíðarrekstur á fangelsum!
Hvað skildi það svo verða næst, sem þekkingarleit ráðherrans beinist að?
Lögreglunnar?
Stjórnarráðsins?
Alþingis sjálfs?
Spyr sá sem ekki veit!
Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar