Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.10.2007 | 15:16
Steingrímur gefst ekki¨upp!
Ég hef líkt og margur annar landsmaður, haft dálæti á Steingrími Jóhanni Sigfússyni!
Fáir fara í fötin hans hvað andríki og ákafa varðar í ræðum og hvort sem menn eru sammála honum eða ekki, velkist engin í vafa um að hann meinar það sem hann segir og segir það sem hann meinar!
Og ekki gefst hann upp þrátt fyrir enn ein kosningavonbrigðin í vor, eða öllu heldur, góð úrslit fyrir hans flokk, sem dugðu þó ekki til að fleyta honum í ríkisstjórn.Hann heldur áfram að berjast og benda á veilur og veikleika í hagstjórn og fleiru, alveg burtséð frá því hversu mikin árangur það ber í að opna augu valdhafanna. Ákaflega virðingarvert, auk þess auðvitað að þetta er jú hlutverk þeirra sem í stjórnarandstöðu eru.
Gangi honum og hans fólki bara vel í því hlutverki, sem og öðrum þar, að veita hið nauðsynlega aðhald.
Sömuleiðis vonar maður svo á hinn bóginn að stjórnarflokkunum vegni vel að sigla þjóðarskútunni, ekki veitir nú af ef harna fer brátt á dalnum!
Og svo bara þetta:
Steingrímur sterklegum róm,
stöðugt eykur sinn hljóm.
Ólmast með kjafti og klóm,
krafsandi út í tóm!
Steingrímur J: Hagstjórn í molum og áætlanagerð úti í hafsauga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 21:42
Mikill og góður metnaður, en...?
Ég hef lengi haft gott álit á Ingibjörgu Sólrúnu, myndarkona!
Og trúi henni alveg hérna um metnaðarfulla nýja stjórn með góð áform, en spyr samt.
Hennar er jú mikill metnaður,
maður skildi hiklaust ætla það.
En hvort hún teljist "Gæfugetnaður",
Geiri hérna spyr sig núna að!
Ríkisstjórnin með mikinn metnað og afl til umbóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2007 | 17:05
Ofurbjartsýni!?
En jafnan á flokksþingum eru menn borubrattir og reyna eftir megni að berja kjarkinn í sig og sína, ekkert athugavert við það.
En það sem sumir hafa bent á með Brown, að hann sé ekki bara traustur sem bjarg, heldur traust VEKJANDi svo af ber, gerir það næsta ólíklegt að Íhaldsmenn eigi raunhæfa möguleika í Verkamannaflokkinn, en ekki Verkalýðsflokkinn eins og hér stendur!
Breskir íhaldsmenn vilja kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2007 | 21:37
Hægan Hillary!
Að gefa samþykki fyrir einhverju sem kannski og hugsanlega hefur verið eitthvað, er nú ekki alveg nógu gott né traustvekjandi!
Að Ísraelsmenn megi skutla sér og sínum vígtólum á annara þjóða grundu eftir líkum, boðar ekki gott fyrir framtíðina!
En ég segi það samt aftur og enn, hún er langskásti kosturinn fyrir Bandaríkin í dag og auk þess væri svo sögulegt ef hún yrði kjörin forseti!
Clinton staðfestir sögusagnir um kjarnorkuþróun Sýrlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2007 | 21:54
Hætta á ferðum!
Þegar þessi mikkli fyrrum Sovétskörungur tekur til máls, er enn hlustað og örugglega eitthvað tekið mark á líka!Og karli virðist full alvara hérna!
Úti er Gorba griður,
glittir í svipin stranga.
Því Jósef "járntjaldssmiður",
jafnvel mun aftur ganga!
Gorbatsjov varar við endurfæðingu Stalínismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2007 | 21:21
Sniðugur!
Hefur svona sem "Alheims aðalskúrkur" stolið senunni á þessari alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, líkt og ólíkindatólið hann Fidel Castro gerði svo skemmtilega áður!
Þessi staðhæfing hljómar annars jafn líkleg eins og að lýgin væri heldur ekki til í Íran haha, alveg þrælsmiðugt að halda þessu fram!
Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2007 | 15:27
"Sameinuð stöndum vér...
Með réttmættum hætti eða ekki, þá sýnir þetta glöggt hvað hinn almenni borgari getur að líkum haft áhrif ef hann er nógu samstæður og óbilandi í trú sinni þegar honum finnst yfirvaldið vera að troða sér um tær!
Gangi þessi áfangasigur eftir, þá er ekki ástæða til annars en að óska íbuunum til hamingju, þótt vissulega verði þetta ekki til að létta brúnina á bæjarstjóranum og er hún þó þung fyrir!
Kársnesingar taka niður mótmælaborða sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2007 | 16:25
Kaldhæðnislegt, ekki satt!?
Það hygg ég að fleiri en einn og fleiri en tveir Íslendingar hafi upplifað þegar þeir hafa skýrt frá því hvaðan þeir koma, að svarið til baka hafi verið í formi annarar spurningar "Er það í x-fylki?" eða í svipuðum dúr! Bandaríkjamenn hugsa nefnilega margir ekki lengra en út fyrir fylkið sem þeir búa í og ferðalag út úr því ku vera líkt og fyrir okkur að fara til útlanda!
En auðvitað vita þeir að heimurinn er stærri og sumir þeirra hafna jafnvel landi sínu er þeim finnst tilveru sinni og framtíð ógnað, eins og virðist hér vera á ferðinni!?
Og kannski er það ekki tilviljun að þetta fólk leitar til Finnlands, landið lenti minnir mig fyrir skömmu á toppnum yfir hagsælustu og bestu staðina til að búa á í heiminum, eða eitthvað í þá áttina!
Og þar lenti Ísland í öðru sæti, svo kannski koma Kanarnir hingað næst!?
Bandarísk fjölskylda óskar eftir pólitísku hæli í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2007 | 12:31
Kemur mér ekki á óvart!
Kannski búið að ráða í starfið?
Ísland aftarlega í opinberri stjórnsýslu á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2007 | 12:25
Frjálslyndrafjör!
Alltaf gaman að heyra af FF! Þar skafa menn sjaldnast utan af hlutunum og þar eru bráðskemmtilegir kappar innan um!
Í hinum Frjálslynda flokk,
fjör er mikið og stuð.
Þar spertir stíga á stokk,
strákar eins og Jens Guð!
Já, bulla og blaðra út í eitt
og bara um helst ekki neitt!
Óánægja með forustu Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar