Ekkert væl núna!

Neinei, þýðir nú ekkert að fara að grenja núna, bara eitt tap og því gleymum við bara strax, en förum að hlakka til stórrimmunnar við DAni í hádeginu á laugardaginn! Auðvitað fúlt að tapa svona og ekki í fyrsta sinn fyrir "litlu gulu mönnunum", en þeir eru bara þrælgóðir og við réðum bara ekki við þá í dag! En getum alveg tekið bæði DAni og Egypta og þannig náð allavega öðru sætinu í riðlinum!
mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjandinn laus!

Já, andskotans bölvaður fjandinn er bara laus hér inn á mínu ástkæra einkaheimili og hefur verið svo meira og minna seinni hluta dagsins!
Þann tíma og enn þegar ég sit hér við tölvuna og skrifa þetta, hefur allt bókstaflega leikið á reiðiskjálfi líkt og stöðugir jarðskjálftar dynji yfir með vissu millibili!
Hélt raunar fyrst í gær og svo aftur í dag, að þetta væru snöggir skjálftar, en raunin var nú önnur, þótt krafturinn sé vart minni en af svona styrk upp á 2 eða 3 á Richerkvarða!?
Nei, þetta eru varlega sagt steypuframkvæmdir, m.a. malbikun og boranir að því er virðist, hjá eða við hús hér hinum megin við götuna, á plani þar þó ekki mjög stóru og við byggingjuna.
En gott og blessað kannski væri þetta, ef aðallætin og krafturinn í verkinu væru á venjulegum vinnutíma, en ekki fyrst sett á fullt um kl. hálf fimm eða hvað það nú var og standa enn nú þegar hún er farin að ganga tíu!
hvort sem það er nú svo á vegum bæjarins eða verktaka, þá er þetta fyrir neðan allar hellur og mér skapi næst að kvarta og jafnvel kæra þennan óskunda.
En eins og þetta sé nú ekki nóg,´hverjir haldið þið svo að séu beint eða óbeint að valda þessum fjárans látum og ónæði á friðarins og sumarsælu ágústkvöldi?
Nei, ekki einhver ónefndur hús- eða íbúðareigandi sem kann ekki að skammast sín, veldur þessu líka ónæði að myndir hafa jafnvel dottið niður af hillum í verstu látunum!
Ónei, þessar framkvæmdir fara fram hjá...

...HVÍTASUNNUKIRKJUNNI!?
Á plani við kirkju safnaðarins hér í bæ!

Ekki verður þetta nú til þess að hún vaxi í áliti hjá mér, en þetta þurfti kannski ekki til, hef aldrei komið inn í kirkjuna þótt ég hafi verið í nágreni við hana nánast frá því hún var reist!


Já, var búin að segja að þetta yrði sýnd veiði en ekki gefin!

EFtir spræka frammistöðu í síðustu æfingaleikjum og það gegn góðum liðum á borð við Rangers og Lazio, heðfi mátt búast við meiru eða betri frammistöðu, en eins og ég sagði þegar drátturinn í undankeppninni var jós, þá yrði þetta ekki fyrirhafnarlaust. STandard bara með hörkufrískt lið og sigur þeirra hefði ekki verið ósanngjarn, en um leið verða menn nú að muna að markvörðurinn er til þess að verja þegar á reynir og það gerði Reina með snilld í kvöld!
Jálkurinn Arnar sagði í leikslok, að seinni leikurinn eftir hálfan ma´nuð yrði allt öðruvísi, Mogginn bendir líka á það og segir Liverpool eiga að komast áfram, en ég segi samt aftur að það verður ekki fyrirhafnarlaust og menn verða að vera betur í stuði en í kvöld ef það á að takast.En augljóst var lika, að leikmenn Standard Liege ætluðu að selja sig dýrt og nýta sér sem best að vera komnir í gang í heimalandinu, nokkru á undan andstæðingunum.
mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sirkús Fáranleikans!

ég hef í nokkrum skrifum mínum um hið dæmalausa ástand í borgarstjórn Reykjavíkur, kallað það "Sirkús Reykjavík" í háðslegum tón og kannski með pínulitlum íllkvitnishætti líka.Og ekki alveg að ástæðulausu eins og flestir hljóta að vita. En framvindan með núverandi meirihluta og svo þessi tíðindi, fyrst frá í gær eða fyrradag, fá mann beinlínis já til að nota orðið Fáranleiki! D listin ber alla ábyrgð á þeirri stöðu sem hann er nú komin í og hvort sem einvherjir fulltrúar hans voru samstarfinu við Ólaf F. ósamþykkir eða kyngdu því treglega, þá gerðu þeir það nú samt og geta í engu kennt neinum nema sja´lfum sér um! Það er því já alveg fáranlegt og í raun sprenghlægilegt í öllum alvarleikanum, að nú vilji menn þar á bæ "treysta" núverandi meirihluta með því að taka aftur upp samstarf við B sem þriðja hjólið og um leið fá borgarstjórastólinn fyrr!? ER mönnum virkilega alvara? En ef þetta er já satt og rétt, hví í dauðanum ætti Ólafur, sem samkvæmt sögusögnum á einmitt að vera komin á þá skoðun að vilja sitja áfram sem borgarstjóri, þvert á samkomulagið við Vilhjálm Þ., að taka því? Spyr sá sem ekki veit, en hitt veit hann að spurningin sem slík er fáranleg ein út af fyrir sig! SVo er það hin hugmyndin, að B komi bara aftur eins og ekkert hafi í skorist væntanlega frá tíð björns Inga og öllum gíguryrðunum sem flugu á víxl milli flokkana í kjölfarið er sá meirihluti sprakk. Þá kom Óskar Bergsson inn í staðin og starfaði að því best er vitað að heilindum meðan "Tjarnarkvartettinn" lifði sína 100 daga með S, V og Margréti, en án Ólafs! Það jaðrar við pólitískt hór liggur við, ef Óskar og þetta veltur jú fyrst og síðast á hans vilja hvað sem líður annars flokksályktunum og hvað formanninum húmorsmikla, Guðna finnst, samþykkti. Já, hvað vill Óskar Bergsson og hans bakland? Jú, hann gæti komið til móts við D í að "endurvirkja" hugmyndir um bitruvirkjun, en hvað með allt hitt og hvað með REI, er það allt saman bara gleymt og skiptir engu máli lengur? Í ljósi sögunnar og þá ekki hvað síst Framsóknarflokksins og hans "gamla slagorðs" að vera -Opin í báða enda- kæmi það ekki þó alveg á óvart ef þetta yrði niðurstaðan og D fengi enn einu sinni sitt fram. En líkt og gerðist er tvívegis var búið að sprengja meirihlutan, þá segi ég nú eiga íbúar í Reykjavík ekki betra skilið, er virðingin einfaldlega ENGIN til fyrir þeim er spurningin um völdin er annars vegar? Að þessu virðist svarið vera klárt NEi, virðingin er engin og flokkshagsmunir koma ALLTAF á undan almannahagsmunum! Kosningar ættu einfaldlega að fara fram nú sem þá, Þetta er öllum sem við koma til mikillar skammar og háðungar að mér finnst, horfandi á úr fjarlægð!
mbl.is Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæstur sigur handa Gurrí í afmælisgjöf, en vörumst nú ofurbjartsýni!

Hreint með ólíkindum þessi sigur á sjálfum heimsmeisturunum, en svona er þetta bara, getan er fyrir hendi og liðið getur á góðum degi unnið alla, en líka tapað nánast fyrir öllum!
Fjögur stig, efsta sætið í riðlinum, góð staða og sjálfstraustið í hæstu hæðum, en nú eins og svo oft áður er mjög mikilvægt að halda báðum fótum á jörðinni, næsti leikur verður alveg jafnmikil prófraun og hinir leikirnir og alveg ljóst að hann verður erfiður, gegn S-Kóreu, sem ekki síður en við Íslendingar eru að koma nokkuð svo á óvart með góðri frammistöðu í fyrstu leikjunum, stóðu lengi vel í Þjóðverjunum í fyrradag og unnu svo óvæntan sigur á Evrópumeisturum Dana í morgun!
En svo það sé reifað, þá er þetta nú ansi hreint spennandi fyrir okkur eftir þessa gríðarlega ánægjulegu byrjun á riðlakeppninni, því fyrirkomulagið er þannig að þau tvö lið sem verða efst leika til undanúrslita, en liðin sem verða númer þrjú og fjögur spila um fimmta til áttunda sætið!
Í Barcelona 1992 náðum við að komast í undanúrslitin, en töpuðum að lokum fyrir Frökkum í leik um bronsið.
Nú er semsagt möguleiki á að endurtaka þetta afrek, en aftur skal það ítrekað, stutt er á milli hláturs og gráturs, tap næst breytti miklu strax.

En í dag gleðjumst við og víst er að mín góða bloggvinkona Gurrí fékk þarna aldeilis góða afmælisgjöf!

ÁFRAM ÍSLAND OG TIL LUKKU GUÐRÍÐUR!


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram og til baka um fjölmiðlamenn!

Ég hef mest alla mína hunds- og kattartíð verið mjög áhugasamur um fjölmiðla, starfaði um margra ára skeið fyrir dagblað og hef auk þess kynnst útvarpsrekstri og verið með þætti í útvarpi fyrir margt löngu. Fjölmiðlafólkinu mörgu hefur maður svo kynnst og starfað með og fylgst með því mörgu til lengri tíma. Sl. mánuði hefur nokkur gerjun verið í stóru ljósvakafjölmiðlunum og það að mér finnst býsna merkileg hvað varðar starfsmenn. ER ég þar þá helst að tala um Sjónvarpið og STöð tvö! Þegar einokun RÚV var afnumin fyrir rúmum 20 árum fór sem kunnugt er mikil skriða í gang frá RÚV, fyrst á útvarpssviðinu er Bylgjan varð til og síðar er Stöð tvö var stofnuð. Þetta muna nú flestir sem komnir eru vel á fullorðinsár og muna þessa umbrotatíma. Ég fór nú um daginn aðeins að velta þessu fyrir mér vegna þess, að nú á síðustu misserum já með Sjónvarpið og STöð tvö sérstaklega hefur verið margtr merkilegt að gerast og það eiginlega alveg öfugt við það sem áður var. Oftar en ekki voru það yngri og sprækari fjölmiðlungarnir sem ákváðu að söðla um frá Sjónvarpinu til dæmis yfir á S2, nýjabrum, betri laun m.a. sem þar réði oftast ákvörðunum. En nú er öldin semsagt önnur, nefnilega hver ELDRI starfskrafturinn á fætur öðrum verið ráðin til Stöðvarinnar og þá eftir að hafa hætt áður vegna breytinganna á RÚV yfir í opinbert hlutafélag eða vera horfið fyrr til annara starfa. Það var þó endurkoma gamla poppblaðamannsins og umboðsmannsins Ómars Valdimarssonar í erlendar fréttir á S2 sem kom mér endanlega til að hugsa þetta, en hann er nú reyndar gamall starfsmaður beggja vegna borðsins, en hefur nú mörg undanfarin ár hins vegar unnið sem upplýsingafulltrúi hjá Rauða krossinum víða um heim!Og var reyndar smátíma að átta mig reyndar að þetta væri hinn eini sanni Ómar Vald. Nú, en dæmi um eldri og reyndari krafta sem komið hafa á stöðina, en mest hefur allavega áður verið þekkt fyrir sín störf hjá RÚV, eru Þorfinnur Ómarsson (sem var líka áður búin að vinna þarna á NFS, en þar áður lengilengi fyrir RÚV) Sigurlaug margrét Jónasdóttir (Jónassonar) og Katrín Pálsdóttir, er lengi var á fréttastofu bæði útvarps og svo Sjónvarps. Á hinn bógin hafa sem kunnugt er yngri kraftar farið á RÚV og þá ekki hvað síst í Kastljósið, Helgi SEljan, Jóhanna vilhjálmsdóttir og Brynja Þorgeirsdóttir, að ógleymdum "Stjóranum" sjálfum, Þórhalli Gunnarssyni, sem þó upphaflega sem margur annar, byrjaði sem fjölmiðlamaður í útvarpi, sennilega að þakka vini hans og félaga úr Kópavogi frá barnæsku, Fjalari Sigurðarsyni! En Þórhallur (sem auðvitað er leikari að upplagi og er núna einmitt í hlutverki í spennuleikriti Útvarpsleikhússins, Dauða trúðsins eftir Árna Þórarinsson) kom einmitt í hinum frægu skiptum er Logi Bergmann ákvað að söðla um. Nú tveir fyrrum íþróttastjórar hjá því sem nú heitir 365 miðlar, hafa hins vegar merkilegt nokk verið dregnir inn á RÚV, svona mótvægi við yngra liðið að mestu, þeir Snorri Sturluson og Valtýr B. Valtýsson og líkast til fyrir tilstilli fyrr sem nú æðsta yfirmanns þeirra, Páls Magnússonar!? Veit nú ekki satt best að segja hversu íþróttadeild RÚv hefur notið góðs af og held raunar lítt, þeir tveir þó ágætir strákar séu, ekki í hópi þeirra færustu í greininni satt best að segja! En hvað sem því líður, nokkuð merkileg þessi þróun sem orðið hefur á starfsmannahaldi þessara stóru ljósvakamiðla og hef ég kannski ekki talið allt, einherjum gleymt að líkindum.

Vottun handa Hilmu og þorskinum!

Fyrir nokkrum dögum voru einmitt fregnir af að þungmálmar væru í litlum mæli að finna í lögsögunni, það ætti því að hafast með góðu að fá þessa timplun og þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er raun ber vitni þarna í Sviss!
En Hilma SVeins?
Stúlka afskaplega prúð og pen var nú með mér í barnaskóla og hét einmitt því nafni, bjó auk þess í næstu blokk.
'Það skildi þó ekki vera...?
mbl.is Lokað á villtan þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt grautfúlt!

Nei, reynsluboltin Örn segir að ekki dugi að væla, en ég hafði á tilfinningunni að hann gæti komið á óvart og komist áfram.
En 200 metrarnir eftir, gildir það sama með hann og Jakob Jóhann, vonum því það besta.
mbl.is Örn endaði í 35. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætur sigur!

Já, það var hann og eftir á að hyggja nær aldrei í hættu eftir að liðið náði fyrst fjögra eða fimm marka forystu upp úr miðjum fyrri hálfleik!
Óþarfa fljótfærni þarna í lokin gaf Rússunum örlitla von, en sem betur fer var munurinn þó alltaf of mikill!
VAka um miðja nótt er því réttlætannleg og svo er bara að taka hressilega á þýsku heimsmeisturunum í næsta leik!
mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði um vonbrigði!

Ekki hægt að orða það skýrar um frammistöðu okkar tveggja fyrstu keppenda á Ol!
Nú voru sigurlíkur Rögnu að sönnu takmarkaðir fyrirfram, en að þetta færi svona og að hné hennar væri í raun ekki tilbuið fyrir þessi átök er til kastana kom, er bara dapurlegt.
Jakob Jóhann hefur að sögn verið á góðum skrið í undirbúningi sínum fyrir bringusundskeppnina, en eins og hann segir sja´lfur eftir vonbrigði dagsins, að eitthvað hljóti að vera að fyrst hann nær ekki árangrinum nema á æfingum! En hann fær jú annað tækifæri á þriððjudaginn er hann keppir aftur og þá í 200 m. bringusundi.
Næst er það svo ein af stóru stundunum hjá landanum, fyrsti leikurinn í handboltanum gegn rússum hinum stríðsglöðu í nótt.
Ólafur fyrirliði og snillingur með stór orð um að sigur eigi að vinnast, vonandi mun ekki gilda um hann eftir leikin, að "Margur verður af orðum api"!
SVo kemur meira sund í kjölfarið, m.a. hin gríðarefnilega Erla Dögg, en eins og með Jakob gildir kannski mest hjá henni að bæta sig vonandi.(Jakob gæti þó vissulega á góðum degi allavega farið inn í 16 manna úrslit)
Örn kemur þar í kjölfarið og sem ég hef áður sagt,kæmi mér ekki á óvart þótt hann gerði einvherjar rósir!
En ekki meiri meiðslaleiðindi og slíkt, sömuleiðis vonar maður að Guðjón Valur verði í stakk búin að spila allavega eitthvað með gegn Rússunum, svo gríðarlega mikilvægur upp á hraðaupphlaupin og í arnarkerfinu 5+1!
Annars skaust fram smá glott á vörum kjaft vors áðan er sýning á samantekt var hafin frá leikunum í Sjónvarpinu. 'ymsir sérfræðingar eru kallaðir til í hinum ýmsu greinum og það hið besta mál, nema hvað að engin annar en núverandi varaþingmaður B og fyrrverandi Íþróttastjóri RÚV er þar á meðal, Samúel Örn Erlingsson og lýsti hann sinni gömlu keppnisíþrótt blakinu hohó!
mbl.is Ragna slasaðist og er úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband